Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 Arni vidurkennir sögufölsun sína eftir Hjálmar Báröar- son, sifflingamála- stjóra Fyrri hluti í grein sinni í Morg- unblaðinu 21. janúar: „Dragbítur heitir það „stjóri“ góður“, viður kennir Árni Johnsen blaðamaður sögufölsun sína. Hann hefur nú komist að raun um, að Olafur T. Sveinsson skipaskoðunarstjóri leyfði Vestmannaeying- um að taka í notkun gúmmíbáta á skip þar, aðeins þrem dögum eft- ir að hann skoðaði og reyndi gúmmíbátinn. Kn dragbítur skal hann samt heita Þótt þessar staðreyndir komi fram í grein Árna, þá eru millifyr- irsagnir greinarinnar margar hverjar ekki í neinu samræmi við innihaldið, og áiyktanir dregnar án tillits til staðreynda. „Dragbít- ur heitir það „stjóri" góður" segir Árni og skiptir hann þá engu máli þótt staðhæfingin stangist á við raunveruleikann. I grein sinni rekur Árni nánar en ég gerði í fyrri grein minni ein- stök atriði þess, þegar Vest- mannaeyingar keyptu fyrsta flug- véla-gúmmíbátinn til að nota á fiskiskip frá Vestmannaeyjum. Árni hefur fengið upplýst, að þetta hafi verið haustið 1950 en ekki haustið 1951. Þessar upplýsingar hefur Árni fengið í fróðlegu viðtali við Kjart- an Olafsson, og þar er staðfest að Ólafur T. Sveinsson skipaskoðun- arstjóri leyfir notkun þessa gúmmíbáts, eftir að báturinn hafði verið blásinn upp í húsa- kynnum skipaskoðunarstjóra, fyrst með gasþrýstifiösku, og síð- an með handdælu. Þá var gúmmí- báturinn látinn standa uppblásinn í 24 klst. og hann hélt þrýstingi þennan tíma. Daginn eftir veitti Ólafur T. Sveinsson þeim Vest- mannaeyingum leyfi til að nota gúmmíbjörgunarbáta. Þessa ákvörðun tekur Olafur T. Sveinsson þremur dögum eftir að gúmmíbáturinn er blásinn upp í húsakynnum skipaskoðunarstjóra Þetta skal að mati Árna John- sen heita að vera „dragbítur" á ör- yggismál sjófarenda! Óneitanlega furðuleg niðurstaða. Hversu margar opinberar stofnanir hafa tekið jafn örlagaríka og mikil- væga ákvörðun á þremur dögum? llndanfari gúmmíbátanna er krafa skipaskoðunarstjóra í umburðarbréfi 14. október 1950 En lítum nú á það hvað „drag- bíturinn" Ólafur T. Sveinsson skipaskoðunarstjóri ritar í um- burðarbréfi til útgerðarmanna og skipstjóra, dagsett 14. október 1950: „Skipaskoðuninni er mjög vel Ijóst hversu miklum erfiðleikum það er bundið að hafa bát eða pramma á skipum sem eru um 20 rúmlestir, og sérstaklega á þeim tíma sem stunduð er veiði á línu, en þótt þessir erfiðleikar séu fyrir hendi, verður að vinna bug á þeim með einhverju móti. Á skipum sem eru 30 rúmlestir eða stærri verður ekki séð að nein- ir óviðráðanlegir erfiðleikar vegna plássleysis séu á því að koma fyrir smá bát, ef aðeins vilji er fyrir hendi, en á skipum sem minni eru koma vandræðin í ljós, vegna plássleysis, á þeim tíma sem stunduð er veiði á línu. Vegna þessa vandamáls hefir ráðuneytið heimilað skipaskoðun- arstjóra að krefjast megi bjarg- fleka i stað báts eða pramma á skipum, sem eru milli 20 og 30 rúmiestir, svo framarlega sem að ekki sé hægt að koma bát fyrir. Eins og öllum þeim, sem íhuga þetta ástand hlýtur að verða ljóst, þá verður ekki við svo búið látið standa, heldur verður nú að full- nægja þeim ákvæðum sem nú eru í gildandi tilskipun um báta í skip- um með þeirri tilslökun sem leyfð er fyrir skip 20—30 rúml. ef með þarf. » Það verður því lagt fyrir alla skipaskoðunarmenn að sjá um að öll skip 30 rúml. og stærri hafi bát fyrir alla á skipinu, en skip 20—30 rúml. megi, að fengnu samþykki skipaskoðunarstjóra, í stað báts hafa bjargfleka, ef bát verði ekki komið fyrir á skipinu. Það eru nú vinsamleg tilmæli skipaskoðunarinnar til allra skipaeigenda og skipstjóra að sýna nú velvild sína og skilning á þessu máli með því að vera skipa- skoðunarmönnum hjálplegir til þess að ráða bót á þessu ástandi, með fórnfýsi og af skilningi.