Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982
Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavfkurborg:
Sögðu langflestir
upp um mánaðamótin
Um 90% hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í Reykja-
vík og nágrenni hafa sagt störfum sínum lausum
MIKILL meirihluti hjúkninarfreðinga hjá Reykjaríkurborg sagði upp atörfum
sínum frá og með síðustu mánaðamótum. Á BorgarspíUlanum og deildum hans
sUrfa um 190 hjúkrunarfræðingar og höfðu 132 þeirra sagt upp fyrir 1. marz og i
Heilsuverndarstöðinni mun hlutfallið vera svipað eða heldur herra. Hjúkrunar
fraeðingar hjá borginni samþykktu aðalkjarasamning við borgina á laugardag, en
til að knýja á um frekari úrbætur í launamálum og til að sýna samstöðu með
hjúkrunarfræðingum á ríkisspítulunum, sem einnig hafa sagt upp, ákváðu hjúkr
unarfræðingar hjá borginni að grípa til þessa ráðs.
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á uppsagnarfrest eins og hjúkrunar-
ríkisspítulunum munu vera mjög al-
mennar og á sumum deildum hafa
allir hjúkrunarfræðingar sagt upp.
Þeir hafa nánast allir þriggja mán-
aða uppsagnarfrest, en á ríkisspítul-
unum er hægt að skylda þá, sem
segja upp, til að starfa í þrjá mánuði
til viðbótar. Það er hins vegar ekki
hægt varðandi hjúkrunarfræðinga
hjá borginni eða sjálfseignastofn-
unum. Hjúkrunarfræðingar hafa
gert kröfu um að byrjunarlaun skuli
greidd samkvæmt 16. launaflokki
BSRB, en nú þiggja þeir byrjunar-
laun samkvæmt 11. launaflokki.
Langflestir sjúkraliðar, sem
starfa í Reykjavík og nágrenni, hafa
einnig sagt upp, en um 600 sjúkralið-
ar starfa á þessu svæði. Á Borgar-
spitalanum höfðu t.d. 132 af um 180
sjúkraliðum sagt upp 1. marz. Að
sögn Málhildar Angantýsdóttur, sem
sæti á í stjórn Sjúkraliðafélags Is-
lands, hafa um eða yfir 90% sjúkra-
liða sagt störfum sínum lausum.
Sjúkraliðar eru með þriggja mánaða
fræðingar. Komi uppsagnir þessara
stétta til framkvæmda leggja hjúkr-
unarfræðingar og sjúkraliðar niður
störf 15. maí — 1. júní í sumar. Mál-
hildur sagði, að sjúkraliðar í Reykja-
vík og nágrenni fengju nú byrjunar-
laun samkvæmt 6. flokki, en á lands-
byggðinni væru sjúkraliðum greidd
byrjunarlaun samkvæmt 8. launa-
flokki. Hún sagði, að krafan væri að
allir sjúkraliðar byrjuðu í 9. launa-
flokki.
Sjúkraliðafélagið er ekki samn-
ingsaðili við ríkið eða stofnanir þar
sem sjúkraliðar starfa, heldur fara
Starfsmannafélag ríkisstofnana og
Starfsmannafélag Reykjavíkur með
samningagerð fyrir sjúkraliða.
Málhildur var spurð hvers vegna
sjúkraliðar gripu til þessara aðgerða
þegar Kjaranefnd fjallaði um sér-
kjarasamninga. Hún sagði, að
sjúkraliðar hefðu ekki góða reynslu
af dómnum og ætluðu sér að vera
tilbúnir ef Kjaranefnd felldi úrskurð
svipað og áður.
Þungaskattur hækk-
ar um allt að 83% í ár
ÞUNGASKATTUR bifreiða hækkaði í janúar sl. eins og lög
gera ráð fyrir. Hins vegar er hækkunin mjög mismunandi
eftir þyngd bílanna.
Þungaskattur bíla, sem eru
allt að 12 tonnum að þyngd
hækkaði um 33%, en hækkunin
fer síðan stighækkandi þaðan í
frá. Til dæmis er hækkunin á bíl,
sem er 12 tonn á þyngd um 41%,
á bíl, sem er 13 tonn um 47,6%
og á bíl, sem er 14 tonn, er hækk-
unin um 56%. Hækkunin á bíl-
um, sem eru í kringum 23 tonn,
en það er algeng stærð á flutn-
ingabílum, er hins vegar um
83%.
Um 33% hækkunarinnar eru
beint vegna vísitöluhækkunar,
en hækkanir umfram hana eru
taldar nauðsynlegar vegna þess,
að stærri bílarnir slíti vegunum
mun meira en hinir.
