Morgunblaðið - 04.03.1982, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982
47
e
Evrópukeppnin í knattspyrnu:
Liverpool og
Tottenham sigruðu
FYRRI umferðin í itta liða úrslitum
í Kvrópumótunum í knattspyrnu var
leikin í gærkvöldi. Ensku liðin náðu
öll mjög hagstæðum úrslitum í leikj-
um sínum. Aston Villa gerði marka-
laust jafntefli á útivelli gegn rússn-
esku meisturunum. Liverpool sigraði
CSKA 1—0 á beimavelli. Það var
Whelan sem skoraði mark Liv-
erpool, á 65. mfnútu leiksins. Tott-
enham sigraði v-þýska liðið Ein-
tracht Frankfurt 2—0. Miller og
Hazard skoruðu mörk Tottenham.
Belgísku liðin Anderlecht og
Standard unnu sína leiki. Stand-
ard sigraði FC Porto frá Portúgal
2—0. Mörk Standard skoruðu
Englebert og Wendt á 33. og 68.
mín. Geurts og Lozano skoruðu
mörk Anderlecht. Pétur Pétursson
lék ekki með liði Anderlecht.
Sænska liðið IFK Gautaborg
stóð sig vel gegn spánska liðinu
Valencia og náði jafntefli á úti-
velli, 2—2. Cornelius og Nilsson
skorðu mörkin. Daninn Frank
Arnesen skoraði bæði mörk Val-
encia. Svissneska liðið Xamax stóð
í Hamborg SV en leikur iiðanna
fór fram í Hamborg. Leikurinn
endaði 3—2. Mörk Hamborg skor-
uðu Bastrup, Memering og Hees-
en. Givens og Luethi skoruðu fyrir
Xamax.
Úrslit í Evrópukeppnunum f
knattspyrnu í gærkvöldi urðu þessi:
Evrópukeppni
meistaraliða:
('raiova - Bayern Munchen 0:2 (0:2)
Dinamo Kiev - Aston Villa 0K) (0K))
Liverpool - CSKA-Sofia l.-O (0K))
Anderl. - Red Star Belgr. 2:1 (1K))
Evrópukeppni
bikarhafa:
Tottenh. - Eintr. Frankf. 2K) (1K))
Legia Varsjá - Dyn. Tblisi 0:1 (0:1)
Standard Liege - FC Porto 2K) (1K))
Leipzig - FC Barcelona
UEFA-keppnin:
Real Madrid - FC Kaisersl. 3:1 (2K))
Valencia - IFK Gautaborg 2:2 (2:2)
Hamb. SV - Neauch. Xamax 3:2 (1:1)
Dundee IJnited - FC Radnicki 2-0
Sex pólskir landsliðsmenn
í handbolta setjast
að í V-Þýzkalandi
IXortmund, 3. marz. AP.
SEX liðsmenn í pólska lands-
liðinu í handknattleik, sem
verið hafa á keppnisferðalagi
í V-Þýzkalandi, hafa ákveðið
að verða eftir í V-Þýzkalandi
og freista þess að leika með
v-þýzkum félögum. Ýmsir
þekktustu handknattleiks-
menn Pólverja eru í þessum
hópi, þeirra á meðal Panas,
Klempel og Szymczak, en
þessir menn hafa leikið á ís-
landi. Pólska handknatt-
leikssambandið hefur sam-
þykkt það fyrir sitt leyti að
mennirnir leiki með þýzkum
félögum.
Bikarkeppni HSÍ:
Tveir sigrar
hjá Fram
FRAM sigraði lið FH f meistora-
flokki kvenna í handknattleik er lið-
in mættust í bikarkeppni HSÍ. Fram
sigraði 12—9, eftir hörkuspennandi
leik. Lið FH, sem er núna efst í 1.
deild, er því faliið út úr bikarkeppn-
inni.
Einn leikur fór fram í meistara-
flokki karla í gærkvöldi í bikar-
keppni HSÍ. Fram vann öruggan
sigur á liði HK að Varmá í Mos-
fellssveit með 28 mörkum gegn 23.
Staðan í hálfleik var 12—10 fyrir
Fram. Flest mörk Fram skoruðu
þeir Jón Árni Rúnarsson og Hann-
es Leifsson, 6 mörk hvor.
Markhæstir í liði HK voru
Gunnar Eiríksson, Ragnar Ólafs-
son og Hörður Sigurðsson, allir
með 5 mörk.
— ÞR.
