Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 47 Bang&Olufsen raunverulegar umræður um slíkt. Þjóðin hafði orðið fyrir grimmi- legri árás, frá sjónarmiði Banda- ríkjamanna, og án viðvörunar og eina færa og rétta leiðin var sú að segja Japönum stríð á hendur — um það voru allir sammála. Japanir höfðu getið sér til um viðbrögð Bandaríkjamanna, en töldu að hinn hernaðarlegi árang- ur yrði þess virði að baka sér óvild Bandaríkjamanna. En hernaðar- lega séð var árásin á Pearl Harbor glappaskot þar sem hún var k ónauðsynleg. Kyrrahafsflotinn hefði ekki getað stöðvað fyrstu fyrirhuguðu sókn Japana eða haldið henni í skefjum. í stríðs- áætlunum Bandaríkjamanna var gert ráð fyrir varnaraðgerðum með hægri sókn út á Kyrrahaf. Flotinn hefði ekki þorað að at- hafna sig þar sem óvinaflugvélar frá stöðvum í landi gætu hæft ú hann án vandlegs undirbúnings. Afdrif brezku skipanna „Repulse" og „Prince of Wales" við Malaya 10. des. 1941 eru vísbending um það sem hefði getað gerzt. Árásin var glappaskot af fleiri Íástæðum. Stór herskip grá fyrir járnum voru ekki lengur eins ör- uggt tæki til að beita flotamætti og flugvélamóðurskip og flugvéla- » móðurskipin tvö, „Lexington" og f„Enterprise“, mikilvægustu skot- mörkin, voru ekki í höfn þegar Japanir gerðu árásina. Raunar tókst seinna að gera við flest skip- in sem löskuðust og jafnvel þau sem sukku. Þau tóku þátt í síðari orrustum. „Nevada" tók t.d. þátt í innrásinni í Normandí og seinna í árásinni á Iwo Jima. „California", „Maryland", „Pennsylvania", „Tennessee" og „West Virginia" tóku öll þátt í herferðunum á Fil- ippseyjum. Af japönsku skipunum lifði aðeins eitt skip stríðið (tund- urspillir): fjórum flugvélamóð- urskipanna var sökkt við Midway í júní 1942, hinum tveimur 1944 og orrustuskipunum tveimur við Guadalcanal. Öruggara hefði verið að ráðast á mannvirki og olíugeyma en skip. Eyðing olíugeymanna hefði valdið meiri töf á sókn yfir Kyrrahaf en tjón á skipum og flugvélum og án eldsneytisins hefði Kyrrahafsflot- inn orðið að hörfa til vestur- strandar Bandaríkjanna. Raunar var ein af ástæðunum fyrir því að árásin kom á óvart sú að talið var að Japanir gerðu sér einnig grein fyrir því að slík árás yrði ónauð- synleg. Hvað sem því líður hófu Bandaríkjamenn þátttöku í stríð- inu með varabirgðir af olíu sem voru næstum því eins miklar og allar olíubirgðir Japana. Vonir Japana um skjótan stríðssigur urðu að engu: Bandaríkjamenn svöruðu fljótlega í sömu mynt með ótrúlegum þrótti — fyrst á Kór- alhafi og síðan við Midway-eyju. Sá úrslitasigur, aðeins nokkrum mánuðum eftir Pearl Harbor, rétti við jafnvægið á Kyrrahafi. Árásin á Pearl Harbor kynni að hafa borið meiri árangur ef Hitler hefði ekki fylgt henni eftir með stórfelldu glappaskoti. Eftir árás- ina skoruðu Japanir á Þjóðverja að taka þátt í baráttunni gegn Bandaríkjamönnum. Hefði Hitler neitað hefði Bandaríkjastjórn komizt í mjög erfiða aðstöðu. Bandarískir leiðtogar töldu Þjóð- verja aðalóvininn, en ef ekki gerð- ist eitthvað sérstakt á Atlantshafi gæti þeim reynzt örðugt að afla stuðnings við stríðsyfirlýsingu á hendur Þjóðverjum. Fast hefði verið lagt að bandarískum ráða- mönnum að berjast gegn hinum