Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 30
TOPPSTAL
• Plötulengdir eftir óskum
kaupenda • Viö klippum og
beygjum slétt efni í sama lit á
kanta í þakrennur, skotrennur
o.fl. • Viðurkennd varanleg
PVF2-húð i lit • Hagkvæmt
verð • Afgreiðslutími 1—2
mán. • Framleitt i Noregi.
'S
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitió nánari upplýsinga
aö Sigtúni 7 Simi:29022
Í>I$l4Ílííft
naupmannanom
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUUAX1UR 11. FEBRÚAR 1982
-----------------ILi ii.+ ...........
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefst á mánudaginn:
Þjálfun í félagsstörfum
og fjölþætt
stjórnmálafræðsla
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður settur á mánudaginn kemur, hinn 15.
febrúar. Skólinn hefur verið starfræktur undanfarin ár með góðum árangri, og hafa
fjölmargir sjáifstæðismenn hvaðanæva að af landinu sótt skólann og leitað sér þar
fræðslu í stjórnmálum og þjálfunar í funda- og félagsstarfi. Yfirleitt hefur skólinn
verið heilsdagsskóli, þar sem kennsla hefur farið fram frá morgni til kvölds í eina
viku. Nú er á hinn bóginn brugðið út af þessari venju, og er skólinn að þessu sinni
kvöld- og helgarskóli. Skólinn verður sem fyrr segir settur á mánudaginn, og
skólaslit verða laugardaginn 27. febrúar.
Blað-
burðar-
fólk
óskast
Austurbær
Laugavegur
101— 171
Þingholtsstræti
Háaleitisbraut
102— 155
Vesturbær
Melhagi
Hringið í síma
35408
Mánudaginn 15. febrúar
hefst skólinn með skólasetn-
ingarræðu Geirs Hallgríms-
sonar formanns Sjálfstæðis-
flokksins, klukkan 20. Skóla-
setning verður í Valhöll þar
sem öll kennsla fer fram að
undanskildum heimsóknum í
fyrirtæki og stofnanir. Að lok-
inni skólasetningu hefst svo
kennsla í ræðumennsku, þar
sem Fríða Proppé blaðamaður
leiðbeinir.
Þriðjudaginn 16. febrúar
verður kennsla í almennum fé-
lagsstörfum undir leiðsögn
Erlendar Kristjánssonar sölu-
manns, og Jón Magnússon
lögfræðingur fjallar um
stjórnskipan og stjórnsýslu.
Miðvikudaginn 17. febrúar
fjallar Inga Jóna Þórðardóttir
framkvæmdastjóri um út-
breiðslumál, og kennsla verður
í utanríkis- og öryggismálum.
Fimmtudaginn 18. febrúar
heldur ræðunámskeið Fríðu
Proppé áfram, og Geir H.
Haarde hagfræðingur fjallar
um stjórn efnahagsmála. Á
föstudag er frí.
Laugardaginn 20. febrúar
byrjar skólinn klukkan 10 ár-
degis. Þá fjallar Friðrik Soph-
usson varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins um stefnu-
mörkun og stefnuframkvæmd
Sjálfstæðisflokksins. Að því
loknu fjallar Sigurður Líndal
prófessor um starfshætti og
sögu íslenskra stjórnmála-
flokka, og Margrét Einars-
dóttir sér um kennslu í fund-
arsköpum.
Sunnudaginn 21. febrúar er
ræðunámskeið hjá Fríðu
Proppé, og Matthías Á.
Mathiesen alþingismaður ræð-
ir um kjördæmamálið.
Á mánudag, 22. febrúar,
fjallar Margrét Einarsdóttir
áfram um fundarsköp, og Er-
lendur Kristjánsson um al-
menn félagsstörf.
Þriðjudaginn 23. febrúar
eru sveitarstjórnarmál á
dagskrá hjá Sigurgeiri Sig-
urðssyni bæjarstjóra, og Indr-
iði G. Þorsteinsson rithöfund-
ur ræðir um form og uppbygg-
ingu greinaskrifa.
