Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Fataiðnaður á undir högg að sækja: Markaðshlutdeild úr 57% í um 50% frá árinu 1975 Stórminnkuð markaðshlutdeild innlendrar hreinlætisvöru „FATAIÐNAÐURINN hefur átt undir högg að sækja á sídustu árum, sem kcmur fram í minnkandi markaðshlutdeild. Árið 1975 var markaðshlutdeild innlendu framleiðslunnar um 56,8% og vísir menn spáðu því, að hún myndi smá aukast upp í um 63% árið 1980. Sú varð hins vegar ekki raunin og árið 1980 var hlutdeildin komin niður í um 50%,“ sagði Bjarni Björnsson, forstjóri Fataverksmiðjunnar Dúks, m.a. í erindi sínu á fundi Félags íslenzkra iðnrek- enda um stöðuna og horfur í íslenzkum iðnaði, sem haldinn var sl. fostudag. Bjarni Björnsson sagði ennfrem- ur, að nokkur aukning hefði verið hin síðari ár í útflutningi á fatnaði, en hins vegar væri ljóst, að ekki yrði um neina aukningu að ræða á þessu ári. Jafnvel yrði um sam- drátt að ræða. Þá væri allt útlit fyrir, að h'alli sem hlutfall af veltu í útflutningi yrði á þessu ári í nám- unda við 4—6%. Ástæður þessa væru fyrst og fremst röng geng- isskráning og óraunhæfir launa- skattar. Þá gat Bjarni þess, að fyrir nokkrum árum hefðu á bilinu 1300—1400 manns haft atvinnu af fataiðnaði, en á árinu 1980 hefðu það verið liðlega 1060 manns. í ár væru um 900 manns í greininni og hann spáði því, að starfsmenn í fataiðnaði yrðu í kringum 700—800 á næsta ári. Á fundinum flutti Gunnar J. Friðriksson, forstjóri Sápugerðar- innar Frigg, erindi um afkomu hreinlætisvöruiðnaðarins. I máli hans kom fram, að á síðustu árum hefur orðið mikill samdráttur á markaðshlutdeild innlendu fram- leiðslunnar. Hlutdeildin hefði verið tæplega 80% á árinu 1978, en væri komin niður í 63% nú. — „Irm- flutningur hefur aukizt gífurlega. Sem dæmi um það má nefna, að séu 3. ársfjórðungur ársins 1980 og 1981 skoðaðir kemur í ljós um 50% innflutningsaukning," sagði Gunn- ar J.Friðriksson ennfremur. Um klukkan 16.30 á föstudaginn var ekið á pilt á mótum Háaleitisbrautar og Lágmúla í Reykjavík, og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans til aðhlynningar og rannsóknar. Ekki mun hafa verið um mjög alvarleg meiðsli að ræða. — Um klukkan 19.30 sama dag var einnig farið á slysadeild með ungan mann er fallið hafði í Tjörnina í Reykjavík. Ekki var um alvarlega áverka að ræða né var maðurinn talinn svo þrekaður að hætta stafaði af. Eldavélainnflutningurinn tvöfaldaðist á sfðasta ári Ný gerð strætisvagnaskýla hefur litið dagsins Ijós í Reykjavík, og var þessi mynd tekin í gær þar sem nýtt skýli og ólíkt þeim eldri hefur verið sett upp við Hringbraut, hjá Landspftalanum. l.josm : Emilia Björnsdóttir. 34 þúsund hafa séð Útlagann SÝNINGAR hafa verið mjög vel sóttar úti á landi og ekki síst var góð aðsókn á Sauðárkróki, en þar verður myndin sýnd til föstudags, en fer síðan til Húsavfkur, sagði Jón Hermannsson hjá ísfilm, sem er framleiðandi kvik- myndarinnar um Gísla Súrsson. Jón tjáði Mbl. að tekjur af myndinni nálg- uðust nú að greiða þriðjung kostnaðar við myndina, búið er að greiða laun og nokkrar minni háttar skuldir. Um þaff bil 33 til 34 þúsund manns hafa séð myndina, sem enn er sýnd í Reykjavík. Annað eintak er á ferð- inni á Norðurlandi, eins og áður er, getið, og kvaðst Jón ráðgera að myndin yrði sýnd á Siglufirði, Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga fyrir jól. Þriðja ein- takið var sýnt í Keflavík nýlega, en fór þaðan á Akranes og síðan eru ráðgerðar sýningar í Borgarnesi. Útlaginn verður jólamynd kvik- myndahúsanna á ísafirði og í Vest- mannaeyjum. Jón Hermannsson Margeir með jafntefl- islega skák MARGEIR I’étursson skákmeistari teflir þessa dagana á alþjóðlegu skákmóti í Ljubljana í Júgóslavíu, og hefur hann hlotið 1 vinning eftir þrjár umferðir, og þriðja skák hans, sem fór f bið er jafnteflisleg. Þar á Margeir í höggi við alþjóðlegan skákmeistara frá Júgóslavíu, Jelen að nafni. 