Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982
Geir Hallgrfmsson, form. utanríkismálanefndar:
Hnattstaða landsins skapar
hættu — ekki tæknibúnaður
Lummur Ólafs Ragnars minna á Don Quijote, sagði utanríkisráðherra
Fridrik Sophusson (S) mælti sl. þriðjudag fyrir tillögu til
þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Benedikt Gröndal (A)
og Jóhanni Einvarðssyni (F) um ráðunaut ríkisstjórnarinnar í
öryggis- og varnarmálum hjá utanríkisráðuneytinu.
Frumskylda sjálf-
stæðrar þjóðar
Kriðrik Sophusson (S) sagði m.a.
að aðild að Atlantshafsbandalag-
inu og varnarsamningur við
Bandaríkin væru grundvallarat-
riði í öryggisstefnu Islendinga, en
það væri frumskylda hverrar
sjálfstæðrar þjóðar að tryggja
varnaröryggi sitt og sjálfstæði.
Alþýðuflokkur, Framsóknar-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur
væru sammála í meginatriðum um
þessa öryggisstefnu. Alþýðu-
bandalagið og forveri þess, Sósíal-
istaflokkurinn, væru eina stjórn-
málaaflið sem í orði kveðnu væru
á móti aðild Islands að Atlants-
hafsbandalaginu, en legði þó sí-
fellt minni áherzlu á andstöðu
sína. í stjórnarsáttmála vinstri
stjórnar 1971, sem Alþýðubanda-
lagið átti aðild að, var tekið fram,
að stefnt skyldi að brottför varn-
arliðsins í áföngum. Við stjórn-
armyndun 1978 með aðild Alþýðu-
bandalags var látið nægja að
bóka, að það hefði sérstöðu í þess-
um málum, en hvergi minnzt á
brottför varnarliðsins. Við stjórn-
armyndun 1980 er sérstaða Al-
þýðubandalagsins ekki einu sinni
orðuð!
Snemma árs 1979 er stofnuð ör-
yggismálanefnd, sem enn starfar.
Þessi nefnd hefur veigamiklu
hlutverki að gegna varðandi
gagnasöfnun og könnun varðandi
íslenzka öryggishagsmuni. Gunn-
ar Gunnarsson hefur starfað á
vegum nefndarinnar frá því á
miðju ári 1979, en fjórir aðrir
fræðimenn hafa unnið að einstök-
um verkefnum á vegum hennar.
Eðlilegt framhald af þessum
vinnubrögðum væri embætti ör-
yggisfulltrúa, sem annað tveggja
heyrði beint undir utanríkisráð-
herra eða starfi á vegum varn-
armáladeildar ráðuneytisins,
sagði Friðrik.
Friðrik vitnaði í framsögu sinni
bæði til Giuk-hliðsins, fræðirits,
sem Gunnar Gunnarsson hefur
tekið saman, og ræðu Kjartans
Gunnarssonar, fluttri á vegum
Samtaka um vestræna samvinnu,
um nýtt frumkvæði í öryggismál-
um Islendinga, og lagði áherzlu á
öfiun þekkingar og eigin frum-
kvæði í öryggismálum.
Viróingarverð hreinskilni
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
sagði það virðingarverða hrein-
skilni hjá stuðningsmönnum
NATO úr 3 stjórnmálaflokkum,
sem standa að þessari tillögu, að
viðurkenna með henni, að innan
íslenzka stjórnkerfisins hafi ekki
verið til maður með fullgilda sér-
fræðiþekkingu á þessum málum.
Eftir 30 ára aðild að NATO stönd-
um við nú frammi fyrir því, að
þeim vettvangi stjórnkerfis, þar
sem um öryggismál er fjallað, hafi
þekkingu skort eða verið ábóta-
vant. Þessi þekkingarskortur hef-
ur orðið til þess, sagði Ólafur
Ragnar, að flétta Island stig af
stigi inn í kjarnorkuvígbúnaðar-
kerfi Bandaríkjanna.
Þegar öryggismálanefndin tók
til starfa, sagði Ólafur, kom í ljós,
að ekki var til hérlendis sá heim-
ildabanki, sem til þurfti til að
vinna einföldustu ritgerðir um
hernaðarmálefni á N-Atlantshafi.
Það tók langan tíma að bæta úr
þessu og afla lágmarks- eða
grundvallargagnakosts. Ræðu-
maður lét að því liggja að ákvarð-
anataka í tugi ára, sem ekki hafi
verið undirbyggð með nægri þekk-
ingu að hans dómi, hafi aukið
árásarhættu á Ísland. Þessvegna
er ég sammála því, „að það eigi að
búa íslenzk stjórnvöld þannig úr
garði, að þar innan dyra séu menn,
sem hlotið hafa sérfræðimenntun
i þessum efnum", en er andvígur
slíku embætti, sem lýst er í grein-
argerð með þessari tillögu.