sýnilega og beina óvini og leita ekki vísvitandi að nýjum fjand- manni. Erfitt er að vita hver afleiðingin hefði orðið á Atlantshafi. Mar- shall og Stark aðmíráll, yfirmaður sjóhersins, höfðu varað við því að ef bandarísk skip yrðu kölluð frá Atlantshafi kynnu Bretar að tapa orrustunni um Atlantshaf. Sem betur fer fyrir Bandaríkjastjórn neyddu Þjóðverjar Bandaríkin til að lýsa yfir stríði. Sú ráðstöfun gerði Bandamönnum kleift að skipuleggja samvinnu um styrjöld um allan heim. f ............ „Skilaboð til Söndru“ — sfðasta skáldsaga Jökuls Jakobssonar BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar firði, hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Jökul Jakobsson, „Skilaboð til Söndru“, sem hann lauk við aðeins nokkrum mánuðum áður en hann lézt árið 1978, aðeins 44 ára að aldri. Jökull Jakobsson var einn afkasta- mesti rithöfundur sinnar samtíðar og eftir hann liggja fimm aðrar skáldsögur, eitt smásagnasafn, þrjár ferðasögur og ellefu stór leikhús- verk, auk fjölda einþáttunga, út- varps- og sjónvarpsleikrita. „I þessari siðustu skáldsögu hans, „Skilaboð til Söndru", birt- ast allir beztu eiginleikar hans sem rithöfundar, — frásögnin er lipur og lifandi, bráðskemmtileg og meinfyndin, en undir niðri skynjum við alvöru lífsins, vanda- mál samtímans," segir í fréttatil- kynningu frá útgefanda. „Sagan greinir frá rithöfundi, sem fundið hefur sér rólegan samastað í litlu húsi í hraunjaðr- inum úti við fjörðinn. Dag einn birtist Sandra, ráðskonan hans. iHún er í skósíðum kirtli, í sandöl- um og með slegið hár, en hún kann ekki að elda hafragraut, hvað þá vinna flóknari heimilisstörf. En henni er sitthvað annað til lista lagt og hún sýnir veraldarvönum rithöfundinum nýja hlið á mann- lífinu, kemur róti á hug hans og hann missir fótfestuna. Verkefnið, sem hann er að vinna að og átti að færa honum fé og frama, verður að víkja, því nú gerist margt á skömmum tíma. Til sögu koma vinir Söndru, grunsamlegir náungar með hasshundinn á hæl- unum og dularfullan poka í far- angrinum; hagfræðingurinn, sem setti öll mörkin fyrir Víking í gamia daga, en er nú léttur í lund og ávaxtar sitt pund; undarleg hjón, hún fegurðardís, hann ein- eygður og heyrnarsljór í hjólastól; lögleg eiginkona rithöfundarins, skörungur, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, og loks þungbúinn rannsóknarlögreglu- Jökull Jakobsson maður, sem ógnvekjandi heldur örlagaþráðum i hendi sér og stöð- ugt þrengir netið. Þegar ráðskon- an óvenjulega hverfur á braut fyllist rithöfundurinn örvæntingu og hann skrifar skilaboð til Söndru ...“ BEOCENTER 2002 Nýja sambyggða hágæðatækið VERSLIÐ f SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SfMI 29800 Láttu nýja Beocenter fylla heimili þitt með hljómum án þess að fylla það tækjabúnaði. Beocenter 2002 sameinar gæðakassettusegul- band, mjög fullkominn plötuspilara, 2x25 watta RMS stereo-magnara og útvarp með lang-, mið- og FM-stereobylgjum. Verð 10.535 Greiðslukjör. í stuttu máli þá býður tækið upp á allt sem kröfuharðir fara fram á. Glæsileg hönnun tækisins tryggir að það pass- ar auðveldlega við húsbúnað flestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.