Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 21 Heimshneykslið við skrifborðið eftir Hrafn Gunnlaugsson „Okkar á milli í hita og þunga dagsins", heitir kvikmynd sem ég hef unnið að um tveggja ára skeið. I einu atriði þessarar myndar á aðalpersónan að verða vitni að miklu náttúruundri. Þegar kom að því að ákveða hvaða náttúruundur gæti þjónað því hlutverki sem gert var ráð fyrir í handriti „Okkar á rnilli", kom Geysisgos fljótlega upp í hugann, því stórbrotnari sjón fá menn vart séða hér á jörðu. Snemma vors 1981 heimsótti ég Sigurð Greipsson, þann aldna heiðursmann og verndara Geysis gegnum tíðina. Skýrði ég fyrir honum áhuga minn á að festa Geysisgos á filmu. Ekki dró það úr áhuga mínum, þegar í ljós kom, að ekki var vitað til þess, að kvik- mynd af Geysisgosi væri til, nema þá myndir teknar af áhuga- 'mönnum á 8 mm filmu, og alla vega ekki þannig að hægt væri að sýna í kvikmyndahúsum. Sigurður tók erindi mínu af skilningi og kvaðst mundu athuga málið í samvinnu við syni sína. Sendi ég honum síðan bréf til staðfestingar erindi mínu og reyndust þeir feðgar mér síðan einstakir drenglyndismenn, og hef ég borið mikla virðingu fyrir þeim, síðan þeir atburðir urðu sem kveikt hafa það heimshneyksli sem varð bak við skrifborð í Menntamálaráðuneytinu, eða eins og segir í blaðagrein frá 20. jan.: „A eftir að valda heimshneyksli". Angi af þessu hneyksli teygir Hrafn Gunnlaugsson „Til hvers að hafa Geysi sem ekki gýs? Hvað er friðun? Hugsið ykkur ef húsafriðun væri í því fólgin að ekki mætti skipta um eina einustu fúaspýtu, og skylda væri að bíða eftir að húsið hryndi“... sig aftur út á síður Morgunblaðs- ins 21. janúar, í grein sem ber yf- irskriftina „Næturverk við Geysi", en þar segir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri orðrétt: „Tilefni þessara næturstarfa var áhugi Hrafns Gunnlaugssonar kvik- myndagerðarmanns, á því að fá Geysi til að „leika" hlutverk í kvikmynd, sem hann mun hafa í smíðum. Virðast þeir félagar, Hrafn og Þórir, bera höfuðábyrgð á þessum sérkennilegu fram- kvæmdum við Geysi. Eftirlits- maður hversins er hinsvegar Sig- urður Greipsson, sem Hrafn hefúr mjög blandað í málið, en enginn trúnaður verður á það lagður að óreyndu." í þessari klausu er gefið í skyn að farið hafi verið á bak við Sigurð Greipsson. Til að auka ekki enn á heimshneykslið, skal birt hér orð- rétt, það bréf sem ég sendi Sigurði Greipssyni skömmu eftir heim- sókn mína síðastliðið vor, en bréf- ið er svo hljóðandi. Reykjavík, 20. júlí, ’81. Hr. Sigurður Greipsson Geysir, Haukadal 801 Selfossi Það var ánægjulegt að hitta þig um daginn og fá tækifæri til að spjalla við þig persónulega. Eins og ég sagði þér, þá hef ég hug á að kvikmynda Geysi, þegar hann gýs, á breiðtjaldsfilmu og hef ég fengið beztu tæknimenn á sviði kvik- myndatöku í lið með mér. Nú þarf ég að vita, er hægt að láta upptökuna fara fram laug- ardaginn 5. til sunnudagsins 6. september? Ég hafði samband við Hallgrím Björnsson hjá Hrein, eins og þú bentir mér á og sá tími hentar honum væntanlega vel. Hann sagðist ætla að hafa sam- band við þig og Þóri. Þetta er mjög kostnaðarsamt fyrirtæki af minni hálfu, svo við þyrftum að hafa allan undirbún- ing þannig, að ekkert færi úrskeið- is og því þætti mér vænt um að geta verið sem mest til aðstoðar. Vona svo að þessi draumur, að varðveita gosið á kvikmynd megi takast, okkur öllum til ánægju og sóma. Kær kveðja, Hrafn Gunnlaugsson. Kvikmyndin „Okkar á milli í hita og þunga dagsins" kemur vonandi upp á hvíta tjaldið með vorinu og þá geta menn dæmt um hvernig til tókst með gosið sem varð að heimshneyksli bak við skrifborð. Við upptökuna nutum við einstakrar aðstoðar Þóris Sig- urðssonar sem umgengst hverinn af sömu natni og skilningi og góð- ur fjármaður sauðina sína. Sú gestrisni sem við kvikmyndagerð- armenn nutum á hótelinu við Geysi var einnig frábær. Geysir hefur sofið í fjölda ára í takt við Geysisnefnd sem virðist hafa verið svo störfum hlaðin, að henni hefur ekki tekist, þrátt fyrir aldarfjórðungs