Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 26

Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 Frumvarp til laga um útvarpsrekstur: Aðalatriðið er afnám einkaréttar útvarpsins - segir Fridrik Sophusson alþingismaður FRIDRIK Sophusson alþingismaður (S) dutti fyrir skömmu á Alþingi fram- söguerindi um frumvarp til laga um útvarpsrekstur, sem hann og fleiri flytja. í ræöu sinni sagöi Friðrik m.a. að aöalatriði frumvarpsins væri afnám einkaréttar Ríkisútvarpsins. Sagði hann að setja ætti á fót svokallað útvarps- leyfisráð, sem úthluta leyfum til útvarpsreksturs, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Knnfremur að sveitarstjórnum yrði gefið vald til að ákveða hvort útvarpsstöð væri rekin i sveitarfélaginu. Með frumvarpinu lagði Friðrik fram tvö fylgiskjöl, annarsvegar skjal þar sem rætt væri um tilhög- un útvarpsmála í nokkrum lönd- um og hins vegar um svokallað lágaflssjónvarp, en á því hefði ver- ið gerð frumathugun. I ræðu sinni benti Friðrik á að örar framfarir hefðu orðið í út- varpsmálum undanfarin ár og hefði það knúið menn hér á landi til þess að endurskoða afstöðu sína til útvarpsreksturs. Einka- réttur Ríkisútvarpsins næði að- eins til reksturs hérlendis, enda gæti hver og einn sem útvarpsvið- tæki ætti, hlustað á margar er- lendar útvarpsstöðvar. Þá væru myndböndin nein afleiðing auk- inna tækniframfara á þessu sviði. „Sem betur fer verður fleiri og fleiri mönnum það ljóst, að við svo búið má ekki standa. Það er ekki nóg að spyrna við fæti og finna þróuninni allt til foráttu, þjóðfé- lagið verður að bregðast við með réttum hætti og finna farveg sem er eðlilegur í nútíma þjóðfélagi," sagði Friðrik. Friðrik minnti á að fyrir nokkr- um árum hefði Guðmundur H. Garðarsson flutt lagafrumvarp um afnám einkaréttar Ríkisút- varpsins. Ellert B. Schram hefði flutt frumvarp um staðbundinn útvarpsrekstur. Þá hefðu þeir Benedikt Gröndal og Árni Gunn- arsson einnig flutt frumvarp um útvarpsrekstur. Þessi frumvörp hefðu ekki verið útrædd, eða væru enn í umræðu. Einnig gat Friðrik þess að nú væri nefnd að störfum, og væri hún að endurskoða út- varpslögin. Friðrik sagði tilganginn með þessu frumvarpi, að leggja fram hugmyndir sem fjölmargir hefðu barist fyrir að undanförnu, enda ættu þessi sjónarmið vaxandi fylgi að fagna. Minnti hann á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lýst eindregnum stuðningi við þessi sjónarmið. Næst rakti Friðrik einstakar greinar frumvarpsins og kom þar m.a. fram, að útvarpsstöðvar sem leyfðar yrðu myndu afla tekna með auglýsingum eða áskriftar- gjaldi, eða sérstöku gjaldi sem tekið væri fyrir útsendingu á fræðslu- og skýringarefni. Hins vegar ættu auglýsingar að vera skýrt afmarkaðar frá öðru út- varpsefni. Samkvæmt frumvarpinu ættu útvarpsstöðvar að ákvarða sjálfar verðlagningu þeirrar þjónustu sem þær veittu, t.d. með saman- burði við dagblöð. ■| I Friðrik Sophusson í lok ræðu sinnar sagði Friðrik að tilhögun útvarpsmála í öðrum löndum væri mun frjálsari en hér á landi, en á þeim stöðum þar sem um einkarétt ríkisins væri að ræða færu fram miklar umræður um meira frelsi í þessum efnum. Minntist Friðrik m.a. á umræður í danska þinginu fyrir stuttu, þar sem þessi mál hefðu verið rædd, en þar hefðu ekki verið gerðar breytingar á útvarpslögunum. Hins vegar væri mikill meirihluti