Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
Erum við hlut-
ir eða menn?
Eftir Ingibjörgu G.
Guðmundsdóttur
„Við verðum að hittast“
Nú til dags er mikið talað um
einangrun einstaklingsins. Mikið
er kvartað yfir tímaleysi og vinir
og vandamenn hittast æ sjaldnar,
þó menn hafi nú mun meiri tíma
en langlúnir forfeður okkar höfðu
sem unnu myrkranna á milli.
Það verður æ algengara að fólk
hittist aðeins á hlaupum og þegar
menn rekast á æskuvini sína á
hlaupunum þá gefa þeir sér rétt
tíma til að segja: „Við verðum
endilega að hittast fljótlega." Yf-
irleitt verður ekkert úr því og eftir
því sem árin líða verður minna og
minna um heimsóknir, því hver
„hefur tíma“ til þess í lífsgæða-
kapphlaupi, sólarlandaferðum og
vídeóglápi (svo ekki sé talað um
þann tíma sem fer í hefðbundnar
ferðir í ríki Bakkusar eða þann
tíma sem fer í endurnýjunarstarf
á slitnum og stressuðum líkama,
sem reynir að mótmæla meðferð-
inni sem hann fær).
Sambandsleysi
Sannarlega væri ekkert við
þessa einangrunartilfinningu að
athuga ef maðurinn væri í eðli
sínu einsetuvera, en svo virðist
ekki vera. Það má best sjá á því að
í vaxandi mæli hópumst við sam-
an í þéttbýli og vinnum að síaukn-
um samskiptum við umheiminn
frá degi til dags.
Þessi einangrunarþróun væri
eðlileg og vottur um heilbrigði ef
aukinni hamingju og lífsgleði
geislaði út frá borgarbúunum en
ekki áhyggjum, tilgangsleysi og
andlegum doða.
Það væri ekkert við þetta að at-
huga ef fólk væri ekki sífellt að
tala um nauðsyn þess að tengjast
öðrum betur, ef ekki væri sífellt
verið að tala um sambandsleysi
milli manna.
I stuttu máli er þetta svo að fólk
vill gjarna tengjast öðrum, það
hefur möguleika til þess en finnur
samt til einangrunar. Skyldi svo
verða að fólk tengist ekki hvert
öðru raunverulega þrátt fyrir
mikil samskipti í daglegu lífi?
Sennilega er aukið upplýsinga-
flæði og aukin yfirborðssnerting
„Undarlegast af öllu er
þó hvernig fólk viröist
hafa gaman af því að líta á
sjálft sig sem hlut. Margir
eyða til dæmis miklum
tíma og húðfrumum í að
verða „brúnir og sætir“ og
vilja láta líta á sig fyrst og
fremst sem slíka þ.e.
„brúna og sæta“ en ekki
sem menn.“
við aðra ekki nóg til þess að hafa
tilfinningu um að vera raunveru-
lega tengdur öðrum.
Að líta á fólk sem hluti
Að tengjast annarri persónu er
heldur ekki hægt ef maður lítur á
sjálfan sig og aðra sem hluti, ein-
faldlega vegna þess að hlutir tal-
ast ekki við og tengjast ekki.
Hvaða tal er þetta um fólk sem
hluti, spyrð þú ef til vill. Hvað er
átt við með þessu að líta á sjálfan
sig og aðra sem hluti? Við getum
tekið dæmi um þingmanninn og
kjósandann, framkvæmdastjór-
ann og ræstingakonuna, lögreglu-
þjóninn og almenning eða hús-
bóndann og húsmóðurina. Þetta
eru fyrst og fremst hlutverk en
þegar einhver er spurður: „Hver
ert þú?“ og hann svarar: „Ég er
Jón Jónsson, framkvæmdastjóri"
er um leið litið á hann sem slíkan
en ekki sem mann. Sá sem spyr er
ef til vill Fríða framsóknarkona
og hvort sem litið er á hana sem
pólitískt fyrirbrigði eða konu er í
báðum tilvikum litið á hana sem
hlut (eða hlutverk), en ekki sem
mann. Það sem hér er átt við er að
í stað þess að líta á fólk fyrst og
fremst sem menn, sem gegna ýms-
um hlutverkum, er algengt að líta
á fólk sem hluti (eða hlutverk)
sem ef til vill eru menn á bak við.
Hlutir talast ekki við
Sumir líta á sjálfa sig sem neyt-
endur eða framleiðendur, vinnu-
veitendur eða verkalýð og það er
ekki að undra að slíkir „hlutir“
eigi erfitt með að talast við eins og
menn, og að endurtaka þurfi sömu
samningarulluna ár eftir ár með
tilheyrandi verkföllum og því um
líku þó engan langi til þess.