starf, að láta frið- lýsa hverinn formlega. Að lokum þetta: Til hvers að hafa Geysi sem ekki gýs? Hvað er friðun? Hugsið ykkur ef húsafrið- un væri í því fólgin að ekki mætti skipta um eina einustu fúaspýtu, og skylda væri að bíða eftir að húsið hryndi. Sofandaháttur Geysisnefndar, sem verður von- andi ekki heimshneyksli, virðist bera sömu einkenni. Auðvitað á Geysir að gjósa. Annars er hann nafnið tómt. Og til að stjórna því, ættu allir góðir menn að treysta bezt þeim mönnum sem aldir eru upp svo að segja á bökkum hvers- ins, og eru í lifandi tengslum við lífæð hans. Leikfélag Reykjavíkur: Aukasýning á Rommí um helgina AF óviðráðanlegum orsökum verður að fella niður áður auglýsta sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Jóa á laugar- dagskvöldið. Þess í stað verður aukasýning á leikritinu Kommí, þar sem þau Gísli Halldórsson og Sigríður Haga- lín fara með hlutverk undir stjórn Jóns Sigurbjörnssonar. Seldir aðgöngumiðar á Jóa fást endurgreiddir í miðasölu Leikfélagsins. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Fyrsta flokks fóður frá Danmörku Hey 1/10 pr. kg, frægras 0/80 pr. kg, bygghálmur 0/60 pr. kg. Veröiö er miöaö viö afhendingu viö Hafnarbakka i Alaborg Jens Jenssen, Esbjergvej 174, 6000 Kolding. Beinn sími 9045/552789. Síamskettlingar Hreinræktaöir til sölu. Upplýs- ingar í síma 38483 eftir kl. 17.30. Framtalsaóstoð Upplysingar í símum 16012 og 29019. Leiöarvísir, Hafnarstræti 11, 3. hæö. Tvítugur reglumaöur óskar eftir atvinnu sem fyrsl. Hefur stúdentspróf úr MA. Margt kemur til greina. Uppl. i sima 74726. Sólargeislinn Sjóöur til hjálpar bllndum börn- um. Gjöfum og áheitum veitt móttaka í Ingólfsstræti 16. Blindravinafélag Islands íbúöir hjá fyrirtækinu hafi sam- band viö fasteignasöluna sem allra fyrst. Fastelgnasalan Hafnargötu 27, Keflavik. Simi 1420. Ibúð Herb. óskast fyrir reglusaman karlmann. Uppl. i sima 11640 og 37798. ! IOOF 12 = 1631227 M.K. — j 8'/, Þ.m. IOOF 1 - 1631228'é = N.K. IOOF 8 = 1631235'A = E.l. UTIVISTARFERÐIR Keflavík Til sölu 2ja og 3ja herb. ibúöir hjá Húsageröinni h(„ Keflavík sem seldar veröa tilb. undir tréverk, en öll sameign fullfrá- gengin bæöi utan og innanhúss. Þeir sem átt hafa umsóknir um Atvinnuhúsnæöi Fyrirtæki vantar 30—50 fm hús- næöi fyrir lager, í Reykjavik. Þarf helst aö vera miösvæöis og hægt aö keyra uppaö. Tilboö sendist augl.deild Mbl. merkt: ,| — 4452". Gjósandi Geysir — Gullfoss í klakabönd- um, sunnudag 24. jan. kl. 10.00. Sextiu metra sapugos. Fariö frá BSÍ aö vestanveröu. Verö 150 kr. Farseölar í bílunum. Uppselt í þorrablótiö i Ðrautar- tungu, sjáumst seinna. Útivist FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 24. janúar kl. 11 f.h.: Grindavik — Festarfjall. Gengiö úr Hraunsvik i Festarfjall (201 m). Fararstjóri: Sturla Jónsson. Verö kr. 100.-. Fariö frá Umferö- armiöstööinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Feröafelag islands raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast | iandbúnaöur J til sölu íbúö óskast til leigu Jörö óskast Til sölu Reglusöm hjón meö 1 barn á skólaaldri óska eftir að taka á leigu 3ja—4ra herb. íbúö á góöum stað í Reykjavík. Há leiga í boði. Árs- fyrirframgreiösla ef óskaö er. Uppl. í síma 74773 eftir kl. 19. Ung hjón óska eftir jörð til ábúöar eða kaups. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 91-54755. Spónarpressa stærö 120x250. Tilboð sendist augl.deild Mbl. merkt: „T—8199“. húsnæöi i boöi | fundlr — mannfagnaöir \ | ýmislegt Akranes Til sölu 4ra herb. íbúðarhæö í steinhúsi. Bílskúr og eignarlóö. 3ja herb. íbúö í timburhúsi. Lágt verö. Lögmannsskrifstofa Stefáns Sigurðssonar. Vesturgötu 23, Akranesi. Sími 93-1622. Vopnfirðingar Árshátíö Vopnfiröingafélagsins í Reykjavík verður í Ártúni, Vagnhöföa 11, laugardaginn 23. janúar 1982 og hefst kl. 19. Stjórnin. Fyrirgreiösla Leysum út vörur úr banka og tolli með greiðslufresti. Lysthafendur leggi inn nöfn til augl.deild Mbl. merktar: „Fyrirgreiösla — 7861“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.