Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982
Geir Emil Einars-
son - Minning
Fæddur 26. ágúst 1924
Dáinn 3. febrúar 1982
Geir Emil Einarsson, tækni-
fulltrúi, sem hér er kvaddur, var
fæddur í Reykjavík 26. ágúst 1924.
Foreldrar hans voru Stefanía
Helgadóttir, nú til heimilis í Há-
túni 10 í Reykjavík og Einar
Skúlason bókbindari, dáinn 1980.
Eignuðust þau tvo syni; Geir Emil
og Skúla, sem er lærður mat-
sveinn.
Ævistarf Geirs Emils var að
mestu eða öllu helgað loftskeyta-
og radíótækni. Þó er ekki hægt að
skrifa minningargrein um hann
án þess að minnast á störf hans
hjá Svifflugfélaginu. Er svifflug
hófst hér heima hreif það marga
unga menn til sín og Geir Emil
var einn af þeim. Tók það hug
hans allan, starfaði hann þar af
miklum áhuga í mörg ár og tók
próf í þeirri íþrótt. Hugur hans
eins og fleiri ungra manna sem
þar störfuðu stefndi til frekara
náms í fluginu, en fjárhagur hans
leyfði ekki það nám.
Hann hóf störf hjá flugmála-
stofnuninni í Reykjavík við alls-
konar viðgerðir og eftirlit á ýms-
um tækjum. Síðan lá leið hans til
Landssíma íslands sem viðgerðar-
maður og eftirlitsmaður með
tækjum á Lóranstöðinni á Reyn-
isfjalli. Lærði hann þar jafnframt
undir loftskeytapróf og síðar sím-
virkjun utan skóla en fór til
Reykjavíkur og tók þar próf. Varð
hann síðan loftskeytamaður á
Hún Dísa, eins og hún var köll-
uð, er enn í huga okkar hjónanna.
Hlýleg og hress að vanda. Að
koma inn á heimili þeirra hjóna,
Dísu og Sigmars, var eins og
faðmurinn væri breiddur út á
móti manni. Og móttökur sem
maður fékk voru ávallt hinar
bestu. Er litið var í kringum sig,
þá inn var komið, sást smekkvísi
og snyrtimennska í hvívetna.
Glaðværðin mikil yfirleitt. Til
dæmis velvildin hjá fjölskyldunni
allri fannst mér yfirleitt bera af.
Ég undirritaður og Sigmar höf-
um ýfirleitt verið hinir mestu
mátar, síðan við vorum saman í
Laugaskóla, Reykjadal, S-Þing.
1954-55.
En að missa ástvin sinn ekki
eldri en þetta, sem Dísa var, má
segja í blóma lífsins, er sviplegt
áfall fyrir þá sem voru henni kær-
astir. Við hjónin söknum hennar
einnig. Jú, við þekktum Dísu vel,
þaðan var yfirleitt yl að finna, og
kunnum við vel við okkur í návist
hennar. Hún var mikil persóna.
Hún var svo sannarlega vinur vina
sinna. Það var hægt að vera viss
um slíkt.
En þessi ágæta kona er nú horf-
in okkur héðan úr þessu jarðneska
lífi og frá ástvinum sínum. Þessi
Lóranstöðinni og vann þar í 13 ár.
Síðan lá Ieið hans til Reykjavíkur
á Radíóverkstæði Landssímans
þar sem hann vann við allskonar
radíótæki, hann var þar verkstjóri
og tæknifulltrúi enda traustur og
ábyggilegur starfsmaður.
Þess má geta hér að hann
byggði sumarbústað fyrir fjöl-
skyldu sina með aðstoð sona
sinna, smíðaði hann þar allt sjálf-
ur bæði úti og inni.
Árið 1948 kvæntist Geir Emil
eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu
Pétursdóttur frá Vík í Mýrdal,
bjuggu þau fyrstu árin þar eystra
fáu orð sem færð eru hér á blað er
örlítið brot úr ævi þessarar konu,
sem allmargir minnast nú með
söknuði.
Sigmari Ó. Maríussyni, börnum
han$, tengdabörnum, ásamt þeim
nánustu, vottum við hjónin okkar
dýpstu samúð við andlát hennar.
É Kristinn og Ágústa
•
en fluttu síðan til Reykjavíkur er
hann hóf störf á Radíóverkstæð-
inu eins og áður segir. Þau eignuð-
ust tvo syni og eina dóttur, Ólöfu
Ástu, indælis barn sem dó í æsku
og var öllum harmdauði er þekktu.
Synirnir eru Gylfi, loftskeytamað-
ur hjá Landhelgisgæslunni,
kvæntur Steinunni Ingólfsdóttur,
eiga þau einn son, Geir, og eina
dóttur, Jóhönnu, og yngri sonur-
inn Pétur Jón sem er enn heima,
hann stundar nám í Háskóla ís-
lands.
Geir Emil hefur ekki gengið
heill heilsu nokkur síðustu árin.
