Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 12401 Opið 1—4 í dag Valshólar Mjög snotur ný 2 herb. íbúö á 2. hæö Suöursvalir. Bein sala. Vallargeröi Kóp. Góö 2ja herb. íbúö á 2. haeö, bílskúrsréttur. Laus 1. febr. 1982. Langabrekka Góö 3ja herb. hæð í tvíbýli. Nýstandsett hús, bílskúrsréttur. Lundarbrekka Sérstaklega vönduö 3ja herb. íbúö á 3. hæö. Hafnarfjöröur Höfum mjög góöan kaupanda aö 3 herb. íbúö í Hafnarfirði. Vesturbær Rvík 4ra—6 herb. sérhæö óskast. Bilskúr æskilegur. Skipti mögu- leg á minni hæö í Vesturbæn- um. Óskum eftir fasteignum á söluskrá, skoöum og verömetum samdæg- urs. Fasteignir sf. Tjarnargötu 10B, 2. h. Friörik Sigurbjörnsson, lögm. Friöbert Njálsson, sölumaður. Kvöldsími 53627. 31710 31711 Opið í dag 1—3 HRAFNHÓLAR 4ra herb. ♦ bílskúr á 3ju hæó i lyftuhúsi. Snyrtilega um- gengin ibúó. SELJAVEGUR 4ra herb. — 3. hæö Ibúöin skiptist í 2 stofur og 2 svefnherb. Ný innrétting i eldhúsi. Lagt fyrir þvotta- vél i eldhúsi Verö 600 þús. MARKLAND 3ja herb. — Ca. 85 fm gullfalleg íbúó meó sérstaklega góóum og smekklegum innréttingum á 2. hæö. Gott útsýni. LINDARGATA Sérhæö — 3ja herb. — 1. hæö i góöu járnklæddu timburhúsi, einstak- lega snyrtileg og rúmgóö ibúð, ca. 72 fm. Lagt fyrir þvottavél í eldhúsi Bein ákveöin sala. Verö 500 þús. Laus strax. SELFOSS Einbýlishús fokhelt aö hluta. Verö: tilboö. VANTAR ALLAR STÆRDIR OG TEGUNDIR FASTEIGNA Á SOLUSKRA GÓDIR KAUPENDUR MED MIKLA ÚTBORG- UN OG í SUMUM TILFELLUM ALLT GREITT ÚT. KOMUM OG SKODUM SAMDÆGURS. T.d. vantar okkur eftirfarandi: FOSSVOGUR Einbýlishús óskast fyrir fjársterkan kaupanda Þacf ekki aö 'osna fyrr en í vor. BREIÐHOLT 2ja herb. óskast HAFNARFJÖRÐUR 2ja herb. óskast. ÁRBÆR 4ra herb. óskast. SÉRHÆÐ Vestan Elliöaáa meö þremur til fjórum svefnherbergj- um. með eöa án bilskúrs. Fasteigna- Seíid Fasteignavidskiptí: Sveinn Scheving Sigurjónsson Magnús Þóröarson hdl. Heimasímar sölumanna: 31091 og 75317. Grensásvegi 11 Kjarvalsstaðir: Musica Nova með tónleika Nk. mánudag, 7. des., kl. 20.30 mun Musica Nova gangast fyrir tónleikum að Kjarvalsstöðum. Á efnisskránni eru fimm verk: Nýtt tónverk, „Mansön- var — Kantata nr. 4“, eftir Jónas Tómasson sem hann hef- ur samið fyrir Háskólakórinn að tilhlutan Musica Nova. Þetta er litríkt verk og viða- mikið, samið við 12 kvæði Hannesar Péturssonar. Fjórir hljóðfæraleikarar taka þátt í flutningi verksins auk kórsins. Stjórnandi er Hjálmar Ragn- arsson. Nýtt tónverk eftir norska tónskáldið Lasse Thoresen, „Interplay" fyrir flautu og pí- anó. Þetta verk er samið fyrir Manuelu Wiesler sem mun frumflytja það á tónleikunum ásamt Þorkeli Sigurbjörnssyni. „Variations 111“ eftir John Cage (1963). Flytjandi: Óskar Ingólfsson. „Variations IV“ eftir John Cage (1963). Flytjandi: Snorri S. Birgisson. „Glopplop" (hljóðverk fyrir kór) eftir Magnús Guðlaugs- son. Að auki verða kynnt nokkur verk Magnúsar Guðlaugssonar m.a. fyrir myndbönd. Flytjendur auk þeirra sem fyrr er frá greint eru: Nora Kornblueh og Michael Shelton. 