Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 119. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Harrier-þotur dreiía uppgjafaráskorunum London, 3. júní. AP. BREZKAR Harrier-þotur létu flugritum með uppgjafaráskorun- um rigna yfir argentínska herlið- ið sem verst við Stanley og sam- tímis gerðu hermenn á fjöllunum Kent og Tveimur systrum og brezk herskip stórskotaárás á stöðvar Argentínumanna í Moody Brook, í því augnamiði að veikja varnir Argentínumanna fyrir lokaárás Breta. Margaret Thatcher forsætisráðherra hefir heimilað foringjum brezka liðs- ins að gera árás á Stanley „þegar þeir þykjast reiðubúnir“ og hefir hún fullvissað hermenn sína um að þeir verði ekki látnir híma að- gerðarlitlir „af pólitískum eða diplómatískum ástæðum", að sögn heimilda úr stjórn Thatch- ers. Áreiðanlegar heimildir hermdu að brezkar SAS-sveitir hefðu komizt inn fyrir varn- arvegg Argentínumanna sex mílur vestur af Stanley og hefðu þær lent í útistöðum við argentínska hermenn, en þess- ar fregnir fengust ekki stað- festar. Aðrir hermdu, að ólík- legt væri að Bretar legðu til lokasóknar fyrr en um helgina, eftir að liðsauki hefði verið sóttur, stórskotavopn og birgð- ir. Jafnframt hermdu heimildir að 200 argentínskir hermenn, sem orðið hefðu strandaglópar í Lafonia suður af Goose Green, hefðu gefizt upp. Hafa þá 1.600 hermenn verið teknir fastir á Falklandseyjum. Fréttastofan Press Associat- ion sagði Thatcher hafa í dag gert herstjórninni „úrslitatil- boð“ um að hverfa með heri sína á brott frá Falklandseyj- um til að forða mætti hugsan- legu blóðbaði í bardögum um Stanley. Brezku flotadeildinni bætt- ust um 20 Harrier-þotur í dag, sem flogið var á 17 tímum frá Bretlandi með millilendingu á Ascension. Hafa þá Bretar 52 þotur af þessu tagi í Goose Green og Darwin, San Carlos og á flugmóðurskipum. Brezk þota nauölendir í Brazilíu Ríó de Janeiro, 3. júní. AP. ÞOTUR Brazilíuhers flugu í veg fyrir Vulcan-sprengjuflugvél brezka hersins, sem rauf loft- helgi Brazilíu í morgun, og fylgdu flugvélinni til lendingar í Galeao-herstöóinni skammt frá Ríó, að sögn talsmanna Brazilíu- hers. Sögðu embættismenn að þotan hefði lent vegna „tækni- bilana“, og að hún fengi að yfir- gefa landið, en yrði afvopnuð áð- ur. Fyrri fregnir hermdu að þot- an hefði rofíð brazilíska lofthelgi og verið neydd til að lenda. V arnarmálaráðuneytið brezka sagði í kvöld að þotunni hefði verið veitt „nauðlend- ingarheimild" í Brazilíu vegna eldsneytisskorts. Hún hefði verið við eftirlitsflug í Suður- Atlantshafi og ekki getað snú- ið til stöðva sinna á Ascension. Hann sagði áhöfnina heila á húfi, þótt þotan hefði nærri farist í óveðri er hún kom til lendingar. Brezkir heimildamenn kváðu óljóst hvað valdið hefði vandræðum sprengjuvélarinn- ar. Imynduðu þeir sér að þotan hefði farið á mis við Victor- tankflugvél og neyðst til að lenda í Brazilíu, þar eð hún hefði ekki náð til baka til As- cension. Fellur danska stjórnin í dag? Kaupmannahöfn, 3. júní. AP. Ýmislegt bendir til þess í dag, að danska stjómin segi af sér á morgun, föstudag, vegna ónógs stuðnings við efnahagsfrumvarp hennar, sem kemur til atkvæða i þinginu á morgun. Anker Jörgensen forsætisráð- herra hafði um það tvennt að velja að komast að málamiðlun, er drægi úr aðgerðunum, við Sósíal- íska þjóðarflokkinn í dag, eða SkotiÖ á sendiherra London, 3. júní. AP. Arabískur árásarmaður sýndi Shlomo Argov sendiherra Israels í Bretlandi banatilræði í kvöld fyrir utan Dorchester hótelið í London. Árásarmaðurinn hæfði Argov í höfuðið, og liggur hann þungt haldin á Bloomsbury-sjúkrahús- inu þar sem gerð var skurðað- gerð á honum. Lögreglan hafði hendur í hári árásarmannsins. víkja og veita þannig borgaralegu flokkunum tækifæri til