1 fjórðu umferð mætir Margeir Danner frá Austurríki, en gerði í fyrstu og annarri umferð jafntefli við þá Buhic og Steiner. Efstur á mótinu að loknum þrem- ur umferðum er Djuric frá Júgósla- víu, sem hefur unnið allar sínar skákir og er því með 3 vinninga. I öðru til þriðja sæti eru svo þeir Ralic og Sznapik með 2,5 vinninga. kvaðst gera ráð fyrir að í mars á næsta ári yrði lokið sýningum um allt land. Fréttaritari Mbl. á Sauðárkróki sagði, að þegar Útlaginn var sýndur þar hefði verið svo mikið álag á símakerfið þegar auglýstur var símatími vegna miðapantana, að erf- itt hefði verið að ná sambandi um bæinn. Slíkt væri fátítt en gæti gerst þegar hringingum væri beint í ákveðið númer yfir stuttan tíma yfir hádaginn. Þetta hefði þó jafnað sig strax og tíminn var úti, en þetta gæti haft nokkur óþægindi í för með „INNFLUTNINGUR á eldavélum hefur meira en tvöfaldast á síðasta ári og hefur það komið fram í veru- legum samdrætti í framleiðslu okkar á eldavélum," sagði Ingvi Ingason, framkvæmdastjóri raftækjaverk- smiðjunnar Rafha, m.a. í erindi sínu á fundi Félags íslenzkra iðnrekenda um stöðuna og horfur í íslenzkum iðnaði, sem haldinn var sl. föstudag. — Við framleiddum og seldum liðlega 1860 eldavélar á árinu 1978. Síðan fækkaði þeim árin 1979 og 1980 nokkuð stöðugt og í ár stefnir í framleiðslu og sölu á um 1000 eldavélum. Þannig að hér eru um verulegan samdrátt að ræða. Aðalástæðan fyrir þessari óheillavænlegu þróun fyrir okkur er gengisskráningin, sem hefur verið okkur mjög erfið. Á meðan gengi Evrópugjaldmiðla hækkar um 15—20%, hækkar allur til- kostnaður hér innanlands mun meira, sagði Ingvi Ingason enn- fremur. Reimar Charlesson, fram- kvæmdastjóri Trésmiðjunnar Víð- is, flutti ennfremur erindi á fund- inum og sagði hann m.a., að mikill samdráttur hefði átt sér stað í innréttinga- og húsgagnaiðnaði á síðustu árum. Nefndi hann sem dæmi, að ársstörfum í iðngrein- inni hefði fækkað á tímabilinu 1968—1980 úr 695 í 458, eða um 237 ársstörf. Á sama tíma hefði fjölgað á vinnumarkaðinum al- mennt um liðlega 32% og hefði iðngreinin fylgt því, væru í henni liðlega 900 ársstörf. Innréttinga- og húsgagnainnflutn- ingur hefur aukizt um 85% á árinu Reimar sagði ennfremur, að innflutningur hefði gert framleið- endum mikla skráveifu, enda færi hann stöðugt vaxandi milli ára. Nefndi Reimar, að verðmæti inn- fluttra innréttinga og húsgagna á árinu 1980 hefði verið tæplega 49 milljarðar krona, en það sem af er þessu ári, en það sem af er þessu ári er verðmæti innflutnings í kringum 90,5 milljarðar króna. Aukningin er því liðlega 85% milli ára. Örn Hjaltalín, framkvæmda- stjóri Ölgerðarinnar Egill Skalla- grímsson, sagði í erindi sínu á fundinum, að væntanlega yrði reksturinn í ár í kringum núll- markið, en mikil röskun hefði komið á iðngreinina, þegar ákveð- ið var um sl. áramót að skella 30% vörugjaldi á öl og gosdrykki. Salan hefði dregizt saman um 20—30% fyrstu fjóra mánuði ársins, en síð- an komizt í samt lag aftur. Það væri hins vegar ljóst, að sölu- samdráttur yrði á bilinu 5—8% þegar árið væri gert upp. Álafoss: Ullarvörur fyrir 250 þús. dollara til Sovétríkjanna ÁLAFOSS gerði í vikunni samn- ing við Sovétríkin um sölu á ull- arvörum