Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 34

Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 34
34 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1982 Á kút- maga- kvöldi í þessum yígalega hópi kútmagakvöldsgesta eru Bjarni í Rammagerðinni, Kristmundur í Bæjarins beztu, Snorri úLskurðarmeistari, Hrafn Johnsen tannlæknir, Guðni Guðnason í Bæjarins beztu og Viðar Hjartarson læknir, sem er fremst á myndinni. LIONSKLl'.'BBI'RINN Ægir hélt árlegt kútmagakvöld að Hótel Sögu í síðastliðnum mánuði og þar var, eins og mörg undanfarin ár, valinn maður í hverju rúmi. Svo sem á fyrri kútmaga- kvöldum svignuðu veizluborð undan íslenzkum sjávarréttum; nefna má mjölmaga, smokkfisk, djúphafsrækju, kalt heilagfiski, steikta murtu, steiktan karfa, reyktan karfa, grafinn karfa, hrogn og lifur, steikta tinda- bikkju, steikta Ioðnu, hákarl, súrhval og áfram mætti telja. Kempán Hannibal Valdi- marsson var heiðursgestur kvöldsins og flutti eins og hon- um er lagið snjalla ræðu. Þá skemmtu landsfrægir kappar, en eins og alþjóð er kunnugt, þá er margt ágætra manna í Lions- hreyfingunni og þeirra á meðal landsþekktir skemmtikraftar. En sjón er sögu ríkari, Árni Johnsen festi nokkra gesti á filmu. Kjartan Lárusson hjá Ferðaskrifstofu ríkisins að heilsa kunningja sínum t.v., en fyrir miðju situr Grímur Guðmundsson, forstjóri í íspan, i góðu yfirlæti með hressum félögum. Hljóðritun upplýsinga um fíkniefnamál: „Farið verður með upplýsingar af sérstakri gát“ - segir William Th. Möller, aðal- fulltrúi lögreglustjóra KOMIÐ hefur verið á sjálf- virkri hljóðritun upplýsinga um fíkniefnamál hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík, svo sem fram hef- ur komið. I fréttatilkynningu frá lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík segir m.a.: „Talið er líklegt að margir vilji gjarnan eiga þess kost að geta hringt til lögreglunnar á hvaða tíma sem er, til þess að veita upp- lýsingar um fíkniefnamál. Heppi- legt þykir að veita þessum upplýs- ingum móttöku með sjálfvirkri hljóðritun." Mbl. ræddi af þessu tilefni við William Th. Möller, aðalfulltrúa lögreglustjóra, og Ásgeir Frið- jónsson, dómara við fíkniefna- dómstólinn. „Á undanförnum ár- um hafa menn hugleitt að gera tilraun með sjálfvirka hljóðritun upplýsinga um fíkniefnamál, sem nú er kominn til framkvæmda. Þessi aðferð við öflun upplýsinga hefur lengi verið notuð á hinum Norðurlöndunum, en hér heima hefur af ýmsum ástæðum verið farið varlegar í sakirnar. Áherzlu ber að leggja á, að þessum upplýs- ingum er eingöngu ætlað að koma að notum við frumrannsóknir mála og að upplýsingar í gegn um síma hafa ekkert sönnunargildi," sagði Ásgeir Friðjónsson. William sagði, að farið verði með sérstakri gát með allar upp- lýsingar sem berast. Yfirlögreglu- þjónn og fulltrúi í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum munu hlusta á hljóðritanir og aðrir ekki. „Þetta er gert í ljósi þess, að nafnlaus framburður er allt ann- ars eðlis en staðfest skýrsla. Ef fólk telur sig hafa upplýsingar, sem krefjast tafarlausra aðgerða, þá er rangt að hringja í þennan síma, miklu fremur rétt að hringja í neyðarsíma lögreglunn- ar, því hljóðritaðar upplýsingar sem berast munu ekki athugaðar reglulega," sagði William Th. Möller. „Árlega eru upplýst um 300 fíkniefnamál, en þau mál, sem kærð hafa verið til