Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Hervæðingin í Nicaragua: Sovétmenn leggja til hergögn fyrir milligöngu Kúbu Hræðslan mest við orrustuþotur BANDARÍSKIR herfrædingar og leyniþjónustustarfsmenn hafa að sögn Richard Hallorans, hlaðamanns við The New York Times, samið skýrslu um víðtæka hervæðingu í Nicaragua og þá hernaðaraðstoð, sem Sovétrík- in og fylgiríki þeirra í AusturEvrópu veita þessu Mið-Ameríkuríki fyrir milligöngu Kúbumanna. Sérfræðingarnir segja, að með hernaðaraðstoðinni sé að því stefnt, að Nicaragua verði, undir forystu hinnar vinstrisinnuðu ríkisstjórnar sandínista, öflug- asta ríkið í Mið-Ameríku. Að mati sumra sérfræðinga er lang- tímamarkmiðið með hernaðar- uppbyggingunni að geta ógnað jafnt olíulindum Mexíkó í norðri og Panamaskurði í suðri. Til þess að hervæða Nicaragua hafa Sovétmenn efnt til mestu hergagnaflutninga til Kúbu frá því í Kúbudeilunni 1962. Frá upphafi þessa árs hafa Sovét- menn flutt um 56 þúsund lestir af vopnum til Kúbu. Sérfræð- ingarnir telja, að stærstur hluti þessara nýju vígtóla hafi verið ætlaður kúbanska hernum. Hins vegar hafi Fidel Castro getað látið stjórnvöldum í Nicaragua í té gömul hertæki eftir að hann fékk hin nýju. Bandaríkjastjórn er sögð hafa mestar áhyggjur af því, ef til Nicaragua verði fluttar MIG-17 og MIG-21 sovéskar orrustuþot- ur frá Kúbu. Að sögn háttsetts bandarisks embættismanns hafa Kúbumenn nýlega fengið 17 MIG-21 þotur af endurbættri gerð frá Sovétríkjunum og þar með einnig tækifæri til að ráð- stafa eldri þotum til Nicaragua. Þá hafa bandarískir embættis- menn einnig látið í ljós það álit, að líklega liði ekki á löngu, þar til flugmenn frá Nicaragua, sem nú eru i þjálfun í Búlgariu eða öðrum kommúnistaríkjum í Evr- ópu, snúi til Kúbu og nái þar i orrustuþotur og flytji heim með sér til Nicaragua. Er talið, að þetta muni gerast með vorinu. Fyrir liggja í Washington loftmyndir frá Nicaragua, sem sýna, að þar er verið að lengja brautir að minnsta kosti þriggja flugvalla, svo að þaðan megi starfrækja fullkomnustu orr- ustuþotur. Sovétmenn hafa látið Nicaraguastjórn i té loftvarna- byssur og litar eldflaugar til að verja þessa flugvelli. Þá skýra serfræðingarnir frá því í skýrslu sinni, að stjórn Nicaragua hafi gert hernaðarsamvinnusamning við stjórnina í Víetnam. Sam- kvæmt honum hafi ráðamenn í Hanoi heitið því að senda 1000 þyrlur til Nicaragua, sem Bandaríkjamenn hafi skilið eftir í Víetnam á sinum tíma. Sérfræðingar eru alls ekki á einu máli um það, hvort þessi mikla hernaðaruppbygging í Nicaragua auki likur á því, að her landsins verði beitt í ná- grannaríkjunum. Til þess skorti stjórnina þar margt, en þó eink- um orrustuflugmenn og flug- virkja auk manna til að stjórna flugstjórnar-, ratsjár- og fjar- skiptatækjum. Jafnframt er þó vakin athygli á því, að önnur ríki í Mið-Ameríku séu svo illa varin, að með fáeinum MIG-orrustu- þotum megi setja, þeim erfiða kosti. Sovétmenn hafa ekki aðeins sent vopn til Nicaragua heldur einnig hernaðarráðgjafa og sömu sögu er að segja um önnur Herfræðingar telja að Castro hafi getað látið Nicaragua gömul her tæki í té eftir að hann fékk ný send frá Sovétríkjunum. kommúnistaríki. Háttsettur bandarískur embættismaður komst svo að orði fyrir skömmu um Managua, höfuðborg Nicar- agua: „Hún er orðin alþjóðleg miðstöð, þangað hafa hópast Austur-Þjóðverjar, Búlgarir, Norður-Kóreumenn, Sovétmenn, Kúbumenn og jafnvel félagar í PLO.