Morgunblaðið - 11.02.1982, Síða 13

Morgunblaðið - 11.02.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FUV ,UR 11. FEBRÚAR 1982 13 hefur fengið bréf frá fyrrverandi ástmanni sínum í Frakklandi og Þorleifur hefur opnað bréfið. Það kostar rifrildi sem fljótlega leiðir áheyrandann í allan sannleik um samband þeirra hjóna. Þorleifur var einu sinni skemmtilegur, frumstæður og ekta og Anna hreifst af honum þess vegna. Nú er hann orðinn hálfgerður ómagi, upp á hana kominn og vafamál hve spennandi hann er. „Þú ert svo skáldlegur elskan mín,“ segir hún, og hæðist að honum. Það kemur á daginn að Þorleifur hefur átt við áfengisvandamál að glíma og Anna hefur drifið hann út á land með sér í þeirri von að allt tæki betri stefnu. Dapurlegasti þáttur leikritsins er sá sem greinir frá því hve einskisnýtur Þorleifur er. Hlut- verkaskiptin hafa ekki orkað vel á hann . Bókin sem hann ætlaði að skrifa, Flóttinn, er óskrifuð. Sjálf- ur segir hann: „Ég er einmana, ég er að tryllast af einmanakennd." Eftir deilur þeirra hjóna flýr Þor- leifur út í nóttina og snjóinn. Anna eltir hann. Myrkrið fer inn í Þorleif. Anna vill þrátt fyrir allt halda sambandinu áfram þótt áheyrandinn sé þeirrar skoðunar að svona hjónaband sé vonlaust. Hér var á ferð efniviður sem meira hefði verið hægt að gera úr þótt sumt tækist laglega. Olga Guðrún Arnadóttir hefur margt til mála að leggja, en útvarpsleik- rit dugði henni ekki til þess að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi á nógu eftirminnilegan hátt. Leikstjórn Arnars Jónssonar var enginn styrkur. Edda Björgvins- dóttir í hlutverki Önnu var slark- fær. Guðmundur Ólafsson aftur á móti ómögulegur í hlutverki Þor- leifs. Sólveigu Arnardóttur heyrði ég ekki. Leikritið var auglýst á dagskrá kl. 20.30, en hófst fyrr. stundað nám þar í landi. En ef ég veit rétt, eru n'orskir skólar á listasviðinu nokkuð fast mótaðir, og má jafnvel rekja slóð þeirrar myndlistar til manns eins og Sör- ensens. Væri sanngjarnara að nefna þetta fyrirbæri Norska skólann, með með þeirri skilgrein- ingu skulum við skilja við þetta fyrirbæri. Að mínum dómi eru hæfileikar fyrir hendi hjá Kristjáni Jóni, og það er ekki víst, að hann hafi þeg- ar gert sér grein fyrir, hvernig þeir nýtast best. Það er alltaf erf- itt að fikra sig eftir þeirri braut, sem listin leggur fólki, og oft á tíðum tekur það drjúgan tíma að komast á leiðarenda. Það er hressilegur blær, alvörukenndur og yfirvegaður á þeim verkum, sem Kristján Jón Guðnason sýnir í Gallerí 32. Ég óska Kristjáni Jóni til hamingju með þann áf- anga, er markast af þessari sýn- ingu hans og vonast til að fá fram- hald við tækifæri. Þótt hér séu • misjöfn verk á ferð, er meirihlut- inn listamanninum til sóma. aðeins nokkur verk, sem mér eru sérlega minnisstæð eftir að hafa heimsótt þessa sýningu: No. 5, 8, 16 og 20. Én það er erfitt að gera mun á þessum verkum, þar sem þessar múrristur eru afskaplega líkar að myndrænum gæðum. Vönduð sýningarskrá er með þessari sýningu, þar sem bæði listamaðurinn og Baltasar gera grein fyrir þessari aðferð, og getur fólk lesið sér til um múrristur í þeim texta. Það er því alger óþarfi að endursegja það hér, og vísa ég til sýningarskrár Gunnsteins. Persónulega hafði ég ánægju af að sjá þessa sýningu, og það er mitt álit, að hér komi fram efni- legur listamaður, sem færir okkur nýjung í veggmyndagerð, sem ég vonast til, að arkitektar okkar sjái sér fært að gefa gaum og hagnýti sér kunnáttu og listfengi þessa nýgræðings í myndlist okkar. Svo þakka ég fyrir ánægjuna og enda þessar línur. Hljómlistarmennirnir sem koma fram á háskólatónleikunum í Norræna hús- inu: Richard Korn, Isidor Weiser, Einar Jóhannesson, Sesselja Halldórsdóttir, Helga Þórarinsdóttir — og í fremri röð: Jean Hamilton, Júlíana Elín Kjart- ansdóttir og Joseph Ognibene. Look GT. Verö kr. 492. Look Junior. Verö kr. 460. Fjölmargar gerðir ÚTíLÍF Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.