Ekki er heldur furða þó lítið sé
lært af viti í skólakerfi þar sem
„hlutirnir" kennarar og nemendur
eigast við. Varla tengjast þeir
innilega.
Þá er og hörmulegt hverning lit-
ið er á gamalt fólk sem steinrunna
„hluti“ en ekki lifandi sálir sem
hafa reynslu og visku að miðla sál-
arlitlu þjóðfélagi.
Og hvenær skyldi það skiljast
að menn búa í Reykjavík og úti á
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir
landsbyggðinni, en ekki dreifbýl-
ingar og Reykvíkingar?
Ef þessi hugsunarháttur er ríkj-
andi innan lítils þjóðfélags, við
hverju má þá búast á milli hvítra
og svartra eða á milli þjóða?
Eins og strengjabrúður
Undarlegast af öllu er þó hvern-
ig fólk virðist hafa gaman af því
að líta á sjálft sig sem hlut. Marg-
ir eyða til dæmis miklum tíma og
húðfrumum í að verða „brúnir og
sætir“ og vilja láta líta á sig fyrst
og fremst sem slíka þ.e. „brúna og
sæta", en ekki sem menn. Fólk
Niðurstöður söltunartilrauna með Reykjanessalti:
Jafngott salt á sam-
keppnishæfu verði
sambærilegu hráefni söltuðu úr
Miðjarðarhafssalti.
Þegar á heildina er litið flokk-
aðist þó fiskurinn úr Reykjanes-
saltinu lítið betur en úr Miðjarð-
arhafssalti við saltfiskmat. Vægi
litblæsins virðast fremur óljós —
að vísu er það svo að fiskurinn
verður hvítari og stinnari með
hækkandi kalsíumklóríðinnihaldi
í saltinu, en jafnframt verður
saltupptakan hægari og verði
magnið of mikið fer að bera á
sprungum í fiskholdinu og jafn-
Frá blaðamannafundi Sjócfnavinnslunnar hf. að Hótel Sögu. F.v. Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri Sjóefna-
vinnslunnar hf., Baldur Líndal, efnaverkfræðingur, Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri, Guðmundur Kinarsson, stjórn-
arformaður Sjóefnavinnslunnar hf., Elsa Kristjánsdóttir, varaformaður stjórnar Sjóefnavinnslunnar, Geir Arnesen,
efnafræðingur Rannsóknarstofnunar fiskiðnaöarins, og Sigurður V. Hallsson, efnaverkfræðingur.
„ÞAÐ EK samdóma álit okkar allra
að úr Reykjanessalti með hæfilegu
kalsíumklóríömagni megi framleiða
a.m.k. eins góðan saltfisk og úr
þvegnu Miðjarðarhafssalti," segir í
ágripi af skýrslum Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins, sem Sjó-
efnavinnslan hf. kynnti á blaða-
mannafundi sl. miðvikudag. Auk
nokkurra fortilrauna, sem gerðar
hafa verið í húsakynnum Rann-
sóknarstofnunar, hafa verið gerðar
12 samanburðartilraunir á 12 stöð-
um með söltun á þorski úr innfluttu
þvegnu Miðjarðarhafssaiti og til-
raunasalti framleiddu á Reykja-
nesi, og ennfremur tilraun með
síldarsöltun og liggja niðurstöður
nú fyrir.
A blaðamannafundinum kom
fram að stjórn Sjóefnavinnslunn-
ar telur fært að framleiða salt á
Reykjanesi sem verði ekki dýrara
en innflutt salt, enda verði salt-
verksmiðjan í frjálsri samkeppni
við saltinnflytjendur á saltmark-
aðnum hér. Þá telur stjórnin að
miklir möguleikar séu með ýms-
an efnaiðnað á Reykjanesi er
tengist saltframleiðslunni, en
saltframleiðsla í mjög miklu
magni er forsenda þessa iðnaðar.
Bent var á að í verksmiðju sem
þarna væri staðsett væri hægt að
ráða samsetningu saltsins með.
tilliti til aukasalta, en þetta gæfi
nokkra möguleika framyfir inn-
flutt salt.
Þannig hyggst stjórnin beita
sér fyrir því að verksmiðjan á
Reykjanesi hefji framleiðslu á
sérstakri tegund borðsalts,
svonefndu léttsalti, er inniheldur
verulegt magn af kalíumklóríði,
en auðvelt er að koma slíkri
framleiðslu við þar. Framleiðsla
á slíku salti er þegar hafin í
nokkrum ríkjum heims þar sem
læknisfræðilegar rannsóknir
virðast benda til að mikil neysla
á venjulegu salti geti leitt til
hækkaðs blóðþrýstings og þannig
stuðlað að ýmsum sjúkdómum.