43466 Furugrund — 2 herb. 60 fm i skiptum fyrir 3ja herb. íbúö meö aukaherb. í kjallara. Hamraborq — 3 herb. 95 fm ibúð á 2. hæö. Suður svalir. Verö 630 þús. Goöatún — 4 herb. efri hæö i parhúsi, ásamt stór- um bilskúr. Engjasel — 5 herb. 117 fm ásamt bílskýlí. Engihjalli 4ra herb. 108 fm verulega góö íbúð á 5. hæö í lyftuhúsi, þvottahúsi á hæð. Verö 700 þús. Lóó — Garðabær 1200 fm lóð í landi Hraun- gerðls fyrir einbýii. Veró 80 þús. Heiöarás — einbýli á fveimur hæöum 135 fm aö grunnfleti, skilast fokhelt. Teikningar á skrifstofunni. Klapparberg — einbýli stórglæsilegt 190 fm hús á 3 pöllum, innbyggður bílskúr, selsf fokhelt, járn á þaki, plast í gluggum, grófjöfnuð lóö, teikningar á skrifstofunnl. Iðnaðarhúsnæði 500 fm efrihæö viö Skemmu- veg. Verö 3.500—4.000 pr. fm. Fasteignasalan EIGNABORGsf. Hma«| 1 100 Kðpavogur . Sm Ulw 1 43605 Sölum.: Vilhjálmur Einartson Sigrún Kroyer. Lögm.: Ólatur Thoroddsen. Heimasimi solumanns 41190. llmsjónarmaður Gísli Jónsson________________127. þáttur Það er mátulegt á okkur, sem þykjumst þess umkomn- ir að vanda um málfar ann- arra, þegar aðrir fá færi á að vanda um við okkur. Mér þótti vænt um að fá bréf frá Hauki Eggertssyni í Reykja- vík. Hann setur að vonum spurningarmerki við þessa klausu í 125. þætti mínum um íslenskt mál í þessu blaði: „Og nú spörum við prent- kostnað Morgunblaðsins, les- endur góðir,“ o.s.frv. Haukur hefur svo næmt málskyn, að hann sér hve hæpið það er, svo ekki sé meira sagt, að tala um að spara kostnað. Ég hef borið þetta undir ýmsa málvísa menn, og við erum sammála um að þetta sé ekki fallegt, og þar að auki rökvilla. Engu væri heldur bjargað, þótt talað væri um að spara út- gjöld, og þó svo merking sagnarinnar að spara væri þanin til hins ýtrasta. Niður- staða: Athugasemd Hauks Eggertssonar er rétt. Við spörum ekki kostnað. Við getum minnkað kostnað og dregið úr útgjöldum og spar- að með því peninga eða önn- ur verðmæti. Úr Tímanum sendir Hauk- ur einnig klippu, en þar hefst grein á þessum orðum: „Það er ekki ósjaldan að hnýtt er í yngri kynslóðina á opinberum vettvangi." Að sjálfsögðu undirstrikar Haukur þarna málvilluna ekki ósjaldan, en hún er býsna algeng. Ósjaldan merkir oft, svo sem þarna á að vera. Ekki ósjaldan þýðir auðvitað þveröfugt. Þá hefst melluþáttur. Af einhverjum dularfullum ástæðum hófust hinir og að- rir upp við mig um daginn, spyrjandi um uppruna og frummerkingu orðsins mella. Skal nú reynt að leysa úr þessu. í orðabók Sveinbjarn- ar Egilssonar yfir skálda- málið forna (Lexicon poetic- um) segir að orðið mella merki tröllkona. Engin önn- ur merking er gefin. Guðinn Þór hafði það hlutverk að berja á tröllum og verja Mið- garð fyrir ágangi þeirra. Dolgr (dólgur) merkti að fornu óvinur. í kenningum hefur Þór verið nefndur mellu dolgr. Nú er mellu- dólgur ekki aldeilis það sama. Orðið mella virðist ekki koma fyrir í óbundnu máli fornu. Þess finnst ekk- ert dæmi í Fritznersorðabók. Um uppruna orðsins er allt á huldu, en árennilegast þyk- ir mér að setja orðið í sam- band við mala og mölva. Tröllkonur höfðu alla burði til þess. Af hverju fær orðið löngu síðar niðrandi merkingu = hóra? Alkunna er að ýmis orð, sem upprunalega tákn- uðu tröll, fengu síðar niðr- andi merkingu af einhverju jtagi. Ég læt nægja að nefna orðin ftfl og api. Frummerk- ing beggja er tröll. Hitt er varla annað en tilfyndni í gamni gerð, þegar menn hugsa sér þetta sem franska orðið mademoiselle, sem stundum er skammstafað Mlle. Er svo útrætt um mellu. Gunnar Konráðsson á Ak- ureyri