Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Kom árásin raunverulega á óvart? Sunnudaginn 7. desember 1941 réðust japanskar flugvélar á Kyrrahafsflota Bandaríkjanna í Pearl Harbor, ollu gífurlegu tjóni á bandarískum herskipum og eyðilögðu 200 flugvélar. Japanir gerðu þessa skyndiárás þar sem þeir töldu að þeir gætu ekki háð langt stríð gegn Bandaríkjamönnum, sem stóðu í vegi fyrir útþenslu þeirra. Arásin átti aó færa þeim skjótan sigur og þá yfirburði, sem þeir töldu að ráða mundu úrslitum í stríðinu. En þótt Japönum tækist að lama Kyrrahafsflotann — það hafði aldrei gerzt áður að óvinafloti væri nánast þurrk- aður út í einni aðgerð — gátu þeir ekki brotið Bandaríkjamenn á bak aftur með þessari illræmdu árás. í stjórnmálalegu tilliti var árásin sjálfsmorð, því að hún leiddi til þess að Bandaríkjamenn sameinuðust um að hefja þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni eftir talsverðar efasemdir. Sambúð Bandaríkjamanna og Japana hafði versnað frá stríðs- byrjun. Japanir notuðu sigra naz- ista til að sækja niður eftir strönd Kína. Frakkar urðu að leyfa Jap- önum að sækja inn í norðurhluta Indókína og Bretar urðu að loka síðustu flutningaleiðinni frá Burma til Kína, Burmaveginum. Bandaríkjamenn takmörkuðu út- flutning til Japans og urðu aðal- þröskuldurinn í vegi japönsku sóknarinnar. í maí 1940 flutti Franklin D. Roosevelt forseti að- alstöðvar Kyrrahafsflotans frá San Diego í Kaliforníu til Pearl Harbor. Hættan frá Japönum var augljós: flotanærvera Breta var ekki ýkja mikil og Japanir höfðu yfirburði yfir flota 'Bandaríkja- manna á Kyrrahafi í öllum teg- undum skipa og flugvéla. Þeir áttu stærsta flugvélaflota heims sem var staðsettur í flugvélamóður- skipum. Japanir gengu í Þríveldabanda- lagið með Þjóðverjum og ítölum í september 1940. Þá var viðurkennt að fjarlægari Austurlönd væru japanskt (en Evrópa þýzkt) áhrifasvæði og heitið gagnkvæmri aðstoð ef ríki, sem stæði utan stríðsins í Evrópu og ófriðar Kín- verja og Japana, gerði árás — þ.e. Bandaríkin. Japanskir herforingj- ar hófu undirbúning stríðs gegn Bandaríkjamönnum, en japanskir diplómatar vonuðust til að geta beitt fortölum til að fjarlægja bandarísku hindrunina sem stóð í vegi fyrir útþenslu Japans. Bandaríski sendiherrann í Jap- an, Joseph Grew, tilkynnti í janú- ar 1941 að orðrómur væri uppi um japanska áætlun um skyndiárás á Pearl Harbor. Ekkert mark var tekið á skýrslunni og hún var talin „hugarburður". Um það leyti var Isoroku Yamamoto aðmíráll, yfir- maður japanska sjóhersins, raun- ar að hefja rannsókn á aðgerðum gegn Pearl Harbor, þar sem hann var sannfærður um að eyðing Kyrrahafsflotans væri nauðsynleg til að tryggja Japönum sigur. Tíu mánuðum fyrir árásina sagði Yamamoto aðmíráll við yfir- mann 11. japanska flugflotans: „Ef við lendum í stríði við Banda- ríkin höfum við enga von um sigur nema því aðeins að bandaríska flotanum á hafinu við Hawaii verði eytt.