Morgunblaðið - 11.02.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982
15
■
skoðun varaframkvæmdastjórans
um frjálst útflutningsverð á grá-
sleppuhrognum. Hann telur það
útilokað, þar sem kaupendur er-
lendis fáist ekki til að kaupa
hrognin nema þeir hafi tryggingu
fyrir því, að þeir hafi einhverja
vernd fyrir lægra verði síðar. Um
leið og varaframkvæmdastjórinn
lýsir þessari skoðun sinni, setur
hann fram kröfu sjávarafurða-
deildar Sambandsins um stórkost-
lega verðlækkun eftirá til handa
SIS sjálfu.
Eins og málum er nú komið
fyrir viðskiptamenn Sambandsins
á þessu sviði, er þó líklega ekki
annað að gera en kyngja þessari
verðlækkunarkröfu, enda er fram-
leiðsla þeirra orðin næstum árs-
gömul. En lærdómsríkt er þetta
mál um „árangur og starf“ bákns-
ins — sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins.
Hverjir gleymdu
ekki að selja?
Hér fara menn líklega að
spyrja, hverjir þeir eru þessir litlu
útflytjendur, sem hafa staðið sig
svo vel í samanburði við báknið
mikla. Þetta eru m.a. Karl Ágústs-
800—900 um-
sækjendur um
300 íbúðir
í TILEFNI af auglýsingu
um umsóknir um 176 íbúðir
sem eru í byggingu við
Eiðsgranda og endursölu-
íbúðir síðari hluta árs 1982,
hefur stjórn VB tekið sam-
an eftirfarandi greinargerð.
I nóvembermánuði síðastliðn-
um auglýsti stjórn Verkamanna-
bústaða í Reykjavík eftir um-
sóknum um 14 nýjar íbúðir við
Kambasel í Reykjavík og ótil-
greindan fjölda af eldri íbúðum
sem kæmu til endursölu fyrri
hluta árs 1982. Miðað við fjöida
þeirra íbúða sem komu til endur-
sölu á sl. ári mátti gera ráð fyrir
40—50 endursöluíbúðum fyrri
hluta ársins þannig að samtals
kæmu 55—65 íbúðir til úthlutun-
ar.
Alls bárust 574 umsóknir um
þessar íbúðir þannig að 8—10
umsóknir voru um hverja íbúð.
Stjórn Verkamannabústaða
hefur undanfarið fjallað um
þessi mál og úthlutað íbúðunum
við Kambasel og nokkrum endur-
söluíbúðum þannig að tryggt yrði
að þær íbúðir, sem losnuðu
fyrstu mánuði ársins, stæðu ekki
ónotaðar.
Stjórnin ákvað ennfremur að
taka þegar til úthlutunar allar
væntanlegar endursöluíbúðir á
árinu auk þeirra 176 íbuða sem
nú eru í byggingu á Eiðsgranda.
Þar sem talið var að flestir
þeirra, sem sendu inn umsóknir í
nóv.-des. sl., hefðu einnig áhuga
á þessum íbúðum var ákveðið að
þær umsóknir giltu áfram. Gert
er ráð fyrir að 2—300 nýjar um-
sóknir berist nú þannig að um-
sóknafjöldi verði samtals um
8—900 og að alls verði úthlutað
um 300 íbúðum, þannig að hlut-
fallið milli umsækjenda og út-
hlutana verði um 1:3.
Umsóknarfrestur um þær
íbúðir, sem nú eru auglýstar, er
til 27. febr. nk. en síðan má búast
við a.m.k. tveggja mánaða úr-
vinnslutíma þannig að úthlutun
lýkur væntanlega í maímánuði.
Enda þótt fyrstu íbúðirnar við
Eiðsgranda verði ekki tilbúnar
fyrr en í árslok 1982 og þær síð-
ustu ekki fyrr en fyrri hluta árs
1984, telur stjórn VB að með
þessum aðgerðum verði áhyggj-
um og óvissu létt af fjölda fólks
auk þess sem greiðslutímabil
kaupenda lengist.
son, Raufarhöfn, Jón Ásbjörnsson,
Reykjavík, Kjartan Friðbjarnar-
son, Siglufirði, Bernharð Petersen,
Reykjavík, Steinavör hf., Reykja-
vík, Guðmundur Halldórsson,
Húsavík o.fl.
Vissulega hefur árið 1981 verið
erfitt söluár fyrir grásleppuhrogn
almennt séð. En söluárangurinn
liggur fyrir og hefur verið opin-
berlega staðfestur af Sambandinu
sjálfu.
Sölustofnun lagmetis
Sölustofnun lagmetis hefur víst
aldrei náð endum saman í rekstri
sínum, enda þótt beinn og stór rík-
isstyrkur um margra ára skeið sé
meðtalinn. Með ýmsum aðferðum
hafa forsvarsmenn þeirrar stofn-
unar gengið í hinn svokallaða
þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins,
sem grásleppukarlar landsins
hafa að mestu safnað saman með
því að borga til sjóðsins sérstakan
skatt af framleiðslu sinni.
