Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 19 Bolimgaryík: Ólafur Kristjáns- son endurkjörinn forseti bæjarstjórnar — meirihlutasamstarf D-, H- og B-lista BolungarYÍk, 2. júní. FIMMTUDAGINN 27. maí kom nýkjörin bæjarstjórn Bolungarvíkur saman til fyrsta fundar eftir að náðst hafði samkomulag um meirihluta- samstarf milli D-lista, H-lista og B-lista. I kosningunum nú var bæjar- fulltrúum fjölgað úr 7 í 9 og sitja nú í bæjarstjórn 4 fulltrúar af D-lista, 2 af H-lista, 2 af B-lista og einn af G-lista og er því fulltrúi G-listans einn í minnihluta. varaforseti var kjörinn Kristín Magnúsdóttir af H-lista. Skrifar- ar voru kjörnir Kristín Magnús- dóttir af H-lista og Björgvin Bjarnason af D-lista. í bæjarráð voru kosnir eftirtaldir: Valdimar L. Gíslason af H-lista, formaður, Benedikt Kristjánsson af B-lista og Guðmundur Agnarsson af D-lista. Auk þess situr forseti bæjarstjórnar í bæjarráði og hef- ur þar málfrelsi og tillögurétt. — Gunnar. Ljósm. Mbl. <>unnar Hallsson. Nýkjörin bæjarstjórn Bolungarvíkur ásamt bæjarstjóra. Talið frá vinstri: Björgvin Bjarnason (D), Valdimar L. Gislason (D), Benedikt Kristjánsson (B), Ólafur Kristjánsson (D), Kristin Magnúsdóttir (H), Guðmundur Agnarsson (D), Guðmundur Kristjánsson bæjarstjóri, Einar Jónatansson (D), Kristinn Gunnarsson (G) og Gunnar Leósson (B). Á dagskrá þessa fyrsta funda: var kjör forseta, varaforseta o( skrifara og kosning í bæjarráð Forseti bæjarstjórnar var kjörini Ólafur Kristjánsson af D-lista, ei hann gegndi því embætti einnig fyrrverandi bæjarstjórn. Fyrst varaforseti var kjörinn Benediki Kristjánsson af B-lista og annai Alþýðuleik- húsið fékk auka- fjárveitingu FYRIR um tveimur vikum hlaut Alþýðuleikhúsið aukafjárveitingu úr Ríkissjóði að upphæð 600.000 krónur. Áð sögn forráðamanna leikhússins var þessi aukafjárveit- ing forsenda fyrir áframhaldandi rekstri Alþýðuleikhússins. Borgarfjarðar- rall hefst á morgun RALLÖKUMENN undirbúa sig nú af kappi fyrir Borgarfjarðar-rallið, sem hefst á morgun. Rallið hefst klukkan 6 að morgni og lýkur síðdegis. Ræst verður frá Hótel Borgarnesi og koma bílarnir þar jafnframt í mark að keppni lokinni. Yfir tutt- ugu keppendur eru skráðir til leiks. Þeirra á meðal eru bræðurn- ir Ómar og Jón Ragnarssynir á nýjum Renault 5 og sigurvegarar síðasta ralls Hafsteinn Aðal- steinsson og Birgir V. Halldórsson á Ford Escort RS 2000. Búast má við spennandi keppni og fjölbreytilegar sérleiðir vítt og breitt um Borgarfjörð munu vafa- laust skapa mikil tilþrif hjá öku- mönnum, en alls verða eknar 15 sérleiðir. Vöruflutningar hækka um 16% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi í vikunni, að heimila 16 l/i% hækkun á vöruflutningum með vöruflutningabifreiðum út á land. Fjölmargar hækkunarbeiðnir liggja nú fyrir ráðinu og var af- greiðslu þeirra frestað til fundar í næstu viku. Ráðið samþykkti einnig21% hækkun á ferðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar með Landleiðum og 20% hækkun á taxta vinnuvéla. INNLENT Allir kostir vönduóustu einingahUsa -og sveigjanleiki aö auki Nú býðst ný lausn fyrir þá sem gera bæði kröfur um vandað og fallegt húsnæði á hagkvæmu verði - og vilja fullnægja óskum og þörfum fjöl- skyldunnar. Sveigjanleikinn varðar bæði stærð, efni, innréttingu, liti og allan búnað og byggist á einingakerfi hönnuðu af arkitektunum Torben Rix og Leif Jensen m.a.a.. Flexplan húsin eru árangur af þró- unarstarfi og samvinnu danskra og íslenskra aðila. Hönnun og notkun byggingarefna er nýstárleg og í fyllsta samræmi við kröfur nútímans - enda hlaut húsið 1. verðlaun í sam- keppni tímaritsins ,,Bo Bedre" Tveir sýnilegir límtrésdreglar bera hallandi loftið sem er klætt panel. Allir innveggir eru vandlega hljóð- einangraðir og klæddir með panel eða öðrum hefðbundnari klæðning- um. Húsin eru rækilega einangruð og þrefalt gler er í öllum gluggum. Gólf- in eru steypt og f rjálslegt val um gólf- efni. Allar innréttingar fylgja og eru húsin búin fullkomnum tækjum í baðherbergjum og eldhúsi. Hægt er að fá húsin tilbúin til notkunar með gardínum, lýsingu, húsgögnumo.fl. Aukeinnarhæða einbýlishúsa gefst kosturá2jahæða húsum, raðhúsum, parhúsum og bílskúrum Skjólbær sf. veitir ráðgjöf innanhúsarkitekta og hvers konar fyrirgreiðslu, þ.á.m. uppsetningu, undirbygg- ingu og aðstoð við lóðaútvegun. Síðast en ekki síst ber að hafa í huga tímasparnaðinn sem þessi byggingarmáti hefur í för með sér. flexplan ■húsin SKJÓLBÆR SF. Borgartúni 29 Sími29393

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.