Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 41 Hinn kunni stóðhestur Hörður 112 frá Kolkuósi. Teikningin er gerð eftir Ijósmynd frá árinu 1944. Glæsihesturinn Hörður 591 frá Kolkuósi á kynbótasýningu á landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal sumarið 1966. Hestinn sýndi Sigurbjörg Jóhannesdóttir frá Merkigili í Skaganrði, eiginkona Páls Sigurðssonar á Kröggólfsstöðum, en Páll og Jón Pálsson á Selfossi áttu Hörð í mörg ár. Miklar deilur urðu vegna niðurstöðu dómnefndar, sem ákvað að annar hestur skyldi standa efstur á sýningunni. Sú deila skal ekki rifjuð upp hér frekar, en langt er síðan hestur hér á landi hefur vakið svo heitar tilfinningar með mönnum, sem Hörður frá Kolkuósi. Ljósm.: Matthías Gestsson. Framtíð stofnsins? „Það er auðvitað erfitt að segja til um hver er framtíð þessa stofns, sem ég hef hér ræktað áfram úr hrossum föður míns“ segir Sigurmon, er hann er spurð- ur hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir Kolkuóshrossin. „Þessi hross eru nú dreifð víða um land, og margir ungir og áhugasamir menn hafa áhuga á því að rækta stofn- inn áfram, auk þeirra sem reynd- ari eru og eldri í hettunni. Ég ber því ekki neinn sérstakan kvíðboga fyrir því hvað tekur við þegar ég safnast til feðra minna, og því sem hér er verður vafalaust vel ráð- stafað af dætrum mínum og tengdasonum. Nei, það er engin algild regla, enginn galdur í sambandi við þetta, sem hægt er að kenna. í upphafi byggist auðvitað mest á vali kynbótahrossanna, og síðan gildir það að velja saman réttu einstaklingana, og að vera óragur við að taka þá frá, sem ekki virð- ast eiga heima í stóðinu til undan- eldis. I þessu þarf sjálfsagt að fara saman heppni og innsæi, en senni- lega er nú auðveldara að halda áfram þegar stofn er kominn vel á legg og hefur fengið sín sérstöku einkenni og kynfestu. Faðir minn bjó að því sem áður hafði verið gert á Svaðastöðum og víðar, og ég tók við af honum um 1950, en hafði áður ekki verið við- riðinn hrossarækt hans svo nokkru næmi. Nú þurfa aðrir að taka við, og þar sem enn er áhugi á hestunum héðan kvíði ég engu. Ég hef selt á einu bretti 20 tryppi til Þýskalands, og önnur 20 til Hóla fyrir ekki alls löngu, svo víða er efniviðurinn til að vinna úr. Þá hefur hestamennskan einnig fest rætur með þjóðinni, til fram- búðar hygg ég, bæði hjá bændum er hafa þetta að aðal- eða auka- atvinnu, og svo hjá þeim sem hafa vilja gagn og gaman af hrossum í því sem sumir kalla tómstundum sínum. Ég kvíði því engu, hvorki um framtíð minna hrossa né ís- lenska hestsins yfirleitt." — AH. FYLGIHliJTIR: STÁLSKÁL HNOÐARI HRÆRARI ÞEYTARI HJÁLPARTÆKI PYLSUSTÚTUR SMÁKOKUMÓT XSRAFBÚÐ Armúla 3 Reykiavik Simi 38900 DOMUS Laugavegi Kaupfélögin um allt land —.— VETRARSPORITÐ! Flugpúðinn hefurfarið í loftköstum um skíðalönd Evrópu að undanförnu og hvarvetna valdið byltingu í sleðabrekkunum. NlÐSTEKKUR EN UJNGAMJÚKUR Á honum eru engar skarpar brúnir eða fletir, þannig að slysahætta í sleða- brekkum verður hverfandi lítil. LÆTUR MJÖGVEL AÐ STJÖRN Neðan á honum eru upphleyptargúmmímottursem koma í veg fyrirað hann snúist um sjálfan sig. Þú breytir um stefnu með því að færa til líkamsþungann á „púðanum” eða notar fæturna til stýringar. Þ0 elæst ham uppá brekkubrön Loftlaus Flugpúðinn tekur sama og ekkert pláss, hvorki í bílnum né geymslunni. SNJÖR,GRASEmVATN! Flugpúðinn hefur þann eiginleika að geta runnið í hvaða snjó sem er og þú getur líka rennt þér á honum niður blauta grasivaxna brekku og flotið á honum í sundlauginni. íIUGPOÐINN E®ST í WFiIMUR STERÐUM FÍRIR BÖRN 0G FUILORÐNA Aukum öryggið í sleðabrekkunum. Góða skemmtun. ÚTBÖIUSTAÐIR: Reykjavík: Hilda hf. Borgartúni 22 ísaQörður: Sporthlaðan hf. Akureyri: Sporthúsið hf. Selfoss: Sportbær Keflavík: Sportportið. Húsavík: Víkursport sf. Egilsstaðir: Verslunin Skógar Vestmannaeyjar: Gunnar Ólafsson og Co. hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.