Morgunblaðið - 29.04.1982, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón Sighvatur Blöndahl
Heimsframleiðslan á sykri:
Er 3,4 millj. t.
umfram þörf
„ÞAÐ MÁ í RAIJN segja, að sykurmarkaöurinn sé að verða súr,“
segir í nýlegu hefti brezka tímaritsins „The Economist“. í frétt
tímaritsins segir, aö nýjustu spár varöandi sykurframleiösluna á
framleiðslutímabilinu 1981 — 1982 séu þær, að framleiðslan veröi
um 94,2 milljónir tonna, en þaö er um þaö bil 3,4 milljónum tonna
meira, heldur en reiknaö er meö að eftirspurnin veröi.
Þá segir í frétt tímaritsins, að Þá segir blaðið frá þeirri
verð á sykri hafi lækkað um 20% þróun, að væntaniega muni
frá því í janúar sl., en í dag kost- Bandaríkjamenn, sem hafa verið
ar sykurtonnið 141 sterlingsp- stærstu innflytjendur sykurs í
und og hefur það ekki verið á heiminum, setja á innflutnings-
iægra verði í liðlega 2‘/2 ár. kvóta á þessu ári.
Ice. Kr 10
UTSÖLUVERÐ BENSÍNLÍTRA
59 70 72 74
Þróun benzínverðs:
Félagarnir Gunnar Steinn Pálsson, t.v. og Gunnar Gunnarsson í hinum nýju
husakynnurn Auglýsingaþjónustunnar.
NZ t
Augiýsingaþjónustan flytur í nýtt húsnæði:
Gjörbylting á allri
vinnuaðstöðu okkar
- segir Gunnar Steinn Pálsson,
annar aðaleigandi stofunnar
AuglýsingaÞjónustan hf. flutti
nýverið i nýtt húsnæði að Skúla-
túni 4, en að sögn Gunnars Steins
Pálssonar, annars aðaleiganda
fyrirtækisins, varð um ieið gjör-
bylting á allri vinnuaöstööu, því í
eldra húsnæði fyrirtækisins var
orðið þröngt um mannskapinn
samfara fjölgun starfsmanna og
auknum umsvifum fyrirtækisins.
„Nýja húsnæðið er 300 fermetr-
ar að stærð, innréttað með Facit-
húsgögnum og tækjum á skrifstof-
unni, en innréttingar á teiknistofu
smíðuðu þeir Guðbjörn Gunnars-
son og Hannes Tómasson, innan-
húsarkitekt var Heiða Jóhannes-
dóttir," sagði Gunnar Steinn enn-
fremur.
Aðaleigandi Auglýsingaþjón-
ustunnar hf. ásamt Gunnari
Steini er Gunnar Gunnarsson, en
alls starfa nú hjá fyrirtækinu 13
starfsmenn við teikni- og skrif-
stofustorf, textahönnun og fleira.
Gunnar Steinn sagði, að einkum
væri unnið fyrir fasta viðskipta-
vini og á meðal þess sem kemur
inn á borð stofanna mætti nefna
auglýsingagerð fyrir dagblöð og
tímarit, hönnun og framleiðslu á
sjónvarpsauglýsingum, útvarps-
auglýsingar, gerð bæklinga, hönn-
un firmamerkja, uppsetning sýn-
ingarbása, framleiðsla kynn-
ingarkvikmynda, markaðsráðgjöf
og almenningstengsl og margt
fleira.
Auglýsingaþjónustan hf. er ein
af átta auglýsingastofum, sem
eiga aðild að SÍA, Sambandi ís-
lenzkra auglýsingstofa. Til allra
SIA-stofa eru gerðar ákveðnar
kröfur um alhliða þjónustu á sviði
auglýsingagerðar og markaðs-
ráðgjafar og á SÍ A-stofum er unn-
ið eftir alþjóðlegum siðareglum
auglýsingástofa um sannsögli,
heiðarleika og velsæmi í hvers
konar kynningarstarfsemi. Á veg-
um SÍA er reglulega framkvæmd
sérstök fjölmiðlakönnun og ýmsar
athuganir aðrar gerðar, sem
tengjast auglýsingum hérlendis og
erlendis," sagði Gunnar Steinn
Pálsson ennfremur.