Lárus Ögmundsson í fjár-
málaráðuneytinu, sagði i samtali
við Mbl., að tekjur vegna þessara
stóru bíla væru mun minni held-
ur en kostnaðurinn vegna þeirra.
Hækkunin nú væri gerð að til-
lögu stjórnskipaðrar nefndar,
sem hafði það verkefni m.a. að
kanna hver kostnaður Vegagerð-
arinnar væri vegna aksturs
stórra bíla og fjáröflun Vega-
sjóðs og fleira. Það var álit
nefndarinnar, að jafnvel þessi
hækkun nú nægði engan veginn
til að koma jafnvægi á kostnað
og tekjur vegna þessara stóru
bíla.
Þad er margt skrafaö við fiskadgerd. Myndin er tekin í Þorlákshöfn.
I.jósm. Mbl. RAX.
Óhófleg, órökræn skattheimta:
Meginorsök „svartr-
ar atvinnustarfsemi"
- segja flutningsmenn þingsályktunartillögu
„ALÞINGI ályktar að skipuð
skuli 7 manna nefnd til þess
að gera úttekt á „svartri at-
vinnustarfsemi“, þ.e. atvinnu-
starfsemi þar sem ekki eru
greidd opinber gjöld, og koma
með tillögur til úrbóta. Nefnd-
ina skipi 4 einstaklingar til-
nefndir af þingflokkum, tveir
tilnefndir af Landssambandi
iðnaðarmanna og einn til-
nefndur af forsætisráðherra,
sé hann formaður nefndarinn-
ar. Nefndin skili tillögum fyrir
árslok 1982.“
Þannig hljóðar tillaga til
Þórunn Sveinsdóttir VE
búin að landa 620 tonnum
NKTABÁTURINN Þórunn Sveinsdóttir frá Vestmannaeyjum er nú lang-
hæsti vertíðarbáturinn á landinu, en um mánaðamótin hafði Þórunn
Sveinsdóttir landað 620 tonnum í Vestmannaeyjum frá því að vetrarvertíð
hófsL í febrúarlok var heildarafliinn f Vestmannaeyjum orðinn 8224,8 tonn
frá áramótum, en var 6238,6 tonn á sama tíma í fyrra.
Afli netabáta í Eyjum var orð- aflahæsti báturinn er ófeigur 3.
þingsályktunar, sem Vilmundur
Gylfason, Karvel Pálmason og
Benedikt Gröndal hafa flutt á Al-
þingi. í greinargerð er vitnað til
samþykktar á 39. Iðnþingi íslend-
inga þar sem vikið er að „svartri
atvinnustarfsemi", sem komizt
hafi fram hjá skattalegum kvöð-
um almenns atvinnurekstrar og
snarbrengli samkeppnisgrundvöll
allan. Stjórnvöld verði samhliða
að gera sér grein fyrir því að
„óhófleg, ósanngjörn og órökræn
skattheimta á almenning og
flestan atvinnurekstur þessa
lands sé ein meginorsök þess, að
svört atvinnustarfsemi þrífst í
landinu”.
inn 5165,5 tonn um mánaðamótin,
afli trollbáta 1023 tonn, afli línu-
og handfærabáta 189,1 tonn og
afli togaranna var orðinn 2347,2
tonn. Eins og fyrr segir, þá er Þór-
unn Sveinsdóttir langhæst Eyja-
báta með 620 tonn, annar í röðinni
er Suðurey með 358 tonn og þriðji
með 357 tonn. Af trollbátum er
Björg aflahæst með 146 tonn.
Breki er aflahæstur togaranna
þriggja með 685 tonn, en þess ber
að geta að togararnir koma með
fiskinn óslægðan að landi, en
dagróðrarbátarnir ekki.
Viðskiptaráduneytið ákvedur lágmarksverð: Grásleppuvertíðin að hefjast:
Mikil verðlækkun á
grásleppuhrognum
Veiðar ekki tak-
markaðar fyrst í stað
VERÐ á grásleppuhrognum befur
verið lækkað verulega frá því, sem
var á síðasta ári eða um Ueplega
23% ef miðað er við dollara. Þá
hefur einnig verið ákveðið að miða
lágmarksverðið við danskar krónur
og vesturþýzk mörk, en ekki doll-
ara eins og áður.
Viðskiptaráðuneytið hefur
ákveðið, að lágmarksverð fyrir
hverja tunnu af grásleppuhrogn-
um skuli vera 1.950 danskar krón-
ur eða 595 mörk fyrir þann hluta
framleiðslu síðasta árs, sem enn
hefur ekki verið seldur úr landi.