íslandsmótið 2. deild:
Stórt tap
hjá Fylki
• Breiðablik gersigraði slakt lið
Fylkis í 2. deildarkeppninni í hand-
knattleik í gærkvöldi með 29 mörk-
um gegn 19. Breiðablik hafði yfir í
háhleik 19—14. Leikur liðanna var
frekar slakur. Flest mörk Breiða-
bliks skoraði Björn Jónsson, 8. Ólaf-
ur Björnsson skoraði 6. Hjá Fylki
skoraði Gunnar Baldursson 6 og
Andrés Magnússon 4. — ÞR.
Bayern sigraði
Bayern Miinchen var ekki í vand-
ræðum með að sigra Craiova, 2—0, á
útivelli í gærkvöldi í Evrópukeppni
meistoraliða í knattspyrnu. Það var
fyrirliði liðsins, Paul Breitner, sem
skoraði fyrra markið strax á 7. mín-
útu með þrumufleyg af 30 metra
færi. Knötturinn hafnaði svo til f
samskeytum marksins, óverjandi
fyrir rúmenska markvörðinn.
Markaskorarinn mikli, Rummen-
igge, skoraði síðara markið á 20.
mínútu fyrri hálfleiks með ekki
ósvipuðu skoti af löngu færi. En
Rummenigg spilar varla leik nema
að gera mark, hvort heldur í lands-
liði eða með Bayern.
Ásgeir Sigurvinsson var á bekkn-
um en fékk ekki tækifæri á að
spreyto sig í leiknum. Lið Bayern var
þannig skipað: Mueller, Weiner,
Augenthaler, Beierlozer, Horsmann,
Kraus, Dremmler, Breitner, Duern-
berger, Hoeness, Rummenigge, og
Guttler kom inná sem varamaður á
40. mínútu fyrir Weiner.
Öruggt hjá UMFN gegn ÍS
UMFN sigraði lið ÍS mjög örugglega
í bikarkeppninni í körfuknattleik í
gærkvöldi í Njarðvík. Leik liðanna
lauk með að UMFN skoraði 83 stig
gegn 65 stigum ÍS. í hálfleik hafði
UMFN 10 stiga forystu, 41—31.
Danny Shouse lék ekki með UMFN
að þessu sinni en það kom ekki að
sök. Valur Ingimundarson átti best-
an leik með liðinu og skoraði 32 stig
þar af 24 í fyrri hálfleiknum. Júlíus
skoraði 19 stig og Sturla, sem átti
góðan leik, 13 stig. Pat Bock bar af
hjá ÍS, skoraði 31 stig, en Ingi Stef-
ánsson kom næstur með 8 stig.
— ÞR/emm.
'■wzrvannmo
MÁNUDAGSKVÖLD 8 MARS
|k f FORSALA ADGÖNGUN
m FALKANUM LAUGA'
fj kvartett m
_ i/—1'-~- */i—*■--------r N
nussonar
i
nnu
m
DAGSKRÁ:
Húsið opnað kl. 19.30
MATSEÐILL:
Fordrykkur — Snekkju Special
Grísabógur Cuesiniere Carré De Porc Cuesiniere
Peru-ís Glace aux Poires
TÍSKUSÝNING
Modelsamtökin undir stjórn Frú Unnar Arngrímsdóttur
sýna vor- og sumartískuna '82.
BENIDORM FERÐAKYNNING
Ný kvikmynd frá Hvítu ströndinni Costa Blanca Benidorm, en þar
hafa fjölmargir Hafnfirðingar dvalið. Kynnir með myndinni er Jórunn
Tómasdóttir.
SKEMMTIÞÁTTUR
Magnús ,,Prince Póló“ Ólafsson og
Þorgeir ,,Skonrok(k)“ Astvaldsson
flytja margslunginn cabarett með
Hafnarfjarðar- og Breiðholtsskrítlum,
svo og léttum söngatriðum. Alfarið
nýtt skemmtiatriði!
FERÐABINGÓ
Halldór Arni stjórnar ferðabingói og vinningar eru auðvitað
BENIDORM ferðavinningar!
DANS
Hljómsveitin METAL mun síðan skemmta gestum með danstónlist
fram eftir nóttu.
Kynnir kvöldsins; GISSUR KRISTJÁNSSON umboðsmaður Ferðamið-
stöðvarinnar í Hafnarfirði.
Miðasala i SNEKKJUNNI frá 15-19 miðviku- og fimmtudag. Nánari
upplýsingar í sima 52502/51810.
VERD AÐGÖNGUMIDA150 KR. B FERÐAMIÐSTÖDIIM