Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 15

Morgunblaðið - 29.04.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 15 spígsporar um eins og strengja- brúður sem haidið er uppi af því sem er í tísku eða jafnvel því sem er ekki í tísku og dansar í sam- ræmi við það. Og þó ekkert sé nema gott um það að segja að halda líkamanum sterkum og hraustum þá er það óvirðing við manneðlið að líta á sjálfan sig sem skrokk fyrst og fremst og jafnvel lítið annáð. I»ú ert maður Ef einhver segði við mig: „Ég er Jón Jónsson, þingmaður, faðir, Reykvíkingur og listamaður," myndi ég svara: „Nei, góði minn, þarna skjátlast þér heldur betur. Þú ert maður, sem starfar á Al- þingi, átt ef til vill nokkur börn, vill svo til að býr í Reykjavík og fæst við listsköpun við og við. I>að besta, göfugasta og sterkasta Hvenær erum við þá mennsk? Hvert er hið mannlega eðli okkar? Daglegt mál gefur til kynna merkingu þessara hugtaka. Við tölum um mannréttindi, við tölum með aðdáun um að einhver sé mik- ill maður og segjum jafnvel með undrun að Jón sé bara mannlegur þrátt fyrir það að hann sé ráða- maður. Hið mennska eðli tekur til þess sterkasta, besta og göfugasta í okkur, þess sem gefur okkur til- finningu um að vera virkilega lif- andi. Þetta eðli er að sjálfsögðu til staðar í sérhverjum manni og kemur fram þegar við finnum til raunverulegrar tengingar við aðra mannveru, eins og á stundum sem við segjum gjarna um: „Það var enginn veggur á milli okkar, við vorum bara rétt eins og tveir menn að talast við.“ Ef við gefum þessu nánar gaum komumst við að raun um að við verðum vör við hið mennska eðli þegar við beinum athyglinni að öðrum, að þörfum annarra, þegar við gerum eitthvað fyrir aðra án þess að ætlast til nokkurs í stað- inn, þegar við skyggnumst bak við grímu þingmannsins, ræstinga- konunnar, lögreglumannsins, at- vinnurekandans, verkamannsins og hið rúnum rista andlit gamal- mennisins og sjáum að einnig þar er að finna þetta mannlega eðli. Tvær leiðir Reynslan sýnir okkur að það er mögulegt að tengjast öðrum en það gerist einungis þegar það besta í okkur fær notið sín. I raun höfum við um tvær leiðir að velja: Önnur leiðir til aukinnar ein- angrunar einstaklingsins, ótta og andlegs vesaldóms í þjóðfélaginu. Á þeirri leið er kaffært hið mann- lega eðli og því fórnað á altari ómerkilegrar og hlutkenndrar ómennsku. Hin er leið aukinna og bættra tengsla, tilgangs, samstöðu og gleði hjá einstaklingunum og þjóðinni í heild. Þá leið fetum við þegar við hættum að líta á okkur sjálf og aðra sem hluti og vinnum stefnufast og markvisst að því að þróa það besta sem í okkur býr og gefa öðrum tækifæri til hins sama. Okkar er valið. lngibjörg G. Guðmundsdóttir leiðbeinandi í Samhygð. Tónskóli Rangæinga að ljúka vetrarstarfi Tónlistarskóli Rangæinga er nú að ljúka vetrarstarfi sínu. Nem- endur í vetur voru 225 talsins úr öllum hreppum sýslunnar. Kenn- arar voru 13, þar af 6 fastráðnir. Kennt er á 7 stöðum í sýslunni. Skólinn er 7 mánaða skóli og lýkur starfi sínu síðustu dagana í maí með þrennum vortónleikum, skólaslit og síðustu tónleikarnir eru 1. maí. Við Tónlistarskóla Rangæinga eru starfandi kammersveit og lúðrasveit. Einnig er starfandi barnakór við skólann og mun koma út hljómplata með söng hans í byrjun sept. næstkomandi. Tónleikar utanaðkomandi lista- manna eru fernir á starfstíma skólans, músíkfundir eru fernir og jóla- og vortónleikar þrennir. Þá hefur barnakórinn sjálfstæðan konsert ár hvert. Formaður skóla- nefndar er Sigurður Haraldsson Kirkjubæ og skólastjóri er Sigríð- ur Sigurðardóttir. Línumenn og símsmiðir: Ekki unnt að verða við tilmælum símvirkja - kosningasímarnir veröa settir upp FJÖLSÓTTUR félagsfundur 6. deildar Pósts og síma, línumanna og símsmiða, samþykkti á laugar- daginn að ekki væri unnt að verða við tilmælum símvirkja um að vinna ekki að uppsetningu kosn- ingasíma. Vinnan væri nú þegar vel á veg komin og því yrði að sjálf- sögðu að láta jafnt yfir alla ganga. Að öðru leyti tók fundurinn undir með símvirkjum og mótmælti því harðlega hvernig stjórnmálamenn skertu tekjumöguleika Pósts og síma með því að færa sjálfum sér ríflega afslátt á þjónustu stofnun- arinnar. Fer ályktun fundarins orðrétt hér á eftir: Á fundi sem haldinn var hjá 6. deild Pósts og sma þann 23. apríl 1982 var samþykkt einróma svo- hljóðandi ályktun: Því miður getum við ekki orðið við þeim tilmælum símvirkja, að vinna ekki við uppsetningu kosn- ingasíma, því að það er nú þegar vel á veg komið, og verður það að sjálfsögðu jafnt yfir alla að ganga. Að öðru leyti tökum við heils hugar undir með símvirkjum og mótmælum því harðlega hvernig stjórnmálamenn skerða tekju- möguleika Pósts og síma. Að lokum vekur þetta fordæmi stjórnmálamanna eina spurn- ingu: Hverjir eiga að greiða fullt gjald fyrir þjónustu Pósts og síma, ef ekki stjórnmálaflokkar? Jafnframt viljum við fá að nota tækifærið vegna misskiln- ings sem við höfum almennt orð- ið varir við hjá viðskiptavinum Pósts og síma og upplýsa að það eru línumenn og símsmiðir sem sjá um allar símauppsetningar hvort sem er i heimahúsum eða fyrirtækjum. Við sjáum einnig um allar lagnir og tengingar hvort sem um er að ræða jarðstrengi fyrir heil hverfi eða innanhúslagnir, mælingar og viðgerðir á jarð- strengjum og öllum talfærabún- aði hjá hinum almenna notanda. (Einnig ýmis störf í sjálfvirkum símstöðvum.) FYRIRFERÐALÍTIL EN FULLKOMIN Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn - ingalyklar, hálft stafabil til leiðréttinga o.m.fl. Rétt vél fyrir þann sem hefur Iftið pláss en mikil verkefni. Leitið nánari upplýsinga o Olympia mföfMmm KJARAISI HF [ ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022 Sala á lausum miAum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki íbúðavinningur á 250.OOÖ krónur. Bifreiðavinningur á 150.000 krónur. 8 bifreiðavinningar á 50.000 krónur. 565 húsbúnaðarvinningar á 1.000 og 5.000 krónur. Dregið verður í 1. flokki miðvikudaginn 5. maí. 25 utanferðir á 15.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.