Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR.29. APRÍL 1982
Starfandi utanríkisráðherra um Falklandseyjadeiluna:
Hernám eyjanna er ský-
laust brot á alþjóðalögum
Kíkissljórnin hrfur ekki gert
neina samþykkí varðandi þau deilu-
mál og átök, sem nú eru uppi milli
Knglands og Argentinu um Falk-
landseyjar, sagöi Tómas Arnason,
starfandi utanríkisráðherra, í fram-
haldsumræðu um skýrslu utanríkis-
ráðherra á Alþingi i fyrrakvöld. Ég
legg heldur ekki lögfræðilegt mat á
deilumálin. Hitt er Ijóst, að hernám
Argentínu á Falklandseyjum er ský-
laust brot á alþjóðalögum, valdbeit-
ing °S yfirgangur gegn íbúum eyj-
anna, sem eru brezkir og lúta brezk-
um lögum. Starfandi utanríkisráð-
herra minnti og á samþykkt öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna, þess efn-
is, að Argentína dragi herlið sitt frá
eyjunum — og málsaðilar leiti lausn-
ar á deilumálum með friðsamlegum
hætti.
Tilefni þessara orða var fyrir-
Verslað með kann-
abisefni á Hlemmi
’ — l>eir sem komið hafa til með-
ferðar hjá okkur greina oft frá því að
viðskipti þeirra með kannabisefni
haft farið fram á Hlemmtorgi og við
höfum lengi vitað að á Hlemmi væri
eins konar miðstöð þessara við-
skipta, sagði Gísli Björnsson hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar í sam-
tali við Mbl., en í útvarpi i gær var
haft eftir Vilhjálmi Kagnarssyni að
þar væri stunduö nokkur verslun
með þessi efni.
Gísli Björnsson sagði starfs-
menn fíkniefnadeildar reyna að
fylgjast með eins og kostur væri,
ekki væri óeðlilegt að fólk hittist á
fjölförnum stöðum sem Hlemmi
eða nágrenni til að stunda þessi
viðskipti, eins og tíðkaðist á
járnbrautarstöðvum erlendis.
Sagði hann oft hafa komið fram
við yfirheyrslur að menn hefðu
fengið efni afhent þarna og stund-
að viðskipti á Hlemmi, ljóst væri
að þar færi fram í nokkrum mæli
eins konar smásöluverslun með
kannabisefni.
Vörubílarnir í Borgarnesi:
Von er á betri stýris-
örmum um miðjan maí
„VONIK standa til þess að betri stýr-
isarmar komi í bílana um miðjan
na-sta mánuð og að þá muni þessum
erfiðleikum okkar Ijúka og bilstjórarn-
ir munu ekki hætta akstri þeirra I.
maí, eins og þeir höfðu ætlað,“ sagði
Olafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í
Korgarnesi, en svo sem Mbl. greindi
frá á dögunum eru nokkrir Bedford-
vöruflutningabílar í eigu Kaupfélags
Borgfirðinga nú undir sérstöku eftirliti
vegna tíðra galla í stýrisörmum.
Olafur Sverrisson sagði að þegar
Kosningahappdrætti
Sjálfstæðisflokksins
FYKIK nokkrum dögum hleypti
Sjálfsta'ðisflokkurinn af stokkunum
hefðbundnu kosningahappdrætti
sínu. Ilappdrætti flokksins er helsta
fjáröflunarleið hans og gerir flokks-
mönnum öllum og stuðnings-
mönnum hans kleift að leggja sitt
að mörkum eftir efnum og ástæð-
um. Nú stendur flokkurinn enn
frammi fyrir því að berjast fyrir
eindurheimt meirihluta síns í
Keykjavík og bættum árangri j
sveitarstjórnum um allt land. í bréfi
frá formanni, varaformanni og
framkva'mdastjóra flokksins sem
sent er með happdrattismiðunum
segir m.a.:
„Kosningabaráttan, sem nú er
ýmist hafin eða er að hefjast í
hverju sveitarfélagi, ræður úrslit-
um um það hvort stefna Sjálf-
stæðisflokksins mótar stefnu og
starf sveitarstjórnarinnar í þínu
sveitarfélagi næsta kjörtímabil
eða ekki.
Kosningabaráttan og allt kosn-
ingastarfið krefst mikillar fórn-
fýsi af flokksmönnum og öðrum
stuðningsmönnum flokksins.