Dana fylgjandi frjálsum útvarps- rekstri, ef marka mætti skoðana- kannanir þar í landi. Stjórnarsáttmálinn: Alþingi: Þingsályktunar- tillaga um iðnaðarstefnu Atvinnumálanefnd Alþingis hef- ur lagt fram tillögu til þings- ályktunar um iðnaðarstefnu, en tillaga þessi er unnin upp úr tveimur tillögum sama efnis sem fyrir nefndinni lágu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ríkis- stjórninni. I tillögunni kemur m.a. fram að stuðla beri að framkvæmd iðnaðarstefnu sem hafi eftirfar- andi meginmarkmið: 1. Að skapa iðnaðinum almenn skilyrði fyrir heilbrigðan rekstur fyrirtækja, tryggja iðnþróun með tilliti til frí- verslunar og örva til nýrra átaka og nýjunga í fram- leiðslu. 2. Að örva framleiðni í íslensk- um iðnaði þannig að fram- leiðnistig hans verði sam- bærilegt við það, sem gerist í helstu viðskiptalöndum, og skilyrði skapist fyrir bætt lífskjör. 3. Að stuðla að hagkvæmri fjár- festingu í iðnaði til að tryggja ný störf og bæta lífskjör. „Unnið verði að verðjöfnun á orku, ekki sízt til húshitunar“ Miklum fjölda stórra mála hefur verið fleygt inn í þingið þessa siðustu starfsdaga þess, scm ætlunin er að moka í gegnum þingdeildir án viðunandi skoðunar og meðferðar, sagði Karvel Pálmason (A), er kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild i gær. Eitt er þó það mál, sem fékk heiðurssess i stjórnarsáttmála þegar árið 1980, sem enn bíður utan garðs: jöfnun hitunar- kostnaðar, þ.e. leiðrétting á einu stærsta misréttismáli i landinu í dag. Þrjú lagafrumvörp, sem fela í sér mismunandi leiðir til leiðréttingar, fást ekki til lokaafgreiðslu. Stjórnarsinnar sýna engan lit á því að afgreiða þetta mál. Þeir mæla að vísu fagurt en sofna siðan á fyrirheitunum, rétt eins og ríkisstjórnin á stjórnarsáttmálanum. Ég spyr forsætisráðherra, hvort efnda sé að vænta fyrir þinglausnir? • Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði stjórnskipaða nefnd, sem skoðaði þetta mál, hafa skilað úttekt og greinargerð, sem ríkisstjórnin ræði nú þessa dagana. Þá hafi iðnaðarráðherra skipað orkusparnaðarnefnd, sem skilað hafi góðum árangri. Fljót- lega sé að vænta hugmynda frá ríkisstjórninni, hvern veg skuli við brugðizt, þó vart sé að búast við frumvarpi á þessu þingi. • Alexander Stefánsson (F) tók undir það að ríkisstjórnin þyrfti að leggja línur í málinu fyrir þing- lausnir. Eg mun beita mér fyrir því að þingflokkur framsóknar- manna geri harða hríð að ráðherr- um, sagði hann, en Svavar Gests- son, félagsmálaráðherra, kallaði fram í: snúðu þér að viðskipta- ráðherranum! Alexander sagði húshitunarkostnað sexfaldan þar sem hæstur væri, miðað við Reykjavík. Sættast mætti á þre- faldan mun. Til þess þyrfti 40 til 70 m.kr. Þetta er gerlegt. • Highvatur Björgvinsson (A) sagði orkujöfnunargjald hafa ver- ið lagt á til að jafna húshitunar- kostnað. Það rennur nú beint í rík- issjóðinn en ekki til þessa ætlun- arverks. Alþýðuflokkurinn flutti tillögu þess efnis, að það gengi al- . farið til upprunalegs hlutverks síns. Stjórnarliðið felldi tillöguna. Þá fluttu sjálfstæðismenn mála- miðlunartillögu, þess efnis, að helft gjaldsins gengi til þessarar jöfnunar. Stjórnarliðið felldi þá tillögu einnig! • Matlhías Bjarnason (S) vakti athygli á því, að þrjú frumvörp væru á hrakhólum í þinginu, sem öll vísuðu vegi til leiðréttingar í þessu