Nákvæmar tölur um hversu mik-
ið af hrognum er eftir í landinu
liggja ekki fyrir, en gizkað hefur
verið á rúmlega 5 þúsund tunnur
af tæplega 20 þúsund tunna
framleiðslu. Þetta verð samsvar-
ar um 255 dollurum, en í fyrra-
vetur var lágmarksverðið ákveðið
330 dollarar á tunnuna. Fyrir
framleiðslu þessa árs ákvað
viðskiptaráðuneytið, að lág-
marksverðið skyldi vera 2.200
danskar krónur eða jafngildi
annarrar myntar. Það jafngildir
285—288 dollurum.
Björn Líndal, deildarstjóri í
viðskiptaráðuneytinu, sagði í
gær, að ástæður þessarar ákvörð-
unar væru einkum þrjár. í fyrsta
lagi hefði verið nauðsynlegt að
mati ráðuneytisins að greiða
fyrir sölu á óseldum birgðum því
lífsafkoma margra framleiðenda
væru undir því komin að þessi
hrogn seldust. I öðru lagi hefði
legið fyrir samþykkt stjórnar
Samtaka grásleppuhrogna-
framleiðenda, þar sem hún sam-
þykkti þessa verðlagningu, en
þetta verð hefði ekki verið ákveð-
in nema sú ákvörðun hefði legið
fyrir. í þriðja lagi hefðu kaupend-
ur fallið frá verðlækkunarfyrir-
vörum vegna framleiðslu ársins
1981.
VERTÍÐ grásleppukarla norð-
anlands byrjar í næstu viku eins
og venja hefur verið síðustu ár.
Enn er ekki Ijóst hvort veiðarn-
ar verða takmarkaðar, en Morg-
unblaðinu barst í ger eftirfar
andi frétt frá sjávarútvegsráðu-
neytinu:
„Vegna erfiðleika á sölu
saltaðra grásleppuhrogna á
erlenda markaði er í athugun
í ráðuneytinu hvort takmarka
þurfi grásleppuveiðar á kom-
andi vertíð. Þar sem enn ríkir
óvissa í sölumálum og stuttur
tími er til vertíðar, hefur
ráðuneytið ákveðið að hefja
vertíð á hefðbundinn hátt.
Mun síðar, þegar ljóst verður
hver þróun verður í sölumál-
um, tekin afstaða til þess,
hvort takmarka þurfi veiðar.
Reynist nauðsynlegt að grípa
til takmörkunar á veiðum,
verður haft samráð við sjó-
menn um hvernig að slíkri
takmörkun skuli staðið.
Þeir aðilar, sem hyggjast
stunda grásleppuveiðar á
komandi vertíð, skulu sækja
um leyfi til sjávarútvegsráðu-
neytisins. í umsókn skal koma
fram nafn og heimilisfang,
ásamt póstnúmeri umsækj-
anda, ennfremur nafn og ein-
kennisstafir báts, leyfisnúmer
frá fyrra ári, veiðisvæði og
hvert senda á leyfið.
Athygli skal vakin á því, að
þeir sem ekki skiluðu veiði-
skýrslu eftir síðustu vertíð,
mega búast við að fá ekki
veiðileyfi í ár.“
*
Utgefendur
DV kaupa
meirihluta
í Videoson
ÚTGEFENDUR Dagblaðsinn og Vísis,
fýrirtækið Frjáls fjölmiðlun, befúr gert
samning um kaup á meirihhita hluta-
bréfa í fyrirtækinu Videoson. Að sögn
Harðar Einarssonar eru ýmsir fýrirvar
ar í þessum samningi, þannig að það
yrði ekki endaniega Ijóst fýrr en um
miðjan mánuðinn hvort af kaupunum
yrði.
Hörður sagði, að engin áform
væru uppi um breytingar á rekstri
Videoson og sennilega myndi fyrir-
tækið starfa áfram í óbreyttri mynd.
Aðspurður um kaupverð meirihluta
hlutabréfa í Videoson sagði Hörður
það vera trúnaðarmál milli kaup-
enda og seljenda.
Sjónvarpið
sýnir beint
frá Wembley
NÚ HEFUR endanlega verið ákveðið að
sýna beint úrslitaleik ensku deildabik-
arkeppnínnar milli Tottenham og Liv-
erpool, sem fram fer á Wembley-leik-
vanginum í Lundúnum annan laugar-
dag. Þetta verður i fyrsU skipti, sem
sjónvarpið sýnir beint frá íþróttavið-
burði erlendis. Sýning frá leiknum hefst
khikkan 14.55 og hefur sjónvarpið afnot
*f gervihnetti til klukkan 16.45. Enn er
eklti ákveðið hvort Bjarni Felbtson lýsir
leiknum beint frá Wembley eða hvort
enskir þulir sjá um lýsinguna.