Meginhluti starfsins er unninn af
sjálfboðaliðum en þrátt fyrir það
er kosningabaráttan feikn dýr.
Auglýsingar, útgáfa blaða og
sérrita, fundahöld, rekstur á
kosningaskrifstofum, símakostn-
aður og póstburðargjöld er allt
kostnaður sem greiða þarf. Fjár-
munina til að reka kosningabar-
áttuna getur Sjálfstæðisflokkur-
inn ekki sótt annað en til stuðn-
ingsmanna sinna. Því er þessu
kosningahappdrætti hleypt af
stokkunum.
Sjálfstæðisflokkurinn treystir
því að þú viljir leggja honum fjár-
hagslegt lið til þess að ná sameig-
inlegu markmiði.
Sigur Sjálfstæðisflokksins ei
þinn sigur — stuðlaðu að honum.
spurn frá Albert Guðmundssyni
(S), sem fór nokkrum orðum um
átök Breta og Argentínumanna í
þessari umræðu, sáttastörf
Bandaríkjamanna, sem því miður
hafi ekki borið æskilegan árangur,
og hættuna á því að þessi deila
þróist í enn alvarlegri atburði
fyrir heimsbyggðina. Taldi Albert
þörf á því að starfandi utanríkis-
ráðherra gerði þingheimi grein
fyrir viðhorfi ríkisstjórnarinnar
til þessa deilumáls.
Starfandi utanríkisráðherra
svaraði sem hér segir að ofan og
bætti við, að það hlyti að vera af-
gerandi þáttur í þessu máli, hvað
íbúar Falklandseyja vildu sjálfir.
Hann sagði ennfremur að brezka
sendiráðið hefði gert íslenzka
utanríkisráðuneytinu grein fyrir
viðhorfum sínum í þessu við-
kvæma deilumáli. Ég vona, sagði
ráðhérra, að það takist, þótt seint
sé, að koma á sáttum og afstýra
alvarlegum átökum, sem ekki er
hægt að sjá fyrir hvaða dilk draga
á eftir sér.
væri búið að skipta um ákveðna
hluti í bílunum, en búist væri við
nýjum stýrisörmum og þar með
fullnaðarviðgerð um miðjan maí.
„Fulltrúar verksmiðjanna komu til
okkar fyrir nokkru og telja þeir að
lausn sé nú fundin, en þessir erfið-
leikar hafa valdið okkur tjóni og
óþægindum, enda er dýrt þegar oft
þarf að stöðva akstur þessara af-
kastamiklu bíla,“ sagði Ólafur
Sverrisson ennfremur.
Auglýsendur athugið
Auglýsingar, sem birtast eiga í
Morgunblaðinu laugardaginn
1. maí nk., þurfa að hafa borist
auglýsingadeildinni fyrir
klukkan 18.00 í dag, fimmtu-
dag.
Morgunblaðið kemur ekki út
sunnudaginn 2. maí.
Afmæliskaffi í sparisjóðnum
AFMÆLISVEIZLA Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis t tilefni
af 50 ára afmæli sparisjóðsins var fjölsótt og tókst hið bezta að
sögn ráðamanna. Heita má, að stanzlaus straumur viðskiptavina
hafi verið allan daginn og þáðu þeir kaffi og meðlæti um leið og
þeir sinntu erindum sínum. A annarri myndinni má sjá viðskipta-
vini bíða afgreiðslu með kaffibolla í hönd. Á hinni myndinni þakkar
Jón Aðalsteinn Jónsson, ritstjóri Orðabókar Háskólans, Baldvini
Tryggvasyni, sparisjóðsstjóra, fyrir móttökurnar. Baldvin sagði
Mbl. að dagurinn hefði verið hinn ánægjulegasti og hefðu afmæl-
isgestir verið hátt á þriðja þúsund.
Ljósm. KÖE.
Krafa Dýraverndunarfélags R.víkur vegna
„Rokks í Reykjavík“:
Ábyrgðarmenn dýra-
dráps sæti ábyrgð
Dýraverndunarfélag Keykjavíkur
sendi í gær ríkissaksóknara bréf. Þar
er þess krafizt, aó þeir, sem stóðu aö
upptöku á kaflanum um hljómsveitina
Bruna B.B. í myndinni Kokk i Keykja-
vík, bæói hljómsveitarfólkió og allir
þeir aórir, er kunna að bera ábyrgð á
því að þessi kafli er nú sýndur al-
menningi, verði látnir sæta ábyrgð að
lögum.
