Morgunblaðið - 06.12.1981, Side 36

Morgunblaðið - 06.12.1981, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Kátir krakkar Búi Kristjáns.son hefur teiknad mvndir í Káta krakka og hann teiknaði einnig kápumyndina. Kaflar úr nýrri bók eftir Þóri S. Guðbergsson Gamia konan með skeggið Arni og Bella urðu fljótt góðir vinir. Hann var ekki fyrr kominn heim úr skólanum en hann henti töskunni sinni frá sér og fór að leika sér við Bellu. Mömmu hans fannst jafnvel nóg um á stundum. Einu sinni varð hún öskureið þeg- ar hún hafði beðið með matinn handa honum í heilan klukkutíma. Hún vissi ekki, að hann var frammi á gangi að leika sér við kisuna. Hún var á leið í vinnuna, þegar hún rakst á þau í hörku eitingaleik í ganginum. „Ég á ekki eitt einasta, aukatek- ið orð, drengur minn,“ sagði hún hvassyrt og horfði reiðum augum á son sinn. Hún tók kápuna sína og hélt áfram: „Þú hefur aldrei haft neitt tíma- skyn, Árni. Nú hef ég haldið matnum heitum í klukkutíma og er að verða of sein í vinnuna. Þú verður að læra að taka tillit til annarra. Það gengur ekki að hugsa um þennan kött endalaust og ekkert annað." Hún greip í hálsmál hans og sagði honum að snauta fram í eldhús og fá sér að borða. „Það endar með því að ég verð að kenna þér að elda, svo þú getir hugsað um matinn þinn sjálfur." Árni fór fram í eldhús og fannst þetta ljómandi hugmynd. Hann hafði svo lengi langað til að læra matreiðslu! Síðla þennan sama dag fór Árni í leikfimi. Hann gekk framhjá húsi gömlu konunnar, sem bjó skammt frá þeim. Hann tók ekki eftir því, að nokkrir strákar skut- ust fyrir húshornið, rétt áður en hann gekk framhjá aðaldyrum gömlu konunnar. Árni vissi ekki fyrri til en konan kom askvaðandi út með staf í hendi. Hún stormaði til hans og þreif í öxl hans. „Loksins náði ég þér, peyinn þinn,“ sagði hún hásum rómi og titrandi. „Þú ert oft og lengi búinn að hringja bjöllunni minni og plata mig niður stigana. Nú skaltu ekki sleppa þó að mig verki í báðar mjaðmir." Þórir S. Guðbergsson Árni horfði á konuna. Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann virti hana fyrir sér þegjandi. Hún hristi öxl hans. Hún var óvenju hrukkótt í framan og hafði stórt ör yfir hægri augabrún. Augu kon- unnar skutu gneistum og hendur hennar titruðu. En það sem kom Árna hvað mest á óvart voru nokkur löng skegghár á efri vör og höku. Aldrei fyrr á ævi sinni hafði hann séð konu með skegg. Gamla konan hristi hann dug- lega til og spurði hann til nafns. Árni stamaði því út úr sér og fann, að hann var kominn með rjúkandi hjartslátt. “Já, nú læt ég skólastjórann vita um svona pörupilta," sagði hún skjálfandi röddu. „Ég veit,‘ að skólastjórinn stendur með mér. Þú skalt ekki eiga von á góðu, karlinn." Hún hrinti honum frá sér og gekk haltrandi heim að húsinu sínu. Hún stansaði öðru hverju og hvíldi sig, og studdi höndum á mjaðmir. Allt í einu rankaði Árni við sér, þegar hann heyrði hlátur strák- anna einhvers staðar í fjarska. Hann rauk af stað og hugsaði með sér: „Aumingja gamla konan með skeggið. Alltaf eru strákarnir að stríða henni." Einn á ’ann Árni hljóp að íþróttahúsinu. Þórir S. Guðbergsson hefur nýlega sent frá sér nýja barnabók, sem ber nafnið Kátir krakkar. Fjallar hún aðallega um þrjú systkini, sem eignast kött og ala hann upp. Hér á eftir eru nokkrir kaflar úr bókinni. Bókaút- gáfan Salt gefur út. Flestir strákanna voru komnir í leikfimisbúningana. Þegar hann birtist sló dauðaþögn á hópinn. Pétur starði á Árna meðan hann afklæddist. Árni tók eftir því, að allra augu beindust að honum. Pétur stóð fyrir framan hann og glotti illgirnislega. Árni þoldi ekki brosið. Það hafði alltaf farið í taugarnar á honum. Pétur studdi höndum á mjaðmir og sagði hátt yfir allan hópinn: „Þetta er hetja dagsins, strákar. Gamla kerlingin flengdi hann í dag!