Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 33

Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 33 Flugleiðir: Selur Finnair Fokker á 2 millj- ónir dollara - Ennfremur hefur verið gerður gagnkvæmur þjónustusamningur FLUGLEIÐIK hafa nýverið gert samning við finnska flugfélagið Finnair um sölu á einni Fokker Friendship-vél félagsins til Finn- lands. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að um væri að ræða aðra Fokker- vélina, sem var í verkefnum í Líbýu á síðasta ári á vegum Flugleiða og væri því ekki um neina fækkun i flota félagsins innanlands að ræða. „Gæðahringir - japanskar stjórnunar- aðferðir“ FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur almennan fund að Lágmúla 7 í dag klukkan 17.00. Á fundinum mun dr. Ingjald- ur Hannibalsson, deildarstjóri tæknideildar Félags íslenzkra iðnrekenda, fjalla um gæða- hringi og japanskar stjórnun- araðferðir. Dr. Ingjaldur mun fjalla um þróun þessara mála í heiminum, stöðuna og það, sem framundan er. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. — Vélin er seld á 2 milljónir dollara, en innifaldar í því verði eru ýmiss konar kostnaðarsamar breytingar, sem við munum fram- kvæma á vélinni, sem er í tækni- lega mjög fullkomnu lagi, sagði Sigurður Helgason ennfremur. Vélin verður afhent Finnair í lok júnímánaðar. Það kom ennfremur fram í sam- talinu við Sigurð Helgason, að gerður hefði verið gagnkvæmur þjónustusamningur milli félag- anna, sem gerði ráð fyrir því, að Finnair sæi um viðhald á hreyfl- um Boeing-véla Flugleiða, en á móti myndu Flugleiðir sjá um viðhald á Fokker-vélum Finnair. — Hingað munu koma Fokker Friendship-vélar frá þeim í stærri skoðanir, auk þess sem samningar hafa tekizt um gagnkvæmt við- hald á ýmsum fylgihlutum, þ.e. við framkvæmum ákveðið viðhald fyrir þá og þeir ákveðið viðhald fyrir okkur, sagði Sigurður Helga- son ennfremur. í samtalinu við Sigurð Helgason kom ennfremur fram, að viðhaldið á hreyflum Boeing-véla félagsins hefur hingað til verið hjá Sabena í Belgíu. — Við fengum hins vegar góðan samning við Finnair, sem felur í sér gagnkvæm viðskipti eins og ég sagði og því var farið út í þetta, sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, að síðustu. Söluaukning fyrir- tækisins varð um 13% Stefnt að því, að auka framleiösluna um a.m.k. 8% í ár „ÞRÁTT fyrir almennan samdrátt í bílasölu í heiminum á síðasta ári tókst okkur að auka sölu okkar um- talsvert á síðasta ári,“ sagði Hilding Johnson, sölustjóri SAAB fyrir Norð- urlönd, í samtali við Mbl. Sala fyrir- tækisins á SAAB 99/900 jókst á síð- asta ári um 13%, en sala á Turbo-út- gáfunni jókst um yfir 54%. Hilding Johnson sagði ennfrem- ur, að ljóst væri, að fyrirtækið myndi enn auka sölu sína á þessu ári. „Við getum reyndar ekki ann- að eftirspurninni eins og málum er komið í dag, en það er verið að vinna í þeim málum um þessar mundir,” sagði Hilding Johnson ennfremur. Eins og áður sagði jókst sala fyrirtækisins á SAAB 99/900 um 13% á síðasta ári, en alls voru seldir 74.000 bílar, samanborið við 65.400 bíla á árinu 1980. Á yfir- standandi ári er gert ráð fyrir, að sala fyrirtækisins í þessum um- ræddu bílum