Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 33

Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 33 KRFÍ er þver- pólitfsk samtök BLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Kvenréttindafélagi íslands, vegna fvrirspurnar kynningarhóps Kvennaframbodsins í Reykjavík: Fyrir nokkru birtist í dagblöð; um fyrirspurn til stjórnar KRFI frá kynningarhópi Kvennafram- boðs í Reykjavík. Þar er spurt, hvers vegna félagið telji sér „ekki skylt að styðja allar konur sem hyggjast demba sér út í stjórn- málabaráttuna". Spurningin felur í sér misskilning á afstöðu KRFI til stjórnmálaþátttöku kvenna. Markmið KRFÍ er og hefur ver- ið frá upphafi að vinna að jöfnum rétti og jafnari stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins. Bæði konur og karlar starfa innan vébanda félagsins að þessu markmiði, án tillits til stjórn- málaskoðana. I stjórn félagsins eru kosnir á árlegum aðalfundi að- almenn og varamenn, flokks- bundnir eða óflokksbundnir eftir atvikum. En á landsfundi, fjórða hvert ár, eru kosnir fjórir stjórn- armenn, ásamt varamönnum, eftir tillögum uppstillingarnefndar, sem leitast við að fá fulltrúa frá þeim stjórnmálaviðhorfum, sem ríkjandi eru hverju sinni. KRFÍ eru þverpólitísk samtök áhuga- manna um jafnrétti karla og kvenna og hlýtur að gæta hlut- leysis í afstöðu til þeirra er gefa kost á sér til framboðs í almenn- um kosningum og styður því ekki einstaklinga eða einstaka flokka. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SÖMuflmagjiuir Vesturgötu 16, sími 13280 Hins vegar reynir félagið með ýmsum hætti, að leggja þeim kon- um lið, sem vilja hasla sér völl í stjórnmálabaráttunni. Þannig hefur félagið alloft á liðnum árum sent öllum stjórnmálaflokkum áskorun um að skipa konur í örugg sæti á framboðslistum og sent beinar áskoranir til kvenna að gefa kost á sér t.d. til prófkjörs. í stefnuskrá, sem samþykkt var á landsfundi KRFÍ 1980 var kveðið á um að á næstu fjórum árum skyldi unnið að því að fjölga kon- um í stjórnmálastarfi, í sveitar- stjórnum og á Alþingi. Að þessu verkefni hefur félagið unnið und- anfarið m.a. með ráðstefnuhaldi, ýmiss konar útgáfustarfsemi o.fl. Þegar nær dregur kosningum í vor mun KRFÍ gangast fyrir fram- bjóðendafundum í þeim tilgangi að gefa konum af öllum listum kost á að koma skoðunum sínum á framfæri, kynna sig og kynnast öðrum. Þegar kjósendur hafa ekki átt annars kost, á undanförnum ár- um, en að kjósa karla í meirihluta til stjórnmálastarfa og konur farnar að þreytast á því hversu áhrifalitlar þær eru í þjóðfélaginu er ekki nema eðlilegt að leitað sér nýrra leiða. Kvennaframboð er til- raun til að fjölga konum í stjórn- málum og fagnar KRFÍ hverri slíkri tilraun. Umræður og undir- búningur að sérframboðum kvenna hefur þegar haft þau áhrif að tala kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokkanna hefur aukist verulega. Fyrirspyrjandi gagnrýnir for- mann KRFI fyrir að láta í ljós skoðun sína á sérframboðum kvenna í blaðaviðtali vegna 75 ára afmælis félagsins. Stjórn KRFI vill benda á, að formaðurinn, Esther Guðmundsdóttir, greindi skilmerkilega frá því að hún tjáði þar sína eigin skoðun, enda innt eftir henni. Innan KRFÍ er full- komið skoðanafrelsi og gildir það jafnt um formann sem aðra fé- lagsmenn. Stjórn KRFI vonar að kynn- ingarhópi Kvennaframboðs í Reykjavík sé orðin ljós afstaða fé- lagsins til kvenframbjóðenda, hvort sem þeir eru í stjórnmála- flokkum eða utan þeirra. Að lokum hvetur stjórn KRFÍ konur til virkrar þátttöku í kosn- ingabáráttunni og óskar öllum þeim konum brautargengis, sem verða í framboði til sveitarstjórna á vori komandi. Kjósum konur. Reykjavík, 1. marz 1982. Stjórn Kvenréttindafélags íslands. Strásykur 2 kg. Hveiti 2,5 kg. Kellogs Corn flakes Cherios 198 gr. Cocco Puffs 340 gr. Libbys tómatsósa 567 gr. Ananas kínv. 425 gr. Gr. baunir Coop, V4 d. Vex þvottaduft 3 kg. Vex þvottalögur 2 I. Leni eldhúsrúllur 2 stk. Leni WC-rúllur 4 stk. Leyft verð 12.00 20.55 25.80 15.60 30.65 14.35 14.65 10.20 45.45 23.45 15.95 15.10 Okkar verð 15.10 18.00 23.95 14.40 28.40 13.30 13.60 6.60 41.85 14.60 10.75 13.35 iíC v\ KRON Alfholsvegi KRON Hlíðarvegi MÁTTUR HINNA MÖRGU Töskuhúsið r v ^ auglýsir Höfum opnaö á nýjum stað í nýjum húsakynnum að Laugavegi97 hfiP L.//#_/7 TOSKUHUSIÐ — 1x2 25. leikvika — leikir 27. febrúar 1982 Vinningsröö: 21X — X2X — X12 — X 1 2 1. vinningur: 12 réttir — kr. 154.790.- 85553 (4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 211,00 22807+ 43865 66956 85000 Kærufrestur er til 22. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — Reykjavík Stýrisendar Spindilkúlur Höggdeyfar ■%, fyrir flesta bíla Fjaöragormar fyrir ameríska bíla «1 s£á a VARA- AUKA- HLUTIR HLUTIR (rompton Parkinson RAFMÓT0RAR Eigum ávallt fyrirliggjandi 1400—2800 sn/mín. rafmótora. 1ns fasa 'A—4 hö 3ja fasa 'A—25 hö Útvegum allar fáanlegar geröir og stærðir. VALD. POULSENf Suöurlandsbraut 10, sími 86499.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.