Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 — VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF - UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL V erdstöðvunarlög féllu úr gildi 1. jan. sl. Samþykktir Verðlagsráðs þurfa ekki að hljóta samþykki ríkisstjórnar VEIGAMIKLAR breytingar urðu í verdlagsmálum um sídustu áramót, þegar 1. grein laga um verðlagsaðhald o.fl. frá 30. apríl 1981 féll úr gildi. I’ar með féll niður sú samfellda verð- stöðvun, sem gilt hefur frá 1970. Eng- in verðstöðvunarlög eru því í gildi um þessar mundir og ýmsar vörur nú komnar með frjálsa verðlagningu, segir í fréttabrén Verzlunarráðs Is- lands, sem nýlega kom út. í fréttabréfinu segir, að rétt sé að vekja athygli á tvennu í þessu sam- bandi. — Sú vara og þjónusta, sem var óháð verðlagsákvæðum eða með frjálsri álagningu fyrir verðstöðv- Svissair: Um 35% veltuaukn- ing á síðasta ári EITIK heldur dapra afkomu á árinu 1980 rétti svissneska flugfélagið Svissair mjög úr kútnum á síðasta ári, þegar velta fyrirtækisins jókst um lið- lega 35%. Armin Baltensweiler, stjórnar- formaður Svissair, sagði að megin- ástæðan fyrir þessum bætta rekstri fyrirtækisins væri sparnaður á öll- um sviðum rekstrarins á siðasta ári. — Við sáum þegar á árinu 1980 að í óefni stefndi, oggerðum ráðstafanir í samræmi við það. Þær hafa skilað sér fyllilega, og má reyndar segja, að afkoman á síðasta ári hafi verið betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona, sagði Baltensweiler. unarlögin 1970, verður nú óháð verðlagsákvæðum frá og með 1. janúar sl. Á hinn bóginn heyrir sú vara og þjónusta, sem var háð verð- lagsákvæðum og bundin hámarks- álagningu, áfram undir Verðlags- ráð. — Samþykktir Verðlagsráðs um verðhækkanir þurfa nú ekki að hljóta staðfestingu ríkisstjórnar- innar. Þó þarf enn samþykki ríkis- stjórnarinnar að koma til, ef Verð- lagsráð vildi gefa verðmyndun frjálsa. Hins vegar eru fyrirhugað- ar lagabreytingar í frjálsræðisátt. Helztu vörutegundir, sem nú eru frjálsar eru m.a.: Varahlutir í bif- reiðir, landbúnaðar- og vinnuvélar, leikföng og e.t.v. fleiri vörur sér- verzlana svo og innlendar iðnaðar- vörur að undanskildum vörum með hámarksverð svo sem smjörlíki, gosdrykkir, brauð, kaffi og niður- soðnar fiskafurðir. Ekki er úr vegi, að menn hafi í huga, að augu margra munu beinast að því, hvern- ig frjálsri verðmyndun á þessum vörutegundum reiðir af í saman- burði við vörur, sem háðar eru verð- iagsákvæðum. Þriðja grundvallarbreytingin í verðlagsmálum, sem gekk í gildi um áramótin, er heimild til smásölu, heildsölu, iðnaðar og annarra greina að endurmeta vörubirgðir. Þessi heimild var samþykkt í Verð- lagsráði og er eftirfarandi: „Við ný innkaup eða þegar nýjar vörur hafa verið framleiddar, er heimilt að breyta verði eldri vörubirgða til samræmis við nýtt framleiðslu- eða innkaupsverð." Eimskip: Skipstjórnarmenn fá aukin völd og áhrif á rekstur skipanna EIMSKII’ HEFIIR ákveðið að hefja undirbúning að verulegum breytingum á hlutverki skipstjórnarmanna varðandi rekstrareftirlit og stjórnun um borð í skipum félagsins. [Indirbúningsvinna fer fram á árinu 1982, en breytingin er einkum fólgin í dreifingu ábyrgðar og ákvarðanatöku, þannig að skipstjórn- armenn fá aukin völd og áhrif á rekstur skipanna. Yfirmenn fá í hendur auknar upplýsingar um kostnað og rekstur skipanna og geta þannig tekið hagkvæmustu ákvarðanirnar að yfirveguðu máli, segir m.a. f nýju fréttabréfi Eimskips. Mörg erlend skipafélög legg,a nú áherzlu á, að aukinn hluti ákvarð- ana og kostnaðareftirlits sé í hönd- um skipstjórnarmanna. Eru þeir oft vel í stakk búnir, til að fylgjast með og taka ákvarðanir um mörg veigamikil atriði, sem snerta rekstrarkostnað fyrirtækisins. Þetta fyrirkomulag hefur verið nefnt á erlendu máli „Shipboard Management". Var það fyrst tekið upp af Norðmönnum, og síðan hafa margar skipaútgerðir, einkum á Norðurlöndum, tekið þetta kerfi upp. Undirbúningur að hinu nýja kerfi tekur talsverðan tíma, og er gert ráð fyrir, að það komi til framkvæmda á 4 skipum félagsins í ársbyrjun 1983, en verði síðan yfir- fært á öll skip félagsins. Samið hef- ur verið við danskt ráðgjafafyrir- tæki, Dana Consult, dótturfyrir- tæki DFDS-skipafélagsins, um að aðstoða Eimskip við undirbúning breytinganna. Dana Consult hefur aðstoðað við uppsetningu slíks kerfis, t.d. hjá Finnlines og Salén skipafélaginu í Svíþjóð, auk DFDS-skipafélagsins, þar sem kerfið hefur reynzt með eindæmum vel. Það er álit margra, að