Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 imh/m «IW<1 Unnnrigl 7-io Hjúkka; hlauptu. út-Pyrirog saektq ^kóinn Kans." ... að finnast barnið vera hluti af okkur. TM R*o. U.S. Pal Off —aH rtghts roarvad •1082 Lo* Angalm Tknm Syndlcate I*ú gætir gra-U peninga á því að leiga þessar holur tvær? Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI , NERPtAONAGR.IPIR HÖóWA . Hugleiðing: Sparifjár- eigendur hafa verið hlunnfarnir Til Velvakanda. Eftir að hafa lesið greinar Jóns E. Ólafssonar, er hann nefnir „Hugleiðingar", í Morgunblaðinu 25. og 26. febrúar, datt mér í hug að láta frá mér fara smá hug- leiðingu um, hvernig farið væri með þá lífs og liðna, sem hjálpuðu til, með ráðdeild sinni og sparsemi, að byggja upp ýmsar framkvæmdir í landi voru. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi: Byggingarsjóður verka- manna 1942 tók 4% Skulda- bréfalán (ríkisábyrgð) til 42 ára (1944—1985). Eitt þess- ara skuldabréfa eignaðist ég að erfðum fyrir rúmum 30 ár- um, og hefi ég því æði oft labbað með það í Landsbank- ann til þess að vita hvort það væri dregið út. Það hefir ekki gerst ennþá, en ég hef fengið 80 krónur i ársvexti af þess- um 2000 kr. En tvö síðustu áramót hef ég ekki fengið nema 80 aura í vexti og gildir bréfið nú 20 kr., tuttugu nýkrónur!! Hafa verður í huga að þetta bréf kostaði þann sem keypti það á sínum tíma um fjögurra — til sexmánaða kaup. Nú spyr ég: Hvers virði ættu þessar 2000 kr. (20 ný- krónur) að vera í dag, eða þegar bréfið verður innleyst? Eg hef þetta ekki lengra, enda ekki nauðsynlegt. Mig langar til að biðja Velvak- anda að birta þetta og helzt að lofa bréfinu og banka- kvittun að fylgja með. Þetta sýnir á sinn hátt hvernig far- ið hefur verið með sparifjár- eigendur á liðnum árum. H. kltr. ■ Nr. ,$%■ »00 hr. * 4% SKULDABRÉFALÁN ÐYGGINGARSjÓOS VERKAMANNA ISA2 TVÖ ÞÚSUND KRÓNUR Jgh, iandsbanki ISIANDS „ * «**/ , JU y, V/ 'l '» i... B .4«, *y. I* Ék' Ui, C go Ö\96 Mig langar til, að gefnu tilefni, að segja íbúðareigendum, og ég tala nú ekki um húseigendum eins og mér, frá furðulegri reynslu sem ég varð fyrir af hendi þess opin- bera. Eg keypti húsið Laugarnes- tanga 9 b á opinberu uppboði fyrir rúmum tólf árum, sem varð þar með mitt hús og skráð fasteign. En var áður, ásamt ég held flest- um húsum á tanganum, skráð sem lausafjármunir. Allt frá þeim tíma hefi ég greitt fasteignagjald af mínu húsi. En bíðum nú við. Árið 1981 fæ ég enga rukkun fyrir fasteigna- gjald. Ég spyrzt loks fyrir um þetta hjá Gjaldheimtunni. Eftir langa bið sem skipti mánuðum fæ Þórarinn Björnsson Þórarinn Björnsson skrifar: Furðuleg framkoma af hálfu þess opinbera ég loks það svar að ég hafi fyrir mistök skattstofunnar fallið út af skrá sem eigandi minnar fasteign- ar. Jæja, bíðum nú við, 23. nóv- ember 1981 kemur nú aldeilis bréf frá Gjaldheimtunni þar sem mér er hótað að ef ég borgi ekki 1.701 kr. fyrir 3. desember 1981 verði borgarfógeta send krafan og beðið um sölu á hinni lögteknu eign. Svo illa vildi til að þegar þetta ástarbréf kemur heim til mín var ég að heiman, og bréfið lenti í eða saman við gamla reikninga. Og veit ég ekkert um komu þess fyrr en ég finn það nú fyrir nokkrum dögum. Ég fæ mína skattskýrslu nú í ár, án þess að fá græna fast- eignasnepilinn með henni eins og áður. Nokkru seinna fer ég til kunningja míns, sem hefir aðstoð- að mig við að telja fram til skatts. Hann spyr mig um græna plaggið. Ég segi honum eins og er, að ég hafi ekki fengið neinn slíkan miða nú 1982. Hann gerir sér lítið fyrir og hringir í Fasteignamat ríkisins, og fær þar þær upplýsingar að Borgarsjóður