“ Þetta umburðarbréf Olafs T. Sveinssonar er kurteislega orðað, en ekki fer á milli mála að hann þrýstir fast á útgerðarmenn og skipstjóra á bátum 20 til 30 rúm- lestir að setja um borð að minnsta kosti bjargfleka en af þeirri stærð var þá verulegur hluti vertíðar- báta. — Það er í ljósi þessarar kröfu, að gúmmíbátarnir eru teknir í notkun og heimilaðir á Vestmannaeyjabátunum. — En athugið að ekki er minnst á neinn möguleika á bát eða pramma á bátum minni en 20 brl. Þessir bát- ar hafa því verið án bjargtækja. Það sem Vestmannaeyingar fóru fram á við skipaskoðunar- stjóra var þannig, að fá leyfi til að hafa gúmmíbáta í stað bjargfleka, báts eða pramma í fiskiskipunum, en ekki að hafa gúmmíbáta til viðbótar þeim búnaði. Þessu leyfi skipaskoðunarstjóra mótmælti 6. þing Slysavarnafé- lags Islands í ályktun, sem birt var orðrétt í grein minni í Mbl. 16. janúar 1982. I grein sem Páll Þorbjörnsson skipstjóri í Vestmannaeyjum ritar og birtist í Alþýðublaðinu 9. apríl 1952 segir svo m.a.: „Gúmmíbjörgunarbátarnir og slysavarnaþingið Frá því hefur verið skýrt opin- berlega að þing Slysavarnafélags íslands hafi talið það misráðið og vítt Skipaskoðun ríkisins fyrir það, að leyfa gúmmíbjörgunar- báta á vélbátaflotanum íslenzka. Slysavarnaþingið finnur bátunum það til foráttu, að þeir séu við- kvæmir fyrir stungum og hætt við eyðileggingu í eldi. Þá er það fært bátunum til foráttu, að ekki sé hægt að róa þeim eða ráða ferð þeirra svo nokkru nemi.“ Þá segir Páll Þorbjörnsson áfram í grein sinni: „Á vélbátum 20—70 smálestir, er illmögulegt að koma fyrir björgunarbát, sem taki alla skipshöfnina. Þá hefur reynslan sýnt að bátum þessum er mjög hætt við að brotna í vondum veðrum og alla jafna gengur illa að koma þeim fyrir borð, þegar grípa þarf til þeirra." „Hvers vegna mót- mælti landsþingid“ segir í grein í Alþýðublaðinu 16. apríl 1952 eftir varaformann Slysavarnafélags íslands: „Hvers vegna mótmælti lands- þingið togleðursflothylkjunum í stað skips- og björgunarbáta? í fyrsta lagi sem hættulegum fyrir öryggi sjómanna. Hylki þetta er, eins og nafnið bendir til, eins konar belgur, sem er fylltur lofti er til hans þarf að grípa" ... „Lítil reynsla hefur fengizt af þessum hylkjum hér enn sem komið er, en það litla, sem grein- Hjálmar Bárðarson argóðir menn hafa veitt athygli, spáir ekki góðu.“ Olafur T. Sveinsson skipa- skoðunarstjóri harðlega gagn- rýndur fyrir að leyfa notkun gúmmíbáta á fiskiskipum Það sem Ólafur T. Sveinsson mun hafa talið vera einna órétt- látast í ádeilum varaformanns Slysavarnafélags íslands á sig fyrir að leyfa Vestmannaeyingum notkun gúmmíbáta var eftirfar- andi skoðun varaformanns SVFÍ. „Skipaskoðunarstjóri mun nú skammt eiga eftir síns starfstíma sökum aldurs. Um hann sjálfan og stofnun þá, er hann stýrir, hefur oft staðið gustur, og á stundum napur. Mín skoðun er sú, að oft hafi hann hlotið ómaklegt hnútu- kast og ekki ávallt réttláta gagn- rýni. En því fremur harma ég það, að nú undir lokin hefur hann svignað undan áróðri manna, sem í augnablikinu hafa skapað sér tröllatrú á tæki til björgunar, ef til vill fyrir slyngan áróður kaup- sýslumanns, er umboð hefur á þessum tækjum, með það höfuð- markmið kaupsýslumannsins, að selja sína vöru.