Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ; áUNMJDAGUR 6. DESEMBER 1981 „Það er oft eins konar antíklímax, ef ég má nota svona útlenskt orð. Maður hlakkar til og kvíðir fyrir frumsýningu í langan tíma, en jafnvel þótt allt gangi óskaplega vel þegar þar að kemur, þá er ég alltaf eitthvað tóm innan í mér á eftir. Ég fæ vissulega mikla útrás á meðan á frumsýningunni stendur, en fyrstu dagana á eftir hellist þessi undarlega tómleikatilfinning yfir mig og ég fer að spyrja sjálfa mig, við hverju bjóstu eiginlega? En svo slakar maður á. Eftir frumsýningu finnst mér ég stundum vera eins og sprungin blaðra, eða nei. . ., frekar eins og blaðra sem búið er að fylla algerlega af lofti svo maður býst við að hún springi, en svo kemur bara agnarlítið gat. . . Svo kom Abbie Sviðið er stofa í Vesturbænum. Blaðamaðurinn situr í sófa hægra megin, en leikkonan í stól aftar og nær miðju sviði. Uppsviðs fyrir miðju eru dyr fram í gang. Það eru bækur í hillum, margar útlendar, veggir ljósir. A einum stað hangir auglýsingaplak- at um kvikmyndina Land og synir og sam- svarandi plakat um Útlagann bíður upp- hengingar í hnipri úti í horni. Heimili Ragnheiðar Steindórsdóttur leikkonu og Jóns'Þórissonar leikmyndahönnuðar. Tilefni heimsóknar blm. eru tvær nýaf- staðnar frumsýningar, önnur á leikriti Eug- ene O’Neill, l'ndir álminum, en hin á íslensku kvikmyndinni Útlaginn. I báðum þessum verkum fer Ragnheiður með stór hlutverk og hefur hlotið mikið lof fyrir. Ekki er þó að sjá að neitt sérstakt hafi gerst. Engin sér- stök gleði skín úr svipnum. Það eru ekki rósir og kampavínsflöskur í öllum hornum. Á stofuborðinu liggur hins vegar lymskulegt gluggabréf frá Landsbankanum og einhver álíka forsending frá Rafveitunni. Kvíðinn er alltaf fyrir hendi „Þetta hefur eiginlega ekkert breyst. Hvert nýtt verkefni er sérstakur kafli út af fyrir sig, en kvíðinn er kannski ekki eins mikill núna og hann var fyrir fyrstu frumsýn- ingarnar mínar. Vonandi veit ég meira hvað ég er að gera núna. Ég hef öðlast svolitla stjórn á taugunum smám saman. En reynsl- an er dálítið tvíbent. Áhorfendur venjast manni og það er viss hætta á að leikari endurtaki sig, sérstaklega ef hlutverkunum svipar saman ár eftir ár. Þá er hætta á að fólkið fái leiða á honum. Það er líka ætlast til meira af fólki með árunum. Það er ekki hægt að treysta á nýtt andlit, æsku og fersk- leika endalaust. Kvíðinn er því alltaf fyrir hendi. Hann verður bara svolítið annars eðl- is. Núna fyrir frumsýninguna á „Álminum", síðustu daga fyrir generalprufuna og frum- sýninguna, var ég haldin nokkurn veginn stöðugum skjálfta og ógleði. Annað slagið spratt fram kaldur sviti og ég talaði ann- aðhvort allt of mikið eða alls ekkert." Aldrei eins „Mér finnst ég vita sjálf hvenær mér tekst vel upp á sýningu og hvenær ekki, þetta er jú aldrei eins kvöld eftir kvöld. En það ber líka oft við að ég kem niður í hléi og segi að þetta sé einhvern veginn allt ómögulegt, ég sé ekki í sambandi, en þá finnst einhverjum meðleikaranum þetta einmitt vera einhver best heppnaða sýningin. En það er misjafnt hvernig mér tekst að lifa mig inn í persónuna sem ég á að leika. Stundum tekst það vel og mér finnst allt hafa komist til skila, en stundum er líka eins og ég standi dálítið utan við sjálfa mig og horfi bara á og reyni að koma í veg fyrir mistök. Maður kemst alltaf í gegnum þetta og vonandi taka ekki aðrir eftir þessu, nema þá hinir leikararnir Það kemur líka iðulega fyrir að leikarar eða annað starfsfólk sýningarinnar sé fár- veikt, án þess að nokkur taki eftir því í hópi áhorfenda. Það hefur komið fyrir að fólk hefur farið í gegnum heila sýningu eins og ekkert væri að, en hlaupið inn á klósett milli atriða til að kasta upp. Það láta fáir sig hafa annað eins. En sýning er aldrei felld niður vegna veikinda nema viðkomandi geti ekki með nokkru móti komist í gegnum sýningu. Osjálfráða taugakerfið