Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
Æviskrár samtíðarmanna:
Fyrsta bindið af þremur
komið út hjá Skuggsjá
KOMIÐ er út fyrsta bindi bókarinn-
ar /Gviskrár samtíðarmanna hjá
Nkuggsjá í Hafnarrirði. Síðustu tvö
árin hcfur verið unnið að útgáfu
þessa uppsláttarrits og er það hlið-
stætt ritunum Hver er maðurinn, sem
Rrynleifur Tobíasson tók saman, og
fslenskir samtíðarmenn, sem sr. Jón
Guðnason og Pétur Haraldsson rit-
stýrðu. /Gviskrám samtíðarmanna rit-
stýrði Torfi Jónsson fyrrum lögreglu-
fulltrúi.
Gert er ráð fyrir að Æviskrár
samtíðarmanna verði í 3 bindum. í
fyrsta bindinu, sem er nærri 700
bls., eru æviskrár nærri 2 þúsund
núlifandi Islendinga og býst útgef-
andi við að alls verði í bindunum
þremur æviskrár um það bil 6 þús-
und karla og kvenna. Fyrsta bindið
hefur að geyma æviskrár þeirra er
bera nöfn sem byrja á stöfunum
A—H. í öðru bindinu, sem ráðgert
er að komi út á hausti komanda,
verða nöfn sem byrja á I—R og í
síðasta bindinu nöfn S—0, en það
mun koma út vorið 1983. Því mun
fylgja viðauki með æviskrám
þeirra er bera nöfnin A —R og hafa
af einhverjum ástæðum orðið úti í
tveimur fyrri bindunum.
En æviskrár hverra eru í ritinu?
í frétt Skuggsjár segir m.a.: „Við
val manna í Æviskrár samtíðar-
manna hefur verið farið eftir þeirri
meginreglu að birtar eru æviskrár
núlifandi karla og kvenna, sem
gegnt hafa eða gegna meiriháttar
opinberum störfum í þágu ríkis,
höfuðborgar, bæjar- og sveitarfé-
laga. Ennfremur athafnamenn,
forstöðumenn og aðrir trúnaðar-
menn fyrirtækja í ýmsum starfs-
greinum, forvígismenn í félagsmál-
um og annarri menningarstarf-
semi, rithöfundar og listamenn,
sem viðurkenningar hafa hlotið og
ýmsir fleiri, sem ekki er unnt að
gera skil í stuttu rnáli."
Oliver Steinn Jóhannesson eig-
andi Skuggsjár tjáði Mbi. að nú
væri unnið af fullum krafti við
framhaid ritsins. Sagði hann það
von útgefenda að þeir sem á ný
hefðu fengið senda spurningalista
um þessar mundir eða ættu eldri
lista, sem þeir hefðu ekki svarað,
myndu senda hinar umbeðnu upp-
lýsingar hið fyrsta ef takast ætti
að halda framangreindri áætlun
um útgáfuna. Öllum, sem æviskrá
eiga í ritinu, var gefinn kostur á að
eignast ritið á áskriftarverði og
hefur það verið sent í póstkröfu til
manna, en þeir sem ekki vildu fá
bókina heimsenda geta vitjað
hennar hjá útgáfunni. Einnig er
hún til sölu í bókaverslunum. Setn-
ingu, filmuvinnu og prentun ann-
aðist Prisma sf. og um bókbandið
sá Bókfell hf.
Jazz í Djúpinu í kvöld
Kvartett Kristjáns Magnússonar skipa frá vinstri: Bjarni Hveinbjörnsson,
Guömundur K. Einarsson, Kristján og Þorleifur Gíslason.
Einhamar reisir 25 einbýlis- og parhús
Einhamar sf. er um þessar mundir
að byggja 25 einbýlishús og parhús
við Kögursel 2—50 og í Breiöholti.
Reisugildi var haldiö skömmu fyrir
páska og voru húsin þá sýnd frétta-
mönnum.
Hér er um að ræða 9 einbýlis-
hús, 161,6 fm á tveimur hæðum, og
8 parhús með tveimur aðskildum
íbúðum í hverju húsi, 133,5 fm á
tveimur hæðum. Húsin eru í fok-
heldu ástandi fullfrágengin að
utan með gleri og útihurðum og
einangruð að hluta, þá fylgir bíl-
skúrsplata, að frátöldu einu húsi,
sem var selt fullgert með bílskúr.