þetta nýja fyrirkomulag hafi hjálpað DFDS verulega að ná þeim gífur- lega árangri í rekstri á undanförn- um árum, sem raun ber vitni. Lögð er rík áherzla á, að undir- búningsvinna verði að mestu í höndum starfsmanna Eimskips til lands og sjós og lands og miðuð við íslenzkar aðstæður. Skipstjórn- armenn hafa löngum haft veru- legan áhuga á að fylgjast með rekstrarkostnaði skipanna, og tryggja sem hagkvæmast viðhald og rekstur. Má búast við, að með auknum upplýsingum aukist enn áhugi þeirra og árangur verði meiri. Ennfremur er það álit þeirra, sem tekið hafa upp þetta kerfi, að það veiti skipstjórnarmönnum aukna ánægju í starfi og þeir öðlist þekkingu, sem geti nýtzt þeim á ýmsum sviðum. Félagið bindur mikllar vonir við þetta verkefni, og með þessum númtímalegu vinnu- brögðum má segja, að brotið sé blað í sögu félagsins og skipt um stefnu frá því, sem tíðkast hefur, segir að síðustu í fréttabréfinu. Veruleg lækkun benzín- og olfuverðs á Rotterdammarkaði undanfarið: HeimsframleiÖsla á olíu dróst saman um 6,5% 1981 Ennfremur varð um 6% samdráttur í neyzlu á síðasta ári VERULEG lækkun hefur orðið á benzín- og olíuverði á Rott- erdammarkaði á síðustu vikum, en samkvæmt upplýsingum Jóns Júlíussonar, deildarstjóra í viðskiptaráðuneytinu, var verð á hverju tonni af benzíni komið niður í 304,25 dollara 2. febrúar sl., en meðalverð á hverju tonni var á sl. ári 351,88 dollarar. Ilæst komst verðið hins vegar í júlí á sl. ári, þegar hvert tonn af benzíni kostaði 373,80 dollara. 2. febrúar sl. kostaði hvert tonn gert ráð fyrir, að hún muni drag- af gasolíu í Rotterdam 281,50 doll- ara, en meðalverð á hverju tonni á sl. ári var 299,22 dollarar. Verð á hverju tonni af svartolíu var 2. febrúar sl. 164,25 dollarar, en með- alverð á hverju tonni á sl. ári var 186,08 dollarar, samkvæmt upp- lýsingum Jóns Júlíussonar. — Munurinn á hæsta og lægsta verði á benzíni er um 77 dollarar og á gasolíu og svartolíu á bilinu 63—64 dollara. Það sem hefur skeð er, að eftirspurn hefur minnkað verulega. A síðasta ári dróst neyzlan saman um 6% og hafði dregizt saman um 8% árið 1980, en á yfirstandandi ári er ......... ■ ast saman um 1—2%. Þetta hefur gerzt á sama tíma og heimsframleiðslan hefur minnkað verulega, eða um 6,5% á síðastaári miðað við árið á undan. Heimsframleiðslan var árið 1979 um 3,2 milljarðar tonna, en minnkaði í 3,1 milljarð tonna árið 1980 og á síðasta ári var heims- framleiðslan um 2,86 milljarðar tonna. Samdrátturinn í framleiðslu er hins vegar mjög mismunandi milli landa. Hann er langmestur hjá OPEC-ríkjunum, sem hefur geng- ið erfiðlega að halda uppi sínu verði, sem þeir ákváðu á fundum sínum í Genf og Abu Dabi í vetur. A sama tíma og verulegur sam- dráttur er hjá þeim hafa Norður- sjávarríkin og Mexíkó aukið sína framleiðslu nokkuð. OPEC-ríkin framleiða um 40% af þeirri olíu, sem framleidd er og þar af fram- leiða Saudi-Arabar um 40% af því magni. Næsti fundur OPEC-ríkja til að ákveða nýtt olíuverð er í maí í Equador, sagði Jón Júlíusson. Hverja telur þú ástæðu þessa? — Ástæðan fyrir þessum mikla samdrætti í framleiðslu og minnk- andi eftirspurn, er fyrst og fremst sá efnahagssamdráttur, sem átt hefur sér stað í heiminum á sið- ustu misserum. Til viðbótar því hefur átt sér stað þó nokkur sparnaður, sérstaklega í iðnaði. Þrátt fyrir þessa lækkun á olíu- verði, þá er olíuverð um 160% hærra í heiminum í dag, en það var fyrir þremur árum, sagði Jón Júlíusson. Að síðustu var Jón að því spurð- ur, hvort búast megi við lækkun olíuverðs hér.á landi. — Það er mjög erfitt að fullyrða neitt um það. Inn í þaö spilar mjög staða dollarans og almenn gengisþróun á gjaldeyrismörkuðum. Síðan koma ófyrirséðar sveiflur inn í dæmið, sagði Jón Júlíusson, deild- arstjóri í viðskiptaráðuneytinu að síðustu. I»RÓUN meðalverðs á benzíni, gasolíu og svartolíu á Rotter dammarkaði milli mánaða, reiknað í Bandaríkjadollurum hvert tonn. Janúar 1981 Febrúar 1981 Marz 1981 Apríl 1981 Maí 1981 Júní 1981 Júlí 1981 Ágúst 1981 September 1981 Október 1981 Nóvember 1981 Desember 1981 Benzín Gasolía Svartolía 356,34 309,69 220,88 349,54 305,80 217,62 341,67 307,71 214,87 340,11 389,53 206,55 334,18 272,40 189,31 346,25 272,13 168,05 373,80 286,89 168,45 362,26 292,89 163,96 360,08 296,96 166,20 361,01 311,25 172,75 356,11 322,98 175,69 335,29 322,51 168,70 Meðaltal 1981 351,88 299,22 186,08 Janúar1982 320,89 315,70 166,19 2. febrúar 304,25 281,50 164,25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.