“ Hann stefndi að því að endurtaka árás þá sem Japanir gerðu á flota Rússa í Port Arthur áður en ófriður þjóðanna brauzt út 1904 og.fara að dæmi Breta þegar þeir réðust með 23 flugvél- um á ítölsku flotastöðina í Tar- anto í nóvember 1940 og breyttu flotajafnvæginu á Miðjarðarhafi sér í vil. Ef Japanir útrýmdu Kyrrahafsflotanum mundu þeir einangra og sigra Filippseyjar, sem voru undir bandarískri vernd og Bandaríkjamenn voru skuld- bundnir að verja með miklu her- liði undir stjórn Douglas Mac- Arthur (hann átti að verjast þang- að til Kyrrahafsflotinn kæmi ef Japanir gerðu árás). Þá þyrftu Japanir ekki að óttast gagnárás þegar þeir tækju aðrar mikilvæg- ar eyjar á suðvestanverðu Kyrra- hafi þar sem olíu var að finna. Sigur yrði tryggður með einu rothöggi. Á fundi með Hirohito keisara í júlí ákváðu japanskir herforingjar og stjórnmálaleiðtogar að vinna að því að koma á laggirnar „Sam- eiginlegu hagsæídarsvæði Stærri Austur-Asíu“ og lýstu því yfir að þeir mundu ekki láta möguleika á stríði við Breta og Bandaríkja- menn aftra sér. Afstaða Bandaríkjamanna harðnaði einnig um þessar mundir eins og í ljós kom þegar þeir frystu japanskar innistæður 26. júlí 1941 og síðan settu þeir olíu- bann á Japani. Það bætti mjög að- stöðu Bandarikjamanna að þeir höfðu ráðið dulmál Japana með svokölluðu „Magic“-kerfi og gátu lesið orðsendingar japanskra dipl- ómata um allan heim (þær upplýs- ingar voru þó ekki hernaðarlegs eðlis). Þannig vissu þeir um fjandsamlegan tilgang Japana og gátu áttað sig á því sem var í vændum. „Ég þvæ hend- ur mínar“ í september, þegar olíubirgðir voru að minnka, kröfðust Japanir þess að Bandaríkjamenn og Bret- ar hættu afskiptum af ástandinu í Kína, efldu ekki herlið sitt í fjar- lægari Austurlöndum og hjálpuðu Japönum að komast yfir hráefni. Ný herforingjastjórn kom til valda um miðjan október. Konoye prins, sem var frjálslyndur, vék fyrir Tojo hershöfðingja. Japanski sendiherrann í Washington, Kich- isaburu Nomura, baðst lausnar, en í stað þess að lausnarbeiðnin væri tekin til greina var Saburu Kur- usu sendur sem sérlegur sendi- maður til Washington til að hjálpa Nomura. Ákveðið var á fundi með keisaranum 5. nóvem- ber að gera enn eina diplómatíska tilraun, en fela keisaranum að taka ákvörðun um stríð eða frið ef tilraunin tækist ekki. Ný tillaga Japana var Cordell Hull utanríkisráðherra ekki að skapi, en til að vinna tíma samdi hann gagntillögu, m.a. um stutt vopnahlé. Leyniupplýsingar „Mag- ic“ hermdu að japönsku diplómat- arnir hefðu frest til 29. nóvember. Bretar og Kínverjar snerust gegn bandarísku bráðabirgðatillögun- um, sem þá voru lagðar á hilluna. í staðinn sendi bandaríska stjórn- in þeirri japönsku greinargerð í tíu liðum þar sem hin upphaflega afstaða var ítrekuð. Nomura og Kursuru lögðust ákaft gegn tillög- unum, en urðu að koma þeim áleiðis vegna þrákelkni Hulls. Tveimur dögum síðar tilkynnti Tokyo-stjórnin Nomura að grein- argerðin væri óaðgengileg og samningaviðræðum yrði slitið „í raun“, þótt Nomura væri skipað að skýra ekki Bandaríkjamönnum frá því. Japanskir leiðtogar sögðu seinna að bandaríska orðsending- in hefði neytt Japani út í stríðið, en þótt orðsendingin ógnaði jap- anskri útþenslustefnu ógnaði hún ekki Japan, japönsku þjóðinni eða japönskum viðskiptum í Austur- Asíu. Hull skildi að Japanir gætu ekki sætt sig við tillögurnar og sagði Henry L. Stimson hermála- ráðherra 27. nóvember: „Ég þvæ hendur mínar af þessu og nú er þetta í höndum landhers og sjó- hers.