Þegar lóðunum var úthlutað var
Einhamri sf. gefinn kostur á því
að taka þátt í deiliskipulagi á
svæðinu. Deiliskipulagið var unnið
af Teiknistofu Knúts Jeppesen
undir yfirstjórn borgarskipulags.
Strax í upphafi tókst góð sam-
vinna með þátttakendum Einham-
ars sf., sem eru: Ólafur H. Pálsson,
Gissur Símonarson, Bragi Sigur-
bergsson, Guðmundur Björnsson
og Magnús Arnason, sem leiddi til
þess, að Knúti Jeppesen var falið
að teikna húsin ásamt þeim Arna
Friðrikssyni og Páli Gunnlaugs-
syni. Húsin eru verksmiðjufram-
leidd.
Um framkvæmdir á bygg-
ingarstað hefur séð Bragi Sigur-
bergsson, húsasmíðameistari.
Múrarameistari er Ólafur H.
Pálsson.
Verkfræðingur er Sveinn G.
Sveinsson.
Um sölu á húsunum hefur Fast-
eignamarkaður Fjárfestingafé-
lagsins hf., Skólavörðustíg 11,
Rvík, séð.
Óánægja í Siglufirði með drög að reglugerð um flokkun sjúkrahúsa:
Skerðir þjónustuna
og enginn sparnaður
- segir Sigurður Fanndal um fyrirhugaða breytingu á Sjúkrahúsi Siglufjarðar
NEFND á vegum heilbrigðisráðuneytisins hefur sent frá sér drög að reglu-
gerö um flokkun sjúkrahúsa landsins, en með henni er tekin upp eins konar
verkaskipting sjúkrahúsanna og þeim markaöur ákveðinn bás i heilbrigðis-
kerfinu, eins og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri heilbrigðismálaráðuneytis-
ins orðaði það. Landssambandi sjúkrahúsa var falið að kynna drögin fyrir
stjórnum sjúkrahúsa landsins og leita álits þeirra og ráðgerði Haukur Bene-
diktsson formaður þess að greinargerð landssambandsins færi til ráðuneytis-
ins um eða eftir næstu helgi.
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri
taldi ekki ríkja óánægju meðal
stjórnenda sjúkrahúsa á Reykja-
víkursvæðinu með reglugerðar-
drögin, en á nokkrum stöðum úti á
landi kvað hann óánægju hafa
gætt með þessa flokkun sjúkra-
húsa, t.d. á Bolungarvík, Siglu-
firði, Egiisstöðum og Selfossi.
Sjúkrahúsið á Siglufirði, sem nú
telst vera almennt sjúkrahús, á
samkvæmt reglugerðardrögunum
að vera hjúkrunarheimili. Þar eru
nú starfandi 2 heilsugæslulæknar
og einn sérfræðingur í skurðlækn-
ingum auk hjúkrunarliðs. Gert er
ráð fyrir að lögð verði niður staða
skurðlæknisins og því yrðu Sigl-
firðingar að leita til annarra
sjúkrahúsa með ýmsar aðgerðir,
sjúkdóma og neyðartilvik. Sigurð-
ur Fanndal formaður stjórnar
Sjúkrahúss Siglufjarðar sagði um
þessar hugmyndir:
— Okkur finnst sem þessi reglu-
gerð hljóti að vera samin af ein-
hverjum sem ekki þekkja vel til,
því sérstaða okkar Siglfirðinga er
sú að í einangrun okkar t.d. yfir
veturinn er óhægt um vik með að
leita til annarra sjúkrahúsa. Ef af
þessum hugmyndum verður mun
þjónusta sjúkrahússins við Sigl-
firðinga skerðast að mun, en hér
hefur verið starfandi skurðlæknir
frá því fyrir 1940. Þykir okkur
geysilegt öryggi í því að hafa hann
hér, enda iðulega sem hann þarf
að sinna konum í barnsnauð,
botnlangasjúklingum og slysum
og iðulega er íllfært hér bílum
sem flugvélum til að ferðast með
sjúka og því teljum við allar
hugmyndir um að minnka þjón-
ustu sjúkrahússins hér mjög vafa-
samar. Þá sýnist mér enginn
sparnaður verða af þessu, því hér
verða áfram tveir af þremur lækn-
um, sama hjúkrunarlið þarf og
eitthvað hljóta auknir flutningar
á sjúklingum að kosta.
