Morgunblaðið - 22.01.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982
25
skynja menn í dag og þjóðarleið-
togar eru farnir að hlusta á hvað
hún hefir til málanna að leggja.
Fundir og ráðstefnur eru haldnar
á vegum hennar, og þeir sem ráða
málum þjóðanna eru farnir að
sitja fundi hennar og hlusta á það
sem hún hefur til málanna að
leggja. Ef til vill eygja þeir þar,
þrátt fyrir allt, von, í heimi, sem á
stundum virðist vera svo vonlaus.
A leiðinni heim
Ráðstefnunni í Croydon á Eng-
landi lauk með því að ráðstefnu-
gestum voru flutt orð úr I. Pét-
ursbréfi, en þar segir: „Ástundið
frið og keppið eftir honum."
Á heimleiðinni, eða á leiðinni út
á Heathrow-flugvöll, urðu ráð-
stefnugestir áþreifanlega varir
við, að víða ríkir ófriður, og jafn-
vel bræður berjast. írski lýðveld-
isherinn hafði sprengt upp verslun
eina og fjölmargir saklausir borg-
arar særðusi. illa. Daginn áður
vorum við einmitt staddir á sömu
slóðum og virtist allt umhverfið
og þeir menn, sem tilheyrðu því,
vera friðsamlegir og góðsamir. En
um það er ekki spurt, þá er stríð er
háð.
Þessi atburður kom okkur til að
hugsa til umræðna frá deginum
áður, en þá var fjallað um réttinn
til að lifa, sem er undirstaða,
grundvöllur allra mannréttinda.
Sá réttur er öllum mönnum gef-
inn. Skylda okkar er að vinna að
því að hann sé ekki fótum troðinn.
Kristur sjálfur lagði áherslu á, að
hver einstaklingur skipti óendan-
lega miklu máli. Maðurinn, sem
sköpun guðs, hefur rétt á að lifa,
helst farsælu lífi. Það gerir hann
með því að elska náungann og
elska guð. Það gerir hann með því
að breiða út frið á meðal manna, á
meðal þjóða. Því sælir eru frið-
flytjendur.
Á bak við orðin fornu, kveðjuna
sem hin kristna kirkja er í sífellu
að flytja, er líf og sannleikur.
Þessi orð þekkja allir kristnir
menn. Þau eru kveðjur, sem
hlaðnar eru merkingu. Þau eru orð
sem benda til vonar. Þessi orð eru:
„Friður sé með yður.“
Hjónaband þeirra Lárusar
Björnssonar og Péturínu Jó-
hannsdóttur hefur varað í 66 ár,
vegferð þeirra hefur verið góð
einsog ævikvöld þeirra nú.
Það var þann 10. des. 1979, á
níræðisafmæli Lárusar, að ég var
kvaddur fram að Bakka í Vatnsdal
til að skíra þar barn. Lárus var
langafi þess og skyldi halda því
undir skírn þó blindur væri. Mér
varð að orði: Getur þú þetta Lárus
minn? Sagði hann þá hýrleitur: Ég
er alvanur. Mátti nú ekki á milli
sjá hvor var færari við barns-
skírnina, ég fast kominn að sjö-
tugu og Lárus níræður. Fallega
hélt hann á barninu við barm sér,
er svaf vært.
Mér komu í hug orðin, sá má sér
barn í barmi geyma, sem bera vill
af sinni þjóð.
Pétur Þ. Ingjaldsson
22 tonn fram-
leidd af papriku
í fyrra
Kartöfluuppskeran árið 1981 er
áætluð 106.403 tunnur, sem var
tæplega 70 þúsund tunnum minni
uppskera en árið áður. Uppskerai;
brást að verulegu leyti við Eyjafjörð
og á Austurlandi. Þá brást einnig
uppskera gulrófna að mestu.
Framleiðsla á helstu tegundum
grænmetis var mjög hliðstæð á
síðasta ári og á árinu 1980. Upp-
skera tómata reyndist vera um
520 lestir, af gúrkum fengust 395
lestir, hvítkál var um 344 lestir,
blómkál 125 lestir, gulrætur 116
lestir og paprika 22 lestir, segir í
fréttabréfi landbúnaðarins.
