Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 15 Fundu 936 beinagrindur í fjöldagröf í Alsír París, 3. júní. AP. FRANSKA dagblaðið Liberation skýrði frá því í dag, að hvorki fleiri né færri en 936 beinagrindur hefðu fundist skammt frá frönsku fangelsi og pyndingamiðstöðu í norðvestur- hluta Alsír. Margar beinagrindanna báru þess merki, að viðkomandi hefði verið pyntaður og sumar leiddu í ljós, að líkin hefðu verið skorin í tvennt áður en þau voru grafin. Að sögn læknis, sem rannsakaði beinagrindurnar hafa þær legið í gröfum sínum í 20—25 ár. Á árun- um 1954—1962 börðust Frakkar við að halda nýlendu sinni í Alsír. Að sögn blaðsins var talningu beinagrindanna skyndilega hætt eftir fyrirskipun yfirvalda í Alsír. UPI selt Sendiráð Alsír í Frakklandi hefur staðfest fund þessara fjöldagraf- ar. Reyndar var fundur hennar gerður opinber í mars, en hann vakti ekki athygli fyrr en í ljós kom hversu margir hvíldu þar. Eftir því sem háttsettur sendi- ráðsstarfsmaður sagði í viðtali við Liberation hyggjast Alsírbúar ekkert gera frekar í málinu. Svo langt væri um liðið, að ekki tæki því að gera veður út af slíku nú. Hitt væri svo annað og alvarlegra mál hvernig siðmenntuð þjóð eins og Frakkar gætu verið þekktir fyrir slíkar gjörðir. Fleiri fjöldagrafir hafa fundist áður en þessi stærsta, sem fundist hefður til þessa, kom í ljós. Voru iðulega 100—200 lík í þeim gröf- um. Þær grafir vöktu hins vegar ekki mikla athygli þegar þær fundust. Brezkur hermaður kannar vélbyssu úr stafla af vopnum sem gerð voru upptæk þegar Argentínumenn gáfust upp í Goose Green. simmmjmd ap. New York, 3. júní. AP. TILKYNNT var í New York á miðvikudag, að bandaríska fréttastofan UPI hefði verið seld nýjun aðilum. Fréttastofan var í eigu E.W. Scriops, útgáfufyrir- tækis, en var nú seld Media News Corp., sem er nýtt fyrir- tæki í eigu nokkurra banda- rískra dagblaða og sjónvarps- stöðva. Ástæðan fyrir sölu UPI er að sögn versnandi fjárhags- staða fyrirtækisins. Forsvars- menn Media News Corp. telja sig geta sinnt betur þeim kröf- um sem gerðar eru til frétta- stofa en UPI gat áður, með því að flýta fyrir nýjum tækni- framförum. Mikið tjón í flóðum í Indónesíu Pjakarta, Indónesíu, 3. júní. AP. EITT hundrað og fimmtán hafa látið lífið í flóðum á eynni Súmötru frá því á þriðjudag. Þá eru rúmlega 1500 manns heimilislausir í kjölfar flóð- anna. Gífurleg rigning herjaði á fjöl- býl svæði með áðurgreindum af- leiðingum. I rigningunum eyði- lögðust mörg þúsund hektarar hrísgrjónaakra. Talið er að mörg þúsund nytjadýr hafi farist. Forsprakkar byltingartilraunar á Spáni dæmdir í 30 ára fangelsi Madríd, 3. júní. AP. Yfirherdómsióll Spánar dæmdi Antonio Tejero Molina ofursta og Jaime Milans del Bosch hershöfð- ingja í 30 ára fangelsi hvorn, fyrir tilraun til stjórnarbyltingar á Spáni í fyrra, en nýlokið er þriggja mánaða réttarhöldum yfir 32 helztu for- sprökkum byltingartilraunarinnar. Leopoldo Calvo Sotelo forsæt- isráðherra lét í ljós áhyggjur og kvaðst mundu áfrýja til hæsta- réttar ýmsum dómum, sem honum þóttu of vægir. Kvað hann óskilj- anlegt hvernig hægt væri að sýkna yfirmenn, sem héldu þing- mönnum og ráðherrum í gíslingu í 18 stundir. Fyrrum ráðgjafi Juan Carlosar Spánarkonungs fékk t. d. aðeins sex ára dóm „fyrir aðild að byltingarsamsærinu" , en sak- sóknari hafði krafizt 30 ára fang- ERLENT, Einnig hlaut Luis Torres Rojas hershöfðingi sex ár í stað 15, eins og krafizt hafði verið, og Jose Luis Cortina Prieto herforingi, sem átti yfir höfði sér 12 ár, var sýknaður. Jafnframt voru tveir höfuðsmenn sýknaðir, Francisco Ignacio Rom- an og Juan Baptista Gonzales, og átta lautinantar. Þá fékkk Juan Garcia Carres, eini óbreytti maðurinn í hópnum og fyrrum samstarfsmaður Franc- os hershöfðingja, tveggja ára fangelsi, en krafizt hafði verið 10 ára yfir honum. Antonio Tejero var í forsvari fyrir 288 þjóðvarðliðum, sem þustu inn i neðri deild spænska þingsins 23. febrúar í fyrra og héldu þingmönnum og ráðherrum í gíslingu í 18 klukkustundir. Við réttarhöldin héldu verjendur sakborninganna því fram að þeir hefðu einungis verið að fram- kvæma skipanir Spánarkonungs. Konungur, sem yfirmaður alls heraflans, sagði byltingartilraun- ina hins vegar gagnstæða stjórn- skipunarlögum landsins og skipaði þjóðvarðliðunum að hverfa til búða sinna. Bandarískri konu vísað frá Kína fyrir njósnir Peking, 3. júní. AP. BANDARÍSKRI konu, Lisa Wichs- er, sem haldið var í fangelsi í 7 daga var í dag gefinn 48 stunda frestur til að koma sér úr landi. Er hún sökuð um njósnir í þágu Bandaríkjamanna í Kína. Kínversk yfirvöld segjast hafa sterkar sannanir fyrir njósnum Wichser, en leyfi henni að halda úr landi til að stofna ekki tengslum Bandaríkjanna og Kína í hættu. Bú- ist er við að hún fljúgi heimleiðis á morgun. Vestrænar heimildir herma að Wichser hafi viðurkennt að hafa haft í fórum sínum pappíra, sem fjölluðu um landbúnaðarstefnu Kínverja. Þar í landi eru öll plögg, sem ekki hafa verið tilkynnt eða auglýst opinberlega, talin leynd- armál. Ástæðan fyrir'varðhaldi hennar virðist enn ekki fyllilega ljós. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað gefa upp nánari skýringar á handtöku hennar aðr- ar en þær að um njósnir hafi verið að ræða. Wichser vann að rann- sóknum um samyrkjubú Kínverja og kenndi ennfremur ensku í Pek- ing. Talið er að ástarsamband hennar við Kínverja spili jafnvel inn í atburðarásina. Að hika er sama og tapa. ListahátíÖartilboð á plötum Human League og Nú er um að gera að bregðast skjótt við. í tilefni af tónleikum Human League og Ego á Listahátíð höfum við lækkað verðið á plötum þessara hljómsveita úr 199 krónum í aðeins 169 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.