Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 27 Eftir Elínu Pálmadóttur Á aunim IjóAur einn er til, — og »far slæmur telst sjaldan fmnast þeir hjá þeim, sem þarfnast þeirra helst. Danski grúkkuhöfundurinn Piet Hein hefur líklega verið að hugsa um holdi klæddari auraleysingja en opinbera sjóði, þegar honum hrutu þessi orð af munni, sem Auðunn Bragi sneri svo á íslenzku. Samt skaut einmitt þessari vísu upp í hugann í vikunni við lestur á blaðaviðtali við Egil Skúla borgar- stjóra. Hann kvartar þar um að sífellt verði minna fé eftir til um- ráða í borgarsjóði þegar fastur rekstrarkostnaður er frátekinn. Og þá held ég að kveinkað sé yfir auraleysi í aumingja ríkissjóði, þegar í hann er sótt. Ekki er það björgulegt. En hvað er til ráða? Við eigum svo bráð- duglegt alþingi. Á hverju einasta ári koma þar saman 52 harðdug- legir forsjármenn okkar og kepp- ast við að unga út lögum með margvíslegum nýjungum. Þótt þingið 1980 sæti tveim mánuðum skemur en þessi venjulegu vegna haustkosninga, tókst þingmönn- unum okkar samt að senda frá sér 63 lög, tilbúin til framkvæmda, og 15 þingsályktunartillögur — og ræða að auki 56 frumvörp án þess að tala út um þau. Allt þetta tókst á aðeins 155 dögum, sem þingið stóð það árið. Þegar svo nýju lögin og fylgjandi reglugerðir koma á hinn almenna samfélagsmarkað, komast menn nær alltaf að þeirri andstyggilegu staðreynd að hver vel meint hugsjón kostar peninga, sumar á hverju einasta ári upp frá því, fara jafnvel stighækkandi. Reikningsglöggur Svíi gerði það eitt sinn að gamni sínu að reikna út kostnað í sínu landi við heilsu- gæslugeirann, eins og það heitir á fagmáli. Auðvelt reyndist að færa fram töluleg rök fyrir því að með sama vaxtarhraða mundi um alda- mót helmingur Svía vera sjúkl- ingar og hinn helmingurinn hafa atvinnu af því að stunda þá. Ein- hver reikningsglöggur maður á ís- landi gæti tekið sig til og reiknað út hvenær 52 þingmenn gætu með sama hugviti og framkvæmda- hraða í lagasmíð verið búnir að ráðstafa til frambúðar öllu fé landsmanna. Skyldi það verða orð- ið klárt fyrir aldamót? Það mundi gera aldamótakynslóðinni lífið létt, ef búið væri að ráðstafa öllu fé fyrirfram. Þá greiða bara allir alla aurana sína í skatta og úr sjóðnum mikla rennur svo sjálf- krafa bunan í lögbundinn rekstur. Ekkert tog og þras milli hópa og landshluta. Varla að þurfi löggjaf- arsamkundu nema endrum og eins. Að vísu mætti alltaf setja lög, þótt engin fjárveiting fylgi og fyrirfinnist ekki. Það hefur svo sem verið gert fyrr. Er ekki eitt- hvað af slíkum févana lögbundn- um verkefnum á sveimi, og valda mæðu? Þannig geta þörfustu hlutir orð- ið til ama, þegar endirinn er ekki skoðaður með upphafinu. Rétt eins og þegar hann Sigurður minn Þór- arinsson sönglaði í örvæntingu sinni í Vatnajökulsferðinni 1959: Stúlkur, elsku gtúlkur drekkiði ekki roeir. Þá hafði skollið á stórhríð og óvenju mikið af túristum með í vorferðinni. Hópurinn lá nokkur dægur veðurtepptur í tjöldum, sem tengd voru saman um túðurn- ar og allt að fenna í kaf. Hraustir kariar sváfu í snjóbílunum og brutust öðru hverju út til að moka frá tjöldunum og tæma plastkopp- inn, sem forsjál kona hafði tekið með sér. Enda ekkert vit í að sleppa stúlkum út í æðandi hríð- ina til þarfaverka. Raunar óvitur- legt að láta fleiri en nauðsyn krafði fara út og bera bleytuna í tjöldin. Sem nú Sigurður á öðrum eða þriðja degi skvetti úr koppn- um góða á jökulinn, sönglaði hann ofannefnt viðlag við ljóð, sem hann orti undir feidi milii skyldu- starfa. Það gæti sem best orðið söngur skattborgarans, þegar hann fær áiögurnar sínar: iMngmenn, elsku þingmenn framleidiA ekki meir! Skattheimta ríkisins hefur auk- ist jafnt og þétt síðasta áratuginn, var lengst af sjöunda áratuginn 21—22% af þjóðarframleiðslu, byrjaði svo að hækka á dögum vinstri stjórnarinnar 1971—’74, tók aftur kipp 1978, var 1979 kom- in í 27,6% og hefur víst haldið áfram upp á við síðan. Enda má ekki binda hendur hugsjónaríkra og duglegra valdamanna eða tefja málin fyrir þeim. Stjórnarskráin stendur vörð um það. Það lærði ég haustið 1976. Þá hafði ég nokkrum sinnum við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar verið með í að toga og teygja þetta afmarkaða ráðstöfun- arfé, sem hverju sinni er afgangs til framkvæmda eftir að búið er að draga frá lögbundnar greiðslur og þjónustu, en sá afgangur var þá kominn niður í 26%. Og ég hafði fengið svipaða reynslu og Egill Skúli nú, en ekki búið að berja það inn í mig að þetta væri eins og eitt af náttúrulögmálunum. Ráðandi borgarstjórnarfólk var enn að tregðast við að hækka skattana á borgarbúum upp í leyfilegan topp. Hvað mátti þá til varnar verða? Jú, taka sér til fyrirmyndar Sam- einuðu þjóðirnar, sem líka eru alltaf blankar. Hjá þeirri vísu stofnun er engin tillaga samþykkt eða staðfest úr nefnd með at- kvæðagreiðslu í allsherjarþinginu án þess að kostnaðaráætlun fylgi eða umsögn framkvæmdastjóra um að hún hafi engan kostnað í för með sér fyrir stofnunina. Ef slíkt liggur ekki fyrir, er atkvæða- greiðslu bara frestað og kostnað- aráætlun unnin af starfsfólki fyrir næsta fund. Mér finnst þetta mik- ið snjallræði. Ekki segi ég að vísu að það hafi áhrif á alla atkvæðis- bæra fulltrúa þar á bæ, þótt tillög- ur þeirra kosti morð fjár — enda greiða ekki nema sumar þjóðanna gjöldin sín hvort eð er. Og auðvit- að vilja menn iðulega allt til vinna og til kosta að koma góðu máli fram. Jæja, mínum mönnum leist bara vel á þá hugmynd að fara eins að í borgarstjórn Reykjavíkur, enda hafði í áratugi komið í þeirra hlut að útdeiia peningum í verkefnin á hverju ári. Ég flutti því tiliögu um þetta fyir hönd okkar borgarfull- trúa sjálfstæðismanna. Hélt að svo góðu ráði yrði tekið fagnandi. Yfir 150 þjóðir höfðu hjá SÞ brúk- að þetta verklag í áratugi og þótt gott. Ekki aldeilis. Ég fékk skömm í hattinn í Tímanum fyrir svo „kommúnískar og nasistískar" til- hneigingar. Ekki mætti hefta frelsi kjörinna fulltrúa þegar þeir gegndu skyldustörfum og vildu eyða peningum skattborgaranna. Það væri beinlínis að brjóta stjórnarskrána. Eftir mikið orða- skak varð niðurstaðan sú við aðra umræðu að dregið var úr afdrátt- arlausu orðalagi og samþykkt að borgarstjórn „teldi rétt“ að tillög- um fylgdi kostnaðaráætlun til að auðvelda borgarfulltrúum ákvarð- anatöku. Auðvitað! Hver vill svo sem brjóta stjórnarskrána? Vit- aniega má ekki neyða kjörinn full- trúa að vita hvað það kostar um- bjóðendur hans, sem hann er að setja af stað, þeim til góðs. En nú, árið 1981, spyr blaða- maður Tímans borgarstjóra: „Finnst þér ekki orðið tímabært að jafnhliða áætlunum um stofn- kostnað nýrra borgarstofnana verði jafnframt lagðar fram áætl- anir um væntanlegan rekstrar- kostnað þeirra, svo að ráðamenn geti betur gert sér grein fyrir þeim fjárhagslegu skuldbindingum, sem þeim fylgja um ianga framtíð? Þetta stefnir í óefni, eins og þú segir, ef rekstrargjöld aukast frá ári til árs, án þess að þeim sé mætt með nýjum tekjum, og það innan fárra ára.“ Egill Skúli er sama sinnis: „Ég held að við séum þegar komnir að því tímamarki að við verðum að fara að setja allri þjónustu ákveðinn ramma." En kannski er þetta bara eitt af náttúrulögmálunum, sem verður að hafa sinn gang. Piet Hein á líka vísu um náttúruna, ríkið og skatt- ana: Náttúran veitir af náð sinni hnoss um nízku má hana ei saka. En rikid hirdir þau öll af oss og ekkert gefur til baka. Sjálfsagt á maður að vera þakklátur náttúru íslands og iáta aðgerðir ríkisvaldsins yfir sig ganga með þögn og kristilegu þol- gæði. Enn læðast samt að mér „nasistískar" hugrenningasyndir. Meira að segja læt ég mér detta í hug þrátt fyrir stjórnarskrána að svolitlu hafti mætti koma á laga- smiðina iíka. Ekki mundi saka þótt þeim væri gert að leggja fram, eða láta leggja fram, áður en frumvörp er hafa kostnað í för með sér eru tekin til atkvæða, al- mennilega unna kostnaðaráætlun — og jafnvel tilvísun um hvar eigi að taka féð. Þegar lögin svo hafa verið