Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JÓHANNA BJARNADOTTIR, Grænukinn 18, Hafnarfiröi, lóst á sjúkradeild Hrafnistu aö kvöldi 1. júní. Ólafur Helgaaon, Jósep Helgason, Hulda Helgadóttir, Símonía Helgadóttir, María Helgadóttir, Sigríöur Helgadóttir, Vera Pétursdóttir, Þuríöur Gísladóttir, Björn Björnsson, Guöjón Sveinbjörnsson, Höröur Þórarinsson, Baldvin Kristjénsson, Jóna Björg Jósepsdóttir, Ulfar Sigmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA H. EGGERTSDÓTTIR, Deildartúni 4, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness aöfaranótt 30. maí, veröur jarö- sungin frá Akraneskirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Nanna Siguröardóttir, Sverre Valtýsson, Anna Siguröardóttir, Leó Júlíusson, Vigfús Sigurösson, Eggert Sigurösson, Þorvaldur Sigurðsson, Guörún Magnúsdóttir, Guömundur Sigurðsson, Helga R. Höskuldsdóttir, Siguróur Sigurósson, Regína Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför LÁRU BJARNADÓTTUR, Hjaröarholti, Ólafavík, veröur gerö frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 5. júní kl. 2. Börn og tengdabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og systir, AGNES H. KRISTJÁNSDÓTTIR POULSEN, Noröurvör 13, Grindavik, er lóst aöfaranótt 26. maí, veröur jarösungin frá Grindavíkurkirkju 4. júní kl. 2.30. Lena Poulsen, Péll Kristjénsson, Sigurrós Poulsen, Gíslína Kristjéns, Magnús Kristjénsson, Matthías Kristjéns, Gestur Kristjéns, Sigurrós Kristjéns, Markús Kristjéns, og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ELÍN JÓNSDÓTTIR, Valshamri, Álftaneshreppi, veröur jarösungin frá Langholtskirkju laugardaginn 5. júní kl. 10.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t SIGURDUR BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON, sjómaöur, fré Aöalbóli, Jökuldal, Fannborg 1, lést 21. maí. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Aöstandendur. Pálína Kristíana Scheving — Minning Fædd 29. nóvember 1890 Dáin 27. maí 1982 í dag fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Pálínu K. Schev- ing, Skeggjagötu 15. Hún andaðist að Hrafnistu 27. maí sl. eftir fárra daga legu, en á Hrafnistu hafði hún þá dvalið nokkra mánuði. Pálína var fædd að Vilborgar- stöðum í Vestmannaeyjum 29. nóvember 1890. Dóttir hjónanna Friðrikku Sighvatsdóttur úr Eyj- um og Vigfúsar Pálssonar Schev- ing frá Norður-Hvammi í Mýrdal, og var hún næstyngsta barn þeirra hjóna. Bræður hennar voru þrír og eru þeir allir látnir. Elstur var Ágúst, sjómaður og skipstjóri eins vélbátanna, sem komu til Eyja á fyrstu árum vélbátanna þar. Hann lést á besta aldri, varð bráð hvítadauðans. Annar var Sigfús, líka skipstjóri, sem um mörg ár hélt sjómannanámskeið í Eyjum og kenndi þar ungum mönnum sjómannafræði, sem veitti þeim að námi loknu réttindi til skipstjórnar fiskibáta. Var það undanfari Sjómannaskólans í Eyj- um. Þriðji bróðirinn og yngstur systkinanna var Jóhann Sveinn. Hann var líka sjómaður, vélstjóri og skipstjóri á fiskibátum. Pálína átti líka hálfsystur, sem Sigríður hét, frá fyrra hjónabandi móður sinnar. Pálína ólst upp í glöðum systk- inahópi hjá foreldrum sínum, en snemma varð hún fyrir lífs- reynslu, er hún um eða innan við fermingu missti móður sína. Upp úr því fluttist hún frá Vilborgar- stöðum að Búastöðum í Eyjum, til móðurfrændfólks síns, og þar átti hún heima í nokkur ár. Pálína var í engu