tekur þarna í taum- ana og breytir ef til vill sjóðheitum flensu- sjúklingi í blóðheitan elskhuga á sviðinu. Stundum tekst fólki líka hreinlega að leika úr sér veikindi. Um sjöleytið finnst manni kannski að maður sé að verða lasinn, en eftir sýninguna eru öll veikindi gleymd og grafin." Dálítið mikið öðruvísi „í kvikmynd er allt dálítið mikið öðruvísi en í leikhúsinu. Þá ganga hlutirnir ekki fyrir sig í réttri röð. Maður fær því ekki að leika sig í gegnum hina rökréttu atburðarás og fá þannig tilfinningu fyrir þróun persónunnar. Þetta verður allt að gerast í huganum áður en tökur hefjast. Annar munur er svo sá, að maður veit mun minna um það hvernig at- riðin koma til með að líta út endanlega þeg- ar um filmu er að ræða, veit ekki nákvæm- lega hvernig vélin rammar þetta inn, hvað hún kemur nálægt. Þótt maður viti hvort það er alger nærmynd eða víð mynd þá eru jú ýmsir möguleikar þar á milli. Á leiksviði er ekki alltaf aléeg sami blær á sýningunni frá kvöldi til kvölds, en í kvik- mynd er það leikstjórinn og myndatöku- maðurinn sem ráða endanlegri útkomu at- riðanna. Þeir geta verið hæstánægðir með eitthvað sem Ieikaranum finnst handónýtt. Og öfugt. Það er mikið atriði þegar kvik- mynd er gerð að undirbúningurinn sé nægur og að það sé algerlega ljóst frá upphafi, hvert sé verið að fara með öllu saman, svo allir séu nú örugglega að fara í sömu átt, en endi ekki hver í sínu horni. Það væri næsta óheppilegt að þurfa að tefja upptökur þar sem hver minúta er dýrmæt, með löngum umræðum um persónusköpun milli leikara og leikstjóra." Tvær frumsýningar í einu „Það var svolítið skrítið með þessar frum- sýningar. Þær voru báðar um sama leyti, Utlaginn 31. okt. og Álmurinn 3. nóvember. Fólk var að spyrja mig fyrir mánaðamótin hvort ég væri ekki nervös, og meinti Útlag- ann, en ég sagði jú og átti við Undir álmin- um. Spenningurinn var alls ekki jafn mikill fyrir frumsýninguna á Útlaganum. Ég var löngu búin að gera þetta og vissi að ég gat engu breytt, en um leið og ljósin voru slökkt í bíósalnum og fyrstu stefin í tónlistinni heyrðust svitnaði ég snarlega í lófunum. Ég er nokkuð ánægð með hvort tveggja. Útlaginn virðist hafa fallið flestum einkar vel í geð og ég vona bara að mér hafi tekist að gera Auði sæmileg skil, eins og persóna hennar kemur fyrir í kvikmyndahandritinu. Sjálf hefði ég kannski kosið að stolt hennar og hugrekki fengju meira tækifæri til að njóta sín, og ekki síst sú heita og sterka ást sem samkvæmt Gísla sögu virðist hafa ríkt milli þeirra hjóna. En ég stjórna því nú ekki. Það er ekki mitt hlutverk, heldur. Ég vinn bara hérna. Abbie Putnam í „Álminum" er eitthvað það besta sem hefur komið fyrir mig í leik- húsinu. Ég hef leikið mörg skemmtileg hlut- verk eins og Lillu í Saumastofunni, Öldu Kaldan í Straumrofi, Rósu í Skáld-Rósu og fleiri, en mörg þeirra hlutverka sem ég hef leikið fram að þessu hafa verið ljóshærðar, blíðlyndar og glaðlyndar stúlkur. Ekki stórbrotnar og litríkar persónur, nema þá Skáld-Rósa. Eftir nokkur ár í svona hlutverkum fer ekki hjá því að maður fari að óttast að mað- ur sé kominn niður í skúffu og eigi eftir að vera að ieika litlu kátu stelpuna fram undir fimmtugt. Svoleiðis hugsanir voru farnar að sækja dálítið á mig.“ Að minnsta kosti rauðhærðar „En svo kom Abbie. Fyrst trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Svo varð ég ofsalega kát og að lokum alveg skelfingu lostin. Þetta hlutverk spannar allan skalann, eins og sagt er. I því er slegið á flesta strengi mannlegra tilfinninga. í fyrstu vissi ég ekkert hvernig ég ætti að nálgast þessa konu, sem gerir allt með stórum stöfum. En Eugene O’Neill er svo ótrúlega góður höfundur. Bæði textinn og „instrúksjónirnar" hjálpa til að draga upp stóra og skýra mynd af persónunni og ekki varð það til að spilla ánægju minni með þetta, hve ég var heppin með samstarfsfólk. Allt ljúfar manneskjur. Þegar til kom