“ Fréttir höfðu borizt um allt að 50.000 manna japanskt herlið í allt að 50 skipum við Formósu, en fyrirbyggjandi árásir á Kyrra- hafsstöðvar Japana komu ekki til greina, — það mundi sundra bandarísku þjóðinni, því að ein- angrunarsinnar mundu halda því fram að sótzt væri eftir tilefni til að fara í stríð gegn Þjóðverjum. Bandaríkjamenn urðu nánast að bíða rólegir þangað til Japanir gerðu árás. Margar viðvaranir um yfirvof- andi árás Japana voru sendar til Pearl Harbor og annarra af- skekktra bandarískra herstjórna. Husband E. Kimmel aðmíráll, yf- irmaður Kyrrahafsflotans á Hawaii, frétti 25. nóvember að hvorki Roosevelt forseti né Hull „yrðu hissa á japanskri skyndiár- ás“. Tveimur dögum síðar fengu Kimmel aðmíráll og Walter C. Short hershöfðingi, yfirmaður landhersins á Hawaii, nýjar við- varanir frá heryfirvöldum. „Líttu á þetta skeyti sem stríðsviðvör- un,“ sagði í orðsendingunni til Kimmels. Merkilegt má heita að Kimmel aðmíráll fyrirskipaði ekki könn- unarflug yfir hafinu umhverfis Hawaii — en hann taldi það ónauðsynlegt. í orðsendingunni til Shorts sagði að mest hætta væri á skemmdarverkum. Hann fyrir- skipaði þá viðbúnað gegn skemmdarverkum á flugvélum í stað þess að dreifa flugvélunum vegna hættu á loftárás. Svo vel vildi til að ekkert bandarískt flugvélamóðurskip var á Hawaii 7. desember þar sem „Enterprise" og „Lexington" höfðu verið send með orrustuflugvélar landgönguliðsins til Wake- og Midway-eyja og tvö önnur flugvélamóðurskip voru í öðrum höfnum. „Þetta táknar stríð“ Japönsku fulltrúarnir í Wash- ington héldu áfram samningaum- leitunum eins og ekkert hefði í skorizt, jafnvel þegar þeir fengu skipanir um að eyðileggja dul- málslykla og búast til brottferðar. Hinn 6. desember var þeim sagt að greinargerð væri á leiðinni og þeir yrðu að halda henni leyndri þar sem ástandið væri alvarlegt. Þeg- ar Roosevelt forseti fékk „Mag- ic“-dulmálsráðninguna á fyrstu 13 köflum orðsendingarinnar um kl. 9 e.h. að staðartíma 6. des. sagði hann: „Þetta táknar stríð". Hann ræddi málið við aðstoð- armann sinn, Harry Hopkins, án þess að minnast á Pearl Harbor. Frank Knox flotamálaráðherra og nokkrir herforingjar sáu einnig orðsendinguna, en létu eins og hún hefði enga hernaðarþýðingu. For- seti herráðsins, George C. Mar- shall hershöfðingi, var ekki látinn vita. Laust fyrir kl. 8 f.h. 7. desember sá Roosevelt forseti fjórtánda hluta orðsendingarinnar og sagði að Japanir virtust ætla að slíta stjórnmálasambandi, því að þar stóð að „ógerningur væri að ná samkomulagi með frekari samn- ingaviðræðum". Um kl. 9 kom annað skeyti frá Tokyo þar sem sendiherrann var beðinn að af- Fæstar flugvélar Bandaríkjamanna komust í loftið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.