fíkniefnadeild- arinnar, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Fíkniefnadeild- in verður að sækja öll sín mál út í bæ, ef svo má að orði komast, en meginþorri mála sem til lögregl- unnar berast eru kærð. Vegna þessa eðlismunar verður að beita öðrum úrræðum. Reynslan hefur sýnt, að fólk er tregt til að koma upplýsingum á framfæri ef það þarf að standa í skýrslugjöfum eða fyrir dómi, það óttast að drag- ast inn í málaferli. Hljóðritanir hafa verið við lýði um langt skeið erlendis. I upphafi var talsvert um, að menn hringdu og gæfu upp rangar upplýsingar til að freista þess að villa um fyrir lögreglunni. Og það er nú svo við rannsóknir allra brotamála, að inn á borð lögreglunnar berast ábendingar, sem ekki reynast á rökum reistar. Það gerist daglega að tilkynn- ingar berast til lögreglu um um- ferðarlagabrot og ölvun við akst- ur, svo dæmi séu tekin. Fólk til- kynnir um brot af siðferðisástæð- um, en ekki að það sé lagaskylda," sagði Ásgeir. Fram hefur komið ótti um, að þetta fordæmi kunni að leiða til hljóðritana upplýsinga í öðrum málaflokkum. „Já, en ég vil undirstrika að hér er um tilraunastarfsemi að ræða og reynslan mun leiða í ljós hvort framhald verður á. Tilraun þessi er gerð vegna sérstöðu fíkniefna- mála. Það hefur ekki einu sinni verið til umræðu að setja upp hljóðritanir upplýsinga í öðrum málaflokkum og er alls ekki á dagskrá," sagði William Th. Möll- er. Samtök sykursjúkra 10 ára Samtök sykursjúkra, Reykja- vík, urðu 10 ára 25. nóvember síð- astliðinn. í tilefni af afmælinu var kynning í dagblöðum og út- varpi á sykursýki og starfsemi Samtaka sykursjúkra. Á afmæl- isdaginn var haldinn fjölsóttur afmælisfundur þar sem heilbrigð- isráðherra flutti ávarp, flutt voru nokkur fræðsluerindi, skemmti- atriði o.fl. í tilefni af afmælinu kom formaður Landssambands sykursjúkra í Noregi í heimsókn ásamt konu sinni. I Samtökum sykursjúkra, Reykjavík, eru nú á sjöttu hundr- að manns. Starfsemi samtakanna er einkum fólgin í fræðslu um sykursýki. Er það meðal annars gert með útgáfu bæklinga ýmiss konar, auk ritsins „Jafnvægi". Þá eru einnig haldnir fræðslu- og skemmtifundir. Tvö undanfarin sumur hafa samtökin starfrækt sumarbúðir fyrir sykursjúk börn og unglinga. Nú í sumar er fyrir- hugað að senda nokkra unglinga til dvalar í sumarbúðum Lands- sambands sykursjúkra í Noregi. Sala jólakorta og jólapappírs hefur, auk árgjalda félagsmanna, verið helsta tekjulind samtak- anna. Þá hafa þau notið góðvildar ýmissa aðila, og má þar einkum nefna nokkra lyfjainnflytjendur, sem hafa meðal annars stutt út- gáfustarfið og tengsl við samtök sykursjúkra á hinum Norðurlönd- unum af mikilli rausn. Sala minn- ingarkorta fer heldur vaxandi. Nokkuð hefur áunnist á öðrum sviðum og má nefna sem dæmi að Tryggingastofnun ríkisins greiðir nú einnota sprautur að hálfu, og efni til sykurmælinga í þvagi að 9/io hlutum. Ekki hefur tekist að fá stofnunina til að greiða efni né tæki til blóðsykurmælinga í heimahúsum, og hefur sú tækni því enn ekki verið notuð hér á landi nema í brýnum tilvikum. Ótalinn er fæðiskostnaður syk- ursjúkra sem er verulega hærri en annarra. Engir opinberir styrkir eða afslættir frá sköttum eru veittir vegna þessara útgjalda sem eru sykursjúkum þó veru- legur baggi. Þótt málefni sykursjúkra gangi hægt á sviði tryggingakerfisins, hefur þó orðið bylting á sviði heil- brigðisþjónustu við sykursjúka frá því að samtök þeirra