reyndist það því engan veg- inn óyfirstíganlegt að skynja og skilja Abbie og finna einhverja leið til að koma henni til skila til áhorfenda. Litla ijóshærða Heiða var reyndar hrædd við þá, að því er virðist viðteknu hugmynd, að skapmiklar og lífs- reyndar konur séu dökkhærðar eða að minnsta kosti rauðhærðar. En þessi ótti hvarf smátt og smátt þegar Abbie fór að lifna og ég vona bara að framtíðin færi mér fleiri slíkar konur, þótt ég vilji auðvitað alls ekki skilja við allar hinar. En svona hlut- verk hljóta blátt áfram að þroska mann. Hvort ég mæti stundum persónunum í leikritunum úti á götu? Tja, kannski í sum- um tilfellum. En Eugene O’Neil og fólkið hans er dálítið sér á parti. Mér er sagt, að Jökull Jakobsson hafi kallað verkin hans tröllaskáldskap. Þessar persónur eru svo oft það sem enskir kalla „larger than life“, stórbrotnari en venjulegt fólk. Það er því erfitt að koma til skila hinum stórbrotnu örlögum og tilfinningum þessara persóna, þannig að áhorfandinn trúi því að þetta geti í rauninni átt sér stað. Venjulegt fólk talar ekki eins og þetta fólk og lendir alla jafna ekki í þeim tilfinningalegu hremmingum og það gerir. Það myrðir ekki heldur börnin sín. Svo að ... nei, ég vona að ég eigi ekki eftir að mæta Abbie Putnam á götu.“ Lausavinna „Þetta hefur bjargast allt saman. Síðan ég kom heim frá námi við Bristol Old Vic The- atre School árið 1975 hef ég leikið hjá Leik- félaginu og svo í útvarpi og sjónvarpi, og svo var ég að uppgötva það, að ég er búin að syngja með á fjórum hljómplötum. Að jafn- aði hef ég leikið í tveimur verkefnum á ári hjá LR. Nei, ég er ekki fastráðin. Það hefur aldrei verið rætt. En þó má segja að ég hafi verið bundin í Leikfélagsverkefnum síðustu sex ár. Það er jú mjög erfitt að stunda aðra vinnu þegar maður er að ieika. Illmögulegt að setja upp sýningar úti á landi til dæmis og það veldur skipulagserfiðleikum, ef sami leikarinn er í sýningum tveggja eða fleiri leikhúsa á sama tíma. Launin eru það lág að nauðsyn krefst þess að maður taki alla vinnu sem býðst, alla vega ef maður er í lausavinnu. Ég hefði varla getað lifað af leiklistinni hefði ég þurft að sjá fyrir fjölskyldu í gegnum árin. En þetta er betra en að standa við færiband. Það er þó fjölbreytni í þessu. Það var til dæmis töluvert ævintýri að leika í ensku framhaldsþáttunum „Út í óvissuna" og svo nú í „Útlaganum". Enn sem komið er finnst mér þó mest gaman á leiksviðinu, ekki síst vegna hins beina sambands við áhorfendur, enda þótt það geti nú verið erfitt að halda nægum ferskleika ef sýningar verða mjög margar." Frí á mánudagskvöldum „Leikarar hafa ríka tilhneigingu til að einangrast. Við vinnum þegar aðrir eru að skemmta sér, á kvöldin og um helgar. Á mánudagskvöldum, þegar við eigum frí, hafa fæstir aðrir mikinn áhuga á því að sitja og spjalla fram eftir eða fara út að skemmta sér. Við fáum þannig kannski fremur fá tækifæri til að kynnast þeim manngerðum sem við eigum svo að túlka á sviðinu. En svona einangrun er ekkert einsdæmi. Þegar flugmenn koma saman þá tala þeir líklega um flug og blaðamenn sjálfsagt um blaðamennsku. Því er það svo sem ekkert skrýtið að leikarar skuli tala um leikhús. Rætt við Ragnheiði Steindórsdóttur leikkonu um líf og starf í leikhúsi og utan þess ViLHJALMUR HJALMARSSON Raupað tír ráóuneyti INNANDYRA "Á HVERFISGÖTU 6 í FJÖGUR ÁR OG FJÓRA DAGA W Þetta er fyrsta bók höfundarins. Hún er ný- stárleg, því enginn íslenskur ráðherra hefir áður sett saman bók um ráðuneytið sitt. Vilhjálmur kemur víða við og ræðir m.a. stöðuveitingar, írafár á Alþingi, námsmanna- hasa og kalda stríðið um peningana. Gamansemi Vilhjálms gægist víða fram. Og oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt Hverfisgata 6 sé þungamiðja bókarinnar. Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju. 180 myndir eru i bókinni. Verð kr. 320.00 ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.