að ráða fram úr efnahagsörðugleikum dönsku þjóðarinnar. Frumvarp stjórnarinnar gerir ráð fyrir nýjum sköttum eða hækkun eldri skatta að upphæð fjögurra milljarða króna til að fjármagna nýja atvinnuáætlun stjórnarinnar og vegna aukinnar aðstoðar við bændur. Talið er nær útilokað að takast muni að tryggja stuðning 21 þing- manns Sósíalíska þjóðarflokksins við frumvarpið, en auk sósíal- demókratanna 60 nýtur stjórnin stuðnings níu þingmanna Frjáls- lyndra, eða 69 þingmanna af 179. Um helmingur flugritanna sem brezku þoturnar dreifðu yfir stöðvar Argentínumanna voru griðabréf á ensku og spænsku með skjaldarmerki Bretadrottningar. í öðrum flugritum voru hermennirnir hvattir til að taka þá skynsömu ákvörðun að gefast upp, eins og félagar þeirra á Suður- Georgíu, og var í ritinu birt mynd frá því er Alfredo Astiz herforingi og yfirmaður arg- entínska liðsins þar undirritaði uppgjafarskjal um borð í herskipinu Plymouth. Diplómatískar heimildir hermdu að brezka stjórnin hefði farið þess á leit við Bandaríkjastjórn að banda- rískir hermenn taki þátt í frið- argæzlusveitum á Falklands- eyjum, þegar bardögum þar lyki. Aðrar heimildir hermdu að brezka herliðið í fjöllunum um- hverfis Stanley hefði skotið án afláts allan síðasta sólarhring á stöðvar Argentínumanna við Stanley og staðfestu fregnir frá Argentínu að linnulausir bardagar hefðu átt sér stað. Sjá „Síðasta landganga alhliða yfir- manns" og „Ktendard flugvélarnar eyði- lagðar í leyniárás?“ á bls. 16. Símamynd-AP. Breskur hermaður gætir argentínskra hermanna, sem teknir voru til fanga i Goose Green á Falklandseyjum, meðan þeir bíða brottferðar frá átakasvæðinu. Búist við ágreiningi á Versalaftindinum Paru, 3. júní. AP. Konald Reagan Bandaríkjaforseti og Francoise Mitterrand Frakklandsfor- seti ræddu ástandið í Miðausturlöndum, Mið-Ameríku og á Falklandseyjum er þeir ræddust við í dag í frönsku forsetahöllinni, daginn fyrir efnahags- ráðstefnuna í Versölum, þar sem leiðtogar sjö helztu iðnríkja heims leiða saman hesta sína. Reagan sagði efnahagsmál hafa „lítillega" borið á góma á fundi forsetanna, en þau yrðu rædd „ít- arlega" á leiðtogafundinum. Talið er að þar muni upp úr sjóða varð- andi lánaviðskipti til Sovétríkj- anna, sem Bandaríkjamenn vilja takmarka verulega, en þvi eru Frakkar verulega andvígir. Einnig er spáð hörðum ágreiningi um ýmsa þætti efnahagsmála. Frakkar og Bandaríkjamenn eru ekki heldur á einu máli hvað snertir ástandið i E1 Salvador, þar Símamynd-AP. Kátir kappar — Forsetar Frakklands og Bandarikjanna, Francois Mitterr- and og Ronald Reagan glotta til fréttamanna við Elysé-höllina í upphafí fundar leiðtoganna í gær. sem Frakkar hafa tekið undir málstað skæruliða en Bandaríkja- menn styðja stjórnarherinn. Hins vegar bafa bæði Frakkar og Bandaríkjamenn stutt Breta í Falklandseyjadeilunni. Franskir embættismenn óttast að Bandaríkjamenn reyni að gera mikið úr lánaviðskiptum vest- rænna ríkja við Sovétríkin, þótt þau mál séu ekki beint á dagskrá Versalafundarins. Jafnframt benda þeir á að í þessu sambandi vilji Bandaríkjamenn ekki ræða kornsölu sína til Sovétríkjanna, sem sé einhver umfangsmesti lið- ur verzlunar við Sovétríkin. Reagan mun fyrir upphaf Ver- salafundarins eiga viðræður við Margaret Thatcher forsætisráð- herra Breta um ástandið á Falk- landseyjum. Alexander Haig utanríkisráðherra, sem er í föru- neyti Reagans, hvatti til þess að deiluaðilar legðu niður vopn „við fyrsta hentuga tækifæri“. Leiðtog- ar annarra ríkja, sem þátt taka í fundinum, streyma Jtil Parísar, en auk Frakka og Bandaríkjamanna taka Bretar, V-Þjóðverjar, ítalir, Kanadamenn og Japanir þátt í fundinum. Sjá nánar „Höfðingjar hittast í Versölum“ á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.