Morgunblaðið - 04.03.1982, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón Sighvatur Blöndal
48. ársþing Félags
íslenzkra iðnrekenda
ARSÞING Félags íslenzkra iðnrek-
enda, þad 48. í roðinni verður haldið
að Hólel D>flleiðum á morgun,
fnstudaginn ó.janúar.
Þingið hefst á venjulegum aðal-
fundarstörfum, samkvæmt lögum
félagssins, en síðan mun Davíð
Scheving Thorsteinsson, formaður
Félags íslenzkra iðnrekenda flytja
ræðu. Að henni lokinni mun
Hjörleifur Guttormsson ávarpa
fundinn.
Eftir hádegi mun Dr. Jóhannes
Nordal, seðlabankastjóri flytja
ræðu um „Skýrslu starfsskilyrða-
nefndar“. Síðan munu fara fram
umræður um skýrsluna og verða
frummælend.ur þar þeir Haukur
Björnsson, Þráinn Þorvaldsson,
Pétur Eiríksson og Kristján Jó-
hannsson.
Þá verða umræður og fyrir-
spurnir, ályktun þingsins og kjör-
stjóri lýsir úrslitum í stjórnar-
kjöri.
Samdráttur
í flugvélaframleiðslu
EINS OG kunnugt er af fréttum hafa Lockheed verksmiðjurnar í
Bandaríkjunum ákveðið að hætta smíði Tri Star-farþegaþota og
nú er um það rætt, að McDonnell Douglas muni fylgja í kjölfarið
og hætta framleiðslu á DC-10 þotum. A síðustu þremur mánuðum
ársins var hagnaður Boeing verksmiðjanna um 40% minni en á
sama tíma árið áður.
300 milljóna dollara tap
á amerískum flugfélögum
HEILDARTAP bandarísku flugfélaganna á síðasta ári nam um
300 milljónum dollara, eða um 3000 m.kr. og leggja bandarískir
bankar mikla áherzlu á að halda flugfélögunum gangandi vegna
þess, að markaðurinn fyrir notaðar flugvélar er svo slæmur, að
lánardrottnar hafa við litlu að taka.
Mikið framboð
af notuðum farþegaþotum
MIKIÐ framboð er nú af notuðum farþegaþotum í heiminum og
jókst töluvert, þegar Laker-flugfélagið varð gjaldþrota. Talið er,
að um 40 DC-10 þotur hafi verið til sölu um skeið og við gjaldþrot
Lakers bættust við níu DC-10 þotur og þrjár „Airbus“-þotur, sem
framleiddar eru af Evrópumönnum. Fyrir utan þær þrjár munu
um sjö slíkar þotur vera til sölu og 55—60 Boeing 747 eru einnig á
söluskrá.
Greiðsluerfiðleikar
hjá Rúmenum
POLVERJAR eru ekki eina AusturEvrópuþjódin, sem á í miklum fjár
hagserfióleikum. Rúmenar standa nú frammi fyrir sama vandamáli, þótt
það sé ekki jafn viðamikið og vandamál Pólverja.
I janúarmánuði átti rúmensk-
ir ráðamenn fund með full-
trúum níu vestrænna banka, en
Rúmenía skuldar 150 vestræn-
um bönkum 6,1 milljarð banda-
ríkjadala. Um þriðjungur þess-
ara skulda fellur í gjalddaga á
næstu 18 mánuðum og Rúmenía
er þegar komin í vanskil með
greiðslur, sem nema 1,2 millj-
örðum bandaríkjadala og þarf
að greiða 2,7 milljarða til við-
bótar á árinu 1982.
Þrátt fyrir þessar upphæðir
telja vestrænir bankamenn, að
Rúmenía eigi ekki við jafnal-
varleg vandamál að stríða og
Pólland, en muni hins vegar
þurfa á að halda framlengingu á
lánum og annars konar aðstoð
til þess að geta staðið undir
greiðslu vaxta og afborgana af
þessum lánum.
GM kaupir hlut í Suzuki
SUZUKI-bílaverksmiðjurnar í
Japan stefna nú að því að byggja
sex hundruð þúsund smábíla á
þessu ári, en töluverð eftirspurn
hefur verið cftir bílum verk-
smiðjanna, og eru það aðallcga
fjölskyldur, sem eru að festa
kaup á öðrum bíl, sem þar eru á
ferðinni. Bandarísku bílaverk-
smiðjurnar General Motors
keyptu nýlega lítinn hlut í Suz-
uki-verksmiðjunum og er Suzuki
nú að vinna að því að þróa nýjan
smábíl fyrir GM.
GM er einnig hluthafi í Is-
uzu-bílaverksmiðjunum í Jap-
an og hefur hlutur þeirra verið
rúmlega 34%, en talið er, að
hann muni aukast í 40% á
næstu árum og er búizt við
því, að þessar japönsku bíia-
verksmiðjur muni framleiða
um 200 þúsund litla bíla á ári
fyrir GM-verksmiðjurnar.
Frá Mitsubishi-námskeidinu á dögunum. Ljósmynd Mbl. KÖE.
