Morgunblaðið - 29.04.1982, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
Getraunasíða Morgunblaðsins 1X2 — 1X2 — 1X2
Getraunaspá
33. leikviku
l>etta gekk bara nokkuð vel í síðustu viku, þó að seðillinn væri frekar
erfiður. Þrír fastir leikir voru réttir og sá tvítryggði. Það var bara vítaspyrn-
an, sem Aston Villa fékk, er kom i veg fyrir fullt hús. Það voru líka allir á
vellinum sammála um að hún væri tóm della. Auk þess voru 3 þrítryggðu
lcikjanna með réttu U-merki, sem er hagstæðast, svo að kerfið gaf örugga 10
rétta með 20% likum á 11 réttum.
1. Arsenal : West Ham 1 (1X2)
Arsenal er ekki sannfærandi þessa dagana og líkurnar á Evrópusæti fara
minnkandi. West Ham eru svo sem ekki miklu öruggari heldur, en þeir unnu
þó sigur í miklum markaleik um helgina 4:3 gegn Leeds. Ætli ég spái ekki
Arscnal sigrinum út á heimavöllinn, með hálfum hug þó og þess vegna
þrítryggi ég. Arsenal vann á Upton Park 2:1.
2. Aston Villa : Manch. City 1 (1 X)
Villa er eitt af liðunum sem er í formi nú, en ætli úrslitaleikurinn í
Evrópukeppninni fari ekki brátt að draga úr fórnarvilja leikmanna, þeir gætu
jú mciðst og misst af honum. ('ity er hins vegar alveg úr formi og bíður eftir
því að keppnistímabilinu Ijúki. Heimasigur, tvitryggður með jafntefli. ('ity
vann i vetur 1:0.
3. Coventry : Tottenham 2°
('oventry virðast vera búnir að bjarga sér frá falli og geta því spilað
afslappað. Spurs elta aftur á móti uppi hvert stig, þvi að þeir segjast enn geta
náð Lipverpool. Ég veit nú ekki hvort ég á að trúa því en ætla samt að spá
þeim sigri. Þeir töpuðu þó óvænt heima 2:1.
4. Ipswich : Midddlesbrough 1°
Þau eru dýrmæt stigin sem Ipswich hefur misst vegna misnotaðra víta-
spyrna síðustu tvær vikurnar. Ég hef þó ekki trú á að þeir missi stig gegn
botnliði Middlesbrough, þrátt fyrir góðan sprett hjá Boro að undanförnu.
Hann kemur því miður of seint. Heimasigur, Ipswich vann l:0 á útivelli.
5. Leeds : Stoke X (1X2)
Þetta er einn af erfiðustu leikjum vikunnar. Það er orðið langt siðan Leeds
vann sinn síðasta leik og Stoke vann sinn fyrsta sigur í I0 leikjum um
helgina. Ætli ég reyni ekki við jafnteflið í þessum leik, en þrítryggi líka.
Leeds vann í Stoke 2:1.
6. Liverpool: Notth. Forest 1°
Fyrir 1—2 árum var þetta með mestu baráttuleikjum vetrarins, en ég á
bágt með að sjá að Forest eigi nokkurn möguleika gegn Liverpool-vélinni
núna. Ég sé ekki að neitt stöðvi Liverpool frá því að taka 13. titilinn. Hver
hefði trúað því í nóvember? Heimasigur. Liverpool vann i Nottingham 2:0.
7. Manch. Utd.: Southampton 1 (1X2)
Barátta tveggja liða sem bæði hafa að Evrópusæti að keppa, og stendur
United þar sýnu betur að vígi. United vann nauman sigur um helgina en
Southampton tapaði heima, að visu fyrir Liverpool. Ég ætla að spá United
sigri en þrítryggja einnig. Southampton vann heima í hörkuleik 3:2.
8. Notts County : Birmingham 2 (1X2)
('ounty er með sitt á þurru og því hefðu víst fáir trúað í haust. Birmingham
hresstust verulega um helgina og ætla sér ekki fallsæti. Eigum við ekki að
slá til hér og spá þeim sigri, sinum fyrsta útisigri í vetur. Ég ætla þó til
öryggis að hafa hann þrítryggðan. Birmingham vann heima 2:1.
9. Sunderland : Brighton 1°
Sunderland hafa tímasett endasprettinn í stil við bestu knapa. Sigur hér
léttir mestu pressunni af þeim þó að ekki megi slaka á fyrr en markinu er
náð. Brighton tapar nú flestum leikjum svo ég ætla að spá þessum sigri.
Brighton vann heima 2:1.
10. Swansea : Everton 1 (1X2)
Swansea kvöddu endanlega titilvonirnar á laugardaginn, en geta þó ekki
leyft sér að slaka á fyrr en Evrópusætið er í höfn. Everton voru friskir á
laugardaginn og ungt lið þeirra gæti auðveldlega komið á óvart og stolið stigi
eða stigum. Ég spái þó heimasigri en þrítryggi. Everton vann á Goodison 3:1.
11. Wolves : WBA X (1X2)
Enn einn erfiður leikur milli tveggja nágrannaliða sem bæði eru að reyna
að stinga falldrauginn af. Albion hafa tapað 8 síðstu leikjum en eru allt of
góðir til að falla. Þeir hljóta að hrista þetta af sér og hvers vegna ekki gegn
slöku liði l’lfanna. Ég þori þó ekki að spá þeim meiru en jafntefli, með
þrítryggingu. Albion unnu í vetur 3:0.
