Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 48

Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 48
Sini á ritstjóm og skrifstofu: 10100 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 Framfærslu- vísitala hækkar um 0,5-0,55% vegna benzínhækkana BKNZÍN hækkaði í tvígang í síðustu viku um samtals 11,8%, fyrst um 0,50 krónur úr 8,45 krónum í 8,95 krónur og síðan um 0,50 krónur úr 8,95 krónum í 9,45 krónur. í seinna tilfellinu rann hækkunin óskert til ríkisins, þar sem um hækkun vega- gjalds var að ræða. Samkvæmt upplýsingum Morg- unhlaðsins hafa þessar tvær hækkanir í för með sér 0,50—0,55% hækkun á fram- færsluvísitölunni, sem tekur gildi 1. marz nk., en til viðbótar því hef- ur benzínverðshækkunin svo enn frekari hækkanir í för með sér á vísitölu, þegar áhrifa hennar fer að gæta í samhandi við aðra liði, sem hækka munu vegna aukins kosfnaðar af völdum benzínkaupa. Ríkið tekur í dag liðlega 60% af verði hvers einasta benzínlítra, en CIF-verð hvers lítra er aðeins um 28%'. Þá er dreifingarkostnaður liðlega 11%, verðjöfnunargjald um 1,3% og tillag til innkaupa- jöfnunarreiknings um 2,8%. Horft frá Kkaftafelli niður yfir Skeiðará. Vel sést hvernig áin er farin að breiða úr sér og fellur nú við varnargarðana austanmegin. í fjarska sést á brýrnar. Símamynd frá RAX Sjálfstæðisflokkurinn: Borgarstjórn- arlistinn ákveð- inn í kvöld í KVÖLD, fimmtudagskvöld 11. febrúar, verður haldinn fundur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Keykjavík og þar gengið frá fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí nk. Fundinn átti að halda sl. þriðju- dagskvöld, en var þá frestað vegna erfiðra samgangna og óveðurs. Hann verður haldinn í Súlnasal Hót- el Sögu og hefst hann kl. 20.30. í upphafi fundar kynnir Ólafur B. Thors, formaður kjörnefndar, tillögur kjörnefndar að listanum. Er hann hefur verið kynntur og afgreiddur mun Árni Sigfússon, formaður Heimdallar, flytja ræðu. I fréttatilkynningu frá skrif- stofu fulltrúaráðsins eru fulltrúar hvattir til að fjölmenna á fundinn og þeir minntir á að taka með sér fulltrúaráðsskírteini og framvísa þeim við innganginn. Frá sameiginlegum fundi starfsfólks á Kleppi og Kópavogshæli. Leggjum niður störf á hádegi STAKFKFÓLK Kleppsspítala og Kópavogshælis efndi í gær til sameiginlegs fundar þar sem rædd var staðan í kjaramálum þeirra, en starfsfólkið, sem vinnur að meðferð vistmanna á jressum stofnunum, hefur hótað að leggja niður vinnu sína á hádegi í dag. A fundinum var samþykkt eftirfarandi: Að hverfa ekki frá fyrri ákvörð- un og leggja niður störf fimmtu- daginn 11. febrúar kl. 12 á hádegi hafi ekki verið komið til móts við kröfur okkar fyrir þann tíma. Starfsfólk mun halda uppi neyð- arþjónustu svo framarlega sem ekki verði um mannaráðningar að ræða meðan á vinnustöðvun stendur. Þá var á fundinum skipuð sam- eiginleg samninganefnd fyrir hönd starfsfólks þessa á Klepps- spítala og Kópavogshæli. Kröfur starfsfólksins eru m.a. þær að tekið verði upp starfsheitið með- ferðarfulltrúi og að það verði allt í sama stéttarfélagi. Allir togarar BUH á nauðungaruppboð? I’OSTGÍRÓSTOFAN hefur óskað uppboðs á togurum Bæjarútgerðar Hafnar fjarðar vegna 3,6 milljóna kr. skuldar fyrirtækisins vegna orlofsgreiðslna. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sl. þriðjudag var lagt fram erindi frá BÚH um að bæjarsjóður leggi fram 1,5 m.kr. til að forðast uppboðið. Samþykkt var á fundinum (illaga sjálfstæðismanna að fela bæjarstjóra að kanna hvort hægt væri með samningum við Póstgíróstofuna að komast hjá uppboðinu. Halda á aukafund þegar niðurstaða liggur fyrir. