Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982
15
Siglingamálastjóri
með tillögur að
nýjum reglum
— um losunar- og sjósetningar-
búnað gúmmíbjörgunarbáta
menningarmál og málefni lepp-
ríkjanna í Austur-Evrópu. Þegar
félagar í stjórnmálanefndinni eru
dregnir í dilka, hefur jafnan leikið
minnstur vafi á því, hvar setja
skuli Chernenko, allir hafa verið
sammála um, að hann sé
„Brezhnevs-maður". Völd sín og
áhrif hefur Chernenko fengið frá
Brezhnev, en þeir kynntust fyrst
fyrir um það bil 30 árum, þegar
Chernenko starfaði undir stjórn
Brezhnevs í Moldavíu. Kirilenko
hefur líka starfað lengi með
Brezhnev. Hann hefur komið sér
vel fyrir í sovéska valdakerfinu.
Kirilenko er einn af fjórum félög-
um í stjórnmálanefnd flokksins,
sém starfa á aðalskrifstofu mið-
stjórnar flokksins, hann hefur um
langt árabil fylgst með daglegu
flokksstarfi og látið til sín taka
við ráðningu mann í trúnaðar-
stöður í flokknum, einkum í emb-
aetti utan höfuðborgarinnar,
Moskvu.
Á áttunda áratugnum töldu
margir líklegt, að Kirilenko tæki
við af Brezhnev. Þess ber að gæta,
að hann er þremur mánuðum
eldri en Brezhnev. Þótt hann sé
við betri heilsu en leiðtoginn,
myndi hann aðeins setjast til
bráðabirgða í stól hans, ef til þess
kæmi. Stjarna Kirilenkos virðist
hafa dalað síðustu misseri, hann
er sjaldnar en áður í hirð hinna
mestu tignarmanna í Kreml.
Sé litið til skoðana þeirra Kiril-
enkos og Chernenkos, kemur í
ljós, að þeir eru á öndverðum
meiði, að minnsta kosti á einu
mikilvægu sviði: Hvernig á að
bregðast við hinum geigvænlega
efnahagsvanda, sem að Sovétríkj-
unum steðjar? Kirilenko er verk-
fræðimenntaður og hann hefur
slegist í hóp þeirra, sem vilja
leggja kapp á tæknivæðingu og
aukna framleiðni til að sigrast á
vandanum. Chernenko hefur á
hinn bóginn lagt áherslu á nauð-
syn þess, að haldið sé uppi aga
meðal verkalýðsins og hann
hvattur til dáða með hugmynda-
fræðilegri innrætingu.
Bandarískur
jassleikari
kennir á Akur-
eyri og Rvík
JASS-gítarleikarinn Paul Weeden
kom hingað til lands um síðustu min-
aðamót og dvelur nú á Akureyri þar
sem hann kennir á námskeiði á veg-
um Tónlistarskólans, Menntaskólans
og Tónlistarfélagsins. Einnig leikur
hann opinberlega á KEA. Á Akureyri
verður Weeden til 8. mars en þá held-
ur hann til Reykjavíkur þar sem hann
verður með námskeið á vegum
Tónskóla FÍH og leikur á skemmti-
stöðum og í klúbbum.
Weeden mun dvelja hér í hálfan
mánuð, en hann hefur leikið inn á
margar hljómplötur, segir í frétt
frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Hann er nú búsettur í Osló og hef-
ur á síðustu árum kennt á nám-
skeiðum og haldið tónleika í Noregi
og nágrannalöndum. Hann hefur
hlotið heiðursviðurkenningu
norsku menningarmiðstöðvarinn-
ar, Oslóborgar og jasshátíðarinnar
í Harstad.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá Sigl-
ingamálstofnun ríkisins:
„Siglingamálastjóri hefur sent
samgönguráðherra tillögur að
nýjum reglum um losunarbúnað
og sjósetningarbúnað gúmmí-
björgunarbáta fyrir öll íslensk
þilfarsskip. Við samningu þessara
reglna leitaði Siglingamálastofn-
un ríkisins til Sigmundar Jó-
hannssonar, Friðriks Ásmunds-
sonar, skólastjóra og Jóns I. Sig-
urðssonar, formanns Björgunarfé-
lags Vestmannaeyja.
Þessar tillögur að reglum gera
ráð fyrir, að við fyrstu búnaðar-
skoðun skips eftir 1. september
1982, verði hvert skip að vera með
losunarbúnað til sjósetningar
samkvæmt reglunum fyrir alla
gúmmíbjörgunarbáta skipsins.
Verði þessar tillögur að reglum
staðfestar, þá myndu öll íslensk
þilfarsskip verða með slíkum bún-
aði nálægt 1. september 1983.
Reglurnar gera ráð fyrir, að
settur verði í öll þilfarsskip losun-
arbúnaður, þar sem með einu
handtaki sé hægt að losa gúmmí-
björgunarbát úr sæti til sjósetn-
ingar, annaðhvort með handafli
eða með þrýstiorku eða á annan
vélrænan hátt.
Sé um einhvern þann vélrænan
hreyfibúnað að ræða, sem gæti
bilað eða brugðist, skal líka vera
hægt að losa og sjósetja gúmmí-
björgunarbátinn með handafli á
hefðbundinn hátt, en losun hans
skal ávallt vera hægt að gera með
einu handtaki.
Tillögum þessum að reglum
fylgir viðauki með nánari skýring-
um um, hvers krafist verður af
losunar- og sjósetningarbúnaði, til
að hann geti fengið viðurkenningu
Siglingamálastofnunar ríkisins.
Þessar reglur eru fyrst og fremst
byggðar á hugmyndum Sigmunds
Jóhannssonar í Vestmannaeyjum,
en nú hefur verið settur slíkur
búnaður við einn gúmmíbjörgun-
arbát í hverju skipi í 31 fiskiskip í
Vestmannaeyjum og fyrir tvo
gúmmíbjörgunarbáta í tveim
skipum, þ.e.a.s. alls í 33 fiskiskip
'af 54, sem nú eru skráð í Vest-
mannaeyjum.
Almennt er þó í reglunum gert
ráð fyrir, að þesi og álíka búnaður
muni þróast áfram.
Gera má ráð fyrir, að sam-
gönguráðherra, í samræmi við til-
lögur siglingamálastjóra, sendi
tillögur þessar að reglum, til um-
sagnar hagsmunaaðila og þá fyrst
og fremst til samtaka sjómanna
og útgerðarmanna og til farm-
skipaeigenda.
Að því búnu er það samgöngu-
ráðherra, sem tekur ákvörðun um
setningu slikra reglna, og þá með
þeim breytingum, sem umsagnirn-
ir kunna að gefa tilefni til."
ydi
Nei, ekki beinlínis veröhrun, en hvaöa orö lýsir betur
nýjasta veröinu á Skoda?
frá 63.000 kr.
Hann Halli svarar í símann eöa tekur á móti ykkur með allar upplýsingar á reiðum
höndum og býður jafnvel upp á kaffibolla
JÖFUR
HR
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600