12. Charlton : Watford 2 (1X2)
Watford vantar nú aðeins 2—3 sigra í viðbót til að hafa 2. sætið í 2. deild
tryggt. Stórsigur þeirra gegn Sheff. Wed. um helgina var athyglisverður.
Charlton hefur lítið að spila fyrir en getur komið á óvart stundum. Spáin er
útisigur með þrítryggingu. Fyrri leik lauk 2:2.
LSG
Gylfi Gautur
Pétursson
Gylfi Gautur verður eini fulltrúi
sinnar ættar í keppninni og mun-
um við gæta þess sérstaklega að
hvergi verði á hann hallað í þetta
sinn.
© The Football League
Leiklr 1. mai 1982 K
L 2
1 Arsena! - West Ham omi
2 Aston V. - Manch. C. !
3 Coventry - Tottenham z z
4 Ipswich - Middlesb. 7j
5 Leeds - Stoke oim
6 Liverpool - Nott'm F. 7
7 Man. Utd — Southam s Y T
8 Notts C. - Birmingh. / 2 z
9 Sunderland - Brighton 7
10 Swansea - Everton % 7 T
11 Wolves - W.B.A. / & T
12 Charlton - Wjtford JL X' 2
Gunnar
Þjóðólfsson
Gunnar hefur verið í miklu
formi að undanförnu bæði í
keppninni og hvað varðar eigin
getraunaþátttöku. Nú veltur mikið
á að sýna stöðugleika því loka-
keppnin stendur aðeins í þrjár
vikur.
© Tho Football League
Leikir 1. mai 1982
1 Arsena! - West Ham
2 Aston V. - Manch. C.
3 Coventry - Tottenham
4 Ipswich - Middlesb.
5 Leeds - Stoke
6 Liverpool - Nott'm F.
7 Man. Utd — Southam
8 Notts C. - Birmingh.
9 Sunderland - Brighton
10 Swansea - Everton
11 Wolves - W.B.A.
12 Charlton - Wutford
Ari Gunnarsson
Ari í Holunni mætir nú aftur til
leiks eftir fjögurra vikna hvíld. Er
ekki að efa að hann ætlar sér
stærri hlut nú en áður enda var
óheppni hans þá með ólíkindum.
© The Football League
Leikir 1. mai 1982
1 Arsena! - West Ham
2 Aston V. - Manch. C.
3 Coventry - Tottenham
4 Ipswich - Middlesb.
5 Leeds - Stoke
6 Liverpool - Nott'm F.
7 Man. Utd — Southam
8 Notts C. - Birmingh.
9 Sunderland - Brighton
10 Swansea - Everton
11 Wolves - W.B.A.
12 Charlton - Watford
Magnús
Ingimundarson
Magnús er eini nýi keppandinn í
þetta sinn. Hann hefur fylgt
Manchester Utd., frá blautu
barnsbeini. Eins og aðrir aðdáend-
ur þeirra lifir hann enn á æva-
gömlum minningum en lokar aug-
unum fyrir árangri síðari ára.
© The Football League
Leikir 1. maí 1982 K
\L
1 Arsena! - West Ham rmu
2 Aston V. - Manch. C. / □ □
3 Coventry - Tottenham n tm
4 Ipswich - Middlesb. 7
5 Leeds - Stoke z
6 Liverpool - Nott'm F. / Z
7 Man. Utd — Southam 8 Notts C. - Birmingh. 7 X 7
9 Sunderland - Brighton X T
10 Swansea - Everton 7 7
11 Wolves - W.B.A. X T
12 Charlton - Watford \L z 2
Vitringarnir
fjórir
Nú eru aðeins þrjár vikur
eftir af leiktimabilinu. Vitr-
ingarnir hafa borið sig illa yftr
leikreglum, telja ósanngjarnt
að þeir fái bara að tippa á eina
röð, meðan spámaðurinn hafi
heilt kerfi til umráða. Þaö má
til sanns vegar færa að ein röð
segir ákaflega lítið til um getu
tippara. í lokaumferðunum
sitja vitringarnir þvi við sama
borð og spámaöurinn. Þeir
tippa á kerfi mánaðarins og
þurfa því að finna fjóra fasta
leiki, einn tvítryggöan og loks
fá þeir að geta sér til um rétt
U-merki á heiltryggðu leikjun-
um. Fyrir fasta leiki fást 3 stig,
2 stig fyrir hvert rétt U-merki
og fyrir þann hálftryggða eitt
stig.
Sturrock
kjörinn
leikmaður
ársins
SKOSKI landsliðsframherjinn l’aul
Sturrock, sem leikur meö Ilundee
Utd. var um síðustu helgi kjörinn
knattspyrnumaður ársins í Skot-
landi. Hinn 25 ára gamli markaskor-
ari vann titilinn með meiri yfirburð-
um en áður höfðu tíðkast í Skot-
landi. Mörg lið í 1. deildinni ensku
hafa áhuga á að fá Sturrock til liðs
við sig.
Vorhlaup ÍBK
Keflvíkingar gangast fyrir víða-
vangshlaupum í Keflavík 1. maí
næstkomandi. Hefjast hlaupin við
íþróttahöllina í Keflavík kl. 14.
Keppt verður í fjórum flokkum,
hlaupa karlar 5—7 km, konur 3—4
km, sveinar 3—5 km og telpur
1—3 km. Verðlaun verða veitt, en
nánari upplýsingar gefur Jóhann
Sveinsson, s. 92-2473 eða 92-3788.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast Jóhanni fyrir fimmtu-
dagskvöld.