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Árni Grétar Finnsson, Guðmundur Guðmundsson og Ein- ar Þ. Mathiesen, lögðu fram grein- argerð á fundinum um stöðu BÚH og kemur þar fram að skuldir fyrirtækisins hafi vaxið um 200% á síðustu 2 árum og telja þeir að bæj- arstjórn hafi of lengi frestað að takast á við fjárhagserfiðleika út- gerðarinnar. Skuldir BÚH og b/v Júní skv. bráðabirgðauppgjöri fvrir árið 1981 nema nú 127 milljónum króna. Sjálfstæðismenn lögðu til á fundinum að bæjarstjóra yrði falið að kveðja til sérfróða aðila til að gera úttekt á rekstri og stöðu BÚH og gera tillögur um hvernig bæta megi fjárhagsstöðu fyrirtækisins og að hætt verði að láta BÚH halda eftir af kaupi starfsfóiks greiðslum á útsvari þess og fasteignagjöldum til bæjarsjóðs, en fá innheimtu- deild bæjarins til að annast það. Tillögum þessum var frestað, en samþykkt fyrrgreind tillaga þeirra um að leitað yrði samninga við Póstgíróstofuna. Skeidarárhlaup: Stígandin svipuð og f síðasta hlaupi Skaftafelli, frá Uórlein Olaf.ssyni blm. Mbl. VATNSRENNSLI í Skeiðará var komið í 1650 rúmmetra á sekúndu nú síðdegis. Alls eru nú runnir fram milli 500 og 600 gígalítrar af vatni, en það er um fjórðungur þess vatns er rann fram í síðasta Grímsvatnahlaupi. Ain hefur haldið áfram að grafa frá austustu brúarstöplunum í dag, en yfirleitt rutt að þeim aftur. Þá byrjaði að brotna úr jöklinum í dag þar sem áin kemur undan honum við Jökulfell og eru ísjakar þar nú víða strandaðir. Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur sagði í dag, að stígandin í hlaup- inu væri enn svo til eins og í síðasta hlaupi. Einar Hafliðason verkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins sagði er Mbl. ræddi við hann, að enn hefði ekkert óvænt gerst við varnargarð- ana, enda hefði hlaupið ekki enn náð hámarki, en starfsmenn Vegagerðar ríkisins fylgjast nú mjög náið með hlaupinu, bæði með brúarmann- virkjunum og varnargörðum. Aurburður eykst nú jafnt og þétt í. ánni og í dag hafa verið tekin sýni, sem nú er verið að efnagreina. Lagði feikilegan daun af ánni í dag, enda var logn og hið fegursta veður í Skaftafelli. Pilturinn sem þefadi af eiturefnum: Ber merki varan- legs heilaskaða PILTIIRINN, sem lagður var inn á Borgarspítala hætt kominn eftir að hann hafði þefað af eiturefnum, er nú kominn til nokkurrar meðvitundar. Eitur áhrifin af „sniffinu" höfðu þau áhrif að hjarta hans stöðvaðist, en læknum tókst að cndurlífga hann. Pilturinn virðist bera merki varanlegs heilaskaða. Samkvæmt upplýsingum lækna á Borgarspítalanum virðist sem pilturinn fylgi stundum er talað er yfir honum og horfi á þegar talað er við hann. Hann getur hins veg- ar ekki hreyft sig eða nærst og telja læknar hann bera merki var- anlegra heilaskemmda. Þær éru afleiðing stöðvunar hjartans í nokkrar mínútur, þ.e. þann tíma sem heilinn hefur ekki fengið nægt blóð. Hjartastoppið er vegna hjartsláttartruflana, en truflanir á hinu fína rafkerfi hjartans geta t.d. orðið af völdum eitrunar. Nokkrum skólafélaga piltsins hef- ur verið leyft að heimsækja hann. Þá greindi læknir Borgarspítal- ans frá því að í kjölfar þessa at- burðar hefði komið hópur skóla- systkina piltsins og hlýtt á fyrir- lestur eins aðstoðarlæknis á spít- alanum um hættu af völdum fikts af þessu tagi. Læknirinn taldi fá- títt að slík eitrun drægi menn til dauða, en hins vegar gæti hún valdið skemmdum á taugakerfi og lifur, sem oft væri erfitt að greina. Gæti það t.d. komið fram í minn- isleysi og minnkandi einbeit- ingarhæfni. Þá taldi hann að svo virtist sem hræðsla hefði gripið um sig meðal unglinga og atburð- ur þessi hefði greinilega orðið til viðvörunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.