“ Strákarnir hlógu. Árni svaraði engu, en lauk við að klæða sig í íþróttafötin. Hann gerði sér grein fyrir því, að Pétur hafði platað hann. Hann hafði hringt bjöll- unni, staðið á hleri og síðan sagt frá öllu saman. „Þú ert ljótur strákur að vera að stríða gömlum kerlingum með staf,“ hélt Pétur áfram og glotti. Flestir strákanna hlógu eins og áður. Árni þagði og settist á bekkinn. Hann virti strákana fyrir sér. Hann vissi sem var, að flestir þeirra hræddust þennan stóra rum, sem stóð glottandi fyrir framan hann. Samt var Árni alveg ákveðinn í því að hefna sín ræki- lega, ef hann héldi áfram að stríða honum. Hann hugsaði ekki um af- leiðingarnar. Hann hugsaði held- ur ekki um íþróttakennarann, sem kæmi innan skamms og kallaði þá inn í salinn. Pétur steig skrefi nær og sagði hæðnislega: „Litli minn. Það þarf að kenna þér að umgangast gamalt fólk. Kjaftaðirðu kannski frá okkur?“ Árni rauk á fætur. Hann var einbeittur á svip. Hann leit hvorki til hægri né vinstri. Áður en nokk- ur gat áttað sig hafði Árni gefið Pétri einn á ’ann. Hinir strákarnir hörfuðu ósjálfrátt undan. Þeir sáu í hendi sér, að nú yrði um slags- mál að ræða. Pétur var höfðinu hærri en Árni og að minnsta kosti tíu kílóum þyngri. Árni var hins vegar fimari og miklu snarari í snúningum. Árni sá strax, að hann mátti engan veginn láta Pétur ná tökum á sér. Þá væri leikurinn tapaður. Pétur varð ofsa reiður. Hann rauk strax að Árna og sló til hans þungu höggi. Árni vék sér undan og strákarnir byrjuðu strax að hrópa. Pétur varð enn reiðari og barði nú í allar áttir eins og óður væri. Árni notfærði sér tækifærið, þegar Pétur sló eitt vindhöggið. Hann greip í íþróttabolinn hans og dró hann upp fyrir haus á hon- um. Þarna stóð svo Pétur eins og hauslaus draugur á miðju gólfi og barði í allar áttir, þegar kennar- inn birtist. Dauðaþögn sló á hóp- inn. Pétur fór í bolinn og varð hálf skömmustulegur. „Hvað gengur eiginlega á hér?“ spurði kennarinn byrstur og snéri sér að Árna, sem var að lagfæra fötin á sér. Strákarnir reyndu að gefa skýr- ingu á upphafi slagsmálanna, en kennarinn beindi orðum sínum að Árna: „Getið þið ekki svarað sjálfir?" öllum til mikillar undrunar svaraði Árni hátt og skýrt: „Ég þoldi ekki smettið á honum, Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stæróum: TR 221 20 gallon - 80 lítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátir velja Westinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ viö veitum allar nánari upplýsingar. Kaupfélögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 Önnumst kaup og sölu allra almennra veöskulda- bréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt viö kaupendum á viðskiptaskrá okkar. Góö þjónusta. — Reynið viöskiptin. Venlhréfa- iUsiiiuMliiriiin l^rkjntorgi 12222 Málverka- uppboð aö Hótel Sögu, mánudaginn 7. des. kl. 8.30. Myndirnar veröa sýndar aö Lauga- vegi 71, sunnudaginn 6. des. kl. 2—6 og aö Hótel Sögu mánudag kl. 1—6. Klausturhólar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.