samþykkt meðvitað um kostnaðinn, þá sé látin fylgja til ráðuneyta og stofnana greinar- gerð um kostnaðaráform, svo framkvæmdaaðilinn viti til hvers var ætlazt og hve miklu fé sé hugmyndin að eyða í þetta. En sá þáttur var líka með tillögunni góðu í borgarstjórn, sem stýfðir voru af vængirnir. Mér skilst að ófáir sitji í ráðuneytinu og ríkis- stofnununum og velti vöngum yfir misvelsmíðuðum og mismikið opnum frumvörpum og reyni að finna á þeim framkvæmanlega hlið og aura til að ýta þeim af stað — eða þá túlkunarleið til að spyrna við fótum. En setja kjósendur þá ekki bara af þingmenn sem ekki sýna af- köst? Svona vangaveltur eru vitaniega einskis nýtar. Og þó? Kannski mætti nota gátuna hér að ofan í jólaleikina. Spyrja: Hvað tekur 52 alþingismenn með sama hugviti og eyðsluhraða mörg ár að ráðstafa tekjum allra skattborgara á ís- landi um alla framtíð í brýn og gagnleg málefni? Upplagður leikur fyrir þá sem fá tölvu í jólagjöf. Sömu örlög Grant bendir á nokkur dæmi, sem eru svipaðs eðlis og þau vandamál, sem Rómverjar þurftu að glíma við. Það er ekki aðeins þrýstingur miklu óupplýstari þjóða en þeir voru sjálfir á landa- mærum ríkisins, erjur og átök, sem voru helztu hættumerkin, heldur síaukin skriffinnska, hrikaleg stéttaátök, gengdarlausir þjóðflutningar, svo mjög sem Rómverjar þurftu á erlendu vinnuafli að haida, minnkandi framleiðslugeta og þá ekki sízt efnahagsvandi, sem minnir mjög á þá kreppu, sem við eigum við að etja. Verðbólga var gengdarlaus og þannig jafngilti einn solidus 4500 denörum árið 324 en aðeins 13 árum síðar var þessi tala komin upp í 275 þúsund (!) Með þessum hætti breikkaði biíið milli ríks fólks og fátæks gífurlega á mjög skömmum tíma. Það voru innri átök, sem urðu rómverska ríkinu að falli að dómi Michael Grants og munu margir fræðimenn vera fúsir til að taka undir þá söguskoðun. Átökin og mótsetningar eru fyrir hendi í lýð- ræðisríkjum Vesturlanda og ef við stingum ekki við fæti og bjóðum hættunni birginn, getur verið, að þess sé ekki langt að bíða, að örlög okkar verði hin sömu og Rómverj- anna gömlu, þó að þeir hafi stjórnað mesta ríki veraldarsög- unnar og fáum hafi dottið í hug að það gæti hrunið til grunna. Fall Rómaríkis er því hastarleg áminn- ing, sem við ættum að taka mark á, áður en kómenar þeirrar bók- stafstrúar í þjóðfélagsmálum, sem víða er alls ráðandi, hafa breitt myrkur miðalda yfir það þjóðfélag frelsis og mannhelgi, sem er í senn einskonar átrúnaðargoð okkar og þjóðfélagslegt markmið. bjarga ríkinu frá hruni. Einn þessara fræðimanna er Michael Grant, prófessor í fornsögu við Edinborgarháskóla. Hann hefur skrifað rit um hnignun rómverska heimsveldisins og er kjarni þess sá, að ríki Rómverja hefði ekki Iið- ið undir lok, ef þeir hefðu gripið í taumana og horfst blákalt í augu við þau vandamál, sem við var að etja. Rómverska ríkið hefði allt, að þeir geti haft áhrif á sögu- lega þróun, en þó einungis innan þess ramma, sem trúarrit þeirra kveða á um. Það er nú um stundir ein mesta hætta, sem steðjar að lýðræðisþjóðunum að þær axla hvert vandamálið á fætur öðru með því hugarfari, að þau skipti litlu sem engu máíi. Einu vanda- máli meira eða minna, það hafi engin úrslitaáhrif og þess vegna sé einfaldast að humma það fram af sér og telja sér trú um, að það muni leysast af sjálfu sér. Sú skoðun hefur komið fram hjá er- lendum fræðimönnum, að þetta hafi einnig verið afstaða Róm- verja, meðan ríki þeirra var upp á sitt bezta. Þeir skelltu skollaeyr- um við vandanum og að þeim hvarflaði aldrei að nauðsynlegt væri að grípa í taumana til að Ljósm. RAX ekki liðið undir lok 476 e.Kr. held- ur hafi aðdragandi þess, að það hryndi, verið langur og sársauka- fullur. Af þessu telur höfundur að Vesturlandamenn geti mikið lært. Örlagatrú er honum framandi og hann er þeirrar skoðunar, að lýð- ræðisþjóðirnar geti reist rönd við aðsteðjandi hættum, þó að þær virðist nú fljóta sofandi að feigð- arósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.