Hekla:
Japanskur sérfrædingur leið-
beindi um viðhald Mitsubishi
Mitsubishi-sérfræðingurinn skýrir fyrir þátttakendum á námskeiðinu ýmsa
þætti varðandi vélina. Ljósmynd Mbl. kök.
HEKLA hf. hefur í gegnum árin lagt
mikla áherzlu á námskeiðahald fyrir
starfsmenn sína og umboðsmanna
sinna varðandi viðhald á vélum, bfl-
um og tækjum, sem fyrirtækið selur.
Eitt slíkt námskcið var haldið fyrir
skömmu, þcgar hingað til lands kom
sérfræðingur frá Mitsubishi-verk-
smiðjunum japönsku til að leiðbeina
um viðhald á Mitsubishi-bflum, sem
Hekla hefur um árabil selt hér á
landi.
Sverrir Sigfússon, fram-
kvæmdastjóri hjá Heklu hf., sagði
í samtali við Mhl., að námskeiðið
hefði staðið yfir í viku tíma og
verið frá morgni til kvölds. —
Námskeiðið sóttu okkar eigin
starfsmenn svo og starfsmenn
umboðsmanna okkar úti á landi,
sem starfa við viðgerðir.sagði
Sverrir ennfremur.
Sverrir sagði það mál manna, að
námskeiðið hefði í alla staði tekizt
mjög vel og það væri reyndar
skoðun þeirra Heklumanna, að
námskeiðahald, sem þetta væri í
raun bráðnauðsynlegt og hefði
mikla þýðingu í bættri þjónustu
fyrirtækisins við viðskiptamenn
þess.
A námskeiðinu var farið sér-
staklega í sjálfskiptingar og vélar
bílanna, auk þess, sem farið var í
ýmsa aðra þætti eftir þörfum,
sagði Sverrir Sigfússon ennfrem-
ur.
Sverrir sagði, að á næstunni
myndi Hekla standa fyrir svipuðu
námskeiði varðandi viðhald á
Volkswagen-bílum og í tilefni þess
kæmi hingað til lands sérfræðing-
ur frá Volkswagen í Þýzkalandi.
— Þá höfum við í gegnum árin
haldið fjölda svokallaðra Cater-
pillar-námskeiða, eða námskeiða í
viðhaldi Caterpillar-vinnuvéia,
auk þess að halda námskeið í með-
ferð slíkra tækja fyrir viðskipta-
vini okkar. Við verðum með eitt
slíkt þriggja daga námskeið í
þessum mánuði. Ennfremur hald-
ið námskeið í meðferð sjóvéla og
ljósavéla frá Caterpillar, sagði
Sverrir Sigfússon ennfremur.
Að sögn Sverris er þetta í fyrsta
sinn, sem hingað til lands kemur
sérfræðingur frá Mitsubishi í
þessum erindagjörðum, en hins
vegar myndi verða framhald á
þessu námskeiðahaldi.— Annars
er það okkar skoðun, að svona
námskeiðahald auki mjög á öryggi
viðskiptavina okkar, sem fyrir
vikið fá betri þjónustu en ella.
Sérstaklega er þetta mikilvægt
fyrir landsbyggðina, sagði Sverrir
Sigfússon, framkvæmdastjóri hjá
Heklu hf. að síðustu.
Noregsfréttir:
Samkeppnishæfni norsks idn-
aðar versnar um 30% á árinu
Neytendaverð hækkaði um 13,8% á árinu 1981
í LOK síðasta árs voru um 2,1%
vinnufærra manna í Noregi án
atvinnu, eða um 35.600 manns.
Þar af voru 22.100 karlmenn og
13.500 konur. Þá voru um 5.400
manns undir 20 ára aldri.
Til samanburðar voru um
1,8% mannaflans án atvinnu í
lok ársins 1980, eða um 30.100
manns. Þá má geta þess, að
svo margir hafa ekki verið at-
vinnulausir í Noregi frá
stríðslokum, ef árin 1958 og
1959 eru undanskilin.
Neytendaverð
Neytendaverð hækkaði um
13,8% á síðasta ári í Noregi,
þar af varð mest hækkun á
ýmiss konar sælgæti og tóbaki,
eða um 18,8%. Mátvæli hækk-
uðu að meðaltali um 15,7% í
verði. Verð á lyfjum og heilsu-
gæzlu hækkaði minnst, eða að-
eins 4,9%.
Olía — Iðnaðurinn
Á síðasta ári seldi norskur
iðnaður vörur til olíuvinnsl-
unnar í landinu fyrir liðlega
1.500 milljónir Bandaríkjadoll-
ara, eða sem nemur liðlega 15,6
milljörðum íslenzkra króna.
Til samanburðar, þá var þessi
tala um 1.166 milljónir Banda-
ríkjadollara á árinu 1980, eða
sem næst 12,1 milljarði ís-
lenzkra króna.
Áliðnaðurinn
„ Norska ríkisálfyrirtækið,
Árdal og Sunndal Verk A/S,
tilkynnti nýverið, að um 13
milljóna Bandaríkjadollara
tap hefði orðið á rekstri fyrir-
tækisins á síðasta ári. Þá gera