voru stofnuð. Sykursjúkir geta nú leit- að til allmargra sérfróðra lækna um sykursýki, en þeim hefur fjölgað töluvert hér á landi hin allra síðustu ár. Auk þess er sér- stök göngudeild sykursjúkra starfrækt í Landspítalanum í Reykjavík. Er hún nú opin fyrir hádegi alla virka daga, en því miður hefur fram að þessu þurft að loka henni í sumarleyfum. Deildin framkvæmir reglubundið eftirlit með gangi sjúkdómsins, þar eru iæknar, hjúkrunarkonur og matarfræðingur, sem gefa ráð og ákveða hvernig meðferð skuli hagað í öllum atriðum. Hins veg- ar er öll dagleg meðferð alfarið í höndum hinna sykursjúku sjálfra. Þess vegna er stöðug fræðsla og reglubundið eftirlit sérfræðinga alger forsenda þess að vel geti tekist til. Fyrir örfáum árum gáfu Oddfellowar augndeild Landa- kotsspítala mjög fullkomin tæki til augnaðgerða með laser-geisl- um. Áður þurfti að senda fólk með æðaskemmdir í augum til aðgerða erlendis. Bæði augndeildin oggöngudeild sykursjúkra búa við óskapleg þrengsii og erfiða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólkið. Til dæmis má nefna, að laser-tækinu var komið fyrir í litlu geymsluherbergi, gluggalausu og óloftræstu. Tæki til augnmyndatöku var komið fyrir í klefa sem er svo þröngur, að þegar unnið er þar inni er stundum brugðið á það ráð að láta dyrnar standa opnar, og setja skýli á ganginn fyrir framan. Um allan heim er stöðugt unnið að rannsóknum á orsökum og eðli sykursýki. Alltaf miðar í rétta átt þótt ýmsum þyki hægt ganga. Miklar framfarir hafa orðið í gerð lyfja, en ýmist eru notaðar blóð- sykurlækkandi töflur eða insúlín, sem þarf að sprauta undir húð. Fer það eftir eðli sjúkdómsins og aldri viðkomandi hvor meðferðin er notuð. Þá hafa ekki síður orðið stórstigar framfarir í þeirri tækni sem notuð er við stjórnun blóð- sykurs, þ.e. lyfjagjafir, mataræði, mælingu sykurs í þvagi og blóði, reglubundið lækniseftirlit o.s.frv. Sykursýki ræðst á alla aldurs- hópa, allt frá kornabörnum til gamalmenna. Eðli hennar er þó mismunandi, og ræðst það eink- um af aldri þegar sjúkdómsins verður fyrst vart. Þeir yngstu eiga að sjálfsögðu mest í húfi, enda eiga þeir lengri ævi fram- undan. Að jafnaði er sú tegund sykursýki sem kemur fram í ungu fólki mun erfiðari viðfangs en sú sem herjar á þá sem komnir eru á efri ár. Sykursýki er ólæknandi enn sem komið er, og aðferðir til að lækna sjúkdóminn eða koma í veg fyrir hann eru ekki enn í sjón- máli. Lengi hafa menn reynt líf- færaflutninga en varla verður vandi sykursjúkra leystur með þeim hætti á næstunni. Hins veg- ar eru að koma fram á sjónarsvið- ið rafknúnar dælur sem dæla ins- úlíni í líkamann. Enn sem komið er þarf að bera þær utan á sér, í belti, eða að spenna þær á upp- handlegg. Er það til nokkurs traf- ala, en unnið er að tilraunum með slíkar dælur sem græddar verða inn í líkamann með svipuðum hætti og nú tíðkast um svokallaða hjartagangráða. Dælur þessar eru ekki sjálfvirkar nema að hluta og ve'rða menn þrátt fyrir tilkomu þeirra að stjórna blóðsykrinum sjálfir. Ný tæki á borð við þessi gera það þó auðveldara og mark- vissara. Ef til vill tekst innan tíð- ar að fullkomna þessa tækni svo að dælurnar verði alveg sjálfvirk- ar, og leysi milljónir sykursjúkra um allan heim undan því vanda- sama verkefni að stjórna blóðsyk- urmagni líkamans. (Frótt frá Samtökum sykursjúkra.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.