Innihaldi saltið hins vegar veru-
legt magn af kalíumklóríði virð-
ist það vinna að nokkru gegn
skaðsemisáhrifum saltsins.
Framkvæmdir við saltverk-
smiðju á Reykjanesi eru þegar
hafnar og er áætlað að fram-
leiðsla fínsalts þ.á m. léttsalts
geti hafist á næsta ári. Áætlað er
að fyrsti áfangi verksmiðjunnar
taki til starfa í febrúar 1983 og
framleiði sú verksmiðja um 100
tonn af salti á mánuði.
Á blaðamannafundinum rakti
Geir Arnesen, efnaverkfræðingur
hjá Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins, helztu niðurstöður
samanburðartilrauna á söltun
með Reykjanessalti og Miðjarð-
arhafssalti og sagði hann m.a.:
„Af aukasöltum inniheldur ís-
lenzka saltið nær eingöngu kalsí-
umklóríð en magni þess í saltinu
mun verksmiðjan geta ráðið að
vild. Kopar eða skaðlegt járn-
magn hefur aldrei fundist í því
við efnarannsókn. í Miðjarðarh-
afssaltinu er aftur á móti lítils-
háttar magn af kalsíumsúlfati
(gipsi) og magníumsöltum. Full-
staðinn saltfiskur úr Reykjanes-
salti var yfirleitt ljósari á lit og
holdið stinnara en á saltfiski úr
vel hrúðri á yfirborði fisksins.
Það ætti hins vegar að vera auð-
velt fyrir verksmiðjuna að halda
magninu innan hæfilegra marka.
Við verstöðvatilraunir kom í
ljós að nauðsynlegt er að fjar-
lægja aila blóðbletti af fiskhold-
inu fyrir söltun eða með snyrt-
ingu er fiskurinn er tekin úr kör-
unum. Blóðblettir verða yfirleitt
brúnir við söltunina og erfiðara
að fjarlægja þá eftir því sem
lengra líður frá söltun. Blettirnir
verða miklu meira áberandi á
hvítum saltfiski en dökkleitum en
ef vel var að þvottinum staðið
komu engir brúnir blettir af
þessu tagi fram við tilraunir.
Þyngdarnýtingin var eins úr báð-
um salttegundum.
Ég hef orðið þess var að nokkur
uggur er í saltendum vegna minni
kornastærðar í Reykjanessaltinu
en því sem þeir eru vanir að nota.
Ég tel þó að hér sé ekki um stórt
vandamál að ræða, a.m.k. ekki við
pækilsöltun, enda mun verk-
smiðjan líka geta aukið korna-
stærðina ef þess er óskað.
I íslenzka saltinu hafa ekki
fundizt roðagerlar og verður það
þrátt fyrir mengunarhættu í fisk-
húsum að teljast ótvíræður kost-
ur. Geymsluþolstilraunir gagn-
vart roðaskemmdum, sem gerðar
hafa verið^við 21 °C á fullstöðnum
saltfiski beint úr fiskhúsunum,
gáfu mun betri raun fyrir fisk úr
Reykjanessalti en Miðjarðar-
hafssalti."
Um söltun síldar með íslenzka
saltinu sagði Geir að hún
„verkaðist á sama hátt og síld
sem söltuð var með innfluttu
salti. Athuganirnar bentu til þess
að unnt væri að nota íslenzka
saltið við síldarsöltun, þó með
þeim fyrirvara að það sé vigtað í
hverja síldartunnu."
Þá hefur einnig verið gerð til-
raun með að salta gærur með
Reykjanessalti og virðist það gefa
góða raun. Mat á fullunnum gær-
um hefur hins vegar ekki farið
fram.
Smyrill til
Seyöisfjarðar
í lok maí
SMYRILL, færeyska forjan sem siglir
milli Færeyja, Islands, Skotlands og
Noregs, mun koma til Soyðisfjarðar í
fyrsta sinn í sumar þriðjudaginn 25.
maí nk. Kemur hún síðan vikulega til
Seyðisfjarðar, kl. 18 alla þriðjudaga og
heldur aftur utan kl. 21. Síðasta ferðin
verður 7. september.
Steinn Lárusson, framkvæmda-
stjóri Úrvals, sem umboð hefur
fyrir Smyril, tjáði Mbl. að búið hefði
verið að gera tilboð í nýtt skip og
stærra er leysa myndi Smyril af
hólmi í sumar, en flutningar hafa
verið vaxandi síðustu árin. Nú væri
komið í ljós að það skip hentaði ekki
til úthafssiglinga og því stæði nú
yfir leit að öðru skipi. Ef það fyndist
myndi það taka við af Smyrli eftir
nokkrar fyrstu ferðirnar hingað, en
í júní er gert ráð fyrir að Smyrill
geti annað umferðinni.