Miðvikudaginn 24. febrúar
er „staða og áhrif launþega- og
atvinnurekendasamtaka" á
dagskrá. Málshefjendur eru
þeir Guðmundur H. Garðars-
son viðskiptafræðingur, fyrr-
um formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur, og
Þorsteinn Pálsson fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands. Að loknum
framsöguerindum verður efnt
til pallborðsumræðna með
þátttöku nemenda Stjórn-
málaskólans.
Fimmtudaginn 25. febrúar
fjallar Davíð Oddsson oddviti
borgarstjórnarflokks sjálf-
stæðismanna um Sjálfstæðis-
stefnuna, og farið er í heim-
sókn í fundasal borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Föstudaginn 26. febrúar er
ræðumennska á dagskrá,
leiðbeinandi er Fríða Proppé
blaðamaður.
Laugardaginn 27. febrúar er
á dagskrá „Sjálfstæðisflokk-
urinn — skipulag og starfs-
hættir" — leiðbeinandi Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri. Þá er
fjallað um þátt fjölmiðla í
stjórnmálabaráttunni, og far-
ið í heimsókn í Sjónvarpið.
Skólaslit verða svo klukkan 18.
Skólahald hefst alla daga
klukkan 20 og því lýkur klukk-
an 22.45, nema um helgar, á
laugardögum er kennt frá
klukkan 10 árdegis til 18, og
sunnudaginn 21. frá 13.30 til
18. Innritun nemenda fer fram
á skrifstofum Sjálfstæðis-
flokksins, en takmarka verður
nemendafjölda við 20 manns.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
Stokkseyringafélagið
í Reykjavík
heldur kynningar- og skemmtifund á Hótel
Sögu (Átthagasal) sunnudaginn 14. þessa
mánaðar, húsiö verður opnaö kl. 7.30. Til
skemmtunar verður m.a. stutt og góð kvik-
mynd, Ómar Ftagnarsson kemur og skemmtir
af hinni alkunnu snilli. Einnig koma heima-
menn, þar á meöal Pálmar Eyjólfsson, tón-
skáld með félaga sína vel þjálfaðan kvartett
sem skemmtir einnig.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
S|álfstæöisfélagiö Ingólfur, Hverageröi
Félagsfundur
flmmludaginn 11. febrúar kl. 21.00 í Hótel Hverageröi.
Dagskrá:
1 Prófkjörsreglur.
2 Önnur mál. Stjómin.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfé
laganna í Reykjavík
Fimmtudaginn 11. febrúar verö-
ur haldinn fundur í fulltruaraði
sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vík. Fundurinn verður aö Hótel
Sögu, Súlnasal og hefst kl.
20.30.
Dagskrá:
Olafur B. Thors form. kjörnefndar kynnir
tillögu nefndarinnar aó lista Sjálfstæöis-
flokksins vió borgarstjórnarkosningarnar í
mai.
Arni Sigfússon, form. Heimdallar flytur
ræóu.
Fundarstjóri veröur Birgir isl. Gunnarsson
alþingismaöur.
Ritari veröur Sigríöur Arnbjarnardóttir
kennari.
Fulltrúaráðsmeölimir eru hvattir til aö fjöl-
menna og minntir á aö taka meö sér full-
trúaráösskírteini.
Stjórnin.
Akureyri
Prófkjör
sjálfstæðismanna
Auglýst er eftir framboöum til prófkjörs vegna komandi bæjarstórn-
arkosninga. Frambjóöandi skal vera félagi í einhverju sjálfstæöisté-
laganna á Akureyri og hafa meömæli minnst 25 og mest 50 félags-
bundinna sjálfstæöismanna og má hver maöur mæla meö 5 mönnum
mest. Framboöum skal skilaö til formanns kjörstjórnar, Ragnars
Steindórssonar hrl., Espilundi 2, fyrir miönætti, fimmtudaginn 18.
febrúar nk.
Kjörstjórnln.
Heimdaiiur
Viöverutími
stjórnarmanna
Anders Hansen veröur til viötals fyrir félags
menn í dag, fyrir hádegi, á skrifstofu Heim
dallar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 82098
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU