Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNI 1982 Höföingjar hittast í Versölum Þau hittast í Versölum. Myndin er tekin á leiAtogafundinum I Ottawa 1981: Gaston Thorn frá Evrópubandalag- inu, Suzuki, Schmidt, Reagan, Trudeau, Mitterrand, Thatcher og Spadolini. í öllum helstu iðnríkjum Vestur- landa glíma menn við að komast upp úr þeirri haglægð, sem þar hef- ur ríkt undanfarin misseri. Markmiðið er alls staðar hið sama, hvort heldur jafnaðarmenn eða íhaldsmenn eru við stjórn, að draga úr atvinnuleysi með hag- vexti, bæta lífskjörin með því að auka framleiðslu og treysta undir- stöður atvinnulífsins. Þetta eru jafnt markmið stjórnmálamanna í hinum fjölmennustu ríkjum sem hinum fámennustu. í dag koma leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims saman til fundar í Frakklandi og munu fram á sunnudag leggja á ráðin um efnahagsmál og þróun alþjóðamála í hinu fornfræga kon- ungssetri Frakka, Versölum. Þess er nú minnst í Frakk- landi, að eitt ár er liðið síðan Francois Mitterrand náði kjöri sem forseti landsins og ruddi brautina fyrir glæsilegum sigri jafnaðarmanna á franska þing- inu. Mitterrand getur varla fagnað þessu ársafmæli með höfðinglegri hætti en að stjórna leiðtogafundinum um leiðir út úr efnahagsvandanum með sameig- inlegu átaki Frakklands, Bret- lands, Ítalíu, Vestur-Þýskalands, Bandaríkjanna, Kanada og Jap- an, og jafnframt situr formaður stjórnarnefndar Evrópubanda- lagsins (Efnahagsbandalags Evrópu) fundinn. Er þetta átt- undi fundurinn, sem efnt er til með þessu sniði. Ronald Reagan hefur setið nokkrum mánuðum lengur í háu embætti sínu en Mitterrand. A alþjóðavettvangi hefur athyglin fremur beinst að efnahagsáætl- unum Reagans en Mitterrands, þótt báðir leiti þeir inn á nýjar brautir. Reagan vill draga úr ríkisafskiptum, minnka útgjöld ríkisins og efla einkarekstur. Mitterrand vill auka ríkisaf- skipti, láta ríkið ráðstafa meiru af aflafé borgaranna og þjóðnýta banka og stórfyrirtæki. Hvorug- um hefur tekist að draga úr at- vinnuleysi, hins vegar minnkar verðbólgan í Bandaríkjunum. Frá því að síðasti leiðtogafundur var haldinn í Ottawa á siðasta ári, hefur verðbólgan í Banda- ríkjunum lækkað niður fyrir 10% og er nú 5 til 6%. Háir vext- ir í Bandaríkjunum — þeir eru nú 16 til 17% — valda stjórnend- um allra ríkjanna sjö jafn mikl- um áhyggjum. Á Versalafundin- um mun ekki koma til ágrein- ings um það markmið að lækka þurfi vexti í Bandaríkjunum. Pierre Trudeau hefur verið forsætisráðherra Kanada með um það bil eins árs hléi (1979—80) síðan 1968. Hann er því aldursforseti leiðtoganna, sem hittast i dag, sé miðað við embættisaldur. Sá, sem næstur honum kemur, er Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýskalands síðan 1974. Þeim Trudeau og Schmidt þykir lík- lega nóg um tíð skipti á forystu- mönnum ekki síst í Bandaríkj- unum, þar sem enginn forseti hefur setið í tvö kjörtímabil frá því Dwight Eisenhower lét af störfum 1960. í stjórnartíð Trud- eaus hafa 4 forsetar setið í Hvíta húsinu og það tekur hvern nýjan forseta að minnsta kosti rúmt ár að fóta sig í utanríkismálum, eins og dæmin sanna. Helmut Schmidt verður í for- svari fyrir Evrópumenn, ef Reagan gagnrýnir þá ákvörðun þeirra að fjármagna gasleiðsl- una frá Sovétríkjunum og gerast háðir innflutningi á gasi þaðan. Schmidt er rökheldur í því máli og mun benda á, að við kaupin á gasinu minnki olíuinnflutningur Evrópuríkja frá Sovétríkjunum, þannig að hættan á, að Kreml- verjar geti beitt „orkuvopninu“ aukist ekkert við þessi viðskipti. Að sögn háttsettra embætt- ismanna, sem undirbjuggu fund- inn í Versölum, gátu þeir í góðu samkomulagi samið lokayfirlýs- ingu um alla þætti væntanlegra viðræðna á fundinum nema viðskiptin milli austurs og vest- urs. Olíklegt er þó, að mikið verði gert úr ágreiningi um það mál í fundarlok. Margaret Thatcher, sem setið hefur í Downingstræti síðan í maí 1979, verður vafalítið með hugann á Falklandseyjum. Þó mun hún tæplega láta hjá líða að benda á það, að nú sé verðbólga í Bretlandi orðin minni en hún var, þegar íhaldsmenn komust til valda og komin undir 10%. Breski forsætisráðherrann kann einnig að beina máli sínu til Gaston Thorn, formanns stjórn- arnefndar Evrópubandalagsins, þegar hún harmar, að með meirihluta atkvæða hafi sjón- armiði Breta um verðlag á land- búnaðarvörum í bandalagslönd- unum verið hafnað í síðustu viku og þyki Bretum nóg um útgjöld sín vegna aðildarinnar og hafi ýmislegt út á stjórnarfyrir- komulagið í EB að setja. Þó er ekki líklegt, að Thatcher ræði þetta mikið, því að þar með ein- angrast hún frá öðrum Evrópu- ríkjum og síst af öllu vilja Bret- ar sitja einir á bekk núna vegna átakanna á Falklandseyjum. Efnahagsmál verða aðeins til umræðu á hinum formlegu fund- um en í óformlegum viðræðum munu leiðtogarnir ræða stöðuna í alþjóðamálum og í Bonn í næstu viku ræða þeir þau svo að nýju á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins, að vísu ekki Francois Mitterrand, þar sem franski forsetinn hefur ekki tek- ið þátt í slíkum fundum frá því á dögum de Gaulle eða síðan 1966. Zenko Suzuki, forsætisráðherra Japan, verður að sjálfsögðu ekki í Bonn, en hann hefur verið í embætti síðan sumarið 1980 og flokkur hans, Frjálslyndi flokk- urinn, farið með stjórn í Japan frá 1952. Giovanni Spadolini, forsætisráðherra Ítalíu, er fyrsti forsætisráðherra lands síns síð- an 1946, sem ekki kemur úr röð- um Kristilega demókrataflokks- ins. Var hann valinn til að leiða samsteypustjórn skömmmu fyrir leiðtogafundinn í Ottawa í júlí 1981 og kemur úr flokki lýð- veldissinna. Leiðtogarnir munu á fundin- um staðfesta hollustu sína við frelsi í alþjóðaviðskiptum, þeir munu leggja áherslu á nauðsyn samvinnu um orkumál og traust samskipti norðurs og suðurs. Frakkar vilja, að ákvörðun verði tekin um tæknilega samvinnu, sem þeir telja, að flýti fyrir ferð- inni upp úr haglægðinni. Banda- ríkjamenn eru ekki hrifnir af þessari tillögu, þeim finnst hún geti leitt til óæskilegra ríkis- afskipta. Auðvitað setja ólík grundvallarviðhorf leiðtoganna til pólitiskra hugmynda svip sinn á viðræður þeirra, en engin áhersla verður lögð á að draga fram ágreining heldur mun sam- heldni og sáttfýsi verða í fyrir- rúmi. Gildi slíkra funda felst ekki í því, að þar finni menn töfraformúlur í efnahagsmálum til að leysa allan vanda, enda eru þær hvergi til, heldur hinu, að viðræður stuðla að kynningu, traustari böndum og, síðast en ekki síst, minnka líkur á mis- skilningi og tortryggni. Bj-Bj. Kiropraktik-háskólinn í Englandi í nýtt húsnæði Nýju háskólabyggingarnar. EVRÓPSKA kírópraktorsambandió var stofnaö fyrir 50 árura. 50. þing kírópraktora verður i Bournemouth, Knglandi í ár, og á sama tíma veröur opinberlega opnuó ný skólabygging Anglo-European College of Chiroprac- tic. Fyrstu sextán ár kírópraktorskól- ans í Bournemouth Englandi voru í 2 íbúðarhúsum sem voru innréttuð sem háskólahús og klinik. 1978 var útséð um að háskólinn gat ekki fengið opinberlega viðurkenningu í Bretlandi við þær aðstæður, hann þurfti að uppfylla vissar kröfur með tilliti til rúms og fjölda nemenda í huga í námi bæði í bókasafni og rannsóknarstofu háskólans. 1980 náðist samstaða i Evrópska kíró- praktorfélaginu um kaup á betri há- skólabyggingu, The Convent of the Cross, kaþólskum stúlknaskóla í Boscombe Bournemouth. Kaupverð- ið var 250.000 ensk pund og 115.000 til viðbótar til breytinga á skólahús- inu. Stórum hluta af breytingarfénu á að verja til að innrétta nýja „stúd- entaklínik" við skólann. Nýju skólabyggingarnar eru 4500 fermetrar að flatarmáli og miðað við núverandi kennsluform mun há- skólinn rúma 400 nemendur. Bygg- ingarnar rúma auk kennslustofa, rannsóknarstofur, bæði til kennslu og rannsókna, sem verið er að inn- rétta núna. Þá er framkvæmda- stofa, og kennarar fá sérstakar skrifstofur Einnig er eldhúsaðstaða og nemendamatsalur auk leikfimi- sals og tennisvalla. Þá er hátíðarsal- ur og kapella. Samandregið þýðir þetta að eini kírópraktorháskólinn í Evrópu er kominn í bygginar sem eru hannaðar til kennslu. (Fréttatilkynning.) Prenthúsið: Gefur 79 af stöðinni út á myndband „EDDA FILM hefur legið nióri um langan tíma en þurft aö greiða skatta og skyldur til ríkisins og því gripum við til þess ráðs að gefa 79 af stöðinni út á myndbandi til að eiga fyrir þessum smávægilegu útgjöld- um,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson, forstjóri Edda Film og höfundur 79 af stöðinni. Indriði sagði ennfremur að Edda Film hefði ekki Iagt út í það að gera nein stórverkefni þar sem þetta væri komið út í það að hver sá einstaklingur sem færi út í það að gera kvikmyndir tæki á sig miklar fjárhagslegar skuldbind- ingar og sem hlutafélag gæti Edda Film ekki tekið á sig slíkar skuldbindingar. Indriði sagði að útkoma 79 af stöðinni á myndbandi væri gerð að ósk Prenthússins og væri þetta skemmtileg upprifjun þar sem nú væru liðin 20 ár síðan að kvik- myndin var gerð og 30 ár síðan sagan gerðist og mjög góð aðsókn hefði verið að myndinni þegar hún var sýnd. Filman væri góð til heimilisnota þar sem hún hefði ekki lengur neina sölumöguleika og ekki kæmi til greina að gefa út á myndbandi myndir sem hefðu einhverja sýningarmöguleika í kvikmyndahúsum því að ágóðinn af því að gefa út myndir á mynd- bandi væri ekki rnikill. Að lokum sagði Indriði að Edda Film ætti í sínum fórum kvik- myndina Sölku Völku, en hún hefði verið gerð af Svíum á sínum tíma, en nokkurt bras yrði að gefa hana út þar sem þyrfti að fá kópíu frá Svíþjóð og ekki væri heldur búið að ræða þetta mál við Hall- dór Laxness, höfund Sölku Völku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.