hringdi til mín og þótti undarlega til orða tekið í veðurfregnum sjónvarpsins, þegar sagt var, að hiti hefði hvergi náð frostmarki. Ég tek undir þetta með Gunnari og vísa málinu til Veðurstof- unnar. Spurður hef ég verið um kvennanöfnin Bergljót og Brimrún. Um hið fyrra hef ég að vísu áður fjallað, en skal endurtaka aðalatriði. Ljótur í mannanöfnum merkir bjartur, samanber Ijós og enska orðið light. Berg- í þessu sambandi stendur hins vegar í sambandi við bjarga og björg. Oft er erfitt að „þýða“ samsett mannanöfn, en hér er naumast mikill vandi á höndum. Bergljót merkir björt bjargvættur eða eitthvað í þá áttina. Gott nafn, sem enginn þarf að fráfælast, enda alltaf haldið velli, þótt sumir hafi misskil- ið það, sem von er. Að lokum skal þess getið um Bergljótar nafn, að það kemur fyrir í norskum stórhöfðingjaætt- um fornum. í Sigurdrífumálum eru taldar upp margvíslegar rún- ir sem mönnum var nytsam- legt að kunna. Þar segir: Brimrúnar skaltu rísta, ef þú vilt borgid hafa á sundi seglmörum. Á stafni skal þær rísta og á stjórnarblaði og leggja eld í ár. Era svo brattur breki né svo bláar unnir, þó kemstu heill af hafi. Þessi vísa merkir í stuttu máli, að engar öldur geti grandað skipum (seglmör- um), ef menn kunna að rista brimrúnir á stefni þess og stýri. Ekki þekki ég orðið í ein- tölu að fornu og hvergi nema í þessu kvæði. I elsta mann- tali á íslandi er engin Brim- rún, og engin kona heitir svo enn í allsherjarmanntalinu 1910. Eftir 1920 er mér kunn- ugt um örfá dæmi. En nafnið er ekki vont, þó að sjaldgæft sé, og hljómar fallega í eyr- um mér. A A A A AAAAAAAAAAA AAA AAA AA AAA AAíiiíiAiíiAAiAnSiiíúicS A A 26933 26933 VANTAR 2ja—3ja herbergja ibúð i Miðbæ eða Vesturbæ. Góðar greiösl- ur i boði. Langur afhendingarfrestur. VANTAR 3ja herbergja íbúð í Miðbæ eöa Austurbæ. Góðar greiðslur og rýming eftir samkomulagi. VANTAR 4ra herbergja íbúð t.d. í Kópavogi eöa Austurbæ. Góðar greiðslur í boði. VANTAR sérhæðir víðsvegar um borgina. o VANTAR 4ra—5 herbergja íbúð i blokk eða sérhæö. Bílskúr æskilegur. Mjög góðar greiðslur í boði. Rýming eftir samkomulagi. VANTAR 80—100 fm skrifstofuhæð fyrir fjársterkan kaupanda. Vantar 150—200 fm skrifstofuhæö fyrir mjög fjársterkan kaupanda. markadurinn 3 A A A A A A & £ v Hafnarstræti 20, simi 26933 (Nýja húsinu vió Lækjartorg) Jón Magnússon hdl., Sigurður Sigurjónsson hdl. v\ V v\ ¥ « V V kv A a, A A A A A A A A A A A A A AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Bresk- bandarísk- ur leikhóp- ur sýnir í Hafnarbíói BKESK-bandaríski leikhóp- urinn „Theater of all possi- bilities“ hefur stutta við- komu hér á landi á leið sinni til Bandaríkjanna og mun sýna í Hafnarbíói á mánu- dagskvöld kl. 20.30. Leikritið sem hópurinn sýnir nefnist „The tin can man“, og fjallar á kíminn hátt um hina yf- irvofandi hættu á útrýmingu mannsins. Leikurinn er kryddaður með dansi, söng og hljóðfæra- slætti. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? T2 M AICI.VSIR I M U.I.T I.AXD PFCAR M AICI.VSIR I M0RCI NBLAÐIXl' Leikhópur þessi var stofnaður 1967 í Santa Fe í Bandaríkjunum og hefur leikið óslitið síðan og ferðast víða um heim. Þetta er ekki í fyrsta sinnið sem hópurinn gistir ísland. V^-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.