Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 17 þar sem hann varð yfirmaður tónlistarskóla landgönguliðsins (Royal Marines School of Music). Síðan tók hann við yfirstjórn Þriðju víkingastórdeildarinnar. Hann stjórnaði landgönguliðum við æfingar í Noregi, þar sem þeir æfðu meðal annars land- göngur og listina að lifa af við heimskautaaðstæður. Árið 1979 varð hann tveggja stjörnu hershöfðingi og síðan yfirmaður strandhöggsliðsaflans. irnar árás? ■ðurhluU Argentínu. hermenn til flugvallarins í Rio Gallegos á meginlandi Argen- tínu, þar sem þeir hefðu sprengt upp allar Super Etendard- flugvélarnar fimm, sem Argen- tínumenn áttu eftir, snemma í vikunni á undan. En John Nott landvarnaráðherra bar á móti því í yfirlýsingu í Neðri málstof- unni 26. maí og sagði að tvær Super Etendard-flugvélar hefðu skotið Exocet-eldflaugunum tveimur, sem hæfðu „Atlantic Conveyor". Seinna sagði í skeyti frá brezkum fréttariturum, sem vitnuðu í foringja í leiðangurs- flotanum, að talið væri að brezk- ar freigátur hefðu skotið niður eina Super Etendard-flugvél á sunnudaginn. Lístahátíð: Börnin í önd- vegi í Nor- ræna húsinu DAGSKRÁ Norræna hússins á Listahátíð er einkum ætluð börn- um. Hingað koma tveir sænskir iistamenn, sem hafa starfað mikið með bömum, hvor á sínu sviði, en markmið beggja er hið sama — að virkja börn í þroskandi sköpunarstarfi. Trúðurinn Rúben hefur víða farið og vakið athvgli fyrir kúnstir sínar. Hingað kemur hann frá Moskvu og fer síðan til Kanada, en meðal þess sem hann tekur sér fyrir hendur í Norræna húsinu á næstu dögum er að setja upp sirkusskóla, þar sem börnin sjálf undirbúa sirkussýningu og velja sér hlutverk til að inna af hendi, en þegar allt er klappað og klárt hefst sýningin sjálf og gefst foreldrum og öðra áhugafólki þá kostur á að fylgjast með því sem fram fer. Myndlistarmaðurinn Jens Matthiasson verður með föndur- vinnustofu þar sem börnin fá að mála og móta leir undir leið- sögn listamannsins. Að sögn Ann Sandelin, for- stóra Norræna hússins, er sirk- usskólinn ætlaður börnum og unglingum á aldrinum 5—15 ára. Haldin verða tvö námskeið og komast 25 börn að í hvort skipti. Skólahaldið verður dagana 9. og 10. júní og hefst kl. 15 báða dag- ana, en undirbúningur fyrir sýn- ingu tekur um tvær stundir. Kl. 17 verður húsið opnað þeim sem ætla að sjá sýninguna, en hún hefst kl. 17.30 og stendur í um það bil eina klukkustund. Innrit- un í sirkusskóla Rúbens í Nor- ræna húsinu fer fram í skrif- stofu hússins, en þátttökugjald er 30 krónur. Trúðurinn leikur listir sínar á sirkussýningum sem verða í Norræna húsinu sunnudaginn 6. júní og laugar- daginn 12. júní kl. 16 báða dag- ana. Aðgöngumiðar að sýningum Rúbens fást í Norræna húsinu og kosta 20 krónur fyrir börn en 40 krónur fyrir fullorðna. 15.—18. júní verður Jens Matthiasson með föndurvinnu- stofuna í Norræna húsinu. „Við veltum því fyrir okkur," segir Ann, „hvernig bezt mætti tryggja það að sem flest börn gætu tekið þátt í vinnustofunni og niðurstaðan varð sú að leita samstarfs við dagvistarheimili í borginni. Undirtektirnar voru svo góðar að við búumst við um þrjú þúsund börnum hingað til að vinna með Jens. Þessi mikla þátttaka gerir það að verkum að við verðum að takmarka aðgang nokkuð, þannig að föndurvinnu- stofan verður einungis opin öll- um börnum laugardaginn 19. júní. Aðgangur er ókeypis, en innritun fer fram í Norræna húsinu. Jens hefur farið víða um Norðurlönd og einhver vinsæl- asti þáttur í starfi föndurvinnu- stofunnar er þegar börnunum er úthlutað ákveðnu svæði á al- mannafæri sem þau mega skreyta að vild. Nýlega var til dæmis heilt torg í bæ einum í Svíþjóð málað í hinum fegurstu litum, en þeir eru að vísu þannig