Morgunblaðið - 04.03.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982
37
Einar Steindórsson
Hnífsdal — Kveðja
Fæddur 20. ágúst 1896
Dáinn 6. febrúar 1982
Það var hringt til mín til
Reykjavíkur að kvöldi 6. febrúar
og mér tilkynnt lát Einars Stein-
dórssonar fyrrum oddvita í Hnífs-
dal. Mig setti hljóðan, því fyrir
nokkrum dögum voru við að sam-
mælast um að minnast látins
sveitunga okkar, Péturs Jónatans-
sonar í Engidal, en minning hans
birtist í Morgunblaðinu 24. janú-
ar. Var Einar þá hress og kátur
eins og hans var venja.
Einar Steindórsson var fæddur
á Leiru í Jökulfjörðum í Norður-
ísafjarðarsýslu 20. ágúst 1896.
Foreldrar hans voru Sigurborg
Márusdóttir, ættuð úr Hvamms-
sveit í Dalasýslu, og Steindór
Gíslason, ættaður úr Nauteyr-
arhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu,
samkvæmt því sem Einar tjáði
mér sjálfur fyrir mörgum árum,
en ég er jafnan forvitinn um upp-
runa og ættir manna.
A síðast liðnu sumri dvöldum
við hjónin nokkra daga norður í
Leirufirði. Beni ég þá á fæð-
ingarstað vinar míns, Einars
Steindórssonar, og ræddum við
um erfiðleika þeirra kynslóða sem
þarna hafa búið, harðræði náttúr-
unnar og baráttu við aðdrætti alla
þarna á þessum stað í nágrenni
Drangajökuls, sem rís í stórfeng-
legri tign sinni fyrir botni fjarðar-
ins.
Staddur þarna í þessum eyði-
firði reikar hugurinn til þeirra
horfnu kynslóða, er þarna hafa al-
ið aldur sinn um aldir og barist
við óblíða náttúru og hörðustu
lífskjör, sem samtíðin getur alls
ekki skilið, enda ekki von, því að
svo gjörólíkt er það öllu sem þekk-
ist nú á tímum.
Foreldrar Einars áttu 5 börn.
Elst var Ágústa, sem lengst af átti
heima í Hnífsdal og dó á tíræðis
aldri. Hún var röskleikakona, er
sagði mér margt úr bernsku sinni.
Gísli, sonur þeirra dó ungur. En
önnur börn þeirra voru Hjörleifur,
sem einnig bjó í Hnífsdal og starf-
aði lengi með okkur Einari í
hreppsnefnd Eyrarhrepps, faðir
Steindórs leikara, og loks Bene-
dikt Rósi, skipstjóri á Fagranes-
inu, Djúpbátum, sem við köllum
vestra.
Vorið 1908 brugðu foreldar Ein-
ars búi, líklega vegna nýrra
fræðslulaga, og fluttu í Hnífsdal,
er síðar átti eftir að verða leikvöll-
ur og starfssvið Einars og þeirra
systkina um langa ævi.
Einar sagði mér svo frá þessum
búferlaflutningum: „Mér fannst
það mikið ævintýri að koma í
Hnífsdal úr fásinninu að norðan
og fá að ganga þar í barnaskóla í
tvo vetur."
En vorið 1909 verða önnur
þáttaskil í lífi Einars. Þá fer hann
12 ára gamall alfarinn úr föður-
húsum og í fóstur hjá merkishjón-
unum Guðbjörgu Kristjánsdóttur
og Guðmundi Sveinssyni kaup-
manni, bónda og útgerðarmanni í
Hnífsdal. Fyrst var hann smali og
sat yfir ánum á sumrum, því þá
voru fráfærur ekki aflagðar. Ein-
ar sagði mér margt frá þessum
smalaárum, en þá strax vann
hann sér traust fyrir þá samvisku-
semi og dugnað að láta aldrei
vanta af ánum.
Seinna lá leið hans í Núpsskóla
og þar varð hann fyrir hollum og
góðum áhrifum hjá þeim mikla
skóla- og kennimanni, sr. Sig-
tryggni Guðlaugssyni. Þessu næst
fer hann í Verslunarskóla íslands
og útskrifast þaðan árið 1920.
Heim kominn í Hnífsdal fer
hann fljótlega að takast á við fjöl-
breyttari viðfangsefni í byggðar-
laginu. En hér er fljótt farið yfir
sögu og næst staðnæmst við árið
1946, er Einar verður fram-
kvæmdastjóri við Hraðfrystihúsið
í Hnífsdal og þar starfaði hann í
30 ár.
Þar eð ég var aðfluttur í sveit-
ina hófust kynni okkar Einars
ekki að marki, fyrr en ég tók sæti
í hreppsnefnd Eyrarhrepps, þar
sem Einar var'fyrir. Þá komst ég
fljótlega að raun um, hversu Einar
var traustur, vandaður og mikill
drengskaparmaður og velviljaður
sínu byggðarlagi.