“ Talið er, að 4000 til 6000 Kúbu- menn séu í Nicaragua. Hlutverk þeirra mun vera að þjálfa her landsins, en AusturÞjóðverjar eru að þjálfa öryggislögregluna. Sérfræðingar segja, að mönnum í her Nicaragua hafi fjölgað frá því að vinstri stjórnin komst til valda fyrir tveimur og hálfu ári úr 7000 í um 80 þúsund, og nú megi lýsa hernum sem blöndu af venjulegum herafla og „militíu", það er vopnuðum liðssveitum til styrktar stjórnvöldum. Virðist markmiðið vera, að í Nicaragua verði um 50 þúsund manna her- afli og 200 þúsund manna „mil- itía“-sveitir. Að sögn sérfræðinga hafa bækistöðvar sjö stórra her- stjórna sést í landinu. Sumar þeirra eru sniðnar að sovéskri fyrirmynd. Her Nicaragua ræð- ur yfir um 25 gömlum sovéskum skriðdrekum. Svo virðist sem ætlunin sé að nota þá til að halda íbúum landsins í skefjum, þar sem frumskógar í Mið- Ameríku eru síður en svo kjör- lendi fyrir skriðdreka og tækin því tæplega til innrása í önnur lönd. Þá hafa Nicaraguamenn einnig fengið vopn til varnar gegn skriðdrekum, fallbyssur, sprengjuvörpur, vélbyssur og trukka frá kommúnistarríkjun- um. Mest af hergögnunum berst frá Kúbu og eru þau yfirleitt flutt með skipum til hafnarborg- anna Puerto Cabezas á norð- austur-strönd Nicaragua og Bluefields á suðaustur-strönd- inni. Nokkur brögð hafa verið að því, að sögn sérfræðinga, að létt vopn hafi verið flutt áfram frá Nicaragua til E1 Salvador. Segj- ast sérfræðingarnir hafa fundið að minnska kosti fimm leiðir á landi, sem notaðar séu til að flytja vopn frá Nicaragua til vinstri sinnaðra skæruliða í E1 Salvador. Auk þess séu vopn flutt á milli landanna með skip- um og flugvélum. Að sögn sér- fræðinganna hefur nýlega verið tekinn upp sá háttur við loft- flutninga á vopnum frá Nicar- agua, að þyrlur hefji sig á loft þar í dagsbirtu og hagi síðan flugi sínu þannig, að þær lendi í El Salvador við sólsetur. Eftir að þær hafa verið tæmdar fljúga þær síðan í skjóli nætur aftur til Nicaragua. (Byggt á grein eftir Richard llalloran hjá The New York Times frá 2. detc ember sl.) Lundia hillukerfið er úr massívri furu og með óendanlega uppsetninga möguleika. Hlýr mokkafatnaðuraðeins 1000 kr. útborgun Gjafavörur: franskt postulín, trévörur og jólaskraut. Klub stólar aðeins kr. 254 Viö bjóðum fjölbreytta vöru fyrir alla aldurshópa. Falleg hönnun sameinar gagn og gildi. Gott verö og afborgunarskilmálar, þar aö auki erum við í miðju Bankastræti. .... í fáum orðum sagt, Gráfeldur býður þér gleðileg jól. ^ GRÁFELDUR W Þingholtsstræti 2, Reykjavík Símar: 26540 og 26626

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.