samansettir að þeir mást út á nokkrum dögum. Við höfum leit- að til borgaryfirvalda um að fá slíkt svæði sem börnin fengju að mála undir leiðsögn Jens Matthiasson og var því erindi vel tekið, svo allt útlit er fyrir að af því verði." Af öðrum atriðum Norræna hússins á Listahátíð má nefna höggmyndasýningu danska myndhöggvarans John Rud, en verk hans eru að mestu unnin í grafík, sem er geysilega erfitt efni í vinnslu. Sýning Ruds er í forsal Norræna hússins og utan dyra. Þau verk sem standa utan- húss verða til sýnis í ágúst og er þess að vænta að fleiri bætist við, því að listamaðurinn mun starfa hér á íslandi í sumar. Verkin sem eru innandyra verða til sýnis meðan á Listahátíð stendur. Vísnasöngvarinn Olle Adolphsson kemur fram í Nor- ræna húsinu tvívegis á Listahá- tíð, 6. júní og 8. júní. Á.R. Jens Matthíasson í fondurvinnu- stofu sinni. Jón Hjalti sagðist hann heita snáðinn sem kútveltist á milli höggmynda John Ruds fyrir utan Norræna húsið i gær. Ann Sandelin við eitt af grafikverkum Ruds. Ljósm. Mbi. Krútjáa öro. Vanræksla pósthússins kom í veg fyr- ir lögmæta vinnustöðvunarboðun — segir Guðjón Jónsson formaður félags járniðnaðarmanna EINS og fram hefur komið í fréttum reyndist verkfallsboðun nokkurra aðildarfélaga ASÍ dagana 10. og 11. júní ólögleg vegna þess að boðunin barst of seint i hendur hlutaðeigandi viðsemjenda. Stafaði það af því að ábyrgðarbréf, sem sett höfðu verið í póst á miðvikudag, bárust ekki fyrr en daginn eftir. Vegna þessa hafa forystumenn viðkomandi félaga gripið til þess ráðs að bera sjálfir út verkfallsboðun, en hún mun aðeins ná til þess 11. Meðal þessara félaga eru Iðja, Felag járniðnaðarmanna, Félag málm- og skipasmiða og Félag blikksmiða. Þá er Ijóst að bréf verkakvennafélagsins Framsóknar barst einnig of seint, en engu að síður hefur félagið auglýst vinnu- stöðvun báða dagana. Morgunblaðið hafði þess vegna samband við Guðjón Jónsson, for- mann félags járniðnaðarmanna og félags málm- og skipasmiða, og lýsti hann mikilli óánægju með þjónustu Póststofunnar. Sagði hann að ákveðið hefði verið að boða vinnustöðvun 10. og 11.. Hefði bréf þess efnis verið sent réttum aðilum í ábyrgðar- og hraðpósti. Það hefði verið móttek- ið á pósthúsi klukkan 14.11 á mið- vikudag. Bréfið hefði svo ekki bor- izt fyrr en í gær, þannig að vinnu- stöðvunin hefði verið ólögleg og yrði því afturkölluð. Þess í stað hefði í gær verið boðað verkfall þann 11. fyrir mikilvægum sendingum. „Það fylgja því veruleg leiðindi, þegar verið er að boða vinnustöðv- un og ákveðið hefur verið að vera á sama tíma og aðrir, en við verð- um það ekki vegna vanrækslu pósthússins," sagði Guðjón. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, hafði sömu sögu af viðskipt- um sínum við póstþjónustuna að segja. Bréf hans hefði verið mót- tekið klukkan 12.16. Bjarni sagði meðal annars, að hann hefði póst- ábyrgðarbækur aftur til ársins 1955 og verkfallsboðanir hefðu ætíð verið sendar á þennan hátt samkvæmt bókum sínum og þetta hefði aldrei komið fyrir áður. Þá sagðist Guðjón hafa undir höndum póstskrá, sem gilti frá 1. júní. Þar væri meðal annars klausa, sem fjallaði um hraðboða- gjald, sem væri 14 krónur. Skýr- ingin á því væri innan sviga og svo hljóðandi: „Hraðboðagjald: (Út- burður, bréfa og tilkynninga, böggla með sérstökum sendi- manni, þegar eftir koinu send- ingar á ákvörðunarpósthús)“. Þetta hlyti að þýða, að sendingin yrði borin út strax og í þessu til- felli hefði þetta brugðist og hann yrði að segja það að maður efaðist um það framvegis að ábyrgð og hraðpóstur dygði hjá póstinum. Það væri alvarlegt að ekki væri hægt að treysta póstþjónustunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.