Hefur hækkað um ríflega
916% frá ársbyrjun 1978
- Framfærsluvísitala um 400%
- Vísitala byggingarkostnaðar um 416,5%
EINS og sést á meðfylgjandi súlu-
riti var hækkun á útsöluverði
benzíns fremur hæg og stígandi á
árunum 1969 til 1972, en árið
1973 kemur nokkur kippur og
hækkar síðan jafnt og þétt fram
til ársins 1978, þegar hraðinn vex
og virðist ekkert lát vera á hækk-
unum enn í dag. í ársbyrjun 1978
kostaði hver lítri benzíns 0,93
krónur, en í upphafi þessa árs
kostaði hver lítri benzíns 9,45
krónur. Verðið hefur þvj á þessum
fjórum árum ríflega tífaldast, eða
ef mælt er í prósentum, þá hefur
benzínlítrinn hækkað um liðlega
916% á fjórum árum.
Til samanburðar má geta þess,
að framfærsluvísitalan hækkaði
frá 1. febrúar 1978 til 1. febrúar
1982 úr 936 stigum í 4.678 stig, eða
um „aðeins" 400%.
Vísitala byggingarkostnaðar
hækkaði á tímabilinu 1. janúar
1978 til 1. janúar 1982 úr 176 stig-
um í 909 stig, eða um liðlega
416,5%.
Á þessum tölum sést því greini-
Iega, að benzínverð hefur hækkað
ríflega helmingi meira en fram-
færsluvísitala og vísitala bygg-
ingarkostnaðar á umræddu tíma-
bili. Það þýðir í raun, að benzín-
verðið hefur hækkað um ríflega
helmingi meira en verðbólgan í
landinu.
Uppsláttarritið „íslenzk
fyrirtæki“ komið á markað
UPPSLÁTTARRITIÐ „íslenzk fyrir-
tæki“ er nú komið út og er útgáfan
sú tólfta í röðinni, en það er útgáfu-
fyrirtækið Frjálst framtak, sem gef-
ur bókina út. Martha Eiríksdóttir,
ritstjóri bókarinnar, sagði í samtali
við Mbl„ að bókin hefði að geyma
ítarlegri upplýsingar en nokkru sinni
fyrr, en hún er um 1.000 blaðsíður.
„íslenzk fyrirtæki er nú eina bókin
sinnar tegundar hér á landi og þjón-
ar jafnt innlendum markaði sem er-
lendum aðilum, sem áhuga hafa á
upplýsingum um ísland og viðskipt-
um við íslendinga,“ sagði Martha
ennfremur.
I bókinni er að finna nöfn starf-
andi fyrirtækja, stofnár þeirra,
heimilisfang, síma, nafnnúmer,
söluskattsnúmer, telexnúmer,
starfssvið, stjórn, helztu starfs-
menn, starfsmannafjölda, umboð,
þjónustu og framleiðslu. Einnig
upplýsingar um sveitarfélög,
stofnanir, félög, sendiráð og fleira.
íslenzk fyrirtæki skiptist niður í
eftirfarandi meginkafla: Fyrir-
tækjaskrá yfir fyrirtæki, félög og
stofnanir í Reykjavík og nágrenni
og síðan er landsbyggðin í staf-
rófsröð þar fyrir aftan. I fyrir-
tækjaskránni eru fjölmörg firma-
merki og vörumerki.
I vöru- og þjónustuskránni eru
upplýsingar um tvö þúsund vöru-
flokka og þjónustu og hvar sé
hægt að fá viðkomandi vöru eða
þjónustu. Nánari upplýsingar er
að finna um fyrirtækin í fyrir-
tækjaskránni. Umboðsskráin
greinir frá fjögur þúsund umboð-
um og umboðsmönnum. Skipa-
skráin er eina skráin, sem veitir
upplýsingar um íslenzk skip, ein-
kennisstafi, eiganda eða útgerð-
armann og símanúmer og nafn-
númer viðkomandi aðila.
í kaflanum „Iceland today
(hints to business men) eru upp-
lýsingar fyrir erlenda kaupsýslu-
menn um viðskiptamál á Islandi,
reglur um hvernig skipta megi við
Island auk upplýsinga um íslenzk-
ar útflutningsvörur og íslenzka
útflytjendur.
Martha sagði, að vegna vaxandi
áhuga erlendra aðila á viðskipta-
legum upplýsingum um ísland
verði íslenzk fyrirtæki sérstaklega
kynnt í flestum Evrópulöndum í
tengslum við Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins. „íslenzk fyrirtæki er
unnin í samstarfi við stjórnendur
fyrirtækjanna sem skráð eru í
bókina og ferðuðust starfsmenn
Frjáls framtaks um allt land á
meðan bókin var í undirbúningi,
sagði Martha Eiríksdóttir enn-
fremur. Þá má geta þess, að um-
sjón með vinnslu bókarinnar hafði
Erla Einarsdóttir."
Loks kom það fram í spjallinu
við Mörthu, að í þessari nýju út-
gáfu er um 40% magnaukningu
upplýsinga að ræða.