Hann hefur ekki látið það mikið
uppi, hefur borið sinn sjúkdóm
með sinni hógværu og prúðu fram-
komu án þess að kvarta. Ég sem
þessar línur skrifa, hefi þekkt
Geir Emil um fjölda ára, tel mér
það mikið lán að kynnast slíkum
manni, sem ekki mátti vamm sitt
vita í neinu, var alltaf orðvar um
annarra hagi, talaði aldrei niðr-
andi orð um náungann. Hann var
traustur maður og prúðmenni hið
mesta.
Með þessum fátæklegu línum
vildi ég þakka Geir Emil fyrir
innilega vináttu mér og mínu fólki
sýnda á liðnum árum. Við biðjum
Guð að styrkja Guðrúnu og börn
hennar, einnig Stefaníu, aldraða
móður hans í þeirra þungu raun.
Guð blessi þeim minningu góðs
drengs. Vottum þeim og öðrum
vandamönnum innilega samúð.
Ól. J. Sveinsson
Mamma segir að hann Geir afi
Einarsson sé dáinn. Á okkar aldri
er erfitt að skilja hvað það þýðir.
En við vitum að afi er ekki á
Dunhaganum og ekki heldur í
Mýrarkoti; við trúum að hann sé
farinn til Guðs.
Það er svo stutt síðan við vorum
að ráðgera hvernig við ættum að
haga vinnunni okkar næsta sumar
í Skorradalnum. Þar ætlaði afi að
byggja lítið hús fyrir okkur systk-
inin, hjá sumarbústaðnum. Það er
svo margt sem 4ra ára afadrengur
er boðinn og búinn til að gera, þó
að stundum verði það fremur til
að tefja en flýta fyrir. En það lét
afi aldrei í ljós nema þá með því
að segja stöku sinnum: „Vertu
ekki fyrir ljúfurinn." Afi gamli
Einarsson, eins og við kölluðum
hann, var sjálfur ljúfur maður og
góður í viðmóti við alla. Þess
vegna var svo gott að vera nálægt
honum.
Enginn vissi það betur en lítil
2ja ára afastúlka hvað gott var að
sitja í fanginu á afa og njóta
nærgætni hans og umhyggju enda
fékk hann hjá henni blíðari
kveðjukossa en nokkur annar. Afi
var líka góður félagi og fús til að
taka þátt í öllum leikjum, nema
byssuleikjum. Og skemmtilegt var
fyrir afadreng að vera hjá honum
í smíðaherberginu og smíða þyrlur
en á flugvélum höfðu báðir jafn
mikinn áhuga.
Þótt afa gæfist ekki tími til að
smíða litla húsið okkar í Mýrar-
koti, höfum við þar áfram allt sem
hann var búinn að smíða fyrir
okkur öll í sumarbústaðinn bæði
úti og inni. Það minnir okkur á
hvað afi var vandvirkur, vinnu-
samur og góður maður. Þannig
viljum við líka v.erða.
Nú fær hann afi ástarkveðjur og
þakklæti frá afabörnunum
Geir og Jóhanna
Þórdís Jóhanns-
dóttir - Kveðjuorð
JUDO
Ný byrjendanámskeiö hefjast
15. febrúar.
Innritun á byrjunarnámskeiö
virka daga kl. 13 til 22
í síma 83295.
Judodeild Ármanns
22. leikvika — leikir 6. febrúar 1982
Vinningsröö: X 1 X — 1 1 2- -1 1 X —1 1 1
1. vinningur: 12 réttir — kr. 7.095,00
3373 16959 35670* 40826+* 74897+** 81159*
9802 17057 37454* 70080** 74967** 83033+
14750 19851 40742* 73853** 75670*’ 86390+
* =(2/11) ** =(4/11)
299 2. 12455 Vinningur: 11 réttir — 36004 56120 kr. 637,00 73076+ 79254 87421
940 14052 36059+ 58806 73527+ 80011+ 87761
2256 14677 36701 73677+ 80024+ 88109+
2550 15675 36925 65751 47679+ 80164 6221+*
4166 16287 36982+ 65776 74681+ 81459 36464*
4949 17739 37226 65889 74898+ 82213+ 41856*
5012 18437+ 38524 66687 75044 83025+ 42545*
7012 19117+ 39250 68318+ 75373+ 83029+ 65179*
7657 19294 39544 68687 75446 83034+ 68693*
7911 21396 40161 68844+ 75447 83726+ 73066*
8069+ 22349 40163 69329 75671 84114+ 74001*
9723+ 22703 40318+ 69586 75672 84255 88342*
10124 24571 41066 69933 76480 84977+ 88359+*
10329 24729+ 41068 \70645 76861 84997+ 21. vk.:
11526 26385+ 43112+ 70818+ 77385 85002+ 42635
11963 26408+ 43120+ 70880 77480+ 86215 72080
12069+ 35240 43121+ 71146 78139 86518
12071 35343 43141+ 72319 78555+ 86779
12072 35756 43226+ 72346 78740 87083
* =(2/11)
Kærufrestur er til 1. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á skrifstof-
unni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa
teknar til greina. .
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda
stotninn og fullar uppfýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna .
fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiöstöðinni - REYKJAVÍK
GETRAUNIR — Íþróttamiöstööinní — Reykjavík
t
*
Veistu hvaóa litsiónvaipstæki
býöst meö K) pnösent
staögreiösluafslætti?