Einar var 40 ár í hreppsnefnd-
inni og þar af 21 ár oddviti. Þá var
hann sýslunefndarmaður í 24 ár
eða þar til Eyrarhreppur var sam-
einaður ísafjarðarkaupstað árið
1973. Hann átti sæti í sóknarnefnd
Hnífsdalssóknar um árabil og góð-
ur liðsmaður var hann Ung-
mennafélaginu Þrótti í Hnífsdal.
Má því með sanni segja að Einar
kom víða við byggðarlagi sínu til
uppbyggingar og eflingar, sem
hann unni svo mjög.
Ég á margar góðar og skemmti-
legar endurminningar um sam-
starf okkar Einars í hreppsnefnd-
inni. Við vorum ekki samflokks-
menn, en aldrei minnist ég þess,
að ég fyndi það í tilsvörum hans
eða handtaki, þó að eitthvað skær-
ist í odda. Enda tók ég alltaf
málstað Einars, þegar á hann var
deilt af ósanngirni.
Einar kvæntist 3. desember
1938, Ólöfu Magnúsdóttur, mikilli
ágætiskonu og mannkostamann-
eskju, frá Hóli í Bolungarvík. Hún
lést 1968 fyrir aldur fram eftir
mjög erfiða sjúkdómslegu.
Þau hjón tóku stúlkubarn á
fyrsta ári í fóstur og ættleiddu
síðan, Hansínu Einarsdóttur, sem
nú er gift á ísafirði, Kristjáni
Jónssyni, framkvæmdastjóra, og
eiga þau 5 börn. Til þeirra flutti
Einar árið 1973. Þau Einar og Ólöf
ólu upp Einar Val, elsta son Han-
sínu og Kristjáns, til 12 ára aldurs
og einnig tóku þau í fóstur dreng,
Ágúst Jónsson, nú búsettur í Nes-
kaupstað, kvæntur Birnu Geirs-
dóttur, og eiga þau 3 börn.
Mjög létu þau, hjónin, sér annt
um öll þessi börn, og þar sem Ein-
ar var vanur að drífa mig heim
með sér í mat og kaffi, kynntist ég
því vel, hversu hans ágæta kona
bjó honum hlýlegt heimili.
Nú þegar ég lít yfir farinn veg,
verður mér efst í huga þakklæti og
virðing fyrir þessum ágæta sam-
ferðamanni, sem var svo heiðar-
legur og traustur í öllu sem hon-
um var trúað fyrir og gekk með
áhuga og eldmóði að hverju verki
án þess að hugsa um launin að
kvöldi.
Einar var trúmaður, tilfinn-
ingaríkup bg vinfastur. Með slík-
um mönnum er gott að eiga sam-
leið.
Við hjónin sendum Hansínu og
Ágústi og fjölskyldum þeirra
ásamt öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Hjörtur Sturlaugsson,
Fagrahvammi.
Benco 01 — 600A C.B.
40 rásir AM/40 rásir FM.
Sérsmíðuð fyrir ísland. Fullur styrkur.
Verö kr. 1.970,-
Benco, Bolholti 4,
sími 91-21945.
1i
Þolplast
i nýtt byggingaplast-
varanleg vöm gegn raka
nýtt byggingaplast sem
slær öðrum við
Plastprent hetur nú hafið framleiðslu á
nýju byggingarplasti, ÞOLPLASTI, í sam-
ráði við Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins. Framleiðsla á ÞOLPLASTI er
árangur af auknum kröfum sem stöðugt
eru gerðartil byggingarefna.
ÞOLPLAST hefur aukið endingarþol gegn
langtímaáhrifum Ijóss, lofts og hita.
ÞOLPLAST ersérstaklegaætlað sem raka-
vörn í byggingar, bæði í loft og veggi.
ÞOLPLAST ervarið gegn sólarljósi og því
einnig hentugt í gróðurhús, vermireiti
og í glugga fokheldra húsa.
ÞOLPLAST er framleitt fyrst um sinn
280 sm breitt og 0,20 mm þykkt.
Plastprent hff.
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600
BOSCH
Um þaö hafa hinir fjölmörgu eig-
endur sannfært okkur og um þaö
getiö þér einnig sannfærst.
ÖLLBOSCH
verkfæri eru al-
einangruö sem
er mikiö öryggis-
atriöi og eingöngu'^
á kúlulegum.
Fjölbreytt úrval af
BOSCH iðnaöarverkfærum.
Kaupiö verkfæri
sem endast.
Þaö borgar sig.
þjonustan er i sérflokki.
Umboðsmenn um allt land.
Gunnar Ásgeirsson hff.,
Suðurlandsbraut 16, sími 91-35200.
BOSCH
heimilisborvélar
og fjöldi fylgi-
hluta.
BOSCf
verkfærii
eru ótrúlegj
sterk og fjölhæl