“ Þetta birtist 16. apríl 1952; tæp- um tveimur árum áður en Ólafur T. Sveinsson skipaskoðunarstjóri lét af störfum vegna aldurs. Ólafur T. Sveinsson skipa- skoðunarstjóri tók vel kurt- eislegri ósk Vestmannaey- inga og mat rök þeirra I grein sem Ólafur T. Sveinsson ritaði í Alþýðublaðið 26. apríl 1952 svarar hann m.a. ásökunum vara- formanns SVFÍ. Greinin heitir: „Gúmmíbjargflekarnir í Vest- mannaeyjum og skipaskoðunin," en þar segir m.a.: „Þá er það ekki rétt, að samtök Ólafur T. Sveinsson útgerðarmanna og sjómanna í Vestmannaeyjum hafi knúið mig til að leyfa þeim að nota gúmmí- fleka í stað trébáts, heldur var það kurteisislega framsett ósk þeirra, sem færð voru rök fyrir og ég, að vel athuguðu máli og eftir þó nokkra rannsókn, varð við, með þeim skilyrðum, sem sett voru í bréfi til skipaeftirlitsmanns í Vestmannaeyjum: og enn fremur var mér í minni álit og ósk manna um að gúmmíflekar yrðu fyrir- skipaðir í hinum minni mótorbát- um, sem ekki geta haft bát vegna plássleysis." Þá bendir Ólafur einnig á það í sömu grein, að bjargflekar, sem notaðir eru á skipum, hvort heldur þeir eru úr tré, málmi, korki eða gúmmíbornum striga, eru þannig í lögun, að þeim er hvorki hægt að sigla né róa og því ekki hægt að bjarga sér á þeim á þann hátt. „Sama er að segja um þá bjarg- fleka sem leyfðir hafa verið í Vest- mannaeyjum á þessu ári (1952). Þó hafa þeir þann kost fram yfir hina, að á þeim geta menn verið í skjóli og tel ég það mikilvægt at- riði fyrir sjóhrakta menn.“ Þetta segir Ólafur T. Sveinsson árið 1952 um gúmmíbjörgunarbát- ana. Maðurinn sem heimilaði notkun þeirra þegar árið 1950 og síðar viðurkenndi bætta gerð þeirra, þegar hægt var að fá þá með skjólþaki. Þetta er maðurinn sem Árni Johnsen segir ennþá, þrátt fyrir allar staðreyndir, að hafi verið dragbítur á framfarir í ötyKKÍsmálum sjófarenda. — Eru til óréttlátari og ósannari um- mæli, öllu heldur öfugmæli, en þetta? „Áralöng barátta við kerfið“ er yfirskrift í grein Árna Johnsen um framhaldsþróun gúmmíbjörg- unarbátanna, hann segir seina- Yfirlysing. Með því að ekki hefir tekist að iltvega skipsbat af hæfilegn stærð fyrir mótorskipið ........................................... frá ....................... í stað skipsbáts, þá lásum v mótorskipi því yfir að við óskum að vera á nefndu skipi enda þott þaö vanti skipsbát á skipið eða annað sem getur komið í hans stað, og að undirskrift mín sé gerð af fósum og frjálsum vilja. tL /2 l otn t eða annað fleytitæki svo sem bjargfleka ið undirrituð skipshöfn á ofangreindu Þetta er yfirlýsing, sem Ólafi T. Sveinssyni, skipaskoðunarstjóra barst frá áhöfn á fiskiskipi, dagsett 1. febrúar 1951. Þar lýsir áhöfn fiskiskips því yfir, að hún óski að vera á nefndu skipi, enda þótt það vanti skipsbát eða annað fleytitæki svo sem bjargfleka. Þessi.sérstæða yfirlýsing lýsir vel þeim erfiðleikum, sem þáverandi skipaskoðunarstjóri stóð í til að fá menn til að taka um borð í fiskiskipin einhver fleytitæki, eftir að hann hafði heimilað notkun gúmmíbáta á íslenskum skipum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.