Um Sölustofnun lagmetis segir
varaframkvæmdastjóri sjávaraf-
urðadeildar SÍS: „1*0 einungis 1%
af ásökunum keppinauta Sölustofn-
unar lagmetis um þeirra starfsemi
sé sönn, er það nægjanlega alvar
legt“ — væntanlega til að leggja
Óttar Yngvarsson
sto.fnunina niður eða a.m.k. einka-
rétt hennar.
Á þetta líka við
sjávarafurdadeild SÍS?
Ég tek undir þessi orð vara-
framkvæmdastjórans, en bið hann
ásamt öðrum forsvarsmönnum
samvinnuhreyfingarinnar í land-
inu, að hugleiða málsgreinina í
þessari útgáfu:
„Þó einungis \% af ásökunum
keppinauta sjávarafurðadeildar SÍS
um starfsemi deildarinnar séu sann-
ar, ætti það að vera nægileg staðfest-
ing á því, að starfsemin eigi ekki rétt
á sér í þessu landi.“
Með orðalagi svipuðu því, sem
varaframkvæmdastjórinn notar í
Mbl.grein sinni, er framhaldið
þannig: Fyrir alla muni svarið
þessari ásökun ekki með enn einni
fréttatilkynningunni um hvað þið
ætlið að vera duglegir, þjóðin veit
það.
Svarið þessari gagnrýni með
fréttatilkynningu, þar sem þið til-
kynnið grásleppuhrognaframleið-
endum, hvaða verð þið munuð
greiða fyrir hrognatunnuna og
hvenær.
Sé verðið yfir $ 330, þá óska ég
ykkur til hamingju með þann ár-
angur, sem þið hafið náð. Að
sjálfsögðu geng ég þá út frá því, að
starfsemi ykkar verði að þakka
slíkt verð. Ekki að hluti af því
verði tekinn úr sjóðum, sem fram-
leiðendur annarra vörutegunda
hafa safnað i ykkar hendur með
alls konar möndli með gengismun
og skilaverð.
Ábyrgð Sambandsins
Áb.vrgð sjávarafurðadeildar SIS
gagnvart grásleppukörlum lands-
ins er einnig sú, að hafa ekki
hreyft litla fingur um áratuga
skeið til að létta af þeim hinni sér-
stöku skattlagningu í ýmsa sjóði
sjávarútvegsins, sem grásleþpu-
karlarnir hafa greitt um langt
árabil, án þess að fá nokkra aðild
að þeim sömu sjóðum aðra en
greiðsluskylduna til þeirra.
Samtök grásleppuhrognafram- '
leiðenda hafa gert verulegar til-
raunir til að fá afnumda þessa j
sérstöku skattlagningu, en fram '
til þessa ekki með fullum árangri.
Er einokun skilyrði
árangurs hjá SÍS?
Er ekki kominn tími til að Sam-
bandið hætti söluafskiptum af
grásleppuhrognum í þessu landi
— og jafnvel af öðrum sjávaraf-
urðum einnig? Það er fuilljóst, að
starfsemi þessa risabákns getur
ekki þrifist eðlilega nema með
ríkistryggðri einokun, sbr. einok-
un SH og SÍS á frysta fiskinum til
Bandaríkjanna. — Þetta hafa þeir
grásleppukarlar áþreifanlega
fengið að reyna, sem veðjuðu á
sambandsrisann.
Af útbúnaði má nefna: leðurklætt stýrishjól,
veltistýri, rafmagnslæst skottlok, rafmagns-
rúður, stuðpúða á stuðurum, elektróniska
digital klukku, öll gler lituð, hita í aftur-
rúðu, læst mismunadrif, sjálfskiptinu,
vökvastýri, aflhemla, sérstaklega bólstruð
pluss sæti, auka ljósabúnað, deluxe hljóð-
einangrun og m.m.fl.
Verð með afslætti:
LeBaron Wagon
LeaBaron 4DR
LeBaron 4DR
6 cyl Kr. 279.617
6 cyl Kr. 262.726
8 cyl Kr. 266.924
Við bjóðum þessa bfla á sérstöku verði, sem
innifelur afslátt allt að kr. 20.000.00 frá
fullu verði.
(Verð miðuð við gengi pr. 04.02.82)
wökull hf.
Armula 36 Simi: 84366
/
rCHRYSLER^
LE BARON ‘81
Enn einu sinni getum við boðið fáeina hverjar hinar mestu „lúxus drossíur” sem
super deluxe Chrysler LeBaron ’81 4 dr hér er völ á, enda á LeBaron stóran hóp
og station, á ótrúlegu verði. betta eru ein- aðdáenda á íslandi.
I