Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
13
Alræði Alþýðubandalagsins í húsnæðismálum:
Veldur stórfelldum samdrætti
íbúðarhúsabygginga einstaklinga
eftir Lárus Jónsson, alþingismann
Miklar umræður hafa orðið um húsnæðismál á Alþingi,
einkum í tengslum við frv. til laga um 6% nýjan skyldu-
sparnað sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. A það hefur
verið bent í þessum umræðum að núverandi stuðningslið
ríkisstjórnarinnar á Alþingi hafi í raun tryggt Alþýðuband-
alaginu eins konar alræði í húsnæöismálum, bæði embætti
félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra. Þetta hafi leitt til
gífurlegs samdráttar í íbúðarbyggingum á vegum einstakl-
inga og nánast gjaldþrots almenna húsnæðislánakerfisins.
Þótt byggingarsjóður verkamanna hafi verið efldur með
því að taka fjármagn úr almenna húsnæðislánakerfinu,
hefur þaö ekki komið í veg fyrir mesta samdrátt í íbúðar-
húsabyggingum í meira en áratug, en hann varð 10% í
fyrra aö mati Þjóðhagsstofnunar.
Eftirfarandi meginstaðreynd-
ir hafa komið fram í þessum um-
ræðum:
• 1. Gífurlegur samdráttur
hefur orðið í byggingu íbúðar-
húsnæðis í heild undanfarin ár.
Árið 1979 varð 5% magnsam-
dráttur í íbúðarbyggingum, 1980
3% og í fyrra kastaði tólfunum
en þá er samdrátturinn áætlaður
af Þjóðhagsstofnun 10%. Miðað
við 1978 var byggt í fyrra 19%
minna af íbúðarhúsnæði en þá.
• 2. Byggingarsjóður ríkisins
— almenna húsnæðislánakerfið
— hefur verið svipt öllum tekju-
stofnum sínum sem áður voru,
þ.e. byggingasjóðsgjaldi og hluta
af launaskatti, en tekjur af þess-
um mörkuðu tekjustofnum hefðu
numið í ár um 250 millj. króna.
Mikill hluti þessara skatta renn-
ur nú til almennrar eyðslu ríkis-
sjóðs.
• 3. Áætlað er að lána tæpl-
ega 800 færri frumlán til ein-
staklinga sem byggja nú í ár en
gert var 1978, eða helmingi
færri. Þessi frumlán voru 1978
1883, 1979 1687, 1980 1665 og
1981 1075 (sjá meðf. mynd).
4*4. Fjármagn skortir í stór-
um stíl til þess að unnt verði að
lána þessi 1100 frumlán í ár.
Fjárvöntun til þess er 90 millj.
króna að mati Húsnæðismála-
stjórnar en að auki er gert ráð
fyrir að lífeyrissjóðirnir láni
rúmlega tvöfalda fjárhæð miðað
við síðasta ár til húsnæðiskerfis-
ins. Fjárvöntunin gaeti því numið
100 til jafnvel 200 millj. króna til
þess að þessi áætlun standist og er
skemmst að minnast þess að
Húsnæðismálastjórn þurfti að
taka bráðabirgðalán í Seðla-
bankanum í fyrra — í fyrsta
sinn í sögunni — til þess að
standa við lánsloforð sín.
• 5. Vegna þessa fjárskorts
sem stafar af skiptingu tekju-
stofnanna, er Húsnæðismála-
stjórn að skera niður útlánaáf-
orm sín um þessar mundir (sbr.
bréf stofnunarinnar til fjárhags-
og viðskiptanefnda Alþingis).
Allar likur eru því á að miklu
færri frumlán verði veitt en í
fyrra og örugglega meira en tvö-
falt færri en 1978.
• 6. Einstaklingar fá nú að-
eins 17,4% af kostnaði staðalí-
búðar lánað úr almenna húsnæð-
iskerfinu skv. skýrslum Hús-
næðismálastjórnar, en þeir sem
hljóta íbúð í verkamannabústað
frá pólitískum úthlutunarnefnd-
um fá 90% lán og vandséð að
þeir ráði við þau vegna ákvæða
um að tekjur þeirra megi ekki
fara fram úr ákveðnu marki.
• 7. Þrátt fyrir mikið skrum
alþýðubandalagsmanna og ann-
arra stuðningsmanna ríkis-
stjórnarinnar, hefur framlag til
byggingarsjóðs verkamanna ver-
ið skorið niður um 43 millj.
króna á þessu ári frá áætlun
Húsnæðismálastjórnar. Þegar er
búið að ráðstafa meiru en helm-
ingi af því fé sem renna á til
byggingar verkamannabústaða
þannig að fjárþröng er þar fyrir-
sjáanleg ekki síður en í almenna
lánakerfinu.
Óhætt er að fullyrða, að sú kú-
vending sem orðið hefur í stefn-
unni í húsnæðismálum í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar og sem
leitt hefur til þess ástands, sem
áður er lýst, er eitt alvarlegasta
spor sem núvérandi ríkisstjórn
hefur stigið, og er þá langt til
jafnað. I stað þess að leggja
áherzlu á að styðja ungt og dug-
legt fólk til þess að koma sjálft
yfir sig eigin húsnæði, eru stein-
ar lagðir í götu þess. Það fjár-
magn sem styðja átti þetta fólk,
hefur verið tekið að hluta til
þess að byggja verkamannabú-
staði og að hluta til almennrar
eyðslu ríkissjóðs. Sjálfsagt er að
þeir sem tekjulægstir eru fái
stuðning til þess að komast yfir
húsnæði, þótt hart sé til þess að
vita, að einmitt það fólk þurfi
helzt að lúta pólitískum úthlut-
unarnefndum. Á hinn bóginn er
einsýnt, að húsnæðislánakerfið á
fyrst og fremst að hvetja fólk til
þess að hjálpa sér sjálft í hús-
næðismálum. Því miður hefur
ríkisstjórn sú, sem nú situr,
þveröfuga stefnu. Því fer sem
fer.
Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um hinar gífurlegu steypuskemmdir
sem orðið hafa á íslenskum húsum og öðrum mannvirkjum af völdum
veðrunar og annarra þátta.
Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins á steypuskemmdum og
sprungumyndunum (íslenskum húsum leiddi í Ijós að ein haldbesta vörnin gegn leka og
áframhaldandi skemmdum, er að klæða þau alveg til dæmis með áli.
A/klæðning gefur góða möguleika á einangrun. Besti árangurinn fæst
með því að einangra hús að utan með t.d. steinull eða plasti þannig að veggir nái ekki að kólna.
Með aukinni einangrun sparast hitakostnaður sem getur numið verulegum
fjárhæðum þegar til lengdar lætur. Aukin einangrun er sérlega þýðingarmikil á eldri
hús þar sem einangrun var verulega ábótavant hér áður fyrr.
í A-klæðningu hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut til þess að gera uppsetningu
sem einfaldasta og spara bæði tíma og peninga.
Framleiddir hafa verið ýmsir aukahlutir svo sem gluggakarmar, mænar, vindskeiðar
og margt fleira sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga.
A/klæðning er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök.
A/klæÓning klæðskerasaumuð á hvert hús.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVlK - S(MI 22000
A/KLKÐNING
klæðskerasaumuð á hvert hús.
0