Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 46

Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Markaður fyrir 300 einingahús á ári — en framleiðslugetan nú 600 hús Einingahúsaframleiðsla hefur aukist með ólíkindum á ís- landi undanfarin 3—4 ár. Um þessar mundir eru 17 framleið- endur einingahúsa í landinu og er framleiðslugeta þeirra um 600 meðal einbýlishús á ári. A yfirstandandi ári munu hafa verið reist hátt í 150 einingahús á landinu öllu og fer tala þeirra sem reisa einingahús sífellt fjölgandi, enda eru þessi hús talin mun ódýrari en önnur í byggingu þ.e. ef hægt er að láta byggingu hússins ganga hratt fyrir sig. Samkvæmt könn- un sem Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins er nú að gera, kemur fram að aðeins mun vera markaður fyrir um 300 einingahús á ári í landinu og samkvæmt því er framleiðslu- getan nú helmingi meiri, en hún þyrfti að vera. Heppilegast er talið að í stað 17 framleiðenda yrðu reknar 7—8 verksmiðjur víðs vegar um landið, sem framleiddu húsin, því góðri hag- kvæmni má ná í verksmiðju sem ekki framleiðir nema 30—40 hús á ári. Um þessar mundir eru það aðeins þrír aðilar, sem ná því að framleiða meira en 30 hús á ári, en það eru Húseiningar í Siglufirði, Húsasmiðjan í Reykjavík og Trésmiðja Sigurðar Guðmundssonar á Selfossi. En fram- leiðsla er ekki aðeins hafin á íbúðarhúsum úr timbri og steyptum einingum, heldur er farið að framleiða einingahús hjá Berki hf. í Hafnarfirði, sem henta vel til alls konar atvinnustarfsemi o.fl. Þær einingar eru úr stáli og polýúreþan og nú þegar eru risin nokkur hús, úr þessum einingum. Há« Kjarriarkaups í llafnarfírði er st*r hús sem byggt hefur verið úr íslensk- einingum, IStM) fermetrar að grunnfleti íslensku húsin reynast vel Að sögn Pálma Kristinssonar hjá Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins hefur íslenska framleiðslan staðið sig mjög vel miðað við þá erlendu. I Vest- mannaeyjagosinu, var flutt inn mikið af erlendum einingahúsum og reynslan, sem fékkst af þeim í byrjun, sýndi að íslensku eininga- húsin, sem fyrir voru, voru vand- aðri, enda margt sem þurfti að betrumbaeta í innfluttu húsunum. Fyrstu innfluttu einingahúsin, sem reist voru á Islandi, komu til landsins 1945, svonefnd Svíþjóð- arhús, og hafa þau að sögn reynst nokkuð vel og um svipað leyti voru fyrstu einingahúsin, sem smíðuð voru á Islandi, reist. I flestum þessara húsa er búið enn, og hafa þau reynst vel. Hins vegar datt framleiðsla einingahúsa sem íbúð- arhúsa síðan að mestu niður þar til á síðasta áratug, nema hvað nokkuð var um byggingar sumar- bústaða úr einingum. Mest sóst eftir 120 - 150 fermetra húsum „Við erum nú með 60 teikningar á boðstólum og byrjaðir að fram- leiða 2ja hæða hús, en fram til þessa hefur framleiðslan svo til eingöngu verið einnar hæðar hús. Eg held að aðalkeppinautar okkar séu með svipað úrval teikninga, en almennt sækist fólk mest eftir húsum af stærðinni 120—150 fer- metrar," sagði Guðmundur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Trésmiðju Sigurðar Guðmunds- sonar á Selfossi, þegar rætt var við hann, en Guðmundur er for- maður Sambands einingahúsa- framleiðenda, en innan sambands- ins eru nú 10 framleiðendur þ.e.: Trésmiðja Sigurðar Guðmunds- sonar, Húseiningar hf. á Siglu- firði, Húsasmiðjan í Reykjavík, Byggingariðjan í Reykjavík, Sig- urlinni Pétursson Garðabæ, Ösp hf. á Stykkishólmi, Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, Trésmiðja Stykkishólms og Stuðlafell hf. á Akureyri. „Sjálfir hófum við framleiðslu á timburhúsum árið 1965,“ segir Guðmundur og höfum reyndar einbeitt okkur að framleiðslu þeirra síðan. Fram til ársins 1975 framleiddum við 120 hús, en síðan hefur framleiðslan aukist ár frá ári, árið 1976 framleiddum við 26 hús, en á þessu ári hafa 70 hús verið pöntuð hjá okkur. Að sjálf- sögðu fór framleiðslan að mestu á Selfoss og í sveitir Arnessýslu í upphafi, en nú fer hún um allt land.“ A sl. ári seldi Trésmiðja Sigurð- ar Guðmundssonar einingahús fyrir 10,5 millj. kr. en áætluð sala á þessu ári er 21 millj. kr. og alls vinna 42 manns hjá fyrirtækinu. Guðmundur segir, að á meðan hinn hefðbundni byggingarmáti, þ.e. steypan, hafi staðnað, hafi einingahús sífellt sótt á og komi það best fram í uppgangi þeirra fyrirtækja sem að þessari fram- leiðslu standi. -Byggingartíminn verður einnig til muna styttri, og húsin fram- leidd innan dyra við bestu aðstæð- ur. Það tekur 5 menn ekki nema 12 daga að Ijúka við þau, eftir að þau eru komin á byggingarstað, en ef húsin eru pöntuð að mestu ófrá- gengin tekur 4 daga að ljúka við þau að utan. Þá eru einingahús einkar þægileg í sveitum, sökum hversu skamman tíma tekur að reisa þau en bændur þyrftu ella að halda uppi smiðum í langan tíma.“ En er hægt að ná meiri hag- kvæmni í framleiðslu þessara húsa? Um það segir Guðmundur: „Ég held að með því að stækka þessi Einingahús frá Húsasmiðjunni við Kleifarsel í Reykjavík. fyrirtæki þannig að þau framleiði um 120 hús á ári, náist meiri hag- kvæmni. Með því ætti framleiðslu- kostnaður að lækka og gera húsin um leið ódýrari, en fyrir nokkrum árum þegar verðsamanburður var gerður á einingahúsum og húsum byggðum á venjulegan hátt, reyndust einingahúsin vera um það bil 20% ódýrari að jafnaði. Núna keppum við við innflutning einingahúsa og ef þau eru flutt inn með raflögnum, hreinlætistækj- um, pípulögnum og eldhúsinnrétt- ingu, þá greiðast engir tollar, hins vegar þurfum við að flytja allt efni og tæki eins og hreinlætis- tæki o.fl. inn og þá þurfum við að greiða háa tolla. Hér er mikið óréttlæti á ferðinni, en Félag ísl. iðnrekenda er nú að ræða þessi mál við stjórnvöld og vona ég að einhver lausn fáist." „Ef tollamálin verda ekki leidrétt er hætta á að út- lendingar nái yfir- höndinni“ segir Guðmundur Sig- urðsson formaður Sambands Ein- ingahúsaframleið- enda. Útlendingar ná _____ markaðnum ef leið- rétting fæst ekki Myndir: Emilía og RAX „Ef stjórnvöld þverskallast hins TeXth Þ.O. vegar við þessu réttlætismáli, þá er mikil hætta á að útlendingar iimmm—^^^mmmm^^^^^mtmmmmi Melgerði 21. Þetto er fyrsto íslenzka einingahúsið reist í Reykjavík, en Snorri Halldórsson byggði það. Úr Trésmiðju Sigurðar Guðmundssonar á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.