Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
35
Þórunn Benedikts-
dóttir - Minning
Fædd 9. júní 1893.
Dáin 29. nóvember 1981.
Látin er frú Þórunn eftir langa
ævi og langa legu. Hún mátti
þreyja á spítala átta ár, hress
fyrst síðan döpur, en óþjáð undir
varðveizlu hjúkrunarfólks Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur, sem
vann það með sóma sem unnt var.
Því skal nú þakkað.
Og misjöfn eru ævikvöld manna
þótt jafnlengi lifi.
Maki hennar fluttist að Vífils-
stöðum fyrir átta árum um miðjan
vetur til umönnunar. Hann hafði
það eitt að segja við komuna að
þar myndi vorfagurt, og fáum dög-
um síðar var hann genginn. Nú er
hún einnig öll og saman skulum
við vona um biðina á ströndinni.
Hún var fædd að Vatnsdalseyri
við Seyðisfjörð, dóttir Sólrúnar
Eiríksdóttur og Benedikts S. Þór-
arinssonar. Með þeim fluttist hún
ársgömul til Reykjavíkur þar sem
Benedikt gerðist- umsvifamikill
kaupmaður og bókamaður að
Laugavegi 7. Þar lágu hennar
bernskuár undir ljósi aldamót-
anna og í skjóli þeirrar velsældar
sem fæst heimili prýddi á þeim
árum.
Ung missti hún móður sína og
ólst upp í skjóli stjúpu sinnar
Hansínu ásamt þrem alsystkinum
og þrem hálfsystkinum.
Er fram liðu tímar settist hún í
Menntaskólann en tvítug að aldri
hleypti hún heimdraganum og
hélt til Berlínar að læra mál og
bókmenntir er þá þótti hæfa góðri
menntun.
Annan vetur dvaldist hún í Den
Haag hjá vinum foreldra sinna
Hoof kaupmanni og vitnaði til æ
síðan sem þeirra heima er horfnir
voru.
Þar urðu svo hennar örlög ráðin
á fyrri stríðsárunum 15. apríl 1915
er hún giftist manni sínum Björg-
úlfi Ólafssyni er þá þjónaði sem
ungur læknir í her Hollendinga í
Borneo.
Þau gengu þar í hjónaband per
telegram yfir allar óvinalínur og
segir frá búðkaupsför hennar
einnar til Austurlanda fjær í bók-
um, sem síðar urðu þekktar hér á
landi. Þau hjón undu síðan hag
sínum vel þar í 11 ár í þjónustu
Hollendinga unz heimþráin kall-
aði Björgúlf, en sjálf sagðist hún
bæði hafa verið meiri kosmopolit-
an og munað kuldann betur en
bóndinn.
Nema heim fluttust þau 1926, og
upp úr því keyptu þau Bessastaði
á Alftanesi og bjuggu þar herra-
garðsbúi ásamt börnum sínum í
tólf ár með fjölda hjúa, ráðskonu
og bústjóra.
Þar kom að þeim hjónum þótti
ekki lengur grundvöllur fyrir bú-
rekstri og fluttust út á Seltjarnar-
nes í upphafi stríðsáranna, ásamt
börnum sínum, Sigrúnu fæddri
1922 nú látin, Agli fæddum 1924,
Ásu fæddri 1928, Þórunni fæddri
1931 og Ólafi fæddum 1935.
Þar má segja að þau hafi brátt
setzt í helgan stein, en hún sinnti
lokauppeldi barnanna og hann
helgaði sig ritstörfum lengst af.
Breyttir voru nú allir tímar og
þjóðfélagshættir, ekki þótti nú
lengur frásagnavert þótt menn
skryppu bæjarleið til Austurlanda
fjær. Frásagnir þeirra hjóna voru
þó alltaf forvitnilegar og dul-
magnaðar um mannlíf, menningu,
líf og trúarbrögð austur þar,
malaiska lá þeim báðum á tungu
og brugðu henni fyrir sig í glettni,
þegar aðrir áttu ekki að skilja.
Eftir að ég fór að blanda geði
við tengdamóður mína þótti mér
gaman að hispursleysi hennar,
vænt um góðvild hennar og varð
starsýnt á styrk hennar, andlegan
sem líkamlegan langt fram eftir
ævi, enda verið ung íþróttakona.
Auðmýktin var þó ekki hennar
sterka hlið, 1918 mátti hún sjá á
bak systur sinni og manni hennar
úr spönsku veikinni svo til sama
dag. Hún sá ekki tilgang æðri
máttarvalda og efaðist síðan upp
frá þí.
Það fylgdi síðan nánu sambýli
við börnin, að hún varð sjálfskip-
uð fóstra yngstu kynslóðarinnar,
sem jafnan minnast hennar með
gleði.
Þannig var lífshlaup þessarar
konu, stórbrotið framanaf, hæg-
ara seinna. Og þá, er hennar
kynslóð er liðin, er næstu kandi-
dötum kannski hollt að minnast
dauðans.
Hér sést hann kemur sjaldnast
með skelfingu, oftar með þeim að-
draganda, að sorgin er bundin,
þótt hver einn sé sér of sefa.
En þegar upp er staðið heldur
hver glaðbeittur áfram að lifa.
Hreggviður Stefánsson
HAFA Classi
OPIÐ í DAG
FRÁ KL. 2—5
Nýtísku
Hafa
baðinnréttingar
i baðherbergið
ykkar
Útsölustaðir:
Málningarþjónustan Akranesi,
Atlabúöin Akureyri,
Valberg Ólafsfirði,
Ljónið Isafirði,
JL-húsið Reykjavík,
Brimnes Vestmannaeyjum,
Har. Jóhannesson Seyðisfirði,
KF Hvammsfjarðar Búðardal,
KASK Hornafirði,
KF Þingeyinga Húsavík,
KF V-Húnvetninga Hvammstanga,
KF Rangæinga Hvolsvelli,
KF Fram Neskaupsstað,
KF Skagfirðinga Sauðárkróki.
Innréttingadeild II. hæð
Vald Poulsen h/f
Suðurlandsbraut 10 —
Sími 86499.
Ávallt eltthvað nýtt í
HUSGAGNAVERSLUN
SMIÐJUVEGI8 KÓPAVOGI
Auk húsgagnadeildarinnar aö
Ármúla 23 bjóöum viö yöur
aö líta í nýju húsgagnadeildina
okkar aó Smiöjuvegi 8 í Kópavogi.
Nýjar sendingar vikulega
Þar höfum viö úrval af:
% Eldhús-og boröstofuhúsgögnum.
# Sófasettum — Reyrhúsgögnum
• Barna- og unglingahúsgögnum
• Hillum og skrifboröum
# ítölsk lína í stálhúsgögnum.
Velhönnuð
Ávallt eitthvað nýtt í
Nýborg"
húsgögn á raunhæfu verði.
HUSGAGNAVERSLUN
SMIÐJUVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 78880
ATH: OPIÐ SUNNUDAGA
FRÁ 14—17