í bréfinu segir að þessi kvik-
myndataka hafi á sínum tíma verið
kærð til lögreglunnar af aðila, sem
mun hafa verið viðstaddur, er hún
fór fram. Þar segir ennfremur:
„Ofangreind upptaka fór fram á
vegum „hljómsveitarinnar" Bruni
B.B. og var aðalefni hennar, slátrun
hænsna, tvímælalaust brot á 1.
málsgrein laga nr. 21 1957 og hefði
því átt að gera kvikmyndina upp-
tæka samkvæmt ákvæði 69. greinar
laga nr. 19 1940, því fullyrða má, að
aflífun hænsna, sem framkvæmd er
sem skemmtiatriði í viðurvist
fjölda áhorfenda og tekin upp á
filmu til sýningar almenningi í
hagnaðarskyni, er tvímælalaust
„misgerningur“ í þeirri refsiverðu
merkingu, sem 69. grein laga nr. 19
1940 gerir ráð fyrir. Á sama hátt
hlýtur ofangreind aflífun hænsn-
anna að teljast alvarlegt brot á lög-
um um dýravernd samanber 1.
grein laga nr. 21 1957.“
Jafnframt því, sem ofangreind
aflífun á hænsnunum er skýlaust
brot á lögum um dýravernd, er hún
einnig alvarlegt sálrænt áfall fyrir
grandalausa áhorfendur kvikmynd-
arinnar Rokk í Reykjavík, sem fara
í kvikmyndahús til að horfa á mynd
um tónlist, að því að þeir telja, en
er svo boðið að horfa á þvílíkan
óhugnað, sem þessi kafli myndar-
innar er og á að flestra dómi ekkert
erindi í mynd þessa, eins og fram
hefur komið, bæði í sjónvarpi og
dagblöðum.
Jafnframt skal bent á, að full
þörf er á því að rannsaka nafngift
„hljómsveitarinnar" Bruni B.B. því
að, eftir því sem stjórn DR best
veit, þá mun nafngiftin vera þannig
til komin, að hún vekur til umhugs-
unar um það hvort „hljómsveitar-
fólkið" muni vera í andlegu jafn-
vægi.
Stjórn Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur telur, að brýnt sé að
ákvörðun um ákæru verði tekin
fljótlega og máli þessu fylgt eftir af
fullri alvöru, því það er álit stjórn-
arinnar og allra þeirra, er hún hefir
rætt þetta mál við, að aflífun
hænsna með framangreindum
hætti og allar aðstæður við verkn-
aðinn, séu miklu alvarlegra mál, en
í fljótu bragði mætti ætla og full
þörf á, að gripið verði í taumana
áður en hugmyndaflug „hljómsveit-
armanna" í Bruni B.B. leiðir til al-
varlegri atburða."
Jafnframt hefur Dýraverndunar-
félagið sent kvikmyndaeftirliti
ríkisins bréf, þar sem þess er óskað
að aldurstakmark á myndina verði
ekki lækkað í 12 ár og það tekið
fram meðal annars, að bannið hefði
mátt miðast við 16 ár og þá skiptu
engu ummæli Bubba Morthens eða
Bjarna.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun það hvorki ætlunin
hjá Dýraverndunarfélagi Reykja-
víkur að krefjast lögbanns á mynd-
ina né heldur að viðkomandi atriði
verði klippt úr henni.
Frystihúsin í Reykjavík:
Hætta konur bónusvinnu?
EF SAMNINGAR takast ekki, þá
hafa 266 konur, sem starfa eftir
bónuskerfinu í frystihúsunum í
Keykjavik ákveðið að leggja niður
vinnu eftir bónusfyrirkomulaginu
hinn .3. maí næstkomandi. Konurnar
ætla þó ekki að ganga út úr frysti-
húsunum, heldur vinna venjulega
timavinnu við fiskverkunina.
Konurnar í frystihúsunum söfn-
uðu undirskriftum, sem síðan voru
lagðar fram á aðalfundi Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
ásamt kröfum þeirra. Var stjórn
og trúnaðarmannaráði félagsins
falið að leggja fram kröfurnar við
aðalsamninganefnd Verkamanna-
sambands íslands. Undanfarið
hafa staðið yfir samningaviðræð-
ur vegna bónusmálsins og er
boðaður sáttafundur hjá sátta-
semjara klukkan 14 í dag. Fyrr í
dag koma undirnefndir saman til
viðræðna.