Nýtingin á sjúkrahúsinu er
milli 80 og 90%, en á sjúkrahúsun-
um í nágrenni okkar, þ.e. Akureyri
og Sauðárkróki er nýtingin yfir
100%. Okkur finnst því undarlegt
ef færa á sjúklinga frá sjúkrahúsi,
sem ekki er fullnýtt, á önnur
sjúkrahús, sem eru fullnýtt fyrir.
Og hræddur er ég um að verði af
þessum hugmyndum muni bresta
flótti í liðið, sagði Sigurður Fann-
dal að lokum.
„Musical theater“ í Reykjavík:
Dans- og söngleikhúsi
komið upp í höfuðborginni
Hópur fólks í Reykjavík hefur ákveðið að stofna félag er hafi það að
markmiði að koma upp dans- og söngleikahúsi i Reykjavik. Undirbún-
ingsstofnfundur var haldinn hinn 15. apríl síðastliðinn, en stofnfundur
verður haldinn hinn 16. maí nk. Á biaöamannafundi í gær með undirbún-
ingsnefnd að stofnun félagsins kom fram, að tilgangurinn með stofnun
félagsskaparins er þríþættur:
I fyrsta lagi að skapa að jöfnti
atvinnugrundvöll fyrir dansara,
hljóðfæraleikara, leikara, söngv-
ara, rithöfunda og fleiri, undir
merki dans- og söngleikhúss. í
öðru lagi að reka þjálfunarstöð
eða skóla fyrir fólk sem vill geta
sungið, dansað og leikið á sviði
jöfnum höndum. í þriðja lagi
væri einn megintilgangur félags-
ins að auðga menningarlíf þjóð-
arinnar.
A undirbúningsstofnfundinum
á sínum tíma var kjörin sjö
manna framkvæmdanefnd til að
koma málinu af stað, og skipa
hana eftirtalin: Árni Scheving
hljóðfæraleikari, formaður,
Auður Haralds rithöfundur,
Fanney Gunnlaugsdóttir dans-
ari, Guðni Guðnason listamaður,
Bára Magnúsdóttir skólastjóri,
Rósa Ingólfsdóttir auglýsinga-
teiknari og Birgir Gunnlaugsson
hljóðfæraleikari.
Kveikjan að stofnun félagsins
nú er að aðstandendur söngleiks-
ins Jazz-inn buðust til að gefa
félaginu allan ágóða af sýning-
um hópsins. Standa vonir til að
þegar haldið verði áfram með
sýningar í haust megi safna það
miklu fé að félagið geti sett sitt
fyrsta verk á svið. Þessa dagana
er verið að leita að heppilegu
húsnæði til leigu, og koma þar
einkum þrjú hús til greina að
sögn Báru Magnúsdóttur. Ekki
væri þó unnt á þessu stigi að
segja til um hvaða hús það væru.
Hús af þessu tagi sagði Árni
Scheving að þyrftu að vera með
stærra sviði en nú væri fyrir
hendi hér á landi.
Aðstandendur dans- og söng-
Frá blaðamannafundinum á Hótel Högu i gær, þar sem tilkynnt var um
stofnun félags til að reka dans- og söngleikahús í Reykjavík.
LjÓHm: Kri.stján KinarsNon.
leikhússins kváðust þess full-
vissir að hér á landi væri þörf á
og mikill áhugi á að gera draum
sem þennan að veruleika. Hér
væri margt hæfileikafólk fyrir
hendi, finna þyrfti fleira og
vinna að því að hér mætti setja
upp innlend sem erlend verk,
„alvöru söngleiki". Tími væri til
kominn að í Reykjavík starfaði
sterkt dans- og söngleikhús,
„musical theater" eins og þekkt
væri víða erlendis.
Ákveðið hefur verið að efna til
hugmyndasamkeppni um nafn á
fyrirhuguðu leikhúsi, þar sem
fyrirtækið Japis mun gefa ferða-
kassettutæki fyrir þrjár bestu
hugmyndirnar. Tillögum ber að
skila í pósthólf 677 í Reykjavík
fyrir 13. maí nk. merkt „Nýtt
nafn“.