nálgist 80.000, eða aukist um liðlega 8% milli ára. Aukningin í sölu 900-bilanna varð töluvert meiri en í 99-bílnum, en alls seldust 57.000 900-bílar á síðasta ári, samanborið við 44.000 bíla árið 1980. Sala á Turbo- útgáfunni jókst eins og áður sagði um 54% milli ára, en á síðasta ári seldust alls um 18.000 slíkir, sam- anborið við 11.800 árið 1980. Á síðasta ári varð söluaukning- in mest á íslandi af öllum löndum, en þar jókst sala SAAB um liðlega 300%. Aukningin í Danmörku varð liðlega 67% og í Noregi varð söluaukning upp á tæplega 20%. . . - . ■ . . ■ i » ' Þessi Chevrolet pickup árgerö 1978 er til sölu. Bifreiðin er ekin 50 þús. mílur, í mjög góðu ásigkomulagi og meö vönd- uöu húsi. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofutíma í síma 96- 22105. Hitaveita Akureyrar. Auglýsing um aöalskoöun bifreiða í lögsagn- arumdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og fyrir árið 1982. Gullbringusýslu Mánudaginn 3. maí Ö- 976—Ö-1075 þriöjudaginn 4. maí Ö-1076—Ö-1175 miövikudaginn 5. maí Ö-1176—Ö-1275 fimmtudaginn 6. maí Ö-1276—Ö-1375 föstudaginn 7. maí Ö-1376—Ö-1475 mánudaginn 10. maí Ö-1476—Ö-1575 þriöjudaginn 11. maí Ö-1576—Ö-1675 miðvikudaginn 12. maí Ö-1676—Ö-1775 fimmtudaginn 13. maí Ö-1776—Ö-1875 föstudaginn 14. maí Ö-1876—Ö-1975 mánudaginn 17. maí Ö-1976—Ö-2075 þriöjudaginn 18. maí Ö-2076—Ö-2175 miövikudaginn 19. maí Ö-2176—Ö-2275 föstudaginn 21. maí Ö-2276—Ö-2375 mánudaginn 24. maí Ö-2376—Ö-2475 þriöjudaginn 25. maí Ö-2476—Ö-2575 miövikudaginn 26. maí Ö-2576—Ö-2675 fimmtudaginn 27. maí Ö-2676—Ö-2775 föstudaginn 28. maí Ö-2776—Ö-2875 Skoðunin fer fram aö löavöllum 4, Keflavík milli kl. 8—12 og 13—16. Á sama staö og tíma fer fram aöalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfar- andi einnig viö umráðamenn þeirra. Yækjasalan tif .—vanti þig tæki- erum viö til taks Þessi liðstýrða Yale 3000 B, árgerð 1973 er til sölu. Vélin er útbúin Cummings dieselvél i toppstandi. Með 3,2 m3 skóflu, á nýsóluðum dekkjum 23,4x25, o.fl. Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. Tækifæri sem ekki kemur aftur. Vió arum aldr0i tangra fri ykkttr an nmata aímtaaki. Yækjasalan hf „..vantiþrg tæki-erum vió til taks Pósthólf 21 202 Kopavogi 91-78210 HANDFÆRAVINDUR Venjulegar og með stöng HANDFÆRAONGLAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRASOKKUR PIKLAR M. ÚRVAL SIGURNAGLAR HÁKARLAONGLAR SKOTULÓDARÓNGLAR KOLANET SILUNGANET RAUÐMAGANET GRASLEPPUNET NETAFLOT SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GIROINGATENGUR GIROINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR GARDSLONGUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUVAGNAR SLÖNGUGRINDUR GÚMMÍSLÚNGUR allar stærðir PLASTSLÖNGUR glærar meö og án innleggs JÁRNKARLAR JAROHAKAR SLEGGJUR FERNISOLIA HRÁFERNIS TJORUHAMPUR SKÓLPRÖRAHAMPUR PLÖTUBLÝ VELATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR í RÚLLUM ANANAUSTUM SÍMI 28855 GARÐYRKJUAHÖLD DELT A-SKIP ADÆLUR BÁTADÆLUR VÆNGJADÆLUR STÁLBRÝNI STEINBRÝNI SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR ÁRAR ÁRAKEFAR BJÖRGUNARVESTI fyrir börn og fulloröna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.