Olafur Ragnar kvaðst eins og
Friðrik geta tekið undir orð um
ágæti rits Gunnars Gunnarssonar
En ég vil hinsvegar benda á, sem
er meginþráður þessa rits, þá
greiningu, sem sýnir okkur hv«
náið við höfum verið tengdir gegn-
um tæknibúnað Bandaríkjanns
hér við kjarnorkukapphlaup risa-
veldanna, sem hlýtur að leiða Sov-
étríkin til þeirrar ályktunar, að á
fyrstu stigum hugsanlegra átaka
verði að tortíma þessari aðstöðu
sem hér er.
Þá veittist Olafur Ragnar að
ræðu Kjartans Gunarssonar, sem
Björn Bjarnason, helzti sérfræð-
ingur Sjálfstæðisflokksins í utan-
ríkismálum, hefði Iýst yfir að
markaði tímamót í umræðu um
öryggismál. í þessari ræðu væri að
finna hvorki meira né minna en 10
kröfur um aukin hernaðarumsvif
á Islandi.
Fásinnufullyrðing
Benedikt Gröndal (A) sagði þá
fullyrðingu Ólafs Ragnars (Abl),
að búið væri að flétta Island stig
af stigi inn í kjarnorkukerfi
Bandaríkjana, hreina fásinnu.
Þessi aðferð er gamalkunn hjá Al-
þýðubandalagsmönnum, að búa
sér til slagorð, sem hamrað er á í
síbylju, í þeirri von að endurtekn-
ingin leiði til þess að einhver trúi.
Það sem hefur gerzt síðan 1960 er
það, að kjarnavopn eru komin í
flota stórveldanna, kafbáta, sem
sigla um heimsins höf, þ. á m. um-
hverfis ísland. Þessi þróun gjör-
breytti hernaðarstöðu í heiminum
og er í engum tengslum við einar
eða neinar ákvarðanir í íslenzku
stjórnkerfi, hvorki fyrr né síðar.
Við erum einfaldlega í þjóðbraut
þessara kjarnorkukafbáta.
Ég leyfi mér að fullyrða, sagði
Benedikt, að viðbúnaður varnar-
liðsins hér sé ekki hluti af neinu
kjarnorkuárásarkerfi, eins og
Ólafur Ragnar staðhæfir. Þau
tæki, sem hér eru, eru til að leita
uppi kafbáta, bæði sorsuskerfið og
Orionleitarflugvélarnar. Og mér
er spurn: þurfa Bandaríkjamenn
að hafa þetta leitarkerfi hér á
landi til að leita uppi sína eigin
kafbáta. Auðvitað ekki. Þetta leit-
arkerfi er sett upp í varnarskyni
til að leita að öðrum kafbátum.
Hin fullyrðingin, sem Ólafur
Ragnar snýst um, er tengd
hræðsluáróðri, að við verðum
frumskotmark í byrjun átaka.
Þetta minnir mig á málflutning
Brynjólfs Bjarnasonar í gamla
daga, þegar hann hótaði íslend-
ingum 600 milljónum manna, sem
komnir væru undir stjórn komm-
únista í heiminum. Þessi fullyrð-
ing hefur fyrst og fremst áróðurs-
legan tilgang, en margt bendir
þvert á móti til, að Sovétmönnum
sé svo mikið í mun að afla sér
aðstöðu hér, að þeir muni ekki
byrja á að eyðileggja hana alfarið.
Utanríkisráðherrar hafa allar
götur byggt afstöðu og ákvarðanir
á íslenzkum öryggishagsmunum,
en oftlega sótt fagþekkingu til er-
lendra sérfræðinga, m.a. frá svo-
kölluðum hlutlausum þjóðum. Al-
þingi hefur síðan endanlega mótað
þá öryggismálastefnu, sem við
höfum fylgt í áratugi, og notið
hefur mikils meirihlutafylgis bæði
meðal þings og þjóðar. En örygg-
ismál okkar og annarra eru háð
örri þróun, sem orðið hefur á síð-
ustu árum á þessum vettvangi.
Þessvegna er sífelld þekkingaröfl-
un af hinu góða. Að henni er
stefnt með öryggismálanefndinni
og þeirri tillögugerð um öryggis-
málaráðunaut, sem nú er gerð.
íslenzkur Don Quijote
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, sagði öryggismála-
nefndina góða og gilda, þó hún
væri aðeins vísir að hliðstæðum
stofnunum erlendis. Hlutverk
varnarmálaráðunauts á að vera
annað. Hann á að starfa í tengsl-
um við varnarmáladeild og varn-
armálanefnd, sem annast stjórn-
sýsluleg samskipti við varnarliðið.
En utanríkisráðherra fer eftir
sem áður með ákvörðunarvaldið
og hann á að bera ábyrgðina.
