Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 3

Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1982 3 WfoKARNABÆR Laogavegi 66 — Glæsibæ — Austursiræti s. v Simi frá skiptiborói 85055 Bygging nýrr- ar sundlaugar hefst bráðlega NIJ ER verið að undirhúa hyggingu sundlaugar í suðurha* llafnarfjarðar. Verður hún neðst í Hvammahverfinu, Brandsbæjartúni, við suðurendann á Hringbrautinni. Verður þetta útisundlaug með tilheyrandi pottum, böðum, að- stöðu fyrir börn og sólbaðsaðstöðu. Að sögn Einars Inga Halldórsson- ar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, er ekki ljóst hve stór laugin verður eða hve kostnaður verður mikill, þar sem sundlaugin er enn á teikni- borðinu. Þó er reiknað með því að bygging geti hafizt í haust. Nú er ein sundlaug í Hafnarfirði, Sund- höll Hafnarfjarðar, sem byggð var um 1940, en hefur verið endurbætt verulega síðan. Að sögn Einars Inga hefur aðsókn að henni verið mjög mikil og því ekki vanþörf á því að byggja nýja sundlaug og verður hún til mikilla hagsbóta. Gæsla aukin í Árbæjarsafni SAMÞYKKT var á fundi umhverfis- málaráðs Keykjavíkurhorgar í gær, að gæsla verði aukin til bráðabirgða i Arbæjarsafni. Var forstöðumanni safnsins og borgarverkfræðingi faiið að annast skipulagningu þessarar bráða- birgðagæslu. Þá var Nönnu Her- mannsson falið fyrir næsta fund ráðsins að setja fram tillögur um framtíðarskipan á gæslu við safnið. Ekki hefur enn tekist að hafa upp á þeim er skemmdarverk unnu þar um síðustu helgi, en Rannsóknar- lögregla ríkisins hefur málið til meðferðar. Komu Þórshafn- artogarans seinkar enn EKKEKT verður af því að Þórshafn- artogarinn margnefndi komi til lands- ins í byrjun næsta mánaðar, eins og til stóð. Þar til fyrir nokkru stóð til að togarinn yrði afhentur hinn 1. maí næstkomandi, en nú hefur skipa- smíðastöðin i Kristiansund tilkynnt að afhendingu seinki þar til í júní. „Ég vonast fastlega til þess að togarinn komi til landsins í júní,“ sagði Ólafur Rafn Jónsson, sveitar- stjóri á Þórshöfn, þegar rætt var við hann. „Það er unnið að því að leysa fjárhagsvanda útgerðarinnar við það að koma togaranum af stað til veiða og á ég von á að hlutirnir renni saman." Að sögn Ólafs, þá hefur útgerð togarans ekki enn fengið frekari fyrirgreiðslu hjá Byggðasjóði, en eins og Morgun- blaðið skýrði frá á sínum tíma, þá sótti útgerðin um frekari lán úr sjóðnum í því skyni að koma togar- anum af stað til veiða. Rithöfundasambandið og menntamálaráðuneytið: Lítt miðar SAMNINGAFUNDIJR var í deilu Rilhöfundasambands íslands og Menntamálaráðuneytisins vegna ólöglegrar dreifingar fjölfaldaðs efn- is í skólum landsins síðastliðinn föstudag. Þar lögðu ráðuneytismenn fram drög að ramma um samning við rithöfunda, tónskáld, blaðamenn og bókaútgefendur. Að sögn Njarðar P. Njarðvík, í deilunni formanns Rithöfundasambands íslands, fólst ekki í þessum drög- um neitt greiðslutilboð, heldur að- eins tillaga um tilhögun. Var þá óskað eftir því að fá greiðslutilboð áður en lengra yrði haldið. Varð niðurstaðan sú, að boðað var til annars samningafundar 7. maí næstkomandi. Sáratregur afli hjá vertíðarflotanum SÁRATREGT er nú hjá vertíðarbát- um á Suður- og Suðvesturlandi og síð- ustu 10 daga hefur þótt gott, ef bát- arnir hafa náð 10—12 tonnum í róðri. Algengasti aflinn hefur verið á bilinu 3—5 tonn. Á vigtinni í Vestmannaeyjum var Morgunblaðinu tjáð að aflinn hefði verið sama og enginn alla síð- ustu viku, að vísu hefði verið þokkalegur afli hjá sumum bátum á mánudag, en aflinn þá verið tveggja og þriggja nátta. Bátar, sem voru að koma inn síðdegis í gær, voru flestir með 1 og 2 tonn. Vonskuveður hefur verið á miðum o Eyjabáta að undanförnu, vestan stinningskaldi og þung alda. Sömu sögu er að segja af Þor- lákshafnarbátum, þeir voru flestir að koma inn með 2—3 tonn í gær, einn og einn bátur var þó með í kringum 10 tonn. Minnstu bátarnir frá Þorlákshöfn hafa ekki róið að undanförnu sökum veðurs. U Uiro. HRÍS 15 _ KÖKOS 1S Hafnarfjörður: Éíb§&ÉltJ*f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.