fyrir 250 þús. dollara á næsta ári. Pétur Eiríksson, for Stjórnmálafræði f Hamrahlfðarskólanum: Kjörorðið stétt með stétt og stéttasamvinna fasismans „KJÖRORDIÐ er stétt með stétt. íhaldsmenn hafa þó ekki gengið eins langt og fasisminn að raungera stéttarsamvinnu." Þannig er að orði komist í plaggi, sem fylgir „Náms- áætlun“ í stjórnmálafræði, sem dreift er í Menntaskólanum við llamrahlíð. En í plagginu er að finna stuttorðar skilgreiningar á íhalds- stefnu, frjálshyggju, jafnaðarstefnu og marxisma. Um íhaldsstefnuna segir, að hún sé sprottin af viðleitni til „að halda aftur af bjartsýni upplýs- ingatímans á skynsemi og þroska- hæfni mannsins". Hún er meðal annars sögð byggjast á virðingu „fyrir hefðum og vantrú á mann- lega skynsemi", enda trúi íhalds- menn því, „að menn séu fæddir misjafnir. Þess vegna eigi sumir að bera meira úr býtum en aðrir“. íhaldsmenn séu andvígir ríkis- stjórnum, sem fylgi stefnu and- stæðum þessum sjónarmiðum þeirra, því að hún fórni „ættgöfgi fyrir meðalmennsku" og dragi niður „framfarasinnað eðli til að fullnægja hinu óæðra eðli“. íhaldsmenn vegsami „samstöðu þjóðarinnar" og þess vegna séu verkföll „óæskileg" að þeirra mati. Auk þess er sagt, að íhaldsmenn séu „í þeirri óheppilegu aðstöðu að standa gegn ríkisstjórnarvaldi nema það henti þeirn" (!) Vanda- máli íhaldsmanna er lýst með þessum hætti: „íhaldsmenn breyt- ast yfir tíma viðvíkjandi þeim ein- kennum sem þeir vilja varð- veita“(?) og síðan er bætt við: „Heimurinn breytist og íhalds- menn neyðast til að breytast með honum.“ Um frjálshyggjuna er sagt, að hún hafi tilhneigingu til að styðja breytingar, hafi trú á mannlegri skynsemi, sé viljug til að nota rík- isstjórnir til að bæta mannlegar aðstæður, sé fylgjandi einstakl- ingsfrelsi en hafi til að bera „tví- ræðni varðandi mannlegt eðli“. Eftir að helstu einkennum íhaldsstefnu og frjálshyggju hefur verið þannig lýst, leggur höfundur plaggsins eftirfarandi fyrir nem- endur sína: „Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður á grundvelli sam- runa íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins (íhaldsflokkurinn lagði til 16 þingmenn en Frjáls- lyndi flokkurinn 1). Af hvorri stefnunni dregur stefna Sjálfstæð- isflokksins meira dám?“ í Námsáætluninni segir: „í lok áfangans verður reynt að tengja ofangreindar kenningar íslenskum veruleika, t.d. íslenskum stjórn- málaflokkum. Þau verkefni gilda minnst 30% af lokaeinkunn." stjóri Álafoss, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að samn- ingar hefðu gengið illa að þessu sinni, í fyrra hefði fyrirtækið selt fyrir 500 þús. dolíara á Rúss- landsmarkað, þannig að um helmings minnkun væri að ræða. Pétur sagði að Rússar bæru því við, að þeir hefðu ekki gjaldeyri til frekari kaupa, þar sem svo til all- ur þeirra gjaldeyrir færi nú til kaupa á matvælum, sérstaklega korni, en mikill kornskortur er nú í landinu, vegna uppskerubrests. Lífshlaupið enn óselt LÍFSHLAUP Jóhannesar Kjarvals listmálara — myndir þær er teknar voru af veggjum vinnustofu hans í Austurstræti — er enn óselt, að því er Guðmundur Axelsson í Klaust- urhólum sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sagði Guðmundur ekkert vera að frétta af hugsanlegri sölu verksins að svo stöddu, en sem kunnugt er af fréttum fóru samn- ingaumleitanir milli Guðmundar og Reykjavíkurborgar út um þúfur á sínum tíma, þar sem ekki samd- ist um kaupverð. Einnig var á sín- um tíma rætt um erlenda kaup- endur, en ekki varð þá af sölit verksins til útlanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.