Reykjavíkur sé skráður eigandi að mínu húsi. Nú var mér nóg boðið. Ég fer tafarlaust á fund Fasteignamats ríkisins og heimta skýringu. Ung myndarleg stúlka tekur máli mínu vel, hringir í borgarfógeta og fær þær upplýsingar, að ég sé og hafi verið þinglýstur eigandi að mínu húsi síðan ég keypti það á um- getnu uppboði. Hún drífur sig í að vélrita yfirlýsingu í þríriti sem hljóðar uppá að rangur eigandi sé skráður fyrir húsinu. Ég fékk eitt afritið en hún sagði að hin tvö færu, að mig minnir, til Gjald- heimtunnar og Skattstofunnar. Svo mörg voru þau orð. Og nú spyr ég? Er þetta stuldur á mínu húsi? — þá hlýtur Rann- sóknarlögregla ríkisins að taka málið í sínar hendur, og leiða það til lykta, og umfjöllunar. Eða í öðru lagi, telji Borgarsjóður að ég hafi gefið þeim húsið, verð ég að biðja þá að birta gjafabréf frá mér til Borgarsjóðs Reykjavíkur í öll- um dagblöðum borgarinnar. Það læðast að mér margar spurningar í sambandi við þessi furðuheit. Leggur Gjaldheimtan fulla dráttarvexti á þessi tveggja ára fasteignagjöld sem ekki hafa verið greidd fyrir þeirra mistök. Mér finnst sjálfum ands ... ekki til of mikils mælst að þessi tveggja ára gjöld verði felld niður með öllu. Það er ekki að furða þótt sumir haldi því fram og segi sem sannleika að borgin eigi mitt hús. Kemur það eflaust til af því að sumt fólk sem er forvitið um hver eigi hvað, hringir í Fasteignamat ríkisins en ekki til Borgarfógeta sem örugglega veit hver á hvað. Gæti nú verið svo illa komið fyrir hinum þreyttu ráðherrum okkar að þeir hafi ætlað að nota andvirði kofans í kosningasjóð fyrir næst- komandi kosningar. Það væri nú leitt ef hjörtu foringjanna okkar væru nú farin að byltast of hratt í brjóstum þeirra í sambandi við næstu kosningar, og endaði máski með því að þeir þyrftu að fara að neyta róandi lyfja við ósköpunum. Það yrði þokkalegt ef til kæmi og útspyrðist að slíkir menn þyrftu að taka slík meðul. Af litlum neista getur oft hlotist stórt bál. Þórarinn Björnsson, Laugarnestanga 9 b. I Velvakanda fyrir ,W árum Ljósmyndir til sýnis Farðu í skóhlífarnar og skjóztu upp í Listvinasal, ef þú þarft að drepa tímann. Þar hafa myndir milli 40 og 50 áhugamanna verið hengdar á veggina og þar gefst sannarlega á að líta marga skemmtilega mynd. Ekki svo að skilja, að þær séu allar óaðfinn- anlegar, heldur er aðalatriðið samræmi við óskir áhorfandans: Myndirnar eru fjölbreytt skoðun- arefni og upp til hópa góðar. Eng- in hætta á, að mönnum finnist þær tilbreytingarlausar og leiðin- legar. Sídustu verða fyrstir elvakandi góður. Biðraða- menning hefir skapazt hér nokkur og kom ekki til af góðu. En ég hefi aldrei séð menn ganga inn í strætisvagn í þeirri röð, sem þá bar á áfangastað, ef vagninn var þar þá ekki fyrir. Um daginn tók ég mér far með vagni af Lækjartorgi, en af því að hann var ekki kominn, þegar mig bar fyrst að, þá skrapp ég í búð. Var enda enginn kominn nema ein gömul kona. Eftir drykklanga stund kom ég aftur á torgið, þá var vagninn kominn og sægur manna ruddist um fast til að ná sem beztu sæti, nú og loks var enginn eftir utan dyra nema gamla konan, en hún komst inn með herkjum. Farið í röð lls staðar þar, sem ég þekki til á Norðurlöndum og vagn- ar hópast á eina endastöð eins og við Lækjartorg, er komið fyrir skiltum, við stæði hvers vagns. Þar raða farþegarnir sér svo upp og fara í vagninn í þeirri röð, sem þá ber að. Þannig ná þeir í sæti, sem snemma koma. Ég legg til, að þessi skipan verði tekin upp um leið og ýmiss konar önnur nýsköpun verður gerð við strætisvagnana að vori. G.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.