Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 29 Ekki lengur aðeins ýsu og f lot Kristín Gestsdóttir: 220 gómsaetir sjávarréttir. Sigurður l*orkelsson myndskreytti. Útg. Örn og Örlygur 1981. Mikil breyting hefur orðið á matarvenjum Islendinga á örfáum árum, um það þarf ekki að fjöl- yrða. Og eins og segir í formála hefði það án efa þótt skrítið upp- átæki frir fáum árum að gefa út sérstaka bók um íslenzka fiskrétti. Lengst af hefur landinn borðað sína soðnu ýsu með floti eða hamsatólg, kannski steikt hana á pönnu svona öðru hverju til há- tíðabrigða. Soðinn lax með smjöri einu sinni á sumri. Nú er þetta allt með öðrum brag, skelfiskréttir sem flestir hefðu fúlsað við, grá- lúða og skötuselur áttu áræðilega Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir ekki upp á pallborðið, fæstum hcfði dottið í hug að leggja sér slík sjávardýr til munns. Ekki er vafi á að litlu veitingastaðirnir, sem hafa sprottið upp í Reykjavík síð- ustu ár, hafa átt sinn þátt í að breyta matarvenjum okkar, og ný umfjöllun um mataræði á sinn þátt í þessu, og er þar vafaiaust drjúgur þáttur Sigrúnar Davíðs- dóttur, sem kynnt hefur matar- gerð á nýstárlegan og forvitni- legan hátt. I bók Kristínar Gestsdóttur kennir margra og án efa bragð- góðra fiskrétta, er þar lýst mat- reiðslu á síld, ýsu, þorski, saltfiski, rauðsprettu, grálúðu, steinbít, skötusel, hvers konar skelfiski og auk þess er smjörið og flotið ekki lengur eina viðbitið, nú erum við komin að þeirri niðurstöðu að sós- ur af öllu tagi má nota með fisk- réttum til að gera þá enn ljúffeng- ari. Það er ógerlegt að tíunda alla þá rétti sem hér eru kynntir en sjálfsagt ómaksins vert og vel það að prófa þá marga, því að leiðbein- ingar Kristínar virðast aðgengi- legar og skýrar í bezta lagi. Myndskreytingar Sigurðar Þor- kelssonar eru ljómandi snotrar sem slíkar en ekki bráðnauðsyn- legar, því að þær sýna svo sem ekkert um tilbúning réttanna. Bókin er í stóru broti og fagurlega útgefin og öll hin girnilegasta. Barnið í Betlehem Bókmenntir Jenna Jensdóttir Barnið í Betlehem. Texti: Jenny Robertson. Myndir: Sheila Bewley. Þýðandi: Karl S. Benediktsson. Prentuð í Englandi. Bókaútgáfan Salt hf. Nú nálgast jólin, sem öll börn og margir fullorðnir hlakka til. Þau eru birta í skammdeginu innan húss og utan. Þótt umstangið og ytri undirbúningur að jólum sé jafnvel allt um koll að keyra, hef- ur það á vissan hátt jákvæðar hliðar. Fólk gleður börn, gamla og sjúka með gjöfum og heimsóknum fremur á jólum en öðrum tímum. Að gefa frá sjálfum sér — og gefa af sjálfum sér til annarra er hverjum hollt. Það styrkir sam- kennd og þokar okkur nær hvert öðru á vegferð okkar gegnum tím- ann. Ef til vill hafa þjóð og þjóðir aldrei meiri þörf fyrir skilning og frið en einmitt nú, þegar vitað er að heimurinn getur á hverri stundu orðið vítisvélum að bráð ef stórveldunum hentar svo. Frá því kristnin var lögtekin á íslandi hefur jólaguðspjallið verið lesið í kirkjum landsins á jólum og mörgum heimilum. Og börnin heyra sögur um barnið í Betlehem. Jólin eru hátið friðar um allan kristinn heim. Þótt hinn innri tilgangur jóla- hátíðar sé að verða æ þokukennd- ari í vitund margra, má engum glatast, að jólaguðspjallið og sög- urnar um barnið í jötunni eru dýrmætar og fallegar. Bókin Barnið í Betlehem sem bókaútgáfan Salt sendir frá sér núna fyrir jólin varð tilefni þess- arar hugleiðingar minnar. Karl S. Benediktsson hefur þýtt bókina sem er á góðu máli, aðgengilegu fyrir börn. Sagan byrjar á að segja frá Betlehem, borg Davíðs. „Betlehem sem var umlukt hvítum múrum var einstæð borg. Hún var borg fyrirheita Guðs.“ Sagan sem við þekkjum öll úr kristnum fræðum er síðan rakin til þess er Jesús vex upp með móður sinni. „Jesús gekk berfættur á heitri og harðri jörð- inni, og orðin sem hann heyrði les- in úr bókrollunum heilögu endur- ómuðu í hjarta hans, mótuðu hug hans, fræddu hann 'um Guð og fyrirheitin." Myndirnar í bókinni taka mikið rúm — heilar síður, stundum. Þær gefa lesendum gleggri sýn í það umhverfi sem þessi sígilda saga mannkyns á að gerast í. Bókin Barnið í Betlehem er fal- leg og vönduð í útgáfu. Ég get óskað henni í hendur hvers þess barns, sem alið er upp í virðingu fyrir kristinni trú og skilningi á andlegu verðmæti jólahátíðarinn- ar. Beocenter7002 Fjarstýrð hágæðasamstæða Með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni úr sæti þínu getur þú fengið hljómlist frá hljómplötu/ segulbandstækinu eða útvarpstækinu. Stórir ljósastafir í stjórnborðinu sýna þér stöðugt hvað er í gangi. Hægt er að stýra tækinu með tölvunni á tækinu sjálfu éða með fjarstýringu sem fylgir. Tölvuminni og tímatæki gera yður kleift að stilla tölvuna innan 24 klst. þannig að tækið fari í gang samkvæmt yðar óskum þ.e. t.d. kveikja á útvarp- inu og taka upp á segulbandið. Við álítum að viðskiptavinir okkar kunni heldur betur að meta þetta. Komdu og skoðaðu — þú munt sannfærast. Verð 18.254. Greiðslukjör. x Bang&Olufsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.