Morgunblaðið - 29.04.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
21
Tónleikar Dómkórsins
Kór Dómkirkjunnar í Reykjavík
heldur tónleika sunnudaginn 2.
maí kl. 5 e.h. Kórinn syngur við
allar guðsþjónustur i kirkjunni en
finnst, þrátt fyrir mikið starf,
þörf á að glíma við stærri verk-
efni. Rúmlega 40 söngvarar hafa í
vetur mætt á æfingar tvisvar í
viku, og oftar nú síðustu vikurnar,
til að undirbúa aðra tónleika vetr-
arins. Að loknum jólasöngvum
hófust æfingar á mótettunni
„Jesu, meine Freude" eftir Bach og
kórverkum eftir Stravinsky og
Hessenberg. Sexraddaða mótettan
„O Herr, mache mich zum Werk-
zeug deines Friedens" eftir Hess-
enberg er sérstök á þann hátt, að
tónskáldið reynir að tengja saman
gömul form og leggur áherslu á
hið lagræna. Áhrifin frá tólftóna-
tónlistinni eru greinileg og þær
tilraunir í hljómasamsetningu að
láta tvo hljóma hljóma samtímis.
Þetta áhrifamikla verk vakti
mikla athygli í Þýskalandi á sjötta
áratugnum. Ljóðið er eftir Franz
frá Assisi, Friðarbæn hans, og
hafa orð hans mikið gildi enn í
dag.
I upphafi tónleikanna verður
flutt nýtt orgelverk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, „Auf meinen lieb-
en Gott“, en sálmalagið sem Þor
kell notar er þekkt undir nafninu
„Þú brúður Kristi kær“. Verkið er
mjög heilsteypt og fjörmikið, með
hljómum sem orgelunnendur eiga
ekki að venjast frá eldri meistur-
unum. Verkið var frumflutt er-
lendis, en mun nú í fyrsta sinn
leikið hérlendis.
Auk þess mun Sigrún V. Gests-
dóttir syngja tvær aríur frá bar-
okktímabilinu, en hún, ásamt Sig-
ríði Gröndal, Rut Magnússon og
Rúnari Einarssyni syngja í mót-
ettunni eftir Bach. I því verki leik-
ur Hjálmur Sighvatsson með á
ferðaorgel Langholtskirkju, sem
var fengið að láni, og Pétur Þor-
valdsson á selló. Stjórnandi og
orgelleikari á tónleikunum er
Marteinn H. Friðriksson dómorg-
anisti.
Forráðamenn Dómkirkjusafn-
aðarins fagna þessu starfi mjög og
það er þeirra einlæg von, að fólk
fjölmenni á tónleikana, sem verða,
eins og fyrr segir, í Dómkirkjunni
á sunnudag og hefjast kl. 5 sd.
(Kréttatilk. frá Dómkirkjunni.)
Samleikur í
Norræna húsinu
Tónlist
|Jón Ásgeirsson
Lífið er stutt en listin löng, segir
í gamalli orðhnitu, sem í knöppu
formi sínu rúmar alla leit manns-
ins, skammæja hverjum og einum,
gegn þeirri eilífð sem listin er og
verður.
Freyr Sigurjónsson flautuleikari
og Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari fluttu hlustendum í
Norræna húsinu tónlist, sem þau á
löngum tíma, í erfiðu námi, hafa
safnað þrótti og kunnáttu til að
flytja með sem glæsilegustum
hætti. Freyr er góður flautuleikari
og í leik hans verða tónverkin lif-
andi, þar sem hver tónboginn tek-
ur við af öðrum, sem samfelld
hugsuð heild. Það eina, sem mætti
finna að Frey, er að hann er ekki
nógu frakkur. Hann hefði mátt
koma örlítið meira fram í því sem
hann er að gera. Þessi hógværð
varð nokkuð áberandi vegna þess
að meðleikarinn er einmitt gæddur
þessum eiginleika, að koma sjálf
mjög sterkt í ljós. Anna Guðný er
góður píanóleikari og skemmtilegt
hvernig ýmis skapbrigði voru
greinileg í leik hennar.
Fyrsta verkið, Concert (svíta)
eftir Couperin, fyrir flautu og
sembal, er erfitt vegna nauðsyn-
legrar nákvæmni í flutningi marg-
breytilegra skrautnótna, sem eru
eiginlega svo sér franskar í gerð,
að það tekur mörg ár að ná leik-
andi valdi á þessum sérkennum
franskrar barokk- og rococco-
listar. Annað verkefnið var Fimm
seiðlög eftir Jolivet, fyrir einleiks-
flautu. Hvað svo sem mönnum
kann að virðast um tónsmíðina,
var leikur Freys vel útfærður og
auðheyrt að hann er orðinn mjög
góður flautuleikari. I Rómönsu eft-
ir Pixis, sem var þriðja verkefnið,
lék Freyr svolítið óbeislað. Það var
aftur á móti skemmtileg ró yfir
verkinu er það var endurtekið sem
aukalag. Tvö síðustu verkin, Són-
ata eftir Martinu og Svíta eftir
Widor, eru geysierfið í flutningi,
„virtúósísk", á köflum og var
margt frábærlega gert hjá báðum
flytjendum.
Upphafið á þessari umsögn var
til að undirstrika þá staðreynd
hversu erfitt það er og krefjandi,
að ná því marki að verða góður
hljóðfæraleikari. Mönnum, sem
tala gáleysislega um tónmennt hér
á landi, má benda á þann stóra hóp
gáfaðra ungmenna, sem nú leita
sér ýtrustu menntunar í tónlist
erlendis og, til gamans, bera þann
hóp saman við tónlistarmenn, sem
nærri ólæsir og óskrifandi á tónlist
telja sig í aðstöðu til að segja fólki
fyrir verkum, og reyna að sjá í
hvorum hópnum íslensk tónlist á
framtíð til vaxandi lærdóms og
kunnáttu.
FURUSÓFASETT
3-1-1
FURUSKENKUR
Kr. 5.298.-.
FURUBORÐ FURUSÓFASETT
og 4 stólar 3.1.1
kr. 4.628.-.
Kr. 2.965.-
allt settið.
Kr. 4.960.-.
* é * t
i
FELLI-
BORÐ
Kr. 2.913.
FURUSOFASETT
3-1-1 kr. 5.840.-.
3-2-1 kr. 6.520.-.
FURUSÓFASETT
3-1-1
Kr. 5.380.-.
Sófaborð kr. 1.392.-.
Hornborð kr. 893.-.
LR»n!J
HAMRABORG 3, SIMI. 42011, KOPAVOGI
Athugiö tilboð okkar á húsgögnum
í sumarhúsið og fyrir heimilið