efni. Ég felli mig bezt við frumvarp sem þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Eiður Guðnason (A) og Egill Jónsson (S) hafa lagt fram, sem setur þak á þennan mismun. Ég vitna til rúmlega tveggja ára ákvæðis í stjórnarsáttmála, sagði Matthías, þar sem aðgerðir eru boðaðar, og spyr stjórnarþingmenn úr strjál- býli: ætla þeir að láta senda sig heim, eins og póstböggla, án þess að ná fram nokkurri leiðréttingu? Ætla þeir enn einu sinni að láta sér nægja skrúðyrði um könnun, athugun, skoðun í ríkisstjórn — eða viðlíka svæfla til að sofa áfram á vandanum óleystum? • Tómas Árnason, viðskiptaráð- hcrra, sagði nefnd, sem spannaði fulltrúa allra þingflokka, hafa skilað samhljóða áliti. Las hann sitthvað úr því. Nú væri þvi þess að vænta, að rofaði til. • Iljörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sagði m.a. að þingmenn tækju allir þátt í að deila út tekj- um ríkissjóðs við afgreiðslu fjár- laga. Þeir ættu því ekki að koma af fjöllum um ráðstöfun þeirra. Á fjárlögum væru 30 m.kr. til jöfn- unar á húshitunarkostnaði. Þenn- an kostnað mætti einnig lækka með því að bæta húsnæði, ekki sízt einangrun. • Ilalldór Blöndal (S) sagði mis- háan hitunarkostnað, bæði með olíu og hinu dýrara rafmagni, skapa verulegt misrétti eftir bú- setu. Illt væri ef þingmál, sem fælu í sér leiðir til jöfnunar, dög- uðu uppi. Rétt væri að vísu hjá iðnaðarráðherra, að lækka mætti húshitunarkostnað með betri ein- angrun og breytingum á húsnæði. Ég hef lagt fram frumvarp, þess efnis, að kostnaður vegna slíkra breytinga verði frádráttarbær til skatts, eins og áður var, en það fæst ekki afgreitt, frekar en önnur mál frá stjórnarandstöðu. • Fleiri þingmenn töluðu í mál- inu en engir nýir fletir á því komu upp. I nefndaráliti því, sem ráðherr- ar vitna til, er bent á 4 leiðir: 1) Niðurgreiðslur úr ríkissjóði, 2) verðjöfnunar- og niðurgreiðslu- leið, er gerir ráð fyrir olíustyrkj- um úr ríkissjóði, auk verðjöfn- unargjaldi til tekjuöflunar, 3) verðjöfnunarleið, þ.e. niður- greiðslum sem komi einvörðungi frá verðjöfnunargjaldi á orku til húshitunar, 4) orkuskattur, sem legðist ofan á alla orku (utan orku til fiskveiða). í áliti nefndarinnar kemur fram að hún telur eðlilegt, að Hitaveita Reykjavíkur fái 35—40% hækkun taxta og að nú þegar verði náð því marki, með niðurgreiðslum, að munurinn milli ódýrustu og dýrustu upphit- unar verði ekki meiri en þrefaldur. 4. Að leggja sérstaka áherslu á að efla iðnað á sviðum þar sem innlendir samkeppnisyf- irburðir geta nýst til arð- bærrar framleiðslu á vörum og þjónustu, jafnt fyrir heimamarkað sem til útflutn- ings. 5. Að nýta sem best þá mögu- leika til iðnaðarframleiðslu, sem felast í innlendum orku- lindum, og efla innlenda aðila til forustu á því sviði. Orku- frekur iðnaður verði þáttur í eðlilegri iðnþróun í landinu, og jafnframt verði lögð áhersla á úrvinnsluiðnað í tengslum við hann. 6. Að bæta starfsskilyrði og auka áhrif starfsfólks á vinnustöðum í samráði við samtök launafólks og at- vinnurekendur í iðnaði. Kom- ið verði í veg fyrir skaðleg áhrif af völdum iðnvæðingar á náttúru landins og um- hverfi. 7. Að tryggja forræði lands- manna yfir íslensku atvinnu- lífi og auðlindum og stuðla að æskilegri dreifingu iðnaðar og jafnvægi í þróun byggðar í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.