Ég er fylgjandi þessari tillögu,
sagði ráðherra, og ég geri ráð fyrir
að utanríkismálanefnd Alþingis
leggi nánari línur um það, hvernig
þessu starfi eigi að vera fyrir
komið. Og ég fagna því auðvitað,
að mér sýnist að menn úr öllum
stjórnmálaflokkum séu að megin-
efni til sammála um þetta höfuð-
atriði, að það sé þörf á manni með
þessa menntun til starfa í utan-
ríkisráðuneytinu.
Staðhæfing Ólafs Ragnars,
þessefnis, að Island hafi tengzt
kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkj-
anna, er nú orðin gömul lumma,
og satt að segja er þessi síbylja
hans farin að minna mig dulítið á
þann kunna farandriddara Don
Quijote, sem var alltaf að berjast
við vindmyllurnar! Það er búið að
marghrekja þessar fullyrðingar,
bæði af mér og öðrum.
Það er laukrétt hjá Benedikt
Gröndal (A) að sú breyting, sem
orðið hefur í hafinu umhverfis Is-
land er alvöruefni, að þar eru
kjarnakafbátar á sveimi, en þeir
eru þar á ferð án atbeina íslenzkra
stjórnvalda. Því miður ráðum við
ekki við þessar ferðir enda kafbát-
ar frjálsir ferða um úthöf að al-
þjóðalögum. En það er stefna ís-
lands og bókuð í varnarsamningi
okkar, að á íslenzku landi verða
aldrei kjarnorkuvopn.
Búnaður í stjórnar-
tíð Alþýðubandalags
Geir llallgrímsson (S), formaður
utanríkismálanefndar, fagnaði til-
lögu um öryggismálaráðunaut og
taldi líklegt, að utanríkismála-
nefnd gæti náð samkomulagi um
stofnun slíks embættis.
Málflutningur Ólafs Ragnars
væri hinsvegar blöskrunarlegur.
Hann heldur því blákalt fram, að
það sé tæknibúnaður á Islandi, en
ekki lega landsins, sem skapi
hættu á því að ísland geti dregizt
inn í átök stórvelda! Ég vil halda
því fram, sagði Geir, að það sé
fyrst og fremst hnattstaða lands-
ins sem skapar þessa hættu, og
þar skipti engu máli til eða frá,
hvaða tæknibúnaður er hér til-
tækur.
Tæknibúnaður kann hinsvegar
að skipta grundvallarmáli fyrir
varnarviðbúnað okkar og varnar-
öryggi, að hann þjóni þeim til-
gangi, sem mestu máli skiptir, að
koma í veg fyrir að til styrjaldar
dragi, þ.e. að stórveldi meti átök
hagstæðari en samningaviðræður.
Hitt er annað mál, að tæknibún-
aður kafbáta, skipa og flugvéla,
sem ferðast í nágrenni landsins,
hefur þróazt þann veg, að aukið
hefur á hernaðarlega þýðingu legu
landsins. I þeim efnum er tækni-
búnaður á landi ekkert úrslitaat-
riði, nema á þann hátt að varnar-
viðbúnaður landsins er mikilvæg-
ur þáttur í því að varðveita frið í
þessum heimshluta.
Það er alrangt hjá Ólafi Ragn-
ari að það sé skoðun höfundar
GIUK-hliðsins, að það sé þessi
tæknibúnaður en ekki lega lands-
ins, sem skapi hættu á að ísland
dragist inn í stórveldaátök. Það er
miklu fremur undirstrikað í þessu
riti, að lega landsins er svo hern-
aðarlega mikilvæg, hvort sem
okkur líkar betur eða verr, að
þeirri legu fylgi óhjákyæmilegar
skyldur stjórnvalda á Islandi og
íslenzku þjóðarinnar, að gera við-
eigandi ráðstafanir.
I þeirri fullyrðingu Ólafs Ragn-
ars, að tækjabúnaður hér tengi
okkur kjarnavígbúnaði Bandaríkj-
anna, felst það, að hann hverfur
frá fyrri ásökunum, þessefnis, að
hér séu kjarnorkuvopn. En hvað á
hann við með orðunum tengsl um
tækjabúnað? Könnunarflugvélar,
radarflugvélar, orustuþotur, svo-
kallað sorsuskerfi, sem nýtt er í
eftirlitsstöðinni. Ekkert af þeim
nýtist öðrum fremur í kjarnorku-
hernaði. Hitt er athyglisvert, að
mörg þeirra hafa komið í ríkis-
stjórnartíð Alþýðubandalagsins,
sem ber þá að sínum hluta stjórn-
arfarslega ábyrgð þar á.
Við lifum í heimi, sem krefst
þess, ef við viljum lifa áfram sem
sjálfstæð þjóð við frið og frelsi, að
við gerum okkur grein fyrir, hvað
til friðar okkar heyrir. Við sjálf-
stæðismenn leggjum hlutlægt mat
á varnarviðbúnað hér á landi og
leitumst við að fullnægja þeirri
frumskyldu hverrar sjálfstæðrar
þjóðar, að tryggja varnaröryggi
sitt.
Ýmsir framangreindra manna
töluðu oftar, þó ekki verði rakið
nú.