Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ1982 21 Ingólfur (>uðbrandsson, forstjóri Útsýnar, skálar hér við Ólaf Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóra í sam- gönguráðuneyti, og Heimi Hannesson, formann Ferðamálaráðs, en ýmsum gestum var boðið til athafnar þegar Utsýn opnaði á ný eftir breytingarnar. i.jósm. Kmilí*. Hraðari og betri þjón- usta með tilkomu tölvu — segir Kristín Aðalsteinsdóttir deildarstjóri hjá Útsýn Fyrir nokkru voru gerðar umfangsmiklar breytingar i afgreiðslusal ferðaskrifstofunnar Útsýn við Austurstrcti í Reykjavík. Aðalafgreiðslu- salur hópferðadeildar hefur breytt um svip og öll hcðin verið endurnýjuð, en skrifstofan er nú með afgreiðslu á jarðhcð, annarri hcð, og fjórðu hcð hússins. Jafnframt þessum breytingum á húsncði hefur tölvukerfi fyrir allar farpantanir verið tekið í notkun og starfsfólk verið þjálfað síðustu mánuðina í notkun þess. — Á jarðhæðinni fer fram öll almenn farmiðasala, en fyrir hópferðir í leiguflugi eða áætl- unarflugi er sérstök deild starf- andi og er hún hér á annarri hæðinni, sagði Kristín Aðal- steinsdóttir deildarstjóri í sam- tali við Mbl. — Afgreiðslusalur- inn hefur verið stækkaður all- mikið og annast nú 11 starfs- menn almenn sölu- og af- greiðslustörf í hinum nýja sal. Þá höfum við fengið til umráða hálfa fjórðu hæð hússins og þar er innanlandsdeildin til húsa og afgreiðsla American Express. A skrifstofunni starfa nú í sumar um 30 manns og yfir 20 manns eru við ýmiss konar störf erlend- is. Skrifstofur Útsýnar hafa fyrir nokkru verið tölvuvæddar og fara nú farpantanir að mestu fram með aðstoð tölvu. Kristín útskýrir þann þáttinn: — Með tilkomu tölvunnar hefur öll aðstaða hér breyst til muna. Pantanir eru öruggari, hægt er að veita upplýsingar strax og störfin eru auðveldari og tölvan hefur um leið hag- kvæmni í för með sér. Við pönt- un hópferðar þarf að vita hve mörg sæti eru laus, hvaða gist- ingarmöguleikar eru fyrir hendi o.s.frv. og þessum upplýsingum býr tölvan nú yfir, en áður þurfti afgreiðslufólkið alltaf að fara í lista og spjaldskrár til að kanna málin. Nú eru tölvuskermar á öllum afgreiðsluborðunum í salnum og þangað koma við- skiptavinir og fá svarað öllum spurningum og möguleikum og geta fengið pantanir sínar stað- festar strax. Þarna hefur tölvu- tæknin sparað okkur ótrúlega mikla handavinnu og um leið gert alla ferðapantanir öruggari, engin hætta er nú á því að þær geti misfarist. — Á næstunni er síðan gert ráð fyrir að við getum tengst Alex, bókunartölvu Flugleiða fyrir innanlands- og millilanda- flug, og þá getum við boðið betri þjónustu á því sviði. Um leið og tölvan sparar mannskap skapast aukið rými hér á skrifstofunni og því var hægt að stækka af- greiðslusalinn. — í fyrravetur hófst leit að hentugri tölvu og jafnframt leit- uðum við eftir hugbúnaði. Keyptum við breskan hugbúnað, ætlaðan erlendum ferðaskrif- stofum, sem við nú erum búin að þýða að nokkru leyti og stað- færa, en tölvan sjálf er System 34 frá IBM. Tölvukerfið tókum við að nokkru í notkun í október sl., en unnum jafnframt eftir gamla kerfinu, en frá áramótum höfum við eingöngu notað tölv- una við bókanir. r afgreiðslusal Útsýnar. Hver starfsmaóur hefnr sinn tötvuskerm til að fcra Ljóam. ÓLK.M. m Séð yfir hluta í nýjum og breyttum inn á bókanir og leita upplýsinga. „Vötn á himni“ Yfirlitssýning á verkum Kristins Péturssonar LAUGARDAGINN 5. júní nk. verður opnuð í tilefni af Listahátíð sýning í Listasafni alþýðu á myndlistarverkum eftir Kristin Pétursson og ber sýningin yfírskriftina „Vötn á himni“. Kristinn Pétursson andaðist 1. september 1981, 84 ára að aldri, og átti hann þá að baki 50 ára feril sem skapandi listamaður. Kristinn lét eftir sig mikið safn málverka eða alls 1367 að tölu og runnu þau óskipt til Listasafns al- þýðu sem unnið hefur úr myndun- um og efnir til yfirlitssýningar á þeim. Kristinn Pétursson var lítt um- talaður listamaður á síðastliðnum árum, enda ekki furða, þar sem hann hafði ekki sýnt opinberlega síðan 1954. Sýningin í Listasafni alþýðu er því gott tækifæri til að kynnast fjölbreytilegum ferli listamannsins, þar sem gefur að líta fyrst raunsæar náttúrumynd- ir, en síðan sjáum við hvernig listamaðurinn vinnur úr mögu- leikum náttúrunnar og umskapar hana á sinn listræna og persónu- lega hátt. Þá kynnumst við nú í fyrsta sinn algerlega óþekktum málverkum eins og t.d. geometr- ískum og expressionískum ab- Listamaðurinn og nokkur verka hans. starctionum auk einlitamynda sem listamaðurinn vann nokkru fyrir andlátið. Þá hefur verið sett saman lit- skyggnuröð sem sýnd er ásamt upplestri á brotum úr æviminn- ingum listamannsins. Þar koma vel fram hugleiðingar hans um sina eigin list og sína stílsögulegu þróun. Kemur það glöggt fram að erfitt er að aðgreina listamanninn frá fræðimanninum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 2—10 fram til 27. júní nk. (FrétUtilkynning.) COfflBI CAfflP easy Viö opnun Combi Camp tjaldvagnsins þá lýkst upp nýr möguleiki til feröalaga. Combi Camp er sérstak- lega sérhæföur fyrir íslenzka staöhætti bæöi fyrir lélega vegi og kalda veðráttu. Hann er því bæöi hlýr og traustur. Einnig er gott geymslurými fyrir allan viölegubúnaö 5—8 manna fjölskyldu. Verð frá 30.710. til afgr. strax. Benco Bolholti 4, sími 21945. 82.06 alla þriðjudaga Hafðu samband EIMSKIP Síllli 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.