Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Leggjast öld- ungadeildir nið- ur um áramót? Fullorðinsfræðsla er þjóðarnauðsyn Nútíma þjóðfélag einkennist af örum breytingum á öllum sviðum þjóðlífs, vísinda og mennta. Við lifum á tímum þekkingarbylt- ingar. Menntastofnanir hverrar þjóðar gegna lykilhlutverki á slík- um breytingatímum, bæði sem miðlar gamallar og nýrrar þekk- ingar, uppspretta hennar og hreyfiafl. Enda eru menntamál hvarvetna að komast í pólitískan brennidepil. í þessu sambandi mætti margt ræða um skólamál á íslandi en það sem hér er til um- fjöllunar er hið stóra framfara- spor er stigið hefur verið í mennt- unarmálum þjóðarinnar með til- komu öldungadeilda við hina ýmsu mennta- og fjölbrautaskóla landsins. Hlutur öldungadeilda Vinnufært fólk á öllum aldri sit- ur uppi með úrelta verkþjálfun og menntun sem hrekkur ekki til eða nýtist ekki sem skyldi við breyttar aðstæður (eiga þar ekki síst konur í hlut). Öldungadeildir bjóða þess- um hópi upp á bók- eða/og verk- nám þar sem flestir geta fundið braut við sitt hæfi og náð náms- markmiðum, sem þeim stóð e.t.v. ekki til boða áður eða þeir gátu þá ekki nýtt sér af ýmsum ástæðum. Þessari tegund fullorðinsfræðslu (bóknámsbraut) var hleypt af stokkunum með stofnun öldunga- deildar við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 1972. Er tímar liðu og sýnt þótti að fullorðins- fræðsla væri nauðsynlegur og eðli- legur þáttur menntakerfis, þá fylgdu aðrir staðir í kjölfarið og öldungadeildir voru stofnsettar víða um land. Nú eru starfandi öldungadeildir við þessa skóla: Tók lil Fjöldi nema sUrfa haust 1981 Menntaskólinn við Hamrahiíð 1972 u.þ.b. 680 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 1981 366 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 1977 232 Fjölbrautaskólinn á Selfossi 1981 101 Menntaskólinn á Akureyri 1975 110 Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki 1979 80 Fjölbrautaskólinn á Akranesi 1980 112 Menntaskólinn á ísafirði eftir Guðrúnu Hannesdóttur, kennara við MH Þessi starfsemi er þó öll í mótun og margt skortir enn á að aðstaða nemenda og kennara til náms og starfs í öldungadeildum sé sam- bærileg við það er gerist í venju- legum mennta- og fjölbrautaskól- um. Einnig má geta þess að ekki hafa enn verið sett lög um fullorð- insfræðslu í landinu! Leggjast öldungadeildir niður um áramót? Nú er svo málum komið að kennarafélög vel flestra mennta- og fjölbrautaskóla landsins, þar sem öldungadeildir eru starfrækt- ar, hafa sent frá sér ályktanir þess efnis að kennarar muni ekki ráða sig til kennslu við öldungadeildir á vorönn 1982 og hafa kennarar einnig skrifað undir yfirlýsingu þess efnis. Er því allt í járnum með framtíð öldungadeilda. Hvers vegna? Kjaramál kennara Þegar fyrsta öldungadeild landsins var stofnuð í MH var gerður samningur við fjármála- ráðuneytið um kjör kennara. Þar segir að tímakaup í öldungadeild skuli vera 60% hærra en í dag- skóla. Það er m.a. vegna óþægilegs vinnutíma, en kennsla fer fram utan regulegs dagvinnutíma. Virð- ist þessi samningur hafa verið fremur sanngjarn þar eð framboð og eftirspurn eftir kennslu í öld- ungadeild hefur haldist í hendur, þó þurft hafi að knýja á kennara í dagskóla að taka að sér kennslu í öldungadeild. Enda æskilegt að þar sé sem mest um sömu kennara að ræða til að tryggja sambæri- lega kennslu, námskröfur og markmið. En síðan fjölgar öldungadeild- um, á stjórnvöld renna tvær grim- ur, þau horfa í aurinn og samning- um er sagt upp 1980. Þá tekur við samningaþóf og millibilsástand þar sem kennurum sumra deilda er greitt eftir gamla MH-samn- ingnum (gerður 1976 og svipaður þeim upphaflega), en öðrum eftir ósamþykktum samningsdrögum eða hentisemi. Staðan nú er sú að 6. nóvember 1981 undirrituðu hagsmunanefnd kennarasamtakanna (HÍK) og Ævar R Kvaran: UNDUR ÓFRESKRA SKUGGSJÁ Síðan sögur hófust hafa lifað frásagnir um fólk, sem öðlaöist þekkingu án að- stoðar skynfæranna. Þessi óvenjulega bók hefur aö geyma fjölda sagna af slíku fólki, dularfullar furðusögur, sem allar eru hver annarri ótrúlegri, en einnig allar vottfestar og sannar. Enginn íslendingur hefur kynnt sér þessi mál jafn ítarlega og Ævar R. Kvar- an. Þessar óvenjulegu sögur bera því glöggt vitni hve víöa hann hefur leitað fanga og hve þekking hans á þessum málum er yf irgripsmikil. BÓKABÚD OUVERS STEINS SE Ruth Montgomery: ÓVÆNTIR GESTIR ÁJÖRÐU Ruth Montgomery er vel kunn hér á landi af fyrri bókum sinum: „Framsýni og forspár", ,i leit að sannleikanum“ og .Lífið efftir dauöann“. Þessi bók hennar er óvenjulegust þeirra allra. Megin hluti hennar fjallar um það, sem höfundur- inn kýs að kalla ,skiptisálir“ og hlutverk þeirra. Tugþúsundir skiptisálna eru meðal okkar, háþróaöar verur, sem hafa tileinkaö sér Ijósa vitund um tilgang lífs- ins. Flestar þeirra starfa í kyrrþei mitt á meðal okkar og leitast við að hjálpa okkur. Þetta fólk leitast við að þroska með okkur lífsskoðun, sem stuðlar aö kjarki og góöleika. SKUGGSJA BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.