Tækniskóli íslands:
54 nemendur luku
lokaprófum í fyrra
Jörgen Frank Michelsen og Guðrún Pálsdóttir
Minnast aldarafmælis
Jörgen Fr. Michelsens
AFKOMENDUR hjónanna Guðrún
ar Pálsdóttur og Jörgen Frank
Michelsens munu á laugardags-
kvöld minnast aldarafmælis Jörgen
Franks, en hann kom til Sauðár-
króks frá Horsens á Jótlandi árið
1907.
Fyrstu tvö árin vann hann sem
úr- og gullsmiður hjá Jóhannesi
Norðfjörð, sem þá var úrsmiður
þar. Síðar setti hann upp eigið
verkstæði þar og rak það til ársins
1945 ásamt verslun með hreinlæt-
isvörur, úr, skartgripi, reiðhjól
o.fl. Tíunda júní 1910 kvæntist
hann Guðrúnu Pálsdóttur, sem
var eyfirskrar ættar. Eignuðust
þau 12 börn og eru 9 þeirra á lífi.
Jörgen Frank fékkst við búskap,
sem var honum mikið áhugamál,
átti kýr, hesta og hænsni, svín,
endur, gæsir og kanínur. Hann var
slökkviliðsstjóri í 25 ár og aðal-
hvatamaður að því að línuveiðar-
inn Skagfirðingur var keyptur til
Króksins. Þá gerðu þau hjón til-
raunir með geymslu garðávaxta,
sem varð til þess að kartöflu-
geymsla var byggð í Kirkjuklauf.
Afkomendur Michelsenshjón-
anna, sem töldu sig Skagfirðinga,
minnast aldarafmælisins i Bú-
staðakirkju laugardagskvöldið 23.
janúar.
T/EKNISKÓLI íslands er nú á 18.
starfsári, segir í frétt frá skólanum.
Regiulegir nemendur voru nær
400 við upphaf skólaárs, þar með
taldir nemendur í útstöðvum við
iðnskólana á Akureyri og á ísa-
firði, en ' Vestmannaeyjar voru
ekki með í þetta sinn.
Fastráðnir kennarar auk rekt-
ors eru 16. Reglubundna stunda-
kennslu stunda jafnan u.þ.b. 50
kennarar, og fjöldi gestafyrir-
lestra er á hverju ári nálega annað
eins.
Lokaprófum frá skólanum árið
1981 luku nemendur sem hér segir:
Meinatækni 19, byggingatækni-
fræði 9, útgerðartækni 16, iðn-
fræði í rafmagni 7, iðnfræði í vél-
um 2 og iðnfræði í byggingum 1.
Raungreinadeildarprófi luku 56,
1. hluta véltæknifræði 7 og 1.
hluta raftæknifræði 12.
Skrá yfir þá sem brautskráðust
með lokapróf 19. des. 1981:
Byggingatæknifræðingar:
Guðni Guðnason, Gunnar M.
Karlsson, Gunnlaugur Kristjáns-
son, Gylfi Magnússon, Hörður Al-
bertsson, Höskuldur Heiðar Ás-
geirsson, Sigurður Valur Ást-
bjarnarson, Sigurður Einarsson,
Skúli Ágústsson.
Iðnfræðingar eða tæknar í:
rafmagni:
Grettir Grettisson, Gunnar
Hermannsson, Ingvar Garðarsson,
Kristinn Björnsson, Magnús
Kristinsson, Sævar Ríkarðsson,
Ástvaldur Erlingsson.
vélum:
Karl Geirsson, Eiríkur Einars-
son.
byggingum:
Orn Haraldsson.
Fenner
Reimar og
reimskífur
Akureyri, 12. janúar.
KNDURHÆFINGARSTÖÐ Sjálfs-
bjargar á Akureyri var flutt í hið nýja
og rúmgóða stórhýsi félagsins, Bjarg
í Bugðusíðu I í byrjun október sl.
Þar fer fram einstaklingsmeðferð
sjúklinga samkvæmt tilvísunum
lækna alla virka daga kl. 8—17, og
verður sú starfsemi rekin áfram eins
og verið hefir.
Hins vegar er nú verið að hefja
nýjan þátt starfseminnar, sem er
fjölbreytt líkamsrækt til að koma í
veg fyrir atvinnusjúkdóma. Á tím-
anum kl. 17—19 fara fram hóp-
þjálfunarnámskeið, sem stjórnað
er af lærðum sjúkraþjálfurum.
Áhersla verður lögð á almenna
uppbyggjandi þjálfun, slökun og j þjálfunarsalnum.