eftirbátur sinna systkina. Hún varð snemma að taka til hendi og vandist iðjusemi og vandvirkni. Sumaratvinna var þá oft meiri annars staðar en í Eyj- um og fór þá oft margt fólk yfir sumarið til Norður- eða Austur- lands, þar á meðal systkinin frá Vilborgarstöðum, Pálína og Jó- hann. Ég minnist Pálínu sem mjög glæsilegrar ungrar stúlku, sem var svo innilega góð við litla frænda sinn. Ég minnist hennar líka sem fulltíða, starfandi við framleiðslustörfin, akandi fiski á handvagni af bryggju í fiskað- gerðahúsið. Þá voru engin tæki til staðar, sem nú létta undir með mannshöndinni. Frá Búastöðum fór Pálína til Reykjavíkur og réði sig þar við innanhússstörf. Var það hennar húsmæðraskóli. Hafði hún orð á, hve heppin hún hefði verið með húsbændur. Sérstaklega minntist hún með þakklæti heimilis Ástríð- ar og Péturs Thorsteinson frá Bíldudal, en hjá þeim hjónum var hún í nokkur ár. Ékki síður minnt- ist hún þeirra góða sonar, Guð- mundar (Muggs), sem hún ávallt minntist með kærleika og virð- ingu. Hún vann einnig á þekktri matstofu, Uppsölum, en þar borð- uðu þá margir þekktir og verðandi frammámenn þjóðarinnar, sem hún kynntist þar og minntist oft. Og árin líða með gleði og sorg- um, mótlæti og ánægju og margt drífur á hennar daga. 1928 giftist Pálína Gunnlaugi Bárðarsyni frá Króki í Ásahreppi. Hann var sonur hjónanna Bárðar Gunnlaugssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, sem þar bjuggu. En þegar Gunnlaugur var aðeins 4 ára leystist heimilið upp sakir veikinda föður og fyrirvinnu heimilisins og annarra erfiðleika. Flyst þá Gunnlaugur að Hrafna- tóftum í Djúpárhreppi til hjón- anna Þorsteins Jónssonar og fyrri konu hans, Sigríðar Pálsdóttur, sem reyndust honum eins og bestu foreldrar alla tíð síðan, eins og einnig seinni kona Þorsteins, Guð- ný Vigfúsdóttir. Enda taldi hann sig eiga þeim mikið upp að unna og var viðloðandi þetta heimili allt til 26 ára aldurs. 1918 flytur Gunnlaugur til Reykjavíkur og að áeggjan bróður síns hefur hann nám í sútunariðn hjá Bergi Ein- arssyni, sútara og vinnur að námi loknu hjá meistara sínum, allt þar til að sú iðn lagðist niður af völd- um kreppuáranna, árið 1938. Á þeim árum var hér þröngt á vinnumarkaðinum og vann Gunn- laugur þá allt sem gafst, m.a. byggingarvinnu. Árið 1942 gerðist Gunnlaugur fastur starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, fyrst sem flokksstjóri en síðan verkstjóri við t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTBJÖRN GUDLAUGSSON, Eiríksbúö, Arnarstapa, Snæfellsnasi, veröur jarösunginn aö Hellnakirkju, laugardaginn 5. júní kl. 14. Athöfnin hefst meö húskveöju aö heimili hins látna kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnadeildina Hafbjörg, Breiöuvíkurhreppi. Guörún Wormsdóttir, Gullý Kristbjörnsdóttir, Ágúst Kornelíusson, Sigurborg Kristbjörnsdóttír, Guöbjartur Karlsson, Kristín Kristbjörnsdóttir, Sveinn Sigurjónsson, Anna Kristbjörnsdóttir, Ómar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR fré Sauöholti, Melgeröi 5, Kópavogi. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. júní kl. 13.30. Helgi Jónsson, Sigrún Bairdain, Guöný Andrésdóttir, Þórdís Andrésdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR, Mjölnisholti 6. Árni Waag Hjélmarsson, Ragnheiöur Helgadóttir, Karin Waag Hjélmarsdóttir, Hannes Jónsson, Hjélmar Waag Hannesson, Anna Birgis og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför HANSÍNU INGIBJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR, Austurgötu 29, Hafnarfiröi. Sórstakar þakkir færum viö Ólafi Jónssyni, póstmanni, Hafnarfiröi, fyrir alla hans hjálp og kærleika okkur auösýnda. Einar Hilmar, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, DANÍELS KRISTJÁNSSONAR fré Hreöavatni. Guömundur Daníelsson, Kristjén Danfelsson, Ragnar Danielsson. vegalagnir og eru þær ófáar göt- urnar hér í borg, þar sem hann hefur lagt hendur á fyrsta stein- inn. Við þessi störf vann hann allt fram til 1970, er hann varð að hætta fyrir aldurs sakir. Hjónaband þeirra Pálínu og Gunnlaugs var mjög farsælt. Þar bar aldrei skugga á. Þau eignuðust eina dóttur, Hrefnu, sem gift er Trausta Frímannssyni, vélvirkja. Ég minnist Pálínu, er ég heim- sótti hana ásamt ungri eiginkonu minni að heimili þeirra að Týs- götu 1, hvað hún tók vel á móti okkur. Þá var dóttirin Hrefna ungbarn, en líka var á heimilinu sonur hennar, Hermann Stein- grímsson, þá á fermingaraldri, sem hún átti áður en hún giftist. Hermann var mikill efnispiltur, en veiktist í menntaskóla og and- aðist tæpra 17 ára, árið 1935. Pálína átti líka tvö önnur börn áður en hún giftist, sem hún kom í fóstur hjá góðu fólki. Hún hafði ávallt gott samband við þau bæði, en þau eru Friðrik Jörgensen, stórkaupmaður, kvæntur Þórunni Þorsteinsdóttur, og Ásta Stein- grímsdóttir, húsmóðir, gift Einari Jónssyni, nú búsett á Akureyri. Þau Pálína og Gunnlaugur voru mjög samhent hjón, sem gott var að heimsækja. Lengst af áttu þau heima i húsi sínu að Skeggjagötu 15, og þar bjuggu líka Friðrik og Þórunn sín fyrstu 7 búskaparár. Þegar Þórunn kom á heimilið, þá ung stúlka, urðu þær Pálína strax mjög samrýndar og hefur það haldist alla tíð. Hrefna, dóttir hennar, stofnaði líka sitt heimili þar, þegar hún giftist. Gunnlaug- ur Traustason, dóttursonur þeirra, var einnig hjá þeim frá fyrstu tíð, allt þar til hann stofnaði sitt eigið heimili, og ber honum og Sigríði Thorarensen sérstakar þakkir fyrir mikla umhyggju og vináttu við ömmu og afa til hinstu stundar þeirra beggja. Að lokum minnist ég, er ég heimsótti þau Gunnlaug og Pálínu á níræðisafmæli hennar 29. nóv- ember 1980. Það mátti segja, að hún héldi að mestu reisn sinni og glæsibrag, bæði andlega og lík- amlega, allt til þess tíma. Hún var þakklát Guði fyrir allt, fyrir sín góðu börn, barnabörn og eiginmann, fyrir umhyggju þeirra og ræktarsemi. Hún var þakklát fyrir að hafa fengið að starfa með safnaðarfélögum sínum í Frí- kirkjusöfnuðinum, ásamt manni sínum, sem lengi var hringjari safnaðarins, og hún var þakklát fyrir alla vinsemd, sem hún hafði notið, vinsemd barna sinna allra og tengdafólks, vinsemd vanda- lausra, þar á meðal Sigríðar og séra Jakobs í Holti, barna þeirra og annarra Eyfellinga, sem á einn eða annan hátt greiddu götu henn- ar og barna hennar. En nú leið að þáttaskilum. Fyrir áramótin 1980—1981 veiktist Gunnlaugur og andaðist 7. janúar 1981. Pálína bjó áfram á Skeggja- götu 15 í nálægð barna sinna og hafði ágæta konu sér til daglegrar hjálpar, þar til að hún á sl. sumri dvaldi um tíma á Hrafnistu í Hafnarfirði og svo á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún andaðist 27. maí sl. Langri ævi er lokið. Innilegar þakkir og Guð blessi frænku mína. Páll Scheving

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.