Morgunblaðið - 13.12.1981, Side 37

Morgunblaðið - 13.12.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 3 7 Minning: Ragnar Asgeirs- son héraðslœknir Vinir mínir fara fjöld, feigóin þesttn heimtar köld, ég kem á eftir, kannski í kvöld, meó klofinn hjálm og rofinn skjöld. brynju slitna, sundraó sveró. og syndagjöld. Þessi orð skáldsins frá Bólu komu mér í hug, þegar ég í sumar frétti lát æskuvinar míns og skólabróður, Ragnars Ásgeirsson- ar. Hann var fæddur að Sólbakka við Önundarfjörð 14. desember 1911, og hefði því fyllt sjöunda áratuginn á morgun. Foreldrar hans voru Ásgeir Torfason, skipstjóri og verk- smiðjustjóri að Sólbakka og Ragnheiður Eiríksdóttir frá Hrauni á Ingjaldssandi. Ekki skulu ættir þeirra raktar hér, enda viðkunnar. Þegar Ragnar hafði aldur til og að undirbún- ingsnámi loknu, settist hann í annan bekk Menntaskólans á Ak- ureyri, og lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1933. Þaðan lá leiðin til læknanáms við Háskóla íslands, en þaðan lauk hann prófi 1940. Saga hans á námsárum er einn- ig saga margra annarar áhuga- samra námsmanna. Unnið hörð- um höndum á sumrin til þess að standa straum af vetrardvöl á skólabekk. Það voru kátir, lífs- glaðir og fjörugir félagar, sem þar völdust saman úr öllum lands- hornum í MA. Æringjar og óróa- seggir, með hæfilegri kjölfestu al- vörumanna. Það ljómaði af degi fagurrar framtíðar. Lífið beið bjart framundan. í þessu andrúmslofti bundust menn órofa vináttuböndum. Ragnar var þar hvers manns hugljúfi, fagur ungur maður, traustvekjandi, enda falin umsjónarmennska í heimavistum. Skólaárin liðu, ár áhyggjuleysis, æskubreka og glaðværðar. Og þá tók við lífið sjálft með Leiðrétting í minningargrein í hlaðinu í gær um Þórunni Sigurgeirsdóttur, kaup- konu, urðu þau mistök að í fyrir- sögn stóð Sigurðardóttir. Um leið og þetta leiðréttist, eru aðilar beðnir afsökunar á þessu. Góður rækjuafli á Vestfjörðum ÓVENJULEGA góður rækjuafli var á veiðisvæðum Vestfjarðabáta í nóvember. Samkvæmt tölum ísa- fjarðarskrifstofu Fiskifélags ís- lands kemur fram að heildarafl- inn í mánuðinum var 906 lestir, og er það afli 47 báta. í fyrra var afli í sama mánuði 936 lestir en þá stunduðu 56 bátar þessar veiðar. Mestur var aflinn í ísafjarð- ardjúpi í mánuðinum, 528 lestir. öllum sínum þunga. Sitt lífspróf stóðst hann með ágætum. Áður fyrr myndi á því skírteini staðið hafa „cum laude". Ragnar var héraðslæknir í þrem læknishéruðum, Reykjafjarðar — Flateyrar og ísafjarðar, en í því síðast talda dvaldi hann lengst, röskan aldarfjórðung. í öllum þessum héruðum sjást enn spor hans, er komu fram í félagshyggju hans, í sveitarstjórnarstörfum, samvinnufélagastörfum og öllu því, sem til framfara og góðs máttu leiða. rótfesti bernsku og æskuára helzt til hinzta dags. Svo gilti og um vináttu, þótt vík væri milli vina. Lendur Sólbakka og Hvilftar liggja saman, enda lágu þar gagn- vegir. Stórir barnahópar voru á báðum heimilum. Saman voru þau í leik og í vinnu, er þeim óx fiskur um hrygg. Margt var sameiginlegt með þessum heimilum, sérstaklega var börnunum innrætt guðstrú og manngildi. Þetta innræti bar Ragnar með sér alla tíð. I lækn- isstörfum sínum var hann farsæll, enda með afbrigðum samvizku- samur. Líknar- og læknishendur hans björguðu fleiri mannslífum en svo, að óviðkomandi viti. Það vissi hann aðeins sjálfur, en var þögull um. Ragnar átti lífshamingju mikla, en einnig andstreymi. Kvæntur var hann Laufeyju Maríasdóttur. Börn þeirra urðu fjögur, Ragn- heiður Ása, Maria, Eiríkur og Þór- ir Sturla, öll hin mannvænlegustu, svo sem vænta mátti. Síðustu fjögur árin, sem Ragnar lifði, lá hann rúmfastur, lamaður af völdum heilablæðingar. Var það mikil raun honum sjálfum, fjölskyldu hans, svo og vinum öll- um. Ekki verður skilist svo við þessi fátæklegu orð án þess að minnast á móðu hans, Ragnheiði, þessa elskulegu ágætiskonu, sem öllum vildi gott gera. Hún fylgdi nú þriðja syni sínum til grafar á ní- ræðisafmælisdegi sínum. Stundum hryggist maður við fráfall vina, en stundum er þökk efst í huga. Svo var og hér. -En eftir verða lífsárar minningar, sem enginn geturt frá neinum tek- ið. Frá öllum, sem þekktu Sól- bakkaheimilið á dögum hjónanna Ragnheiðar og Ásgeirs, streyma þakkar- og samúðarhugir til eig- inkonu, barna og allra ástvina. Kær vinur er kvaddur um stund. Sveinbjörn Finnsson Beocenter 7002 Fjarstýrð hágæðasamstæða Með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni vír sæti þínu getur þú fengið hljómlist frá hljómplötu/ segulbandstækinu eða útvarpstækinu. Stórir ljósastafir í stjórnborðinu sýna þér stöðugt hvað er í gangi. Hægt er að stýra tækinu með tölvunni á tækinu sjálfu eða með fjarstýringu sem fylgir. Komdu og skoðaðu — þú munt sannfærast. Verð 18.254. Greiðslukjör. Tölvuminni og tímatæki gera yður kleift að stilla tölvuna innan 24 klst. þannig að tækið fari í gang samkvæmt yðar óskum þ.e. t.d. kveikja á útvarp^ inu og taka upp á segulbandið. Við álítum að viðskiptavinir okkar kunni heldur betur að meta þetta. x: Bang&Olufsen VERSUO í SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.