Sjálfsbjörg Akureyri:
Almenn líkams- og for-
vörn gegn atvinnusjúkdómum
bakþjálfun auk fræðslu um
starfsstellingar, vinnutækni og yf-
irleitt allt það, sem hjálpar fólki að
viðhalda eðlilegu líkamsástandi.
Á tímanum kl. 19—22 og laug-
ardögum kl. 14—17 er stöðin opin
fyrir almenna líkamsrækt gegn að-
gangskortum, sem seld eru á
staðnum og kosta 250 krónur
(mánaðarkort). Til þessara tveggja
þátta í starfsemi Endurhæf-
ingarstöðvarinnar eru allir vel-
komnir, en hópþjálfunarnámskeið-
in verða í 8—10 manna hópum.
í 120 fermetra sal hefir verið
komið fyrir þjálfunartækjasam-
stæðu af norskri gerð, og eru tækin
talin mjög fullkomin og örugg.
Hún er hönnuð af Olav Evjent,
norskum sjúkraþjálfara og víð-
kunnum sérfræðingi í meðferð
baksjúkdóma. Hann var og afreks-
maður í frjálsum íþróttum og hefir
verið viðriðinn þjálfun norska
landsliðsins í þeim greinum árum
saman. Með þessum tækjum er
hægt að æfa heila hreyfiferla með
æskilegu álagi. Auk þeirra eru í
salnum eða í tengslum við hann
sólbaðstofur, nuddstofur og ýmis-
leg rafmagnstæki til margs konar
styrkingar og meðferðar líkamans.
Leiðbeinendur verða íþrótta-
kennari og afreksfólk í íþróttum,
sem jafnframt er sérmenntaðir
sjúkraþjálfarar, en nám í sjúkra-
þjálfun tekur nú 4 ár við Háskóla
Islands. Eftirlit og kennsla verður
því í eins góðu lagi og unnt er, og
Bjarg er eini staðurinn á Akureyri,
utan sjúkrahússins, þar sem
sjúkraþjálfarar starfa, en þeir,
ásamt læknum, eru þeir einu, að
því er best er ,vitað, sem sam-
kvæmt lögum hafa leyfi til að með-
höndla sjúkdóma í hreyfikerfi,
sjúkraþjálfarar þó aðeins eftir til-
vísun frá læknum. Því má bæta
við, að í Bjargi er jafnan sérþjálfað
fólk í blástursaðferð og hjarta-
hnoði.
Tilgangurinn með þjálfuninni er
ekki sá að byggja „vöðvafjöll",
heldur að hindra atvinnusjúkdóma
og hjálpa fólki til að halda við eðli-
legu líkamsástandi. Reynslan sýn-
ir, að fólk getur orðið að sjúkling-
um við vinnu sína eða tómstundir
með einhliða beitingu eða of- eða
vanbeitingu einstakra líkams-
hluta. Oft má koma í veg fyrir
slíkt, og þjálfunarstarfið á að miða
að því. Það er líka stefna forráða-
manna Endurhæfingarstöðvarinn-
ar að ljúka meðferð atvinnusjúk-
dóma með því að fylgja sjúkling-
unum eftir út á vinnustaði og leita
þar orsaka sjúkdómsins og upp-
ræta þær, ef unnt er.
Forstöðumaður Endurhæfingar-
stöðvarinnar í Bjargi er Magnús
Ólafsson, íþróttakennari og
sjúkraþjálfari, læknir stöðvarinn-
ar Magnús Ásmundsson og for-
maður Sjálfsbjargar, félags fatl-
aðra á Akureyri, er Skarphéðinn
Karlsson. Sv.P.
Starf.sfólk Kndurhæfingarstöðvar
innar. frá vinstri: Ólöf Stoingríms-
dóttir, nemi, liöskuldur llöskulds-
son, sjúkraþjálfari, Sara Hafsteins-
dóttir, sjúkraþjálfari, Magnús Olafs-
son, forstöðumaður, Guðrún Sigur
jónsdóttir, nemi, Svandís Hauks-
dóttir, sjúkraþjálfari. — Á myndina
vantar: Agneu Tryggvadóttur, Maríu
llrólfsdóttur, aðstoðarstúlkur, og
Yilhjálm Inga Árnason, sjúkraþjálf-
ara.
Ljósm. Mbl.: Sv.l*.
Ástengi
Fenner Ástengi